Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Síða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985.
Tjón í skógareldinum á svœði Landverndar er mikið. Slökkvistarf var erfitt, hvass vindur og gróðurinn skraufþurr.
Ekkertfétíl
ífram-
kvæmdirí
Kolbeinsey
— munu kosta
fimmtán milljónir
„Þaö verður farinn leiöangur út í
Kolbeinsey í sumar á vegum vita-
málastjöra, þar sem kannað
veröur ástand eyjarinnar, stærð,
berggerö og eyöingarhraöi,” sagði
Olafur Steinar Valdimarsson,
ráðuneytisstjóri í samgönguráðu-
neyti,ísamtali viöDV.
Eins og kunnugt er er Kolbeinsey
aö hverfa i hafið, en eyjan hefur
mikilvægu iilutverki aö gegna þar
sem landhelgi Islands hefur verið
mæld út frá henni. Meö öðrum
orðum, að hyrfi eyjan í hafið
skryppi landhelgin saman.
„Eg á ekki von á að neinar fram-
kvæmdir verði hafnar í eyjunni í
sumar, þar sem ekkert fé er á fjár-
lögum til þess, en kannski næsta
sumar,” sagði OlafurSteinar.
Hann sagði að ef gera ætti
eitthvaö að gagni í eyjunni og við
hana væri áætlaður kostnaður við
þaöl3 til 15milljónir.
-KÞ
Miklar skemmdir í skógareldum í Þrastarlundi:
Fjörutíu manna hópur
barðist við eldinn
Lögreglumaður frá Selfossi heldur
á gastækinu sem strákarnir tveir
voru með og olli eldinum.
„Eldurinn breiddist út með
ótrúlegum hraða. hraðar en menn
ganga, enda skilyrði fyrir skógar-
bruna mjög góð, gróðurinn skraufþurr
og hvass vindur,”sagði lögreglumaður
á Selfossi um sKsafeldinn á svæði
Landvemdar í Þrastaskógi á sunnu-
dagsmorgun.
Svæði Landvemdar er um kílómetra
frá veitingaskálanum í Þrastarlundi.
„Tjónið er mjög mikið, tekur gróðurinn
mörg ár aö jafna sig,” sagöi lög-
reglumaðurinn á Selfossi.
Þaö var klukkan 11.45 sem
tilkynning kom um eldinn. Tveir
strákar um fermingu höfðu tjaldað á
svæðinu og fariö ógætilega með gas-
tæki, með þeim afleiðingum að eldur
komstígróðurinn.
„Eg giska á að svæðið sem brann
hafi verið um einn hektari (10 þús.
fermetrar) að stærð,” sagði lög-
reglumaðurinn á Selfossi.
„Slökkvistarfiö gekk nokkuð vel en
það var erfitt,” sagði Eggert Vig-
fússon, slökkviliðsstjóri á Selfossi, en
hann stjórnaði slökkvistarfinu.
„Við uröum að ná í vatn í Sogið og
eldurinn breiddist hratt út. En þú
verður endilega að geta þess að fólk úr
nærliggjandi bústöðum kom og
hjálpaði.”
Slökkvistarf tók um tvo og hálfan
tíma. Um 30 til 40 manns tóku þátt í því
þegarmestlét.
En skógareldum var ekki lokið í
Þrastaskógi á sunnudag, því í þann
mund sem slökkvistarfi var að ljúka á
svæði Landverndar komtilkynning um
eld skammt frá veitingaskálanum í
Þrastarlundi.
,ym það hafi ekki brunniö svona þrír
fjórðu úr hektara, tión er líka mikiö
eins og hjá Landverndinni, stór tré
sembrunnu.”
Að sögn Eggerts kviknaði þar í
vegna gáleysis með eld. Fjölskylda
var á ferð um skóginn og 6 ára bam
tók aö fikta með eldspýtur. Jörðin
skraufþurr og því fór sem fór.
-JGH.
Íslandásíður
National
Geographic
óskar Magnússon, DV,
Washington:
National Geographic hefur
ákveðið aö birta grein um Island á
næsta ári. Blaðamaður á vegum
National Geographic mun koma til
Islands í sumar og dvelja þar í tvo
mánuði að minnsta kosti við efnis-
öflun. National Geographic er sem
kunnugt er þekkt og virt tímarit
sem sérhæfir sig einkum í náttúru
og menningarmálum.
Blaðamaðurinn mun þegar hafa
óskað eftir viðtölum viö allmarga
Islendinga. A meöal þeirra eru
forseti Islands, Vigdis Finnboga-
dóttir, Halldór Laxness, Jóhannes
Nordal og Jón Sigurðsson. Einnig
hefur blaðamaðurinn óskað eftir að
ræða við sérfræðinga í jarðvísind-
um, sjávarútvegi og menningar-
málumýmsum.
j dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
í daa mælir Daafari
Verður ASÍ á
Verkalýðsforystan er í klípu. Hún
hefur fengið tilboð sem ekki er hægt
að hafna. Vinnuveitendur hafa boðist
til að hækka kaupið hjá
launþegunum um allt að 24% á þessu
og næsta ári, tryggja kaupmáttinn
og taka sérstakt tillit tU hinna lægst
launuðu. Þetta eru svona nokkurn
veginn nákvæmlega sömu kröfurnar
og Alþýðusambandið hefur verið að
tala um að leggja fram síðar á þessu
ári, en deUan í röðum verkalýðs-
forystunnar hefur verið sú hvort
hefja eigi kröfugerð strax í vor
eUegar í haust. Það kemur þeim þvi
algerlega í opna skjöldu, verka-
lýðsforingjunum, þegar vinnuveit-
endur hafa frumkvæðið að þvi að
bjóða fram á sUfurdiski það sem
beðið verður um. Þelr eru ekki vanir
því að vinnuveitendur séu komnir
með boðin áður en kröfumar eru
lagðar fram.
Nú hefði maður haldið að verka-
lýðsforystan tæki þessum straum-
hvörfum fagnandl og þakkaði gott
boð. En svo elnfalt er máUð ekki.
Verkalýðsforingjar hafa
nefnUega atvinnu af því að þrasa um
samninga og flækja þá sem mest.
Þeir þurfa helst að standa í
samningaþófl í nokkra mánuði, með
vökunóttum og alvörusvip, og láta
umbjóðendur sina halda að engar
kjarabætur nálst nema fyrir tUstyrk
þeirra og baráttu. Þess vegna finnst
þeim að komið sé aftan að sér með
þessu tUboði vlnnuveitenda og leik-
reglur séu brotnar og af þeim sökum
leggur verkalýðsforystan hausinn í
bleyti þessa dagana. Hún leitar með
logandl ljósi að einhverju tUefni tU
að hafna þessu boði. Sérstaklega
líður formanni verkamanna-
sambandsins Ula þvi hann hefur
fengið þau póUtisku fyrirmæU frá
flokknum sínum að þvælast sem
mest hann megl fyrlr hvers konar
kjarasamnlngum.
Með tUboði vinnuveitenda skapast
stórhætta á því fyrir Alþýöubanda-
lagið að launþegar fái kjarabætur en
tU þess má flokkurlnn ekki hugsa.
Eftir höfðinu dansa limirnir og þvi
má búast við að hver sUkihúfan á
fætur annarri fussi og sveU við þeim
kjarabótum sem nú eru i boði.
Verða það að teljast nokkur ný-
mæU í verkalýösbaráttunni á tslandi
er verkalýðsforystan tekur að sér
það verkefni að hafna kjarabótum
sem vinnuveitendur bjóða fram ó-'
móti kjarabótunum?
umbeðnlr. Verður óneitanlega
fróðlegt að fylgjast með þvi hvaða
úrtölum hún beitir. Ekki dugar
ólundln eln og þaðan af siður gamla
slagorðið um mannvonsku vinnuvelt-
endasambandsins og íhaldsins.
Guðmimdur jaki og kompani verða
að taka á honum stóra sinum tU að
sannfæra umbjóðendur sína um að
vlnnuveitendur meini eitthvað Ult
með þvi að vUja hækka launin. Og
það meira að segja að hækka launin
meira heldur en verkalýðsforystan
sjálf hefði gert ráð fyrir að krefjast.
Alþýðusambandlð mun leggjast
undir feld þessa vikuna. Þeir ætia að
þinga sérstaklega um þessi alvar-
legu tiðindl, að kjarabætur séu i boði.
Tíminn verður notaður af forlngjum
Alþýðubandaiagslns tU að koma í
veg fyrir þá ógæfu að launþegar fái
kjarabætur strax. Maður mun ganga
undir manns hönd tU að telja verka-
lýðsforystunni trú um að ekki megi
undir nokkrum kringumstæðum
ganga tU samninga um tUboð sem
koma launþegum tU góða.
Vinnuveltendum sérstaklega
verður hugsuð þegjandi þörfin. Þeir
hafa drýgt þann glæp að leggja fram
tUboð um kjarabætur sem iaunafólk
getur sætt sig við. Svona rýtings-
stungur í bakið verða ekki fyrir-
gefnar. Hér er verið að snúa
hlutunum við. Það verður ekkl Uðlð
að vinnuveitendur steU glæpnum frá
Alþýðusambandinu og þess vegna
verður verkalýðsforystan að ganga
sameinuð fram í þeirri baráttu að
koma í veg fyrir þessar k jarabætur.
Dagfari.