Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1985, Blaðsíða 2
DV. LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985. ÁSTMAÐURINN JESÚ KRISTUR Jesú, uppreisnarmaöur, ástmaður og kraftaverka- maður. Þannig auglýsir nú bókaforlag eitt í Noregi um þessar mundir. Verið er að auglýsa nýútkomna bók eftir Evu Ramms sem nefnist Ástmaðurinn Jesú. Viðbrögðin hafa verið mikil og þykir kristnum mönnum í Noregi þama hafa verið gengið helst til langt. Þetta sé hið versta guðlast. „Jesú er settur í samhengi þar sem hann á ekki heima. Hverjum kristnum manni, sem les þessa bók, hlýtur að þykja þessi bók vera skömm,” segir einn norskur prófess- or í kristnum f ræðum. Mega ekki snerta þessa bók Þessi sami maður hefur sagt að þetta sé gróft guð- last. Hann segir að trúaðir megi ekki snerta þessa bók. I auglýsingu bókarinnar sést m.a. Jesú í innilegum faðmlögum við Magdalenu vinkonu sína. Sœngar meö Magdalenu „Hann stendur í nánu sambandi við Magdalenu. Reyndar kemur tvisvar sinnum fyrir í bókinni að hann sængar með vinkðnu sinni,” segir höfundurinn. Hún segist skilja að mörgum sé í nöp við bókina. Hún segir samt að ÍSLAND AN SÖGUBLÆSINS Norðmenn og aðrir Norðurlandabúar hafa til- hneigingu til að líta á Is- lendinga sem hálfgerða víkinga sem enn lifa í anda f ornbókmenntanna. Það vekur því alltaf jafn- mikla furðu þar ytra þegar í ljós kemur að á íslandi er vestræn menning á fullri ferð og oft á tíðum í mun meiri blóma en víðast ann- ars staðar á Norðurlöndum þar sem margir hverjir lifa að því er virðist enn í hörmungum og fátækt sem voru samfara stríðinu.' Islenskir hönnuðir héldu nýlega sýningu á munum sínum í Osló. Við rákumst á - dóma um þessa sýningu. Ekki er hægt að segja annað en gagnrýnandinn slái íslendingum gull- hamra. heldur um pennann, segir að ekki sé hægt að segja að á sýningunni ríki sögublær. Hann segir að á síðustu öld hafi Islendingar höggvið á böndin við fyrri listir í handverki. Fram að því hafi handverk þeirra verið gert úr vefnaði og tré. Sækja menntun sína til út- landa Hann segir aö Islending- ar hafi á sjötta áratugnum byrjað að sækja menntun sína til nágrannalandanna. Þeir hafi tekið með sér kunnáttu heim. Meðal þess sé keramikið sem þeim hafi tekist að aðlaga íslenskum aðstæðum. Þegar hlutirnir séu litnir augum sé ekki laust við að hugurinn hvarfli til hraunsins á íslandi. Ólíkir öðrum Norðurlandabúum I umfjölluninni segir að Islendingar séu ólíkir öðr- um Norðurlandabúum. Á íslandi séu handverkslista- menn ekki gamalt fyrir- bæri eins og annars staðar á Norðurlöndunum. I dag séu á Islandi 200 nemendur í Myndlista- og handíða- skólanum. Hann hafi ekki verið stofnaður fyrr en 1939. Ekki sögublær Arnstein Arneberg, sem Ullin Hann segir einnig að ullin skipi stóran sess. Hann tel- ur að fötin sem Islendingar hafi hannað úr þessu efni séu einkar vel úr garði gerð og nái að kalla fram mýkt ullarinnar. Leifur Breiðfjörð Hann er ákaflega hrifinn af glermyndum Leifs Breiðfjörðs. I lok rýni sinnar segir hann: Einfalt, hreinlegt og öruggt er allt þarna og góð auglýsing fyr- ir nágrannaland okkar. FÆKKAR í EVRÓPU Færri og færri fæðast í mjög mikið. Á sama tíma Evrópu ár hvert. Þetta á hækkar meðalaldurinn. reyndar við vesturhlutann og í mörgum löndum þar Þessi þróun hófst reynd- hefur fæðingum fækkað ar þegar í byrjun sjötta áratugarins og hefur haldið áfram fram til dagsins í dag. Samt sem áður hefur verið reynt að örva fólk til að eignast böm. Ýmsar að- ferðir hafa verið notaðar til þess. HILDARLEIKIR LEIGUBÍLSTJÓRA Það hefur ekki farið fram hjá neinum að leigubíl- stjórar hafa staðið fyrir hinum ýmsu götubar- dögum. Fyrst sauð upp úr þegar mikill hildarleikur var háður á hraðbrautum Kópavogs. Honum lyktaði með því að tvær rúður voru brotnar í bílum Steindórs- manna. Þeir segja að þær hafi verið skotnar úr. Hinir segja þetta ekki vera rétt og fullyrða að Steindórs- bílstjóramir hafi sjálfir brotið rúðurnar. Málið er í rannsókn. Þessi mynd er teiknuð af einum sem þekkir vel til stríðsins. Hún sýnir vígvöllinn í Kópavogi hvemig hann ímyndar sér þarna um daginn. LANGURIANNANENDANN Það er fátt sem mönnum dettur ekki í hug. Nýlega lagði Patrick Larrieu í nokkuö sérstæða ferð. Varla er hægt að segja annað en að hann hafi verið helst til langur í ann- an endann. Drengurinn sá gerði sér nefnilega lítið fyrir og gekk á stultum frá Bordeaux til Geneve. Ekki hefur heyrst hvernig honum gekk á þessari f erð. Búist var við að ferðin tæki ellefu daga en vegalengdin er 72 kíló- metrar. 60 ÞÚSUND SJÁLFSMORD Frá því að Víetnamstríð- inu lauk 1975 hafa 60 þús- und fyrrverandi banda- rískir hermenn framið sjálfsmorð. Hálf milljón þeirra þjáist af geðrænum sjúkdómum. Sagt er að þeim hafi ekki hlotnast mikill heiður eftir heimkomuna. Allir vilja gleyma stríðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.