Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
19
ús — Myndbönd o.fl
Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar
Ferða-
kynning
1 Þórs-
café
Aö vanda veröur ferðahátíð í Þórs-
kaffi á sunnudagskvöld. Kynntar
verða ferðir á vegum ferðaskrifstof-
unnar Terru á Laugavegi 28 til
ítölsku Rivierunnar, Gardavatns og
Mílanó og þá flug og bíll innifalið.
Þórskabarett veröur á fjölunum að
vanda og gómsætur matur. Farið
verður í samkvæmisleiki og munu
þeir snjöllustu fá vinning. Spilað
veröur bingó um ferðirnar til Italíu
en stjórn ferðahátíðarinnar verður í
höndum Guðlaugs Tryggva Karls-
sonar eins og vant er.
-klp-
Shanghai
— nýr kínverskur veitingastaður
í Reykjavík
1 dag verður opnaöur í Reykjavík
nýr kínverskur veitingastaður sem
hlotið hefur nafnið Shanghai. Er
hann til húsa á Laugavegi 28, í kjall-
aranum. Veröur þar á boöstólum
ekta kínverskur matur, að sögn eig-
enda. Þetta er vínlaus veitingastað-
ur — í það minnsta til að byrja með.
Við munum segja nánar frá þessum
nýja stað, sem verður, eins og fyrr
segir, opnaður í dag, í næsta helgar-
kálfi. -klp-
WHAM! hátíð
Mikið hefur verið fjallað um
Wham! og Duran Duran og eins og
flestir muna var nýlega haldin Dur-
an Duran hátíð í Traffic með pomp
og prakt.
Vegna fjölda áskorana frá aðdá-
endum hljómsveitarinnar Wham!
ætla þeir í Traffic að verða við þeirri
ósk að halda Wham! hátíð laugar-
daginn 23. febrúar fyrir 16 ára og
eldri og á sunnudaginn milli kl. 3 og 6
fyrir yngri krakkana.
Þar verður boðið upp á dans og
tískusýningu, lukkumiða, sérstakan
Wham! drykk, veittur veröur glaön-
ingur fimmtánda hverjum gesti, svo
verður videoband í gangi með
Wham! Einnig er áætlaö að stofna
Wham! klúbb. Má geta þess að nú
þegar eru 2000 meðlimir í Duran
Duran kiúbbnum svo nú þýðir ekkert
annaö fyrir Wham! aðdáendur en aö
fjölmenna í Traffic og styðja sína
súkkulaðidrengi.
Taka skal fram að verslunin hjá
Hirti leggur fram plaköt og glaðn-
ing.
Sg/ESS
Bítlasyrpa
— f rumsýnd 1 Sjallanum í kvöld
Þorvaldur Halldórsson á sviðinu í Sjallanum um síðustu helgi.
Þorvaldur Halldórsson gerði held-
ur betur lukku í Sjallanum á Akur-
eyri um siðustu helgi en þá kom hann
fram opinberlega þar í fyrsta sinn í
12 ár. Var honum geysilega vel fagn-
að og þakið ætiaði nánast af húsinu
þegar hann tók topplagiö sitt frá þvi í
gamla daga, Á sjó.
Þorvaldur verður ekki á sviðinu
þar aftur um þessa helgi þó margir
Akureyringar óskuöu þess. Þar verð-
ur frumsýnt á föstudaginn nýtt dans-
atriði frá dansstúdíóinu Alice. Ber
þetta nýja dansatriði nafnið Bítla-
syrpa og er þá að sjálfsögðu dansað
við undirleik laga frá bítlatímabil-
inu.
Þá mætir hinn glæsilegi Bjössi
bolla Sveinsson á sviöið í Sjallanum
á föstudaginn. Hann átti afmæli í vik-
unni — á bolludaginn — og verður ör-
ugglega í ofsaformi í SjaUanum eins
og jafnan þegar hann er þar. Á laug-
ardagskvöldið er Sjallinn lokaður
vegna einkasamkvæmis.
-klp-
Ef þú vilt dansa
NAUST
Vesturgötu 6—8 Reykjavik, simi 17759.
Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar
leikur á föstudags- og laugardagskvöld.
ÓÐAL
v/Austurvöll Reykjavik, simi 11630.
Diskótek á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
RlÓ,
Smiðjuvegi 1 Kópavogi, sími 46500.
Gömlu dansarnir föstudagskvöld, Jón
Sigurðsson og félagar leika. Einkasam-
kvæmi laugardagskvötd. Samkvæmis-
dansar + diskó sunnudagskvöld.
SAFARi
Skúlagötu 30 Reykjavík, sími 11555.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
SIGTÚN
v/Suðurlandsbraut Reykjavík, sími
685733. Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11 Reykjavík, simi 685090.
Gömlu dansarnir föstudags- og laugar-
dagskvöld, hljómsveitin Drekar ásamt
söngkonunni Mattý Jóhanns.
BROADWAY,
Álfabakka 8 Reykjavík, sími 77500. Ríó-
kvöld á föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur
fyrir dansi.
GLÆSIBÆR,
v/Álfheima Reykjavík, sími 685660.
Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi á
föstudags- og laugardagskvöld. Ölver
opið.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10 Reykjavík, sími 11440.
Diskótek föstudagskvöld. Einkasam-
kvæmi laugardagskvöld. Á sunnudags-
kvöld leikur hljómsveit Jóns
Sigurðssonar fyrir gömlu dönsunum.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2 Reykjavik, sími
82200. Á föstudags- og laugardags-
kvöld leika Haukur Morthens og
félagar fyrir dansi. Ástandið og
Guðmundur Haukur leika á sunnudags-
kvöld. Tiskusýning öll fimmtudags-
kvöld.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5 Reykjavík, sími 81585.
Diskótek á tveim hæöum föstudags- og
laugardagskvöld.
HÓTEL SAGA
v/Hagatorg Reykjavik, sími 20221.
Einkasamkvæmi á föstudagskvöld,
hljómsveit Magga Kjartans leikur fyrir
dansi. Einkasamkvæmi á sunnudags-
kvöld. Dúett Andra og Sigurbergs
leikur á Mimisbar alla helgina. Grillið
opið.
KLÚBBURiNN,
Borgartúni 32 Reykjavik, sími 35355.
Diskótek á þrem hæðum á föstudags-
og laugardagskvöld.
KÓPURINN,
Auðbrekku 12 Kópavogi, simi 46244.
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
leikur fyrir dansi á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Bjórbúllan opin öll kvöld.
LEIKHÚSKJALLARINN
v/Hverfisgötu Reykjavik, simi 17759.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
SKIPHÓLL,
Strandgötu 1 —3 Hafnarfirði, sími
52502. Hljómsveitin Upplyfting leikur
fyrir dansi á föstudagskvöld og Fjörorka
á laugardagskvöld. Kráarhóll opinn frá
kl. 18 bæði kvöldin.
TRAFFIC,
Laugavegi 116 Reykjavík, sími 10312.
Diskótek fyrir alla 16 ára og eldri á
föstudags- og laugardagskvöld.
YPSILON,
Smiðjuvegi 14D Kópavogi, sími 72177.,
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
ÞÓRSKAFFI,
Brautarholti 20 Reykjavík, sími 23334.
Þórskabarett á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hljómsveitirnar Pónik og
Einar og Dansband Önnu Vilhjálms
leika fyrir dansi. Ferðakynning frá
ferðaskrifstofunni Terru á sunnudags-
kvöld.
Akureyri
SJALLINN
Hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir
dansi á föstudagskvöld, dansstúdíóið
Alice frumsýnir bítlasyrpu, Magnús
Ólafsson (Bjössi bolla) sprellar.
H-IOO.
Diskó í gangi á öllum hæðum hússins
föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld.