Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 4
32 DV. LAUGARDAGUR 5. JANUAR1985. Nokkur ævlatridi leynilögreglumaniisins knáa eins og þau koma fyrir í bókum Agöthu Christie Gnski sakamálasagna- höfundurinn Julian Symons hefur sett saman, að gamni sínu, æviágrip leynilögreglu- mannsins Hercule Poirot, sem allir þekkja úr sögum Agöthu Christie. Hlutar þessa æviágrips fara hér á eftir. Eg fór til fundar viö Hastings höfuös- mann í Lyme Regis á ströndinni viö Dorset. Hann liaföi dvalist þar um nokkurt skeiö, eöa siðan hann settist í helgan stein, fyrst í þjónustuíbúö en seinna á Bideaway hjúkrunarheimil- inu. Þar hitti ég hann. Viö fórum í nokkrar gönguferöir um ströndina og þeir sem viö mættum heilsuðu höfuös- manninum af alúö sem sýndi aö hann var í miklum metum á staönum. Tilgangur heimsóknar minnar var að fara yfir efni þaö sem höfuðsmaöurinn liaföi safnaö saman í því skyni aö skrifa ævisögu vinar síns, Hereule Poirot. Þótt hann væri enn viö hesta- heilsu treysti hann sér ekki lengur til aö hefja ævisagnaritunina og fór því fram á að ég leysti hann af hólmi. Hann afhenti mér rúmlega eitt hundraö síöur af minnisgreinum og athugasemdum en þvi miöur var þar mikið um endurtekningar, ævi Poirot var ekki skráö í réttri tímaröð og ýmsar athugasemdir voru ekki skýröar nánar. Engu að síður tókst mér aö setja saman eftirfarandi grein upp úr blöðum höfuösmamisins og í henni kemur allt þaö fram sem hann hafði að segja um vin sinn. Við þaðhef ég bætt ýmsum ályktunum frá eigin brjósti, og þar aö auki sett saman ævi- ágrip Hastings sjálfs. Og hefst þá frá- andi kona hans (sem var svarthærð) sagði við hann var: „Andskotinn!” Hún reyndist síöan vera dansmær sem tróð upp á skemmtistöðum meö systur sinni og kölluðu þær sig Dulcibelta Kids. Hastings lét atvinnu Dulcie, en það var nafn konunnar, ekki hafa áhrif á ást sína. Þegar þau hittust fyrst kall- aöi Hastings hana Öskubusku sem hann stytti síöar í Ösku og notaöi það upp frá því fremur en Dulcie. Eftir aö þau giftu sig fluttust þau til Argentínu þar sem Hastings geröist bóndi. Þau eignuðust fjögur börn, tvo pilta og tvær stúlkur. Eftir dauöa eiginkonunnar fluttist Hastings aftur til Englands, en um dauða hennar fáum viö að vita það eitt að hún hafi andast snögglega og sársaukalaust. Annar sona Hastings tók við búrekstrinum, en raunar hélt höfuösmaöurinn mest upp á yngstu dóttursína, Judith. Annað er ekki vitaö um Hastings, nema hvað hann notaði titilinn höfuös- maöur til æviloka, og að einhvern tíma var honum veitt orða breska heims- veldisins. Líklega var það fyrir þá aðstoð sem hann veitti Poirot í máli er varðaöi bresku ríkisstjórnina. En víkjum nú að Poirot sjálfum og byrjum á aldri hans. Þegar stórblaðiö New York Times birti minningargrein um Hercule Poii’ot var gefið til kynna aö hann heföi veriö orðinn 120 ára. Ymsir hafa tekið þetta upp og til að inynda skrifar herra H. R. F. Keating að Belginn hafi verið 130 ára þegar hami vann aö síðasta máli sínu sem skráö er í bókinni Curtain. Yfir minningargreinma í New York Times hefur Hastings skrifaö: „Bölvað kjaftæði allt saman” og bætt viö aö í Curtain hafi hann verið að skrifa um mann, ekki múmíu. var Hercute Poirot var litið fyrir að táta mynda sig, þótt hégómagjarn væri. Þetta er hér um bil eina myndin sem tH er af honum i blóma lífsins. Hver sögnin. Sambúð Poirots og Hastings Arthur Hastings fæddist áriö 1887, lauk námi frá Eton og fyrir fyrri heimsstyrjöldina starfaði hann hjá tryggingarfélaginu Lloyds. Fæöingar- ár hans má finna út frá fyrsta skrá- setta máli Poirots, The Mysterious Af- fair at Styles. Þeir atburöir sem þar er lýst gerðust árið 1917 og Ilastings var þá þrítugur. Mörgum áruiri síðar kvaö Hastings moröin í Styles hafa veriö framin 1910 en þar hlýtur aö vera um að kenna minnisleysi. Hastings særðist í orrustunni við Somme, en hún stóö frá júlí fram í nóvember 1916. Eftir það var höfuðsmaöurinn nokkra mánuöi á heldur dapurlegu hressingarhæli en var i mánaðarleyfi frá herþjónustu er Styles-morðin áttu sér stað. Það var i júlí svo áriö hlýtur aö hafa veriö 1917. Hastings er fáoröur um fyrsta fund þeirra Poirots, kveðst aðeins hafa „rekist á hann” í Belgíu. Aö öllum lík- indum hefur þaö gerst fyrir heims- styrjöldina og Poirot verið að vinna að einhverju ináli. Aö minnsta kosti segir Hastings að honum hafi þótt svo inikið til Belgans koina að hann hafi íhugað að gerast leynilögreglumaöur sjálfur. Sjaldan veröur vart við sjálfshól i skrifum Hastings, en þó segir haiui aö um þetta leyti hafi honum sjálfum miðað töluvert betur en Poirot sem óumdeilanlega var lærimeistari hans. Eftir stríöið var Hastings eirðarlaus eins og svo margir aðrir. Hairn sneri ekki aftur til Lloyds, heldur fékk sér hlutastarf sem ritari þingmanns og bjó ásamt Poiiot á Farraway Street 14. Þeir höföu þar ráðskonu sem hét frú Pearson (frú Murchison leysti hana af um tíma) og viröist sambúð þeirra hafa svipað til sambúðar þeirra Holmes og Watsons við Baker Street. Var Poirot 130 ára er hann lést? Þeir félagar bjuggu enn saman þegar Hastings hitti tilvonandi konu sína í fyrsta sinn. Veikleiki hans fyrir konum var oft milli tannanna á Poirot og einkum dróst höfuðsmaðurinn að konum með jarplitaö hár, sem liföu frjálslegu lífi. Fyrsta orðiö sem tilvon- Dularfull eftirlaun Þessi misskilningur er sprottinn af einni setningu um aö Poirot hafi farið á eftirlaun frá belgísku lögreglunni árið 1904. Talið hefur veriö aö þá hafi hann verið a.m.k. sextugur, ef til vill hálf- sjötugur. Því hafi hann verið fæddur 1844 eöa jafnvel fyrr og samkvæmt því heföi hann átt aö vera 130 ára er liann lést. Við rannsókn kemur vitanlega í ljós að þetta stenst engan veginn. Liklegt er aö Poirot hafi ekki farið á eftirlaun áriö 1904 nema þá aö nafninu til. Þaö Hercule Poirot? ár vann hann meö Japp varöstjóra hjá Scotland Yard að fölsunannálinu sem kennt er viö Abercrombie, og senni- lega nokkru síðar aö máli Altara „baróns”. Fimm árum seinna starfaði hann með fulltrúa frönsku lögregl- unnar, M. Lucien Bex, í Ostend og hljómar ekkert af þessu eins og hann hafi veriö á eftirlaunum. Lítið er vitað um ævi Poirots framan af, nema hvaö hann var flæmskur og kaþólskur alla sína ævi. Öðru hvoru gefur hann sjálfur þó sitthvað til kynna um æsku sína: „Þegar ég var drengur var ég fátækur. Viö vorum mörg. Viö urðum að brjótast til frama í heiminum. Ég gekk í lögregluna. Eg lagöi hait aö mér. Smám saman komst ég til met- orða í lögreglunni. Ég fór að afla mér orðstírs. Ég aflaði mér oröstírs. Ég varð frægur um allan heim. Loks átti ég að komast á eftirlaun. Þá kom stríðið. Ég særöist. Ég kom, dapur og þreyttur flóttamaöur, til Englands.” (Three ActTragedy) „Loks átti ég að komast á eftirlaun. Poirot var oft kallaður til aðstoðar æðstu ráðamönnum Bretaveldis. Hér hafa blaðamenn stórblaðsins The Times gripið hann fyrir utan Downing Street nr. 10. Ekki er vit- að um erindi hans i þetta sinn. Þá kom stríðiö.” Þessi orð segja sína sögu. Þau sýna aö í ágúst 1914 var Poirot ekki sestur i helgan stein. Arið 1904 getur því veriö prentvilla, en lík- legra er þó að hann hafi fonnlega farið á eftirlaun 1904 af einhverjum dipló- matiskum ástæöum. Belgískir lögreglumenn gátu fariö á eftirlaun aðeins fimmtugir og nokkuö víst má telja að Poá'ot hafi ekki verið eldri en þaöíágúst 1914. „Frú Christie sniðug að vanda... " Margt er á huldu um þaö hvernig Poirot særöist. Ekkert bendir til þess aö hann hafi verið í belgíska hernum og því hlýtur hann aö hafa særst við einhver andspyrnustörf. Þjóðverjar hernámu Belgíu en Poii'ot vann ýmis leynileg störf fyrir Breta á stríðsár- unum, og var meðal annars viöriðinn rannsókn á tilraun til aö ræna forsætis- ráöherranum. Þetta geröist mjögseint á stríðsárunum og Poirot var ráöinn af bresku stjórninni samkvæmt sérstök- um meömælum manns sem svo er lýst: „Orö hans voru eitt sinn lög í Belgíu og svo mun verða á ný.” Hér er bersýnilega átt við Albert konung. Hastings höfuðsmaöur vissi aldrei nákvæmlega hvenær Poirot væri fædd- ur en í minnisblööum sínum giskar hann á áriö 1864. Hins vegar minnist hann hvergi á það hvenær Poirot lést en ég tel afar sennilegt aö það hafi gerst einhvern tíma á árunum 1947— 1953. Curtain var gefin út árið 1975 en það er augljóst aö atburðirnir sem þar er lýst gerðust skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina. Samkvæmt því hefur hann verið á bilinu 83—89 ára er hann lést. Kunnugir munu nú benda á aö ýmis mál Poirots sem náöu á bók eru látin gerast löngu eftir 1953, svo sem Third Girl (sem dregur nafn sitt af auglýs- ingum, „Þriöja stúlkan óskast til aö deila íbúð”, sem tíðkuðust á sjöunda áratugnum), Hickory Dickory Doek (þar sem segir aö „helmingur hjúkr- unarkvennanna er af negrakyni nú- orðið”), The Clocks og Hallowe’en Party. Hastings fjallaði mikið um þessar bækur og fullyrðir að viö skrá- setninguna hafi Agatha Christie fært eldri mál til seinni tíma. Hann segir meðal annars um Third Girl: „Man vel eftir þessu, stelpan hét Eleanor, ekki Norma. Varasamt mál, geröist seint á þriöja áratugnum. Eg var í Argentínu. H. P. sagði að hann hef öi leyst málið fyrr ef ég heföi verið á svæðinu, mjög ánægjulegt. Frú Christie, sniðug aö vanda, lét þetta gerast á sjöunda áratug. Tókst mjög vel.” Annað er í þessum dúr. Rannsakaði sinn eigin dauða Önnur spurning vaknar varðandi dauöa Poirots. Hvers vegna var þess ekki getiö í blöðunum á sínum tíma? I skjölum Hastings kemur fram aö Poirot hafi þá unnið að afar leyni- legum rannsóknum fyrir bresku ríkis- stjórnina og er Belginn lést hafi honum sjálfum verið skipað að þegja um það eins og gröfin. Ástæðurnar koma fram í eftirfarandi klausu höfuðsmannsins: „Fyrir dauða sinn hafði H. P. í mörg ár gef iö stjórninni ráö í öryggismálum. Mjög viðkvæmt, njósnarar í háum stööum o.s.frv. Auðvitað var aldrei minnst á hann í sambandi viö Fuchs, NunnMayo.s.frv.” Víkur nú sögunni aö tengslum Poirots við lögreglu. Sá lögreglumaður sem hann viröist oftast hafa unnið meö var Japp varöstjóri (síöar aöalvarð- stjóri) hjá Scotland Yard. Japp var á flesta lund gamaldags í háttum sem er eðlilegt, miöaö viö að hann kom fyrst við sögu Poirots áriö 1904 og hefur því látið af störfum ekki síðar en fyrir seinni heimsstyrjöldina — enda kemur hann ekki fyrir í seinni bókunum. Ekki er vafi á því aö Japp var iðjusamur lögreglumaðui’ en ímyndunarafl haföi hann ekkert og raunar fáa hæfileika sem leynilögreglumaðui’. Aö hann náöi aldrei metorðum yfirlögregluþjóns segir sitt um hæfni hans, eða hæfnis- skort. Hastings var alla tíð fremur illa við Japp og á minnisblöðunum má víða finna merki Þórðargleði þegar Japp mistekst. Japp bar hins vegar mikla virðáigu fyrir Poirot og a.m.k. einu sinni sýndi hann merki um óvænt inn- sæi. Þaö var þegar hann sagöi við litla Belgann: „Ekki kæmi mér á óvart þótt þú endaðir á að rannsaka þinn eigin dauða.” Og gekk þaö eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.