Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Qupperneq 1
19 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar — Kvi ús — Myndbönd o.fl. Hótel Loftleiðir: Wmmm Diskótekið nýja í Sigtúni er mjög skemmtilega innréttaö og þar fer ve um mannskapinn. DV-mynd Bj. Bj Nýtt Sigtún á efri hæðinni — og nýr pöbb næstunni Um síðustu áramót var haldinn síðasti dansleikurinn í stóra salnum í veitingahúsinu Sigtúni við Suður- landsbraut. Var þaö eftirminnilegur dansleikur fyrir margar sakir. Mó nánast segja að hann sé orðinn heims- frægur því að fréttir af tvísöng sendi- herra Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna þar á ballinu hafa farið víða um lönd. Margir koma eflaust til með að sjá eftir gamla Sigtúni, enda eiga marg- ir góðar minningar þaðan. En menn geta haldið áfram að koma í Sigtún þótt nú sé hætt að dansa í salnum góða á neðri hæðinni. kemur þar á Sigmar í Sigtúni mun áfram hafa fjör í húsi sínu. A efri hæðinni er glæsilegur salur sem tekur um 450 manns. Þar verða í framtíðinni haldnir dansleikir og að sjálfsögðu eru veitingar þar ó boðstólum. Sigmar hefur einnig í hyggju að opna pöbb í húsnæði sínu. Ekki er vitaö með vissu hvenær sá pöbb verður tekinn í notkun, en það mun verða fljótlega. En diskóið á efri hæðinni verður í gangi um þessa helgi. Þar verður dansað í kvöld og annað kvöld. Ballið byrjar kl. 22 og stendur til kl. 3 um nóttina. -klp- Uppá- komaí Duus- husi Léttur jass og góðar veitingar verða á boðstólum í veitingahúsinu Duus viö Fischersund í kvöld, föstu- dag. Þar mæta til leiks þrír kunnir hljóð- færaleikarar og halda uppi f jöri með léttum jass sem margir kunna að meta. Það eru þeir Snorri Snorrason gítarleikari, Jón Sigurðsson bassa- leikari og sonur hans, Sigurður Rúnar Jónsson, sem flestir þekkja undir nafninu Diddi fiðla. Þeir tengja ekki hljóðfæri sin við rafmagn þegar þeir leika í Duus-húsi í kvöld. Þeir þurfa ekki frekar en gestirnir á því að halda því andrúms- loftið er rafmagnað þarna í húsinu í Fischersundiákvöldinhvort eðer. -klp- Jass með hádegismatnum I haust byrjaði Hótel Loftleiðir á Friðrik Theódórsson og félagar þar jassunnendameðþetta. því að bjóða gestumsínumupp á jass af fingrum fram fyrir matargesti og Líkt og þingmennirnir tóku í hádeginu á sunnudögum. Léku þeir var almenn ánægja meðal gesta og jassleikararnir sér gott jólafrí en þeir koma aftur til leiks á Loftleiðum á sunnudaginn. Er upplagt fyrir þá sem hafa gaman af jass og góðum mat að koma þangað. Gestur hljóm- sveitarinnar að þessu sinni er Guðmundur Ingólfsson píanóleikari. -klp- Halli og Laddi á skemmti- kvöldi Atlantik Ferðakynning og skemmtikvöld verður I Þórscafé ó sunnudagskvöld- ið eins og flest önnur sunnudags- kvöld. Það er ferðaskrifstofan Atlantik sem stendur fyrir þessari kynningu. Verða kynntar þar hinar fjölmörgu ferðir sem Atlantik býður upp á. Þar verða fjölbreytt skemmti- atriöi, meðal annars koma þeir Halli og Laddi fram, en þeir eru nú aftur komnir ó fulla ferð saman á sviðinu. Stjómandi skemmtikvöldsins verður VilhjálmurÞórViIhjálmsson. -klp- Ef þú vilt dansa Óðal v/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630. Diskótek föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Ríó Smiöjuvegi 1, Kópavogi, sími 46500. Gömlu dansarnir föstudagskvöld, Jón Sigurösson og félagar leika. Á laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin Goögá fyrir dansi, skemmtiatriði. Samkvæmis- dansar á sunnudagskvöld. Safarí Skúlagötu 30, Reykjavik, simi 11555. Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Ypsilon Smiöjuvegi 14d, Kópavogi, simi 72177. Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Sigtún v/Suöurlandsbraut, Reykjavik, sími 685733. Diskótek á föstudags- og laugardags- kvöld. Skiphóll Strandgötu 1—3, Hafnarfirði, sími 52502. Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Glœsibœr v/Álfheima, Reykjavík, sími 685660. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld. ölver opiö. Kópurinn Auöbrekku 12, Kópavogi, sími 46244. Hljómsveit Birgis Guðlaugssonar leikur fyrir dansi á föstudags- og sunnudags- kvöld. Bjössi bolla kemur og skemmtir. Einkasamkvæmi laugardagskvöld. ,,Bjórbúllan" opin öli kvöldin. Traffic Laugavegi 116, Reykjavik, sími 10312. Dansleikur fyrir alla 16 ára og eldri á föstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440. Orator (félag laganema) stendur fyrir balli á föstudagskvöld. Lokað á laugar- dagskvöld vegna einkasamkvæmis. Hljómsveit Jóns Sigurössonar leikur undir gömlu dönsunum á sunnudags- kvöld. Broadway Álfabakka 8, Reykjavik, simi 77500. Riókvöld föstudags- og laugardags- kvöld, hljómsveit Gunnars Þóröarsonar leikur fyrir dansi, danshópur Sóleyjar sýnir. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavik simi 17759. Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Ártún Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. Gömlu dansarnir föstudags- og laugar- dagskvöld, hljómsveitin Drekar ásamt söngkonunni Mattý Jóhanns. Klúbburinn Borgartúni 32, Reykjavik, simi 35355. Diskótek á þrem hæðum föstudags- og laugardagskvöld, danshópurinn Sargon sýnir á föstudagskvöld. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík, sími 81585. Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Skemmtiatriði á sunnudags- kvöld. Þórscafé Brautarholti 20, Reykjavik, simi 23334. Þórskabarett á föstudags- og laugar- dagskvöld, hljómsveitirnar Pónik og Einar og Dansband önnu Vilhjálms leika fyrir dansi. Sunnudagskvöld: Atlantik feröakvöld. Hótel Saga, Súlnasalur v/Hagatorg, simi 20221. Einkasamkvæmi föstudagskvöld. Hljómsveit Magga Kjartans leikur á laugardagskvöld, dans show frá jass-;, ballettskóla Báru. Á sunnudagskvöld verður hárgreiöslusýning. Dúett Andra og Sigurbergs leikur á Mímisbar alla helgina. Hótel Esja, Skólafell Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi 82200. Á föstudags- og laugardagskvöld leika Haukur Morthens og félagar fyrir dansi. Ástandiö og Guðmundur Haukur leika á sunnudagskvöld. Tiskusýningar öll fimmtudagskvöld. Naust Vesturgötu 6—8, Reykjavik, simi 17759. Hljómsveit Guðmundar Ingólfs- sonar leikur föstudags- og laugardags- kvöld. Magnús Þór og Jóhann skemmta á sunnudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.