Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 16
64 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. JÖIABÆKURNAR HEILDARYFMJT Úrvalsrit heimsbókmenntanna Almenna bókafélagið hefur hafið útgáfu á bókaflokki undir nafninu ÚRVALSRIT HEIMS- BÓKMENNTANNA. í flokkinn verða ekki teknar aðrar bækur en viðurkennd bókmenntaverk sem áhrif hafa haft eða hafa á heimsbókmenntirnar. Fyrsta ritið í þessum flokki er: DON KÍKÓTI eftir Cervantes de Saavedra í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Öll 8 bindin eru komin út. Það var vonum seinna að við fengjum verk eins og Don Kíkóti á íslensku. Sagan er bráð- skemmtileg aflestrar, bæði fyrirsínaróviðjafnan- legu lýsingar á aðalpersónunum, riddaranum Don Kíkóta og Sansjó Pansa, og fyrir lýsingar sínar á spönsku þjóðlífi. Á ferð okkar með þeim félögum um Spán kynnumst við fólki úr öllum stéttum landsins, mismunandi kjörum þess og hinum fjölbreytilegustu manngerðum. Don Kíkóti hefur eins og kunnugt er haft geysimikil áhrif á bókmenntir síðari tíma, bæði leikrita- og sagnagerð. „HANN GEKK UM ÁÐAN Hann gekk um áðan, eftir þögn er eins og fótatak létt óvisst fótatak, hann sefur enn, útifyrir fellur regn á fjali og stétt og menn og eftir stund hefst önnur þögn líkt eins og fyr útifyrir fellur snjór á fjall og glugga og dyr útifyrir fellur snjór á fönn og skugga og dyr.“ Kristján Karlsson er eitt af sérstæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokk„ð seintekinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í ör- fáum orðum en með þessum Ijóðlínum úr síðustu bók hans, - NEW YORK: Ljóöiö ræður, þess ræöa er frjáls þess rök skulu geyma yöur litla stund. 90 bls. Verð kr. 617,- KVÆÐI 84 eítir Kristján Karlsson í einni af fyrri Ijóðabókum sínum segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist.“ Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að „kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðisins og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: Hús þess.“ LEIKRIT SHAKESPEARES Næsta stórvirkið í þessum bókaflokki er LEIKRIT SHAKESPEARES. Helgi Hálfdanarson hefur lokið við að þýða öll leikrit hins enska skáldjöfurs, 37 að tölu, og er varla ofmælt að þessar þýðingar hans séu eitthvert mesta íslenska bókmennta- afrek síðari ára eða áratuga, enda hafa þýðingar hans hlotið einróma lof. Þctta mikla verk mun koma út í 8 bindum og eru þrjú hin fyrstu nú komin út. i fyrstu tveim bindunum birtast öll konungaleikrit Shakespeares, en þau leikrit gætum við vel nefnt Sturlungu Breta. Leikritin í fyrsta bindinu eru Ríkarður annar, Hinrik fjórði, fyrra leikritið og síðara leikritið og Hinrik fimmti, en í 2. bindi Hinrik sjötti, fyrsta leikrit, Hinrik sjötti, annað leikrit, Hinrik sjötti, þriðja leikrit, og Ríkarður þriðji. Leikritin í 3. bindinu sem nú er nýlega komið út, eru hin víðkunnu stórverk sem sífellt eru á leiksviðum víðs vegar um heim, Rómeó og Júlía, Hamlet Danaprins, Lér konungur og Makbeð. Finnur Jónsson eítir Frank Ponzi Þetta er listaverkabókin sem selst hefur í 6700 eintökum hér á landi! Finnur Jónsson eftir Frank Ponzi er listræn bók um mikinn listamann. í henni eru um 60 myndir af listaverkum Finns Jónssonar auk Ijósmynda úr ævi hans, allt valið af hinum kröfuharða og afar vandvirka listfræðingi Frank Ponzi. Bókin er og prentuð undir nákvæmu eftirliti hans. Frank Ponzi ritar ítarlega ritgerð um list Finns Jónssonar, og Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur skrifar um ævi Finns og byggir á samtölum við listamanninn. Það átti fyrir Finni Jónssyni að liggja að framúrstefnulist hans var í fyrstu illa tekið hér heima. Hann hlaut miklu fyrr viðurkenningu erlendis en meðal landsmanna sinna. Nú er Finnur Jónsson viðurkenndurjafntá íslandi sem í útlöndum sem einn í hópi merkustu framúr- stefnulistamanna álfunnar á fyrri hluta þessarar aldar, og er því mál til komið að út komi hér listaverkabók um hann. Bókin um Finn Jónsson er ómetanleg söguleg heimild um upphaf íslenskrar nútímalistar, bók sem enginn listunnandi á ísiandi má láta vanta í bókasafn sitt. Meiri hluti texta bókarinnar er bæði á íslensku og ensku. 103 bls. Verð kr. 988,- ÖSKRIÐ Nýr höfundur, Lilja K. Möller, kveður sér hljóðs í sterkri og bersögulli frásögn af átakamikilli atburðarás í lífi ungrar konu sem sjálf vill fá að móta líf sitt, springa út og sprengja af sér fjötra: „Öskra: Þú hefur engan rétt til að aðskilja líkama minn og sálu! Ég er líka til inni í þess- um líkama. Ég er! Ég er ekki bara nautn holdsins, því fyrir innan brjóstin og kynfærin er manneskja sem sér hvað fram fer.“ „ „Hvar er hvíti gæðingurinn?“ spurði ég og blíðkaðist.“ „ „Hann er hérna fyrir innan,“ svaraði hann og nuddaði buxnaklaufinni upp við vinstra lærið mitt.“ „Hann var svo undurblíður, rómantískur, að ég grét á meðan, hægum fallegum gleðitár- um.“ „Ekki gat ég farið til lögreglunnar og beðið hana að hjálpa mér að leita að Áru Davíðsdóttur. Þeir myndu biðja um nákvæma lýsingu og í rauninni þekki ég hana of lítið til að geta lýst henni nákvæmlega. Aldur: 25 ára. Hæð: Yfirleitt í skýjunum. Þyngd: Já, stundum þunglynd en oftar bjartsýn. Staða: Frekar völt. Heimili: í óreiðu. Tunga: Uila. Háralitur: Nei, ólitað. Augnalitur: Stundum regnblár eða dökkblár eða svartur eða rauð- ur... Ég gæti ímyndað mér að þeir yrðu fljótir að skella henni í möppuna með yfir- skriftinni: „Óskist ófundnir.““ Öskrið er áhrifamikil skáldsaga, í senn átakanleg og spaugileg, um unga og draumlynda konu. Hún leitar að ást og skilningi í tilfinningasnauðum heimi og berst fyrir því að halda einstaklingseðli sínu. 188 bls. Verð kr. 697,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.