Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR 5. JANUAR1985. Ja, ég er svolítiö á varðbergi gagnvart slíku. Þú þekkir gamla málsháttinn: Treystu listinni, ekki listamaninum. Eg held að þetta sé rétt. Hvaða tífl sem er getur átt það til aö búa til gott listaverk. Tónlistin mín er sennilega betri en ég sjálfur. Eg á við að með tónlistinni setur maður sér markmið og þeim nær maður sjaldnast. Maður reynir en mistekst og verður fyrir vonbrigðum. Eg læt mér því yfirleitt nægja að hlusta á tónlist uppáhaldsmúsíkantanna. Ef svo ber undir hef ég ekkert á móti því að hitta þá en ég sækist ekki eftir því. Fólk sagðist yfirleitt verða fyrir vonbrigðum með Elvis, en ég hugsa að sjónarhornið sé rangt. Það varö enginn fyrir vonbrigðum með bestu plöturnar hans. Þar gaf hann allt þaö sem hann átti. Þú virðist ekki líklegur til þess að feta í fót- spor hans hvað snertir eiturlyfjaneyslu. Er það satt að eftir tuttugu ár í rokkinu hafir þú aldrei svo miRið sem reykt eina einustu marijúana- sígarettu? Eg hef aldrei neytt neinna eiturlyfja. Þegar ég var á þeim aldri að það var vinsælt þá var ég „Nebraska er um ameríska einangrun, um fólk sem heldur til i einhverju tómi þar sem lifið sjálft er bara brand- ari. Og þá getur allt gerst." satt að segja ekki mikið á ferli. Eg var inni í herbergi að æfa mig á gítar. Eg varð þess vegna ekki fyrir þeim þrýstingi sem krakkar nú til dags finna fyrir. Auk þess var mér þá mjög umhugað um að hafa stjórn á mér. Eg drekk svolítið núorðið. Það kemur fyrir að ég fer út og skvetti í mig. En það er þó lítiö meðan við erum á tónleikaferðum vegna þess aö tónleikarnir krefjast svo mikils. Maöur verður að vera vel á sigkominn. Þú hefur líka nær alveg sneitt hjá þeim kyn- ferðislegu ímyndum sem eru svo algengar í poppinu. Ætli það sé vegna þess að þú ólst upp h já viljasterkri móður og tveimur systrum? Eg veit það ekki. Eg held að ef maður reynir að bera sæmilega virðingu fyrir fólki þá sé maöur ekkert aö sulla í svona hlutum. Það er erfitt aö komast hjá því vegna þess að allir alast upp með einhverja kynferöislega fordóma, en maður verður að reyna að venja sig af þeim með aldrinum. Eg veit að það hljómar púkalega en maður verður að reyna að gera öðrum það sem maöur vill aö þeir geri manni sjálfum. Mér dettur í hug hún litla systir mín. Þegar ég var þrettán ára varð mamma ólétt aftur og hún lét mig taka þátt í öllu saman. Þegar við sátum og horfðum á sjónvarpiö lét hún mig stundum þukla magann á sér og ég fann litlu systur mína þarna inni. Frá byrjun fann ég djúplæg tengsl við hana. Og einn besti tími í lífi mínu var eftir að hún fæddist. Andrúmsloftiö í húsinu breyttist gersamlega í langan tíma — „Uss, þaö er smá- barn í húsinu,” og alit það. Og ég sat og staröi á hana tímunum saman og ef ég heyrði hana gráta kom ég hlaupandi til að athuga hvað væri að. Eg man að einu sinni var ég að fylgjast með henni og þá valt hún allt í einu niöur úr sófanum „Fyrir Born in the USA tókum viö upp ein fimmtíu lög, flest- öll „live". Og alla fyrri hliðina tókum við upp um leið og bandið var að reyna við Ne- braska." Svo þú hefur ekki einangrast, líkt og Elvis Presley gerði? Eitt af því sem mér er alltaf ofarlega í huga er aö halda sambandi viö þaö fólk sem ég ólst upp með og það samfélag sem ól mig. Þess vegna hef ég haldið kyrru fyrir í New Jersey. Hættan við frægðina er að gleyma. Eg hef séð það henda svo margt fólk. Hlutskipti Elvis hlýtur aö hafa verið ósegjanlega erfitt. Eg meina, ég finn mun- inn á því aö selja eina milljón af einhverri plötu eða þrjár milljónir. Eg finn muninn úti á götu. Sú frægð sem Elvis bjó viö, og Michael Jackson kannski líka, virðist krefjast meiri eða minni einangrunar og sú einangrun hlýtur að vera óhemju sársaukafull. Eg ætla ekki aö lenda í þeirri stööu aö segja við sjálfan mig: „Eg get ekki fariö hér inn. Ég get ekki farið inn á þennan bar. Eg get ekki farið út.” Að flestu leyti get ég ennþá gert hvað sem mér dettur í hug. Eg get gengið inn í klúbb og fólk segir bara hæ, og svo fer ég upp á svið og spila. Eg tel aö rokkhljómsveit geti lifað meðan maður lítur niöur í áhorfendahópinn og sér sjálfan sig og áhorfendurnir líta upp til manns og sjá líka sjálfa sig. Sjá sjálfa sig sem raunverulegar manneskjur. Stærsta gjöf sem maður getur fengiö frá aödáendum sínum er að þeir líti á mann sem venjulega manneskju. En þarna er hætt við aö einangrunin komi til skjal- anna. Ef maður þarf að borga frægðina því verði að einangrast frá þeim sem maður semur fyrir þá er þaö of andskoti hátt verð. Þú þekkir sjálfsagt hlutskipti Michaei Jack- sons af eigin raun. Hittust þið ekki eftir tónleika þeirra bræðra nýlega? Eg sá þá í Philadelphia. Mér fannst þetta ofsa- lega gott „show”. Mjög ólikt því sem ég er að gera, en þeir voru mjög góöir. Michael var ótrú- legur. . . Hvaöa hljómsveitir hefurðu hlustaö á nýlega? Eg hluta á alls konar tónlist. Eg er hrifinn af U2, Divinyls, Van Morrison. Eg er hrifinn af hljómsveitinni Suicide. Kemur mér ekki á óvart. State Trooper á plöt- unni Nebraska hljómar nákvæmiega eins og Suicide. Jamm. Suicide gaf út eitt stórkostlegasta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Þaö var um náungasemmyrðir. . . Frankie Teardrop? Já! Guð minn góður! Eg held aö platan sé einhver sú frábærasta sem ég hef heyrt. Ég elskaþessa plötu. Hvað um Prince? Hefurðu séð hann á sviði? Já. Hann er ótrúlegur á sviði. Einn sá besti sem ég hef séö. „Showið” hans var fyndið, það var mikil kímni í því. Hefurðu séð kvikmyndina Purple Rain? Já, hún var góö. Hún var eins og Elvis-mynd — eins og ein af þessum góðu gömlu Elvis- myndum. Þú reyndir einu sinni árangurslaust að hitta Elvis með því að brjótast inn í Graceland, en hefurðu hitt einhverjar aðrar fyrirmyndir þínar ímúsíkinni? sem hún lá í. Hún var ekki nema eins árs, ennþá kornung, og ég hugsaði með mér: „0 guð, heila- skemmdir! Eg er búinn að vera! ” Sem betur fer kom ekkert fyrir hana. Svo fluttist fjölskyldan til Kaliforníu þegar hún var fimm eða sex ára og við sáumst ekki í töluverðan tíma. En í hvert sinn sem við hittumst getum við tekið óhikaö upp þráðinn eins og við höfum alltaf verið saman. Ein iokaspurning. Hvað heldur þér gangandi, nú þegar þú ert orðinn þrjátíu og fimm ára? Eg var heppinn. Meðan ég stóð í málaferlun- um fyrir nokkrum árum gerði ég mér grein fyrir þvi að þaö er tónlistin sem heldur mér á lífi og treystir sambönd mín viö vini mína og það fólk og þá staði sem mér þykir vænt um. Tónlistin er í blóöi mínu. Og það nær engri átt að gefá hana upp á bátinn fyrir, hvað skal segja — sjónvarp, bíl, hús. Það er ekki ameríski draumurinn. Ef maður heldur að svona hlutir séu markmið í sjálfu sér er maður búinn að vera. Maður verður þess vegna að vera vel á verði og halda fast í þær hugmyndir sem maður lagði upp meö. Og maður verður ætíð að vona að maður stefni upp á við.. . Þýtt, stytt & endursagt: -IJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.