Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 2
Þorraveislan hættir Ef þú vilt út að borða VEITINGAHÚS — MEÐ VÍNI Arnarhóll, Hverfisgötu 8—10, sími 18833. Bixið, Laugavegi 11,.simi 24630. Broadway, Álfabakka 8, simi 77500. Duus hús, v/Fischersund, sími 14446. El Sombrero, Laugavegi 73, sími 23433. Fógetinn, Aðalstræti 10, sími 16380. Gaukur á Stöng, Tryggvagötu 22, sími 11556. Glœsibær/ötver, v/Álfheima, sími 685660. Góöborgarinn, Hagamel 67, sími 26070. Grillið, Hótel Sögu v/Hagatorg, sími 25033. Gullni haninn Laugavegi 178, sími 34780. Hallargarður Húsi verslunarinnar, simi 30400. Hellirinn, Tryggvagötu 26, sími 26906. Hjá kokknum, Laugavegi 28b, simi 18385. Hlóðir/Pöbbinn, Hverfisgötu 46, sími 19011. Hollywood, Ármúla 5, sími 81585. Hornið, Hafnarstræti 15, sími 13340. Hótel Borg, Pósthússtræti 11, sími 11440. Hótel Esja/Esjuberg, Suðurlandsbraut 2, sími 82200. Hótel Hof, Rauðarárstíg 18, sími 28866. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37, sími 25700. Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. Hótel Óðinsvé (Brauðbær), v/Óðinstorg, simi 25224. Hótel Saga, v/Hagatorg, sími 29900. Hrafninn, Skipholti 37, sími 685670. Í Kvosinni, Austurstræti 22, sími 11340. Keisarinn frá Kína/ölkeldan, Laugavegi 22, simi 13628. Klúbburinn, Borgartúni 32, sími 35355. Kópurinn, Auðbrekku 12, sími 46244. Leikhúskjallarinn, Hverfisgötu, sími 19636. Lækjarbrekka, Bankastræti 2, sími 14430. Naust, Vesturgötu 6—8, sími 17759. Óðal, v/Austurvöll, simi 11630. Rán, Skólavörðustig 12, sími 10848. Ríta, Nýbýlavegi 26, sími 42541. Safarf, Skúlagötu 30, sími 11555. Skálkaskjól 2, v/Hringbraut, simi 14789. Skiphóll, Strandgötu 1 —3, sími 52502. Skútan, Dalshrauni 15, sími 51810. Sælkerinn, Austurstræti 22, simi 11633. Torfan, Amtmannstíg 1, sími 13303. Þeir sem hafa af einhverjum ástæðum ekki komist á almennilegt þorrablót í ár eru að verða hver síðastur með það. Góa byrjar á sunnudaginn og þorraþræll er á laugardaginn og það eru því síðustu forvöð að komast í þorramat nú í kvöld eða á morgun. Fjölmargir aðilar hafa veriö með þorramat á boöstólum síðan þorri byrjaði, 18. janúar sl. Tvö veitinga- hús í Reykjavík hafa sérstaklega boðið upp á þetta sérstæða súrmeti og það sem því fylgir. Eru það Múla- kaffi og Naustið. Hefur verið mjög vinsælt aö heimsækja þessa staöi og það bæði af eldra fólki og því yngra. En það er sem sé síðasti möguleiki að narta í kjammana og allt hitt nú um helgina. -klp-. Fullkominn Ijósa- búnaður í Súlnasalnum Marvalið súrt og sætt (framreitt með ristuðum brauðbát- um og smjöri) eöa Rjómalöguð lauksúpa (framreitt með steiktum brauð- teningum og rifnum osti) Nauta- og grisamedaliur „Svart á hvitu" (framreitt með sellerí, gulrófum, fylltum kartöflum og madeirasósu bættri með villisveppum) Mokkaís með peru og kahlúasósu -klp- Á laugardaginn var frumsýndur kabarettinn Söguspaug ’85 í Súlnasal Hótel Sögu við góðar undirtektir áhorfenda sem fylltu salinn. I sambandi við kabarettinn var tekinn í notkun nýr ljósabúnaður í Súlnasalnum. Var aöeins hluti af honum notaður í sambandi við sýninguna. Mun þetta vera einn full- komnasti ljósabúnaður sem upp hefur veriö settur á skemmtistað hér á landi. Gefur hann óþrjótandi mögu- leika og kom það glöggt fram í kabarettinum. Söguspaug mun verða sýnt á hverju laugardagskvöldi í vetur og er fólk þegar búið að panta borð og mat fyrir margar sýningar. Það gengur þar að vísri góðri kvöldstund og góöum mat en matseðillinn í Súlnasalnum á Söguspaugi í vetur verðurþessi: VEITINGAHÚS VIKUNNAR: Innréttingarnar i veitingasalnum í Kvosinni þykja sérlega fallegar og salurinn allur hinn glæsilegasti. I KVOSINNI Árið 1923 var opnaður veitinga- staöur í kjallara Nýja bíós í Reykja- vík og fékk þessi staður nafnið Café Rosenberg. Kjallarinn var fyrir neöan sjávarmál og þar gætti flóös og f jöru eins og í mörgum kjöllurum í miðbænum í Reykjavík á þeim árum. Gekk að sjálfsögðu erfiðlega að reka veitingahús við þessar aðstæður og lagðist staðurinn því niöur sem slikur. Var salurinn notaður sem vörulager fyrir ýmsa aðila í tæp 60 ár en þá var hann opnaöur aftur sem veitingastaðurinn 1 Kvosinni. Þaö voru þeir „Oðalsbændur”, Jón Hjaltason og Hafsteinn Gilsson, sem opnuðu staðinn í ágúst 1983. Þá var hætt að gæta flóðs og fjöru í salnum og hann gerður mjög svo glæsilegur. I Kvosinni var opinn fjögur kvöld í viku og gekk ekki neitt sérlega vel þar til nú sl. haust að tveir ungir menn, Guðmundur Sigurhansson og Vignir Guðmundsson, tóku staöinn á leigu og hafa rekið hann síðan á sinn máta, eins og sagt er. Hafa þeir rifið staðinn upp í orðs- ins fyllstu merkingu. Er þar nú opið öll kvöld vikunnar og þar jafnan góð aðsókn. Þarf að panta borð með góð- um fyrirvara flest kvöld og um helgar er oft tvísetið í salnum. Þá er staöurinn einnig mjög eftirsóttur fyrir margs konar fundi og veislur eins og brúðkaup, afmæli og fermingarveislur. Leikhús- og óperugestir hafa einnig komið auga á Kvosina í sam- bandi við leikhús eða óperuferðir sínar. I Kvosinni er boðið upp á lif- andi tónlist fjögur kvöld vikunnar. Þá leika þau Guðni Þ. Guðmundsson og Hrönn Geirlaugsdóttir létt klassísk lög og lög sem allir þekkja á fiðlu og píanó. Mælist það mjög vel fyrir meðal gestanna enda setur það ákveöinn klassískan svip á kvöldið. 1 Kvosinni er einn allra fallegasti veitingastaður borgarinnar. öll borð eru þar úr þykkum viði, stólar bólstraðir og þægilegir og á veggjum eru falleg málverk og merkilegar gamlar ljósmyndir. Salurinn tekur um80mannsísæti. Velja má á milli fjölmargra rétta af matseðlinum í Kvosinni. Einnig er boðið upp á matseðil kvöldsins sem er að sjálfsögðu breytilegur. Mat- seðill kvöldsins um þessa helgi hljóöart.d. þannig: Koniaksbætt humarsúpa, borin fram með ristuðum brauðtoningum. Heilsteiktar nautalundir Rossini. I eftirrétt: Bakaður banani með kahlúalíkjör. Máltíð þessi kostar 850 krónur, sem þykir gott verð miðað við þrí- réttaða máltíð á betri veitingastöð- um borgarinnar. -klp- DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR1985. Ef þú vilt út að borða Við Sjávarsíðuna, Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, sími 15520. Ypsilon, Smiðjuvegi 14d, simi 72177. Zorba, Laugavegi 126, sími 24631. Þórscafé, Brautarholti 20, sími 23333. AKUREYRI: Bautinn, Hafnarstræti 92, sími 21818. H 100, Hafnarstræti 100, simi 25500. Hótel KEA, Hafnarstræti 87 —89, simi 22200. Laxdalshús, Aðalstræti 11, sími 26680. Smiðjan, Kaupvangsstræti 3, simi 21818. Sjallinn, Geislagötu 14, sími 22970. VESTMANNAEYJAR: Hallarlundur/Mylluhóll v/Vestmannabraut, sími 2233. Skansinn/Gestgjafinn, Heiöarvegi 1, sími 2577. Skútinn, Kirkjuvegi 21, sími 1420. KEFLAVÍK: Glóðin, Hafnargötu 62, simi 4777. KK-húsið, Vesturbraut 17, simi 4040. AKRANES: Hótel Akranes/Báran, Bárugötu, simi 2020. Stillholt, Stillholti 2, simi 2778. SELFOSS: Gjáin, Austurvegi 2, sími 2555. Inghóll, Austurvegi 46, sími 1356 / 2585. Skíðaskálinn, Hveradölum v/Suðurlandsveg, sími (99) 4414. VEITINGAHÚS — ÁN VÍNS Askur, Suðurlandsbraut 14, sími 81344. Árberg, Ármúla 21, sími 686022. Fjarkinn, Austurstræti 4, sími 10292. Gafl-lnn, Dalshrauni 13, sími 51857. Hressingarskálinn, Austurstræti 18, sími 15292. Kaffivagninn, Grandagarði, sími 15932. Kofinn, Síðumúla 3—5, simi 35708 Kokkhúsið, Lækjargötu 8, sími 10340. Lauga-ás, Laugarásvegi 1, sími 31620. Mandarín, Nýbýlavegi 20, simi 46212. Matstofa NLFÍ, Laugavegi 26, sími 28410 Múlakaffi, v/Hallarmúla, sími 37737. Prtan, Bergþórugötu 21, sími 13730. Potturinn og Pannan, Brautarholti 22, simi 11690. Shanghai, Laugavegi 28, sími 16513. Smiðjukaffi, Smiðjuvegi 14d, sími 72177. Svarta Pannan, Hafnarstræti 17, simi 16480. Veitingahöllin, Húsi verslunarinnar, sími 30400.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.