Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 3
Messur
Guðsþjónustur í Reykja-
víkurprófastsdæmi sunnu-
daginn 16. desember 1984.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma
í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30.
Guðsþjónusta í Safnaðarheimilinu kl. 2.00.
Organleikari Jón Mýrdal. Miðvikudagur,
fyrirbænasamkoma kl. 19.30 í Safnaðarheim-
ilinu. Séra Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Jólasöngvar
fjölskyldunnar kl. 11.00 árd. Sr. Lárus Hall-
dórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Messa kl. 2.00. Organleikari Guðni Þ.
Guðmundsson. Aldraöir íbúar sóknarinnar,
sem óska eftir bilfari fyrir messuna, láti
vita í sima 35507 milli kl. 10 og 12 á sunnu-
dag. Sr. Olafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL: Barnasam-
koma i Safnaðarheimilinu viö Bjamhólastig
kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju ki.
11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
DÖMKIRKJAN: Laugardagur: Barnasam-
koma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M.
Sigurðardóttir. Sunnudagur: Messa ki. 11.00.
Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn
H. Friðrikss, Sr. Þórir Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl.
2.00. Sr. Grimur Grímsson prédikar. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
FELLA- og HÓLAPRESTAKALL: Laugar-
dagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla
kl. 14.00. Sunnudagur: Barnasamkoma í
Fellaskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í
Menningarmiðstöðinni viö Gerðuberg kl.
14.00. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Laugardagur:
Fermingartimi 15. des. kl. 2.00. Sunnudagur:
Jólavaka í kirkjunni kl. 17.00. Pavel Smid
leikur einleik á orgel. Sr. Gunnar Björnsson
flytur ávarp. Fríkirkjukórinn syngur. Sig-
urður E. Guðmundsson borgarfulltrúi flytur
ræðu. Friðrik Kristinsson syngur einsöng.
Barnahljómsveit leikur jólalög undir stjórn
Jakobs Hallgrimssonar. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Altarisganga.
Strengjasveit frá Nýja tónhstarskólanum
leikur. Organleikari Arni Arinbjarnarson.
Æskulýðsstarf föstudag kl. 5.00. Sr. HaUdór
S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur 15.
des., aftanstund á aðventu kl. 18.00. Magnús
og Jóhann syngja. Fyrirbæn um brauð
handa hungruðum heimi. Sunnudagur:
Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Ensk-amerísk jóla-
guðsþjónusta kl. 16.00. Mótettukór Hall-
grimskirkju syngur. Sr. Karl Sigurbjörns-
son. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur
19. des.: Náttsöngur kl. 22.00. Mótettukór
Hallgrimskirkju syngur aðventu- og jólalög.
LANDS.PÍTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.00. Barna-
guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jóns-
son. Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guðsþjónusta kl.
10.00. Sr. Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Laugardagur:
Barnasamkoma í Safnaðarheimilinu Borg-
um kl. 11 árd. Sunnudagur: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson.
Jólatónleikar Tónlistarskólans í Kópavogi í
kirkjunni kl. 4.00. Skagfirska söngsveitin
syngur Missa brevis eftir Haydn ásamt jóla-
lögumíkirkjunnikl. 2.00.
LANGHOLTSKIRKJA: Öskastund barnanna
kl. 11.00. Söngur — sögur — leikir. Helgileik-
ur fluttur af börnum. Sigurður Sigurgeirsson
og Eyjólfur Bjarnason leiða. Guðsþjónusta
kl. 14.00. Prestur sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson. Organleikari Jón Stefánsson.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11.00. Barnakór
Laugarnesskóla syngúr. Jólasaga — jóla-
söngvar. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta
kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
NESKIRKJA: Laugardagur: Jólasamvera
aldraðra kl. 15.00. Einsöngur, hugvekja,
strengjaleikur og happdrætti. Guðmundur
Oskar Olafsson. Sunnudagur: Barnasam-
koma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson.
Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14.00.
Háskólakórinn og skólakór Seltjarnarness
syngja jólalög. Kjartan Ragnarssor flytur
ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum við eigið lag.
Halldór Reynisson forsetaritari talar. Sr.
Auka-
sýning á
Sóleyjar-
kvæði
Laugardaginn 15. desember og
sunnudaginn 16. desember hefur ver-
ið ákveðið að et'na til aukasýninga á
Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr
Kötlum við tónlist Péturs Pálssonar í
uppsetningu Háskólakórsins og
Stúdentaleikhússins. Ámi Harðar-
son, stjórnandi kórsins, hefur gert
handritið og útsett tónlistina.
Guðmundur Olafsson leikari fer með
talaðan texta, jafnframt því að leik-
stýra með Arna. Lýsing er í höndum
Einars Bergmundar en Hans Gúst-
afsson sér um leikmynd.
Sýningarnar verða í Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut og hefjast
klukkan 21 bæði kvöldin.
Háskólakórinn.
fi
Pir | ‘rM i \f
M- 1
O
, ■) ' 1
Tónleikar
á Kjarvalsstöðum
Þær Hólmfríður Sigurðardóttir , desember kl. 17. A efnisskránni eru
píanóleikari og Hlíf Sigurjónsdóttir verk eftir Mozart, Beethoven og
fiðluleikari halda tónleika að Jónas Tómasson svo eitthvað sé
Kjarvalsstöðum laugardaginn 15. nefnt.
Líf og land:
Hátíð á Hótel Borg
Landssamtökin Líf og land gang-
ast fyrir fjölskyldusamkomu á að-
ventu að Hótel Borg laugardaginn 15.
desembernk. kl. 15.
Tilgangur þessarar samkomu er
aö minna á boðskap jólanna og gefa
fólki í jólaundirbúningi kost á að
koma saman meö bömum sínum, *
syngja og hlýða á jólasögu.
Stjórnandi samkomunnar verður
dr. Gunnar Kristjánsson, prestur að
Reynivöllum í Kjós. Á samkomunni
mun Mótettukórinn syngja undir
stjórn Haröar Áskelssonar; Herdís
Þorvaldsdóttir leikkona les jólasögu
og auk þess mun Hörður Áskelsson
leiða f jöldasöng.
Aðgangur er ókeypis, en hægt i
verður aö kaupa r júkandi súkkulaði
og smákökur á vægu verði.
Jólí
Borg
Opnuð hefur verið sýning í Gallerí
Borg sem ber yfirskriftina „Jól í
Borg”.
Þar getur að líta og er á boöstólum
það nýjasta af íslenskri grafík og
vatnslitamyndum, einnig olíumál-
verk eftir yngri sem eldri ísl.
myndlistarmenn. Auk þess er þar aö
fá og sjá tauþrykk, vefnað, gler,
keramikhluti og keramikmyndir og
bækur um íslenska myndlist og
myndlistarmenn.
Finnsk form:
Finnskur listiðnaður í
Norræna húsinu
1 gær var opnuð sýning í sýningarsöl-
um Norræna hússins á finnskum list-
iönaði og hönnun. Sýningunni lýkur 3.
jjanúar 1985.
j Knut Odegárd, forstöðumaður Nor-
j ræna hússins, bauð gesti velkomna og
sendiherra Finnlands, Martin Isaks-
j son, opnaöi sýninguna.
Finnsk form er farandsýning, sem
Listiðnaðarfélagið í Finnlandi stendur
að, og er Island síðasti viðkomustaður-
inn.
A sýningunni gefur að líta það besta í
finnskum listiðnaði og hönnun frá
árunum 1960—1980 - keramik, gler,
textíla, húsgögn, ljósabúnað, skart-
gripi auk muna úr tré, steinum og góð-
málmum.