Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. 77 Prestsfrúin, Beatrice Toombe, vissi að sonur hennar gat ekki hafa gert neitt af sér. Frú Thomas Ernest Dyer lenti á köldum klaka eftir lát eiginmanns sins. Sérstæð sakamál Edith Jones og Eric Toombe voru trúlofuð. Mún var falleg og geðþekk stúlka sem fór alveg i baklás eftir að kærastinn hennar dó. Hún giftist aldrei öðrum. Séra Toombe og sveitalögreglu- þjónninn veltu dálitla stund fyrir sér þessum merkilegu draumum. Sveitalögregluþjónninn náði í skýrslur um máliö og ákvað að rétt væri að líta einu sinni enn á þaö. Hann taldi málið einnig það alvarlegt aö hann kvaddi til Scot- land Yard og frá þeim kom Francis Carlin leynilögreglumað- ur. Stór hópur lögreglumanna fór yfir svæðið á bænum. Sérlega var svæðið í kringum brunninn gamla skoðað vandlega. Carlin gerði sér ekki miklar vonir. Málið var í bók- staflegum skilningi orðiö svo mosavaxið að það var trauðla hægt aö reikna með neinu. Á Welcome Farm voru auk gamla brunnsins fimm brunnar sem áttu að taka við rigningar- vatni. Allt brunnakerfið var skoð- að vandlega. Lögreglumaður sem hafði verið niðri í brunninum sagði að vatnið væri einkennilegt á bragðið. Það væri kannski eitrað. En lögreglumennimir komust einnig að annarri niðurstööu. A botni brunnsins, að hluta falið undir múrsteinum og grjóti, fundu þeir lík. Það var ótrúlega vel varð- veitt eins og það hefði verið smurt. Það kom síðar í ljós að það var óvenjuhátt magn arseniks í brunn- vatninu og það hindraði þaö aö lík- ið leystist upp. Orsök dauðans var auðfundin. Maðurinn í brunninum hafði verið skotinn í gegnum höfuðið með haglabyssu og höfuðið var næstum horfið. Það var ekki hægt að bera kennsl á hinn látna á hefðbundinn hátt. Hins vegar hafði morð- ingjanum yfirsést það að hinn dauði var með skyrtuhnappa sem vom auðþekkjanlegir. Hann var auk þess með bindisnál úr gulli og armbandsúr og gullhring með upphafstöfunum E. J. og E.G.T. — Edith Jones og Eric Gordon Toombe. Prestshjónin þekktu alla hlutina þegar og Edith Jones gerði það líka. Finnið morðingjann Nú var það að finna mórðíngj- ann Ernest Dyer. Hann hafði greinilega verið slæmur félagi hinum óharðnaða prestssyni. Dyer hafði oft afplánað dóma fyrir þjófnaö, svik og önnur auðgunar- brot. Mönnum tókst að rekja slóð hans til Scarborough í Yorkshire. Þar hafði hann vakið athygli lög- reglunnar með því að falsa ávísanir. Nú vildi lögreglan gjarnan fá að ræða við hann um morðið. Hann neitaði ákveðið við handtökuna en hann var yfirbug- aður og settur í handjárn. Á herbergi hans fann lögreglan tvö tékkhefti sem voru á nafni Eric Toombe. Dyer hafði tekið út 3300 pund af reikningi sem var á nafni Toombe. Málið var ljóst. Við réttarhöld í Sussex var Dyer sekur fundinn um morð og dæmdur til hengingar. Hvorki vitnin né dómarinn trúðu þeirri skýringu hans að skotið hefði fyrir slysni hlaupið úr hagla- byssunni. Því næst hefði Dyer orð- ið skelfingu lostinn og kastað líki Toombe í brunninn til að forðast morðákæru. Nákvæmlega fjórum mánuðum eftir óhugnanlegan draum frú Toombe var Emest Dyer látinn dingla í gálganum í Pentonville fangelsinu í London. Edith Jones giftist aldrei. Hún flutti til gömlu prestshjónanna. Herra Toombe dó 1937 og konan hans árið 1939. 1 júlí 1970 birtist viðtal í dag- blaði í Oxford við Edith Jones um gamla harmleikinn. Hún sagðist hafa hlakkað allt sitt líf til að hitta aftur hinn unga Eric Toombe sem hún hefði aldrei fengið tækifæri til að deila jarðneskri tilveru með. Viku eftir viðtalið dó hún í rúmi sínu. Hún fannst um morgun og um varir hennar lék friðsælt bros. NORÐDEKK hetlsólud radíal dekk BESIA SNJÓMUNSTUR SEMVÖLERÁ Hjá okkur að RÉTTARHÁLSI 2 komast allir í hús, stórir sem smáir. Stærsta og tæknilega fullkomnasta dekkjaverkstæði landsins. Þú slappar af í setustofunni á meðan við skiptum um fyrir þig. GÚMMÍ VINNU STOfAN HF RÉTTARHÁLS 2 Símar: 84008 - 84009 SKIPHOLT 35 Símar: 31055 - 30360 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.