Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1985, Blaðsíða 12
40 DV. ARDAGUR5. 1985. Erlend bóksjá Erlend bóksja DOEOTHYDUNNErr 2 MEÐ DOLLY ÍGLÆPONLEIT DOLLY AND THE BIRD OF PARADISE DOLLY AND THE SINGING BIRD Höfundur: Dorothy Dunnatt. Penguin Books, 1984. Þetta eru tvær af sex spennusög- um, sem Dorothy Dunnett hefur skrifað uin söguhetjuna Johnson Johnson og snekkju hans, Dolly. Johnson þessi sameinar það aö vera auðugur málari (sein hefur þaö að sérgrein að inála portrett af frægu og þar uieö riku fólki) og skelfir glæpona af ýmsu tagi. Hver saga um sig er sögö frá sjónarhóli lielstu kvenhetjunnar — og er hún ný í hverri sögu. Astæðulaust er að ljóstra upp uin söguþráð í þessum bókuin, en þar er tekist á við skúrka af ýmsu tagi, þará ineöal harðsvíraða eiturlyfja- smyglara. Það er Iéttleiki yfir þessum sögum og spenna og söguþráðurinn ertrúverðugur. Þess má geta að höfundurinn liefur samið margar sögulegar skáldsögur sem hafa þótt vel gerðar og notiö vinsælda í Bretlandi. iHv.ftS.,1 ínS írapiu'it io thtir híMt»r>, thcv nvrc thc 'A «*«níkf1u(í‘ *fxí íns|»>rtiw< EIGIMA SKÖPUM RENNA FOOLS OF FORTUNE Höfundur: William Trevor. Penguin Books, 1984. Trevor er margverölaunaður írskur rithöfundur, og margar skáldsagna hans hafa áöur komiö út hjá Penguin. Þessi hlaut svo- nefnd Whitbread-verðlaun fyrir bestu skáldsögu ársins 1983. Sagan hefst áriö 1918 í Kilneagh á Irlandi, þar sem Willie Quinton, átta ára, elst upp tiltölulega áhyggjulausu lífi. Atökin um póli- tíska framtíð landsins snerta ekki líf hans fyrr en dag nokkurn, þegar byltingarforingi og vinur f jölskyld- unnar kemur í heúnsókn til Kílneagh. Nokkru síðar er einn bæjarbúa hengdur fyrir svik og njósnir í þágu Breta og breska setuliðiö hefnir þess grúnmilega. Þegar upp er staðið hafa margir úr fjölskyldu Willie látið lífið í ofsa- fengnum atburðum sem merkja hann og afkomendur hans fyrir lifið. Hefndarskyldan kallar — en einnig ástin. BARNK) í ÍSSKÁPNUM OG FLEIRISÖGUR EFTIR CAIN THE BABY IN THE ICEBOX Höfundur: James M. Cain. Penguin Books, 1984. Þegar „The Postman Always Rings Twice” kom út í Bandaríkj- unum árið 1934 vakti hún meiri athygli en títt var um skáldsögur þar vestra á þeim tíma. „Póstur- úin” varð metsölubók sem sló öll fyrri met í sölu og vinsældum og gerði höfundinn, James M. Cain, frægan. Nú til dags er Cain einkum þekkt- ur fyrir bestu skáldsögur sínar — Double Indemnity, Serenade og Mildred Pierce, að ógleymdum „Póstinum.” Þær eru gefnar út aftur og aftur og hafa veriö kvik- myndaöar, sumar oftar en einu sinni. En Cain, sem fæddist í Annapolis í Maryland árið 1892 og lést áttatíu og fimm ára aö aldri 1977, var meistari smásögunnar, hinnar knöppu frásagnar. Reyndar eru skáldsögur hans sumar hverjar fremur „langar smásögur” en skáldsögur í fullri lengd. Og Iangt framan af rithöfundaferli sínum skrifaði liann nánast eingöngu smásögur, sem hann fékk, oft meö erfiöLsmunum, birtar í tímaritum. Reyndar var það svo með margar af skáldsögunum (hann skrifaði 18 í allt), aö þær voru upphaflega birtar sem framhaldssögur i túna- ritum. Caúi lét eitt sinn hafa eftir sér að „bestu bókmenntir heimsins” segöu einkum frá „algjörum skít- hælum”, og það má meö sanni segja að sú lýsing eigi viö um margar sögupersónumar sem hann skrifaði um. Þær draga andann í skuggaheimi tilverunnar og víla jafnvel ekki fyrir sér morð og aðraglæpi. Þetta safn smásagna og þátta ber nafn þekktustu smásögu Cains, The Baby in The Icebox eöa Barnið í ísskápnum. Hún birtist fyrst i tímariti áriö 1933 Qg vakti verulega athygli, var m.a. seld öl Hollywood og kvikmynduö þar. I bókinni eru 20 smásögur og þættir sem liann skrifaöi fyrir túnarit og blöð, en Cain starfaði um árabil sem blaða- maöur. Sögumar eru allar skrif- aöar í þeún knappa, beinskeytta stíl, sem hafði svo mikil áhrif á þróun hins svonefnda harðsoöna frásagnaimáta í bókmenntunum. Blaöamaöurinn Roy Hoopes skrifar formála þar sem ferill Caúis er rakinn í stuttu máli. Hoopes hefur reyndar samiö ævi- sögu skáldsins. Sú kom út í Banda- ríkjunum árið 1982 þegar 90 ár voru liöúi frá fæðingu Cains. FJORUTIU ARA HORM- UNGAR í VÍETNAM VIL IN AM VOICES Ritstjóri: John Clark Pratt. Penguin Books, 1984. Víetnam er sjaldan á forsíðum heimsblaðanna uiri þessar mundir. Um árabil var þó ekki svo litíð á forsíður slikra blaða eða sjón- varpsfréttir að ekki væru frásagnir af höniiungunum þar. En slíkt heyrirnúsögunnitil. John Clark Pratt hefur sett saman þessa þykku bók (rúmlega 700 blaðsíður) til þess aö auövelda lesendum skiúiúig á þeirri sögu. Hér hefur liann safnaö saman frá- sögnum þeirra sem á einn eða annan hátt voru þátttakendur í hildarleiknum um Víetnam allt frá árinu 1941 fram til ársins 1982. Fyrir þá sem fylgdust náið með samtúnafréttum af Vietnamstríö- inu er margt það seui hér birtist upprifjun, en sjónarhornúi eru þó fleiri, persónulegar lifsreynslufrá- sagnir margar og þar meö andstæðumar sem svo injög ein- kenndu þessa atburði alla. Pratt lætur ekki aðeins vitnúi tala, heldur tengir hann frásagnir þeirra saman, setur í sögulegt samhengi og eölilega tímaröð. Þannig tekst honum að raöa saman ólíkum brotum í fjölbreytilega mósaikmynd um 40 ára sögu Víet- nam og afskipti bandarískra stjórnvalda af málum þar. Höfundurinn er bandarískur, var m.a. um tuttugu ára skeið, eða fram til 1974, í bandaríska flug- hernum, en hann er ekki aö trana fram eigúi skoðunum. Hér eru það þátttakendumir sjálfir, leikend- umir í harmleiknum, sem ganga fram á sviöiö og tjá okkur reynslu súia og viöhorf á þeún túnum sem atburðirnir geröust. Skyldu þeir, sem völdum ráða, nokkuö hafa af því lært? BANDARÍKIIM METSÖLUBÆKUR PAPPÍRSKILJUR 1. Kathleen E. Woodiviss: COIVIE 10VE A STRANGER. 2. Denielle Steel: CHANGES. BRETLAND DANMÖRK 1. Ben Ehon, Rik Mayall, Lese Mayer: 1. JeanThys: 3. Slephen King: PET CEMETARY. BACHELOR BOYS: THE YOUNG ONES REJSE I MÖRKET (1). 4. Frank Herbert: BOOK (3). 2. Judith Krantz: DUNE. 2. Sue Townsend: PRINSESSE DAISY (71. 5. touis L’Amour: THE SECRET OIARY OF ADRIAN MOLE, 3. Bjarne Reuter: BOWDRIE S LAW. AGEO 13 3/4(1). NAR SNERLEN BLOMSTRER (8). 6. Johanna Lindsey: 3. KenHom: 4. Colleon MacCullough: BRAVE THE WILD WIND. CHINESE COOKERY (5). T0RNFUGLENE(3). 7. James A. Michener: 4. Gray Jolliffe, Peter Mayle: 5. Pil Dahlerup: P0LAND. MAN’S BEST FRIEND (2). DET M0DERNE GENNEMBRUOS 8. Dana Fuller Ross: 5. GILES CARTOONS (6). KVINDER 1-2. (2). MISS0URI! 6. LarryMilne: 6. Rachel og Israel Rachlin: 9. Jackie Collins: GH0STBUSTERS (91. SEKSTEN AR1SIBIRIEN (5). THE WORLD IS FULL OF MARRIED 7. Umberto Eco: 7. Amalie Skram: MEN. THE NAME OF THE R0SE (4). PR0FESS0R HIER0NIMUS - PA SCH. 10. David Eddings: 8. GeorgeCipe: JÖRGEN (10). ENCHANTERS’ END GAME. GREMLINS. 8. Kirsten Thorup: Rit almenns eðlis: 9. Doris Stokes: HIMMEL OG HELVEDE (6). 1. Joseph Wambough: A H0ST OF VOICES. 9. Johannes Möllehave: LINES AND SHADOWS. 10. Nigel Rees: TUSINO FLUER MED ET SMÆK (4). 2. Joe McGinniss: A YEAR OF B00BS ANO BLUNDERS. 10. Suianne Brögger: FATAL VISION. 3. Erma Bombeck: I T0NE19). M0THERH00D, THE SECOND 0LDEST PROFESSION. (Tölur innan sviga tákna röó viðkomandi bóka (Tölurnar innan sviga tákna stað viðkomandi 4. Thomas J. Peters og Robert H. á listanum vikuna á undan. Byggt á Sunday bókar á listanum vikuna á undan Byggt á Waterman jr.: IN SEARCH OF EXCELLENCE. Times.) Politiken Söndag.) 5. Leo F. Buscaglia: LIVING? LOVING Et LEARNING. (Byggt á New York Times Book Review.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson mxtmWM, it mmmr iníírnv t\h mrnms IV FJÖRIPILLUNUM DEAD BABIES Höfundur: Martin Amis. Penguin Books, 1984. Martúi Amis (sonur Kingsley Amis) hefur hlotið mikiö lof fyrir nýjustu skáldsögur súiar og þykir með bestu yngri skáldsagnahöf- undum á Bretlandi um þessar mundir. Hér er hins vegar á ferð- úini ein af fyrstu skáldsögum hans (upphaflega gefin út 1975) og hún er barn að nokkm leyti síns tíma: fjallar einkum um fólk sem gengur fyrir eiturlyfjum af ýmsu tagi, áfengi og klámmyndum. Mun hug- jnyndin vera að hæðast aö nautna- sjúku líferni á fyrri hluta áttunda áratugarins. Bersögli og ýkjur einkenna frá- sögnina. Áður en yfir lýkur gerast svo ýmsir óvæntir og óhugnanlegir atburöir. Ovenjuleg saga með ýmsum sérkennilegum uppákom- um og spennu undir lokúi. T.D «V iHfRIS FORf> !UIDE FOR EADERS Uppsláttarritum enskarbókmenntir A GUIDE FOR READERS Ritstjóri: Boris Ford. Penguin Books, 1984. „The New Pelican Guide to Eng- lish Literature” er safnrit sem gerú grein fyrir því athyglisverö- asta í enskum bókmenntum allt frá Chaucer til rithöfunda vorra daga. I hverju bindi fyrir sig eru ítarlegar frásagnir fræðúnanna af bókmenntum tiltekúina túnabila og eúistakra höfunda. Auk þess er þar aö finna viðauka þar sem m.a. er skrá yfir bækur sem gefa frekari fróöleik um einstaka þætti viöfangsefnisins og sömuleiðis samantekt um einstaka rithöfunda, æviatriði og verk, og er þá ekki aðeins miðað viö þá höfunda, sem sérstaklega er fjallað um í ritgerð- unum, heldur einnig þá húia múini spámenn sem komu við sögu bók- menntanna á viðkomandi tímabili. Nú hefur þessum viöaukum verið steypt saman í þessa sérstöku bók sem er handhægt uppsláttarrit fyrir þá sem vilja í skyndúigu fræö- ast um feril eúistakra höfunda eöa finna tilvísanir á frekari fróðleik um tiltekúi verk, túnabil eöa einstaklinga. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.