Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1985, Blaðsíða 12
BÖRN KREPPUNNA R
Síðustu ár hefur efnahagskreppan
Ieikið íbúa jarðarinnar grátt. Sérstak-
lega á þetta við um fátækustu þjóðir
heims, þ.e. fólkið sem byggir Afríku,
Asíu og Suður- og Mið-Ameríku. Ymis-
legt bendir þó til þess að þeir sem verst
verða úti séu bömin. En hvaða böm? Á
hvern hátt raskar þetta þeirra tilveru?
Hvaðertil ráða?
Þetta eru allt spumingar sem erfitt
er að svara. Það er sama hvort landið
er fátækt eöa rikt. Það er auöveldara
að gera tölfræðilega úttekt á því
hversu margir kaupa uppþvottavélar
en hversu mörg böm svelta.
Smábrot upplýsinga hafa þó náð upp
á yfirborðið og þær benda allar í eina
átt. I Zambíu hefur meðalhæð bama í
fátækustu héruðum landsins minnkaö
og hlýtur því meginþorri þeirra að
vera vannæröur. I Sao Paulo hefur
fjöldi nýfæddra bama, sem ekki ná
eðlilegri fæðingarþyngd, aukist. 1
Costa Rica hefur fjöldi þeirra bama,
sem þurfa að fá meðhöndlun vegna
skortseinkenna, tvöfaldast. Barna-
Þar sam hreinlæti er ðbótavant er bömum hættara vifl ýmiss konar sýk-
ingum.
dauði hefur aukist í Sovétríkjunum og í
vissum ríkjum í Bandaríkj unum.
Tekjur fjölskyldunnar
lækka
Þeir fátækustu eyða öllum sínum
launum og vel það í nauðsy njar eins og
mat, húsnæði og læknisþjónustu. Ef
tekjur þessa fólks lækka hefur það ekki
einungis áhrif á lífskjör þess heldur
ógnar það líka heilsu einstaklingsins
og minnkar möguleika hans á því að
draga fram lífið.
Því fátækara sem fólkið er, því fá-
tækari sem löndin eru, því magnaðri
verður kreppan. Ef hagvöxtur iðn-
væddra ríkja minnkar þá minnkar
hann enn þá meira hjá vanþróuðu ríkj-
unum. Kreppan magnast líka niður eft-
ir þjóðfélagsstiganum. Tvö til þrjú
prósent lækkun á tekjum einnar þjóðar
getur auðveldiega þýtt tíu til fimmtán
prósent lækkun á tekjum fátækustu
stéttanna. Af þeim eru svo ákveönir
einstaklingar sem verða verst úti. I
mörgum löndum Afríku, Asíu og Suð-
ur- og Mið-Ameríku er það siður að
karlmenn njóti fyrstir þess matar sem
á boðstólum er en konur og böm skipti
með sér því er afgangs verður. Lögmál
kreppunnar er því að koma alltaf harð-
ast niður á þeim er síst mega við því.
Hugsanlega bjargar það mörgum að
þeir búa ekki í borgum heldur í sveit-
um og lifa af landbúnaði. Sá sem lifir á
landsins gæðum er í sumum tilfellum
óháður fjármagnsvelti alheimsins.
Þess í stað er hann vamarlaus gagn-
vart þurrkum og uppskembresti.
Tekjur fjölskyldunnar em miöill
sem kemur áhrifum kreppunnar yfir á
barniö. I Brasilíu lækkuðu tekjur að
Þassi drangur frá Eþfópfu fókk lömunarveiki 6 unga aldri og gatur þess
vegna ekki gengifl. Ef hann heffli verifl bólusettur heffli mótt koma i
veg fyrir þafl.
meöaltali um fjögur prósent árið 1981
og um tvö prósent áriö 1982.1 Chile var
lækkunin fimmtán prósent og í Costa
Rica lækkuðu meðaltekjur fjöiskyldna
á þessu timabili um þrjátíu af hundr-
aði. Hjá þeim fátækustu og þeim at-
vinnulausu eru tölurnar enn hrika-
legri. Ekki er ástandið betra í Afríku.
A síðustu árum hafa tekjur þar á hvem
íbúa einnig lækkað. Ofan á kreppuna
bætast svo þurrkar, stríð og verðbólga.
Þau lönd sem treysta á hráefnisút-
flutning til iðnvæddra ríkja verða þó
verst úti. Zambía byggir afkomu sína
að vemlegu leyti á koparútflutningi.
Afleiðing þessa varð að ráðstöfunar-
tekjur ríkisstjómar Zambíu urðu mun
minni. Þaö varð því að minnka öll út-
gjöld til muna. Meðaltekjur fjöl-
skyldna lækkuðu um helming.
Hvað er til ráða?
Þrátt fyrir misalvarleg áhrif krepp-
unnar á þjóðir heimsins þá sýna þær
upplýsingar, sem við höfum, að fleiri
og fleiri böm lifa við skilyrði sem em
allsendis ófullnægjandi til aö ná fullum
þroska.
Það verður samdráttur í útgjöldum
ríkisstjórna og félagsleg þjónusta
minnkar. Þetta hefur áhrif á bömin.
Böm skila seint arði og þau em dýr í
rekstri. Hlutur þeirra er sjaldnast
vemdaður af áhrifamiklum hags-
munahópum. Oft bitnar það því fyrst á
þeim þegar ríkisstjómir ákveöa að
minnka ríkisútgjöld. Kreppan hefur
haft áhrif á bæði magn og gæöi þessar-
ar þjónustu. Færri böm em bólusett,
bóluefnin eru lélegri, skólar leggjast
niður og heiisugæslustöðvum er lokað.
Viðhorfið ætti að vera þannig aö f jár-
festing í heilsu og menntun barna væii
það síðasta sem dregið væri úr en ekki
það fyrsta. Ef framtíðin er tekin með í
reikninginn þá getur það aldrei veriö
hagkvæmt að koma í veg fyrir að börn
náifullumþroska.
Það reynir því á stjórnmálamennina
að finna ódýr ráö til að hlúa að þeim
sem eiga að stjórna í framtíöinni.
Höfuðspumingin bæði í þriðja heimin-
um og í iðnvæddum rikjum Vestur-
landa er hvernig auka megi heilbrigði
og vellíðan hjá fólki án þess það kosti
of mikið.