Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. Spurningin Hefur þú einhvern tíma unnið í happdrætti? Guðrún Hólm sjúkrallði: Já, reyndar. Eg vann einu sinni smávinning hjá Happdrætti Háskólans. Anna Atladóttlr húsmóðir: Nei, ég spila ekki í happdrætti. Gunnar Sigurðsson sjómaður: Nei, en ég spila samt í DAS og SIBS. Eg er ekkert að bíða eftir stóra vinningnum, aðallega að styðja gott málefni. Jón Jósepsson bókari: Þaö hefur komið fyrir. Eg fékk stóran vinning fyrir mörgum árum. Sigrún Grétarsdóttlr neml: Nei, það hef ég aldrei gert. Eg spila sjaldan í happdrætti en hef veriö að velta fyrir mér að kaupa miða hjá DAS. Sigríður Guðbergsdóttlr fóstra: Nei, aldrei. Eg spila samt en er svo óheppin að ég vinn ekki neitt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Grátkór að engu hafandi Borgari skrifar: Það fer mikið fyrir svokölluðum „áhugamönnum um úrbætur í hús- næðismólum” þessa dagana. Þeir hafa nú stofnaö grátkór og segja alla þá, sem nú hafa komið sér upp hús- næöi og hafa komist nær á „þurrt” i skuldafeninu, vera skuldbundna til aö taka á sig nýja bagga fyrir J)á er nú eru að byrja að byggja eða kaupa. Auövitað er þessi grátkór hrein bá- bylja og er að engu hafandi. — Stjómvöld gerðu sin stærstu mistök ef þau færu að leggja á nýja skatta vegna þess sem kaliað er „eölilegar úrbætur” á máli þessara „áhuga- manna”. Svo auglýsir þessi hópur og birtir mynd af rflcisstjórn þar sem hún er samankomin ásamt forseta Islands. Þeir láta gera svartan kassa, sem stendur upp á endann, og annaðhvort er forsetinn inni í þessum kassa eða ábakviðhann! „ÞEIM" hefur ekki þótt hæfa að birta myndina af forsetanum og kos- ið að fela hann — eða mála yfir hann. Og síðan taka þeir til aö skamma ríkisstjómina og bera henni á brýn að: hún hafi tekið frá þeim mörg hundruð milljónir — hún viðurkenni mistökin — hún tali og tali — hún bjóði fram lausnir sem lengi í snör- Myndin sem „Borgari" ræðir um. unni.. „aðöðruleytiEKKERT! Er þetta nú rétt? Svo er ekki og langt frá því. Rikisstjómin á ekki við verra vandamál að glíma en þennan nýja þrýstihóp sem vill fá: iægri vexti, endurgreiddar einhverjar greiöslur, sem hann kallar „um- framgreiðslur”, viðbótarlán, skuld- breytingu og lengingu lánstíma. Allt þetta er rikisstjómin aö glíma við af ótta við þennan einstæöa nýja þrýstihóp sem vill ekkert af mörkum leggja nema kröfugerðina. Það er meira en mál til komið að þessi nýi þrýstihópur, ásamt öðrum slíkum, verði látinn sjá um sig sjálf- ur og almenningur látinn í friöi með tekjur sínar og það fé sem hann kann að hafa önglaö saman sem sparif é. Verði gengiö að kröfum þessa þrýstihóps öllu frekar en gert hefur verið gegnum tíðina þá eru fá úrræði eftir fyrir friðsaman og þöglan meirihluta þjóöarinnar en tygja sig til brottfarar af þessu Iandi og af- henda hús sin hinu opinbera, meö eða án áhvilandi skulda til þess að þrýstihópurinn, „Ahugamenn um úr- bætur í húsnæðismálum,” geti hreiðrað um sig þar. Skjaldarmerki og skjaldberar Þorsteinn hrlngdi: Eg vil gjarnan koma á framfæri leið- réttingu á athugasemd „Villa” sem kveður sér hljóðs á Lesendasíðunni fyrir skömmu og er „óhress með skjaldarmerkið á islensku peningun- um”, eins og hann orðar það. A ís- lensku peningunum er ekki lengur neitt skjaldarmerki, heidur myndir sem eiga að sýna skjaldbera íslenska skjaldarmerkisins „sem eru hinar fjórar landvættir sem getur í Heims- kringlu”, eins og segir í forsetaúrakurði nr. 35 frá 1944.1 hinum sama úrskurði segir ennfremur: „Skjaldarmerki Is- lands er silfurlitur kross á heiðbláum feldi með eldrauðum krossi innan í silf- urlitaða krossinum.” Mér þótti rétt að benda á hinn útbreidda misskilning að skjaldberar séu hið sama og skjaldar- merki. Því f er víðs fjarri. Fréttamenn tala of hratt Elríkur Kristófersson, hringdi: Mig langar til að kvarta yfir þvi hvað fréttamenn tala hratt i útvarpi og sjón- varpi og þá sérstaklega kvenfólkið. Heyrnin hjá mér er farin að bila og þegar þetta fólk talar svona hratt þá greini ég einungis svona annað hvert orð. Það mætti taka sér veðurstofufólk til fyrirmyndar, ég skil vel allt sem það segir. Það er fjöldi fólks sem eins og ég hefur ekki nema hálft gagn af fréttatímanum. Gódir f arþegar Þórdís Guðmundsdóttir, tsafirði, hringdi: Fyrir stuttu birtist á Lesendasíöu DV pistill þar sem krökkum úr Garða- bæ var hrósaö fyrir að vera góðir far- þegar i skólaferöalagi. Mig langar til að hæla krökkunum frá Isafirði í fram- haldi þessa pistils og senda þeim þakk- læti fyrir veturinn með bestu kveðjum en ég ók þeim i skólann í vetur. Eg held ég geti ekki fengið betri farþega en yfirleitt þessa unglinga. Líftryggingar Þóranna Gröndal, hjá B.t. líftrygging- um skrifar: Sl. miðvikudag birtist í DV lesenda- bréf frá Magnúsi Magnússyni, varð- andilíftryggingar. Okkur hér í B.I. Líftryggingu g.t. er ljúft að upplýsa Magnús Magnússon um að liftryggingar okkar eru mikið breyttar frá þvi að faðir hans iíf- tryggði hann. Líftryggingar B.I. Lif- tryggingar g.t. eru fullkomlega verð- tryggðar allt tryggingatímabilið með lánskjaravisitölu. Líftryggingin held- ur því algjörlega verðgildi sínu allt tryggingatímabilið. Vart er hægt að hugsa sér betri tryggingarvernd þeim til handa, er hafa fyrir fjölskyldu að sjá eða hafa miklar fjárhagsskuldbindingar, ef skyndilegt fráfaU bæri aö höndum. Þróunarstökk Karlskrlfar: Undanfarna áratugi hafa lesenda- dálkar dagblaða verið yfirfullir af bréfum frá ungu kynslóöinni þar sem hún tjáir sig um óskir sínar og vonir um erlenda popphljómsveit til að leika á listahátið. Oskir þessar hafa oft á tíðum verið lausar við allt raunsæi og sjaldan komið fyrir aö frægar hljóm- sveitir hafi leikið hér á landi. Fyrir stuttu hafði ungur maður samband við lesendasiöu DV og var hann að safna að sér hópi til aö sækja tónieika meö U2 á Irlandi. Þaö er ánægjulegt til þess að vita að þróunin sé aö taka stökk fram á við og unga fólkið sé farið að gera kröf- ur til sjálfs sin í staö þess að vera með óraunhæfar heimtingar í garð listahá- tíðar. Hljómsveitin Psychic TV á hljómleikum ó íslandi fyrir tveimur ðrum. Á að endurvekja Rokkspilduna? Rokkunnandi skrifar: Mig langar til aö forvitnast um hvort einhver von sé til þess að DV fari að sinna islenskri rokktónlist eins og blaðið gerði meðan Rokk- spildan var og hét. Hver stórviðburð- urinn rekur annan i íslensku rokki. Það þóttu til dæmis stórfréttir hjá er- lendum blöðum aö Hilmar öm Hilm- arsson gekk í Psychic TV og að Kukli var boðið á Roskilde festival, ásamt U2 og Bruce Springsteen, svo aðeins tvö dæmi séu tekin. A þetta hefur hins vegar ekki verið minnst einu orðiíDV. Mega lesendur DV eiga von á end- urvakinni Rokkspildu og þar með betri þjónustu í rokkmálum á næst- unni? Svar: Það er einungis um skamma stund að Rokkspildan birtist ekki í DV. Hún er væntanleg aftur fljótlega. K ' Tww ... ké W'S Jn^jgpS ? m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.