Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBPUAR1985. Leikhús — Leikhús — Leikhús — Leikhús Leikfélag Reykjavíkur Dagbók Önnu Frank.sýning í kvöld. Meö hlutverk önnu fer Guörún Krist- mannsdóttir, 16 ára gömul. Fáar sýn- ingar eftir. Draumur á Jónsmessunótt. Frum- sýning laugardagskvöld, önnur sýning sunnudagskvöld. Þjóðleikhúsið Kardemommubærinn eftir Thor- björn Egner veröur sýndur í dag, föstudag, kl. 15.00, á morgun, laugar- dag, kl. 14.00 og á sunnudag kl. 14.00. Uppselt er á allar þessar sýningar eins og endranær. Gæjar og piur, söngleikurinn eftir Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Burrows, veröur sýndur á föstudags- Rashomoneftir Fay og Michael Kan- in. 4. sýning veröur á sunnudagskvöld. Leikritiö er spennandi morögáta úr japönsku umhverfi. Gertrude Stein Gertrude Stein Ger- trude Stein, einleikurinn eftir Marty Martin, verður sýndur á Litla sviðinu á sunnudagskvöld kl. 20.30. Klassapíurnar í, Nýlistasafninu Vorkonur Alþýðuleikhússins frum- sýndu síðastliöinn mánudag Klassa- píur eftir breska leikritahöfundinn Caryl Churchill í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3B, viö góðar undirtektir. I leikritinu, þar sem karlmenn eru ósýnilegir en engu aö síöur með í leiknum, fara 8 leikkonur með hlut- verk. Þærheita: Margrét Ákadóttir, Kristín Bjarnadóttir, Anna S. Ein- arsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Guðný Helgadóttir. Leikstjóri er Inga Bjarnason, aðstoöarleikstjóri Elfa Gísladóttir. Tónlist samdi Leif- ur Þórarinsson og lýsingu annaöist Ámi Baldvinsson. Sýningarstjóri er Albert Aðalsteinsson. Sýningar á Klassapíum veröa á sunnudagskvöld, 24. febrúar og fimmtudagskvöld, 28. febrúar og hefjast kl. 20.30. Sýningargestum er vinsamlega bent á aö af tæknilegum ástæðum er ekki unnt að hleypa gest- um inn á sýninguna eftir aö hún er hafin. Upplýsingar um miðapantanir og sölu eru í síma 14350. Leikhús — Leikhús íslenska óperan Um helgina verða tvær aukasýningar á Carmen föstud. 22. og laugard. 23. febr. og hefjastkl. 20.00. Á þessum sýningum mun Kristinn Sigmundsson syngja hlutverk Esca- millos, Anna Júlíana Sveinsdóttir Carmen, Olöf Kolbrún Haröardóttir Micaelu og Garðar Cortes Don José. Kvikmyndahús — Kvikmyndahús Stjörnubíó: Stjörnubíó sýnir nýjustu kvikmynd leikstjórans John G. Avildsen, The Karate Kid. Fjallar hún um ungan strák sem hefur löngun til aö verða bestur í karate. Eftir strangar æfingar og sjálfsögun veröur honum aö ósk sinni. I Stjörnubíói eru tvær aðrar úrvalsmyndir þótt ólíkar séu, gamanmyndin Ghostbusters og leik- húsmyndin The Dresser. Bíóhöllin: Bíóhöllin hefur veriö iðin viö að sýna ævintýramyndir og er ein slík nú sýnd í aöalsalnum. Nefnist hún Isræningjarnir (The Ice Pirates). Er þetta vísindaskáldsögumynd er gerist einhvers staöar í himingeimn- um. Er hún í gamansömum stíl. Helstu leikarar eru Robert Urich, Mary Crosby og John Carradine. Meöal annarra mynda er sýndar eru í Bíóhöllinni má nefna Nikkelfjalliö (Nickel Mountain), bandaríska kvik- mynd sem gerö er í samvinnu viö nokkra Islendinga. Má nefna aö Jakob Magnússon er framleiöandi. Og hetjuna einu og sönnu, James Bond, er hægt aö berja augum í einni gamalli og góðri, Þú lifir aöeins tvisvar (You Only Live Twice). Regnboginn: Regnboginn sýnir nýjustu kvikmynd háöfuglsins Steve Martin, All of Me. Þeim sem þekkja til Steve Martin ætti ekki aö koma á óvart sögu- þráðurinn sem er um mann sem óvart veröur tvær persónur þegar sál konu sameinast hans eigin. Þaö er Lily Tomlin sem leikur á móti honum í þetta skiptið. Cannonball Run gengiö verður einnig áfram í Regnboganum ásamt fleiri myndum. Nýja bíó: Nýja bíó sýnir gamanmyndina Bachelor Party. Er þaö farsakennd kvikmynd um ungan mann sem er aö ganga í þaö heilaga. Vinir hans halda honum að sjálfsögöu veislu og reyna að freista hans með lausakonum af léttustu gerð og glaum og gleöi. Tónabíó: Tónabíó frumsýndi í vikunni forvitni- lega nýsjálenska kvikmyndin, Hefndin (Utu). Fjallar hún um viöskipti innfæddra og Breta sem fluttust þangað seint á nítjándu öld. Eru þau viöskipti ekki friösöm, enda hittu Bretar fyrirherskáan þjóöflokk Maoriana sem ekki gaf sinn hlut eftir fyrir aökomumönnum. HK. Háskólabíó PARlS TEXAS 1 vikunni var frumsýnd fræg verö- launakvikmynd, París Texas eftir þýska leikstjórann Wim Wenders. París Texas fékk gullpálmann á kvikmyndahátíöinni í Cannes í fyrra. Þaö er leikritaskáldiö og leikarinn Sam Shepard sem skrifar handritiö sem fjallar um Travis sem Harry- Dean Stanton leikur. Hann finnst einn á ferii í eyðimörk í Texas. Hans haföi verið saknaö í nokkur ár. Bróöir hann sækir hann og hýsir hann. Sonur Travis, sem hann skildi eftir í umsjá bróður síns, bregst í byrjun illa við endurfundinum en um síðir tekst meö þeim vinátta. Þeir fara saman á flakk til aö leita uppi eiginkonu Travis sem haföi yfirgefið hann fyrir mörgum árum. Eigin- konan, sem Nastassja Kinski leikur,' finnst um síðir. Wim Wenders geröi París Texas í Bandaríkjunum og er það önnur mynd hans þar vestra. Harry Dean Stanton leikur Travis og hefur hann fengið mikiö lof fyrir leik sinn. Hann hefur aöallega verið þekktur skúrka- leikari hingað til. HK. Kvikmyndahús Laugarásbíó: Hitchcock-hátíðin heldur áfram í bíóinu eftir nokkurt hlé. Er nú sýnd The Trouble With Harry, þekkt gamanmynd gamla meistarans. Er ekki að efa að aðdáendur Alfred Hitchcocks munu ekki láta sig vanta í bíóiö á næstunni. Meöal leikara i myndinni er Shirley MacLaine. Mun þetta vera fyrsta myndin sem hún lékí. Austurbæjarbíó: Tarzan hefur ótal sinnum verið kvik- myndaöur. Hingaö til hafa allar Tarzanmyndir veriö látnar gerast í frumskógum Afríku. Tarzan Apabróðir (Greystoke — The Legend Of Tarzan, Lord Of The Apes) er þó nokkuö öðru vísi en hinar hefö- bundnu Tarzanmyndir. Fjallar hún um bernsku hans í frumskóginum, en foreldrar hans fórust er skip strandaöi viö Afríku, og uppeldi hans meðal apanna. Seinni hluti myndar- innar fjallar um þegar hann sem ungur maöur kemur til siðmenn- ingarinnar og viðbrögö hans við menningunni. Sannarlega forvitnileg kvikmynd er alls staöar hefur fengið jákvæða dóma. Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um helgina? — Hvað er á seyði um Sýningar HAFNARBORG Strandgötu 34. Síðasta sýningarhelgi á verkum Jónjnu Guðnadóttur leirlista- manns. Þetta er fimmta einkasýning Jónínu en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands sem utan. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14—19 og lýkur henni á sunnudagskvöld. KJARVALSSTAÐIR v/Miklatún. Um helgina verða opnaðar fjórar ólíkar listsýningar. i dag kl. 18 verður opnuð í Kjarvalssal sýning á Ijós- myndum bandaríska Ijósmyndarans Margaret Bourke White (1904 — 1971). Á morgun kl. 14 opnar siðan Páll Guðmundsson frá Húsafelli sýningu á höggmyndum í austurgangi. Rut flebekka Sigurjónsdóttir opnar þá sýn- ingu á málverkum og grafíkmyndum' í hálfum vestursal og Kristjana Samper opnar þá sýningu á skúlptúr í hinum helmingi vestursalar. Sýningarnar verða opnar daglega kl. 14—22 fram til 10. mars. GALLERÍ BORG Pósthússtræti 9. Þar stendur yfir sýning á verkum Ásdísar Sigurþórsdóttur. Ás- dis hefur tekiö þátt í samsýningum og haldið eina einkasýningu i Gallerí Langbrók. Sýningin er opin virka daga kl. 12 — 18 um helgar kl. 14—18. Sýningunni lýkur 5. mars. NÝLISTASAFNIÐ Vatnsstíg. Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. LISTMUN AHÚSIÐ Lækjargötu 2. Siðasta sýningarhelgi Helga Gíslasonar myndhöggvara á 26 myndverkum geröum í brons og kopar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10—18 og um helgar kl. 14-18. LISTAMIÐSTÖÐIN v/Lækjartorg. Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. ÁRBÆJARSAFN. Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í sima 84412. ÁSGRÍMSSAFN Bergstaðastræti 74. Árleg skólasýning Ásgrímssafns. Tímapantanir og nánari upplýsingar eru veittar hjá Sólveigu og Bryndísi á Fræösluskrifstofu Reykja- vikurumdæmis í sima 621550. Símatími mánudaga kl. 13.30 — 16 og fimmtu- daga kl. 9 — 12. Sýningin er opin á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. Sýningin stendur til aprilloka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.