Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Blaðsíða 8
30 DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985. H 1. Falcon Crest Ihi 2. Chiefs |Ai 3. Maður, kona, barn %pj 4. Ninja Master (4—6) ■J 5.48hrs. bbJ 6. Celebrity <7. Dynasty 8. Educating Rita 9. Angelique 10. Master of the game 11. Með allt á hreinu 12. Mistrals Daughter W 13. Húsið 14. Killer on board (/) 15. 1922 Z16. Augu Láru Marsh 17. Tootsie mm 18. Changeling >19. Dýrlingurinn ! 20. Star Chamber Vinsældalisti DV er byggflur á upplýsingum frá 10 myndbandaleigum vífls vegar um landifl. Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd Falcon Crest í þriðja sinn á toppi DV-listans: Er ein sápa öðrum betri? Árangurinn er aö á þessu ári mun, samkvæmt NE, eftirfarandi gerast í þáttunum: Angela Channing verður helmingi ill- skeyttari og traðkar á hverjum þeim sem hún telur standa í vegi f yrir sér. Julia (Abby Dalton) dóttir hennar breytist úr góðmenni í algjöra tík a la Alexis. Lance (Lorenzo Lamas) tekur aftur tii við að véla stúlkur og skilja þær eft- ir með brostin hjörtu, eins og þetta buff eyðir tíma sínum í núna. Lana Turner var gestur í Falcon Crest í fyrra og náðu þættirnir miklum vinsældum út á hana. Hún verður gestur í 13 þáttum á þessu ári....ill- skeyttari en nokkurn tímann,” segir NE. Raunar getur NE þess í framhjá- hlaupi aö ekki hafi aHt veriö með felidu milli Lönu Turner og Jane Wyman í þáttunum. . . Wyman var ekki hrifin af því aö fá hana i samstarfið þar sem hún fór í límósínunni á klósettið meðal annars. Aðrir gestaleikarar, sem fram- leiðendur Falcon Crest munu bera víurnar í á árinu, eru konur á borð við Gina Lollobrigida, Kim Novak, Ava Gardner, Laureen Bacall og Mia Farrow. Að sögn NE dingla þeir nú milljón dollara ávísun fyrir framan nefið á Sofiu Loren ef hún vill koma f ram í fjórum þáttum. Ymislegt annað veröur brallað í þessari sápufroðu allri enda ljóst að Falcon Crest hefur náö svipaðri fót- festu og þeir þættir sem keppt er við. * -FRI. Sjónvarpsþátturinn Falcon Crest hefur nú náð fyrsta sætinu á vinsælda- lista DV í þriðja sinn í röð og því er við hæfi að skyggnast aðeins bak við tjöldin hjá framleiðendum þáttanna og sjá hvað þeir eru með í bígerð á þessu ári, þótt það komi ekki fram hérlendis fyrr en um áramótin næstu. Falcon Crest náði því að skjótast sex sinnum upp fyrir Dynasty-þættina í áhorfendakönnunum vestra á síðasta ári og framleiðendur þáttanna hafa fullan hug á að ná í skottið á Dalias á þessu ári í þessum könnunum. Til þess ætia þeir að nota „kynlíf, kynlíf og meira kynh'f”, svo vitnað sé til hins „ábyrga” blaðs National Enquirer. Hér veröur stuöst viö greinar úr National Enquirer enda er sú lesning oft á tíðum ekki síður .safarík” en þættimir s jálfir. Kynlíf, ofbeldi og illmennska „Við höfum þegar kynhf, ofbeldi og illmennsku en viö ætlum að gefa áhorf- endum okkar jafnvel enn meira,” sagöi einn af handritahöfundum þátt- anna í samtali við NE. „Við munum sýna áhorfendum kar- aktera sem aldrei hafa sést í sjónvarpi áður. Samanborið við þá verður J.R. eins og vælukjói og Sue Eilen eins og guðrækin húsmóöir.” En hvaö veldur þessum vinsældum Falcon Crest? NE-tímaritið vitnar í nokkra sálfræöinga sem komast aö þeirri niðurstöðu að persónuleiki Angelu Channing sem Jane Wyman Hluti aðalleikaranna i Falcon Crest. Jane Wyman fyrir miflju. leikur í þáttunum höfði betur tU áhorf- enda en J.R. í höndum Larry Hagman og Alexis í höndum Joan Colhns því Angela rær að þvi öUum árum aö halda fjölskyldu sinni saman öfugt við hin skötuhjúin sem reyni að stía fjöl- skyldum sinum í sundur. Ást og glæpir Samkvæmt NE var Falcon Crest mjög aftarlega á merinni í áhorfenda- könnunum þar tU kom fram á mitt síöasta ár. Þá ákváðu fram- leiðendumir að pæla aöeins í þessum málum og athuga hvaö féUi áhorf- endum best i þáttunum. Niöurstaðan varð ást og glæpir og voru handrita- höfundar þáttanna beðnir um að ein- beita sér að þessu tvennu sem mikil- vægustu atriðunum. /SISHSKUR TeKTi © > JCL o Scum. Leikstjóri: Alan Clarke. Aðalhlutverk: Ray Winstone, Mick Ford. Hrá og hrottafengin lýsing á lífinu innan veggja unghngafangelsis í Bretlandi. Upphaf- lega var ætlunin aö þetta yrði sjónvarpsmynd fyrir BBC en er forráðamenn þeirrar stofnunar börðu verkið augum var hætt við að sýna hana þar því hún þótti of óvægin og ofbeldisfull gagn- rýni á þá þætti bresks samfélags sem hún fjallar um. I Carlin (Winstone) er settur í unglingafang- elsi. Brátt kemst hann að því að ákveöin klíka drengja ræður öhu innan veggja þess. Foringi klfkunnar hefur viðumefnið „Daddy”. Carhn kynnir sér þær aðferðir sem khkan notar til að viðhalda völdum sínum, aðferðir sem einkum eru fólgnar í skefjalausu ofbeldi gagnvart hin- um föngunum. Hann lærir að nota þessar aðferðir með þeim árangri að honum tekst að klóra sérí stöðuna ,JJaddy”. Mynd þessi naut mikiUa vinsælda á sínum tima í Bretlandi enda óvægin lýsing á því lífi sem tíðkaöist þá á svokölluðum betrunarstofii- unum f yrir unglinga þar í landi. The Ipcress flle Leikstjóri: Sidney J. Furie. Aöalhlutverk: Michaol Caino, Guy Doleman. Michael Caine varð að stórstjörnu með leik sinum sem Harry Pafiner í þessari mynd sem, byggð er á njósnasögu Len Deighton. Margir telja þetta bestu sögu Deighton og vissulega hef-. ur hún flest tU að bera tU þess. Harry er fyrrum liðþjálfi sem kúgaður er tfi að vinna fyrir leyniþjónustuna gegn vilja sinum. Brátt stendur hann upp fyrir haus í samsæri, moröum og svikum, flækju sem nær upp á topp-. inn í leyniþjónustunni sjálfri. Brátt sér Harry Utinn mun á vinum og óvinum í þessum heimi. Caine er frábær í hlutverki sínu sem Harry Palmer, maður sem getur engum treyst og verður að komast af í harðsoðnum heimi svika og bolabragða með eigin ráðum og dáð. Leikstjórn Furie er ákveðin og nákvæm, heldur áhorfandanum við efnið frá upphafi tU enda. Chrlstlne Leikstjóri: John Carponter Aöalhlutverk: Ke/th Gordon, John Stockwell. Bifreið haldin Ulum öndum getur vart talist efni í heila kvikmynd svona á yfirboröinu en i öruggum höndum leikstjórans John Carpenter verður þetta einn af bestu hryllingsþriUerum sem gerðir hafa verið á síðustu árum. Tveir vinir í menntaskóla keyra fram á brak af Plymouth Fury 1957 bifreið. Annar þeirra ákveður að kaupa bifreiðina og gera hana upp. I ljós kemur að ung stúlka hefur framið sjálfs- morð í bifreiöinni og brátt verður ljóst að ekki er aUt með feUdu við bílinn. Hópur stráka í sama skóla og vinimir er upp- sigað við þá og til að ná sér niöri á bUeigandan- um ákveða þeir að berja bU hans i köku með sleggjum. Sá atburður hefur þær afleiðingar að' bíUinn eltir hópinn uppi og kálar þeim einum af öörum. Brátt verður vin bUeigandans ljóst aö bUUnn hefur náö einhver jum tökum á honum og til lokauppg jörs kemur. Christine er mynd sem óhætt er að mæla meö, enda hjálpast þar flest að, góður leikur, ágætt handrit og frábær leikstjórn. mm o (0 h. © © (/) There Is a glrl In my soup. Leikstjóri: Roy Boulting. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Goldie Hawn. PETER SELLERS GOLDIE HAWN There’sa GMLiNMrmm Frekar slöpp gamanmynd á heUdina litið. Þaö er ekki nóg að hafa fyndið par í aöalhiutverkum. Það sem það segir og gerir verður ennig að vera fyndið eða allavega eitthvað í þá áttina. SeUers leikur hér fertugan höfund matar- gerðarbóka og sjónvarpsþátta um matargerð. Hann er ógiftur en gráa fiðringinn reiðir hann i þverpokum í einkafi'fi sínu. Hver stúlkan á fætur annarri bæfir rúmfötin hans þar til hann hittir tæplega tvituga bandariska stúlku (Hawn) og tekur hana meö sér i vínsmökkunarferð til Frakklands. Brátt eru aUir slúöurdáikar blað- anna fulUr af frásögnum um leynilega giftingu þessara skötuhjúa. Bæði SeUers og Hawn voru/eru góðir gaman- leikarar en hér berjast þau vonlausri baráttu við meingaUað handrit sem varla finnst not- hæfur brandari i. Hið eina sem eitthvert leiftur er í eru húsvarðarhjónin sem sjá um eign þá er SeUers býr í. ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Mjög góð ★ ★ Góð ★ Léleg OAfleit -PRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.