Alþýðublaðið - 20.06.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Stúlku vantar að Vífilstöðum nú þégar. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar konunni. — Sími ÍOI. Munið að matvöruverzlunin Von hefir ávalt mikið af vöru- birgðum útlendum og innlendum, nú kominn ekta rauður kandis. Alt er selt stórum ódýrara í sekkj- um og kössum heldur en vanaiega þekkist hér í smákaupum. Talið við roig sjálfan um viðskifti, úg gerið hin hagfeldu kaup á meðan birgðir endast hjá Gunnari S. Sígurðssyni. — Von. Simi 448. Herpinöt, 130 faðma, í góðu standi, er til sölu fyrir mjög lágt verð. Semja ber við Emanuel J. Bjarnas. Bergststr. 33 B. ©f ódýrasta, fjðlbreyttast» og bezta dagblað landsins. Kanp- lð það og lesið, þá getið plð aldrei án þess rerið. er blað jaínaðarmanna, gefinn út á Akureyri. Kemur út vikulega i nokkru stærra broti en „Vísir". Ritstjóri er Halldór FrlðjónssoD V erkamaðurinn er bezt ritaður allra norðlenzkra biaða, @g er ágætt fréttablað. Aiiir Norðlendingar, víðsvegar um landið, kaupa hann. Vsrkamenn kaupifl ykkar blöðl Gerist áskrifendur . frá nýjári á /Ijgreitsla ^lþýðnbL Rafmagnsieiðsluv. Straunmum hefir þegar verið hleypt á götuæðainar og men'n ættu ekki að draga iengur að íáta okkur leggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið i tfma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hitl & lijós. Símar 830 og 322. Lánsfé til bygglngar Aiþýöu- hússlns er veitt móttaka f Al* þýðubrauðgerðinnl á Laugaveg 61, á afgreiðslu Alþýðublaðslns, i brauðasölunnl á Vesturgötu 29 ag á skrjfstofu samnlngsvlnnu Qagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrklð fyrlrtæklðl Alþbl. er blað allrar alþýflu. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Öiafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenbere. f&ch Lcndon: Æfiutýri. heila hans og umsneru og truíiuðu allar hugsanir hans, þangað til alt, sem hann í bili fann til, sameinaðist í tilfinningum í sambandi við þessa skældu undirskrift. Fáeinir algengir bökstafir, og þó fyltu þeir hann þrá, sem særði hann þægilega, fyltu hann ósegjanlegum and- legum rikdómi og unaðslegri gleðitilfinningu. Jóhanna Lackland! í hvert skifti sem hann leit á þetta nafn, sá hann hana fyrir sér i ýmsum stellingum — eins og hún sté á land úr úðanum og rokinu, sem braut skip henn- ar; eins og þegar hún setti fram hvalabátinn, þegar hún fór að fiska; sá hana drifvota koma upp úr sjón- um og hlaupa með flaksandi rennblautt hár og bullvot klæði heimleiðis; sá hana hræða heilan hóp mannæta með tómu meðalaglasi; þegar hún kendi Ærufiri að baka kökur; þegar hún hengdi upp barðastóra hattinn og skothylkjabeltið á kiókinn í setustofunni; þegar hún talaði alvarleg um það að vinna fyrir sér, eða spjallaði barnaleg um æfintýri með glampandi augum af áhuga og eldmóði. Jóhanna Lackland! Hann sökti sér niður í þetta skrifaða undur, unz upp fyrir honum laukst dul- ræni ástarinnar, og hann fékk samúð með elskendum, sem skera nöfn sín í trjáboii eða hripa þau í sand. Alt í einu sneri hugur hans sér aftur að veruleikanum og svipur hans varð ákveðinn. Hún var á þessu augnablikj stódd á hinni hættulegu strönd Malaita, og við Poonga- Poonga. sem var allra hættulegasti staðurinn, bygður mannætum, ræningjum og morðingjum. Honum datt í hug að kalla á bátshöfnina og fara samstundis til Poonga- Poonga. En hann hætti brátt við það. Hvað gat hann þar gert? Fyrst og fremst mundi henni þykja við hann; svo mundi hún hlæja að honum og kalla hann kjána; og loks bættist ekki nema einn rifiill við með honum, en hún hafði áður nóg af þeim. Hann haíði aðeins þrent upp úr því að fara. Hann gat skipað henni að snúa aftur; hann gat tekið Flibberty af henni; hann gat slitið félagsskap þeirra — en alt þetta vissi hann að mundi verða til einskis og heimskulegt. Hun gat með .völdum orðum lýst þvf, að hún/væri lögráð, og að eng- nn hafi rétt til að segja henni að koma eða fara. Nei, til Poonga-Poonga gat hann ekki farið, þó hjarta hans segði honum, að honum mundi enginn boðskapur kær- ari en sá, að hún bæði hann að koma og rétta sér hjálparhönd, og í huganum sá hann hana biðja sig utn það. Honum féll margt illa í framkomu hennar. Hann skelfdist við þá tilhugsun, að hún væri undir sama þaki og fyllisvínin frá Guvutu. Ungum manni gat verið slíkt hættulegt; það hlaut að vera hryllilegt fyrir unga stúlku. Það lá við að hann hefði gaman af þjófnaðinum á Flibberty, þó honum félli ekki sem bezt við hvernig hann var framkvæmdur. Honum var þó fróun í því, að þrælbeinunum þremur hafði verið falið, að drekka Olson í hel. En rétt á eftir sá hann hana eina með fyllibyttun- um, á Emily, þegar hún lét í haf. Þá mintist hann Adamu Adam og Noa Noah og allra hinna Tahiti- mannanna, og honum létti; hann langaði helzt til að ergja sig yfir því einu, að hún hefði komið svona fram. í þessu skapi var hann, þegar haun gekk inn, settist niður og fór að stara á krókinn sem hatturinn og beltið höfðu hangið á. Hann óskaði að það héngi þar enn. VIII, KAFLÍ. Nókkrar vikur liðu. Alt varð aftur kyrt á Beranda eftir hinar óvenjulega mörgu skipakomur. Sheldon hélt áfram daglegu starfi sínu, reið til skógar, gróðursetti kokospálma, þurkaði kopra, bygði brýr og reið milli vinnustöðvanna á hestinum sem Jóhanna hafði keypt. Engar fregnir komu af henni. Skip, sem réðu menn á Malaita sigldu langt frá Poonga-Poonga-ströndinni, og Clausman, sem sigldi til Samoa, lagðist einu sinni við sólsetur á höfninni, svo yfirmennirnir gætu fengið sér knattleik, leitað frétta og sagt kviksögur sem gengu milli svertingjanna á Sio, um að orusta heíði staðið við PoongaÆoonga. Vegna þess að fregnin hafði borist

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.