Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 20. APRIL1985.
63
Slúðurdálkar allra landa samein-
uðust fyrr í vetur og sögðu frá því
næstum því sigrihrósandi að eitt
helsta poppgoðið, Paul Young, hefði
misst röddina! Það mátti lesa miili
línanna að þetta væri þeim mátulegt
sem hefðu verið að gera því skóna að
PáU þessi ungi væri eitthvert mesta
söngvaraefni sem fram hefði komið í
rokkinu um langt árabU. Hann var
þá ekki burðugri en svo að hann
glutraði niður röddinni á fáum
mlsserum!
Þaö voru auðvitað ýkjur af stærri
gerðinni að halda því fram að röddin
væri töpuð. En vissulega átti Paul
Young viö þaö vandamál aö stríða
aö raddböndin vom i einhvers konar
skæruverkfaUi og sviptu hann um
tíma tveimur efstu tónunum. önnur
breiðskífa hans dróst því nokkuö á
langinn en eins og þeir vita sem
heyrt hafa lög af henni síðustu
vikumar er fátt sem bendir til þess
að Paul Young hafi misst nokkuð af
sinni fínu rödd. Ef eitthvað er hefur
hún batnað.
Meö fyrstu breiðskífu sinni fyrir
háifu öðru ári sló Paul Young
flestum poppurum við. Sú plata, No
Parlez, varð söluhæsta platan í
Bretlandi árið 1983 og risafyrirtækiö
CBS hafði ekki frá því það hóf starf-
semi í Bretlandi árið 1965 gefið út
jafn söluháa plötu. Mest er þó um
vert að geta þess að Paul Young er
enginn sölumennskupoppari á borð
viö Wham! og Duran Duran. Hann er
metnaðarfullur og gerir fremur
kröfur um gæði en vinsældir. Að
sönnu viðurkennir hann að hafa
hljóöritað á nýju plötuna sína lag
nánast í þeim megintilgangi að setja
á smáskífu og selja; hér vísar hann
til lagsins Everytime You Go Away
eftir Daryl Hall sem svo vinsælt
hefur verið á síðustu vikum. Margir
munu hins vegar taka undir það með
skrifara þessara lína að efnistök
Paul Young í því lagi séu í það háum1
gæðaflokki að hrein og klár við-
skiptasjónarmið hafi alls ekki ráðiö
ferðinni.
Tvö atriði
Hvarvetna þar sem minnst er á
Paul Young í blööum og tímaritum
sýnist mér aö staldraö sé einlægt við
tvö atriði. 1 fyrsta lagi þá þykir
blaðamönnum það lyginni líkast að
jafnfrægur og dáöur poppari skuli
enn vera svo blátt áfram og hvers-
dagslegur sem raun ber vitni, jarð-
bundinn og ekki á haus í dópi og
ólyfjan.
Hitt aðriðið, sem skýtur einlægt
upp kollinum, er í stuttu máli ein-
hvern veginn á þessa leið: Meöan
félagar hans í skóla voru á bólakafi í
þungarokkinu hlustaði Paul Young á
bandaríska sðltónlist og varð að
skammast sín fy rir það!
Lítum á þetta ögn nánar.
Þetta var á fyrstu árunum í
gaggó. Bekkjarfélagar Paul Youngs
í Luton (hattaborginni frægu) töltu
um með Deep Purple plötuna In
Roek undir arminum og gumuðu
mjög af siíkri tónlist; einhver orðaði
það svo að lesa hefði mátt út úr svip
þeirra: Clapton er guð, en á árunum
upp úr 1965 varð þessi frasi skrifaður
á annan hvern vegg í Bretlandi og
Clapton þá miölimur John Mayall
Bluesbrakers og nokkru siðar í
Cream. En þetta var útúrdúr og Paul
Young hafði gítarsnillinginn ekki í
neinum hávegum. Hann Iaumaðist
til þess aö hlusta á Stevie Wonder og
aöra bandaríska sólkonunga og
aldrei hvarflaöi að honum aö hafa
með sér slíkar plötur í samkvæmi.
Hann heföi nefnilega verið haföur að
háði og spotti. Það voru aðeins
stelpur sem komust upp með það á
þessum árum að hlusta á sóltónlist.
Hjá þeim voru Jackson 5 og Wonder í
miklum metum en groddarokkiö var
fyrir strákana. Svona var nú kyn-
skiptingin mikil í þá daga.
Ekki nógu sítt hár
En Páll ungi var ólmur í tónlist.
Hann hafði frá sjö ára aldri lært að
spila á píanó og tíu ára var hann
oröinn sleipur á gítar, — og um ferm-
ingu mátti hann ekki til annars
hugsa en stofna hljómsveit. Hann
hætti fljótt í skóla, sextán ára, og fór
að vinna hjá pabba sínum við bíia-
verksmiðjur Vauxhall og komst þar í
kynni við gítarista í hljómsveit að
nafni Mosswreck. Paul var boörn
staöa söngvara í sveitinni en þegar
til kom þótti öðrum liðsmönnum
hann ekki vera hæfur; ástæðan:
hárið var ekki nógu sítt! Hann
gerðist því bassaleikari og hljóm-
sveitin át upp lög I.ed Zeppelin og
annarra þungarokkara næstu tvö
árin og tróð upp á unglingasamkom-
um.
Utangarðsmaður
Fortíð Paul Youngs í tónlistar-
bransanum skiptir máli af því hann
var alltaf utangarðsmaður. Varö að
fara í felur með þá tónlist sem hon-
um var sjálfum að skapi. Mosswreck
var bara ein af mörgum hljómsveit-
um sem koma við sögu, Kool Kat hét
önnur, Streetband sú þriðja og Q-
Tips sú fjórða. Tvær þær síðustu
náðu svo langt að komast á hljóm-
plötusamning og Streetband-
strákarnir voru orðnir svo örvænt-
ingarfullir að komast í sviðsljósið og
sýna hversu svakalegir töffarár þeir
væru að þeir vildu fýrir alla muni
hafa blótsyrði í textunum hjá sér og
helst í heiti lags. Þeir sneru því út úr
gömlu lagi Frank Sinatra og skíröu
upp á nýtt: Strangers in the Fucking
Night!
Q-Tips var i raun og veru óska-
hljómsveit Paul Youngs. Hún var
stofnuð árið 1979 og Ufði í þrjú ár,
átta manna hljómsveit og elskuð af
Öllum sem tU hennar heyrðu. Tónlist-
in var blanda af rhytm & blús,
gospeU og sóltónlist. Söngvarinn
Paul Young vakti mikla athygU og
þegar Q-Tips sneri upp tánum beið
hans samningur um sólóferU hjá
CBS.
Með Paul Young og hljómborðs-
lákara Q-Tg)s, Ian Kewley, hafði tek-
íst góð vinátta og stendur enn. Þeir
semja mikið saman og fimm ný lög
eftir þá eru á sólóplötunni nýju: The
Secret of Association. Raunar má
Uta á Ian Kewly sem fyrirUða hljóm-
sveitar Paul Youngs sem gegnir því
hátíölega nafni: Konungsfjölskyld-
an, The Royal Family. Þar hafa Uka
frá upphafi sólóferUs hans verið í
fylkingarbrjósti trommarinn Mark
Pinder og bassistinn Pino Palladino
og eiga þeir ásamt Ian Kewley
ómældan hlut í velgengni Paul
Youngs.
Allt frá því Paul Young hóf af-
skipti af tónUst hefur hann verið utan
alfaraleiðar í poppinu. Meira að
segja á sínum tiltölulega skamma
sólóferli hefur Paul Young markað
sér sérstöðu, ekki aðeins hvað við-
fangsefnin áhrærir heldur ekki siður
í framkomu og háttum. Hann Utur á
sig sem söngvara, ekki fúnleika-
mann á sviði, hann reynir að túlka
lögin og leggur sig fram um að
syngja þau af tilfinningu og innlifun.
Flestir aðrír rey na bara að sy ngja,
Gleymd lög
Paul Young hefur löca gert annaö
sem merkilegt verður aö teljast;
hann hefur grafið upp löngu gleymd
lög og skotið þeim upp í efstu sæti
vinsældaUsta, jafnvel hundgömul lög
af bé-hliöum smáskífa sem aldrei
hefur þótt mikið í spunnið. Hann er
reyndar þekktastur fyrir endur-
gerðir sínar á gömlum lögum fremur
en frumsamin lög þó margt bendi til
að það kunni að breytast á næstunni.
Ævintýriö hófst með endurgerð á
gömlu lagi Marvins Gaye, Wherever
I Lay My Hat (That's My Home). I
kjölfarið fylgdu lög eins og Love of
the Common People ( eftir Waylon
Jennings), Come Back And Stay
(eftir Jack Lee) og nú siðast Every-
time You Go Away (eftir Daryl
Hall). Hér hafa aðeins verið nefnd
lögin sem hafa verið gefin út á smá-
skífum. Mörg önnur lög hefur hann
endurgert sem frekar væri ástæða til
að minnast á, eins og til dæmis lögin
Love Will Tear Us Apart (gullkom
Joy Divison sálugu) og Soldier’s
Things ( eftir Tom Waits). Þaðþykir
sýna dálitla dirsku af háifu Paul
Youngs að hætta sér út á þann hála ís
aö endurgera jafnfræg lög, jafnheil-
ög lögeinsogsumirhafaorðaðþað.
En Paul Young getur leyft sér
það. Hann lætur ekkert frá sér fara
nema hann sé ánægður meðárangur-
inn. Meö söluhæstu plötuna í Bret-
landi að baki hefðu ugglaust margir í
hans sporum freistasttil þess aðbúa
til poppþétta söluplötu til þess að
halda vinsældum og væntanlega
auka þær. En Paul Young valdi aðra
leið; hann :ikvað að leggja metnað
sinn í það að senda frá sér plötu sem
hann gæti verið stoltur af. Eflaust
snúa ýmsir yngri aðdáendur við hon-
um baki eins og hann sjálfur hefur
bent á, en má það ekki einu gilda
þegargæðin eru tryggð?
Paul Young — nafnið tryggir gæð-
in. "Er þetta ekki ósköp fallega sagt
svona í lokin?
•Gsal