Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985.
5
Þrennt drukknaði í Þingvallavatni um hvítasunnuna:
Voru á /eíð út í Sandey?
Tveir menn og ein kona drukknuöu í
Þingvallavatni snemma á sunnudags-
morgun. Fólkiö var í litlum báti meö
utanborðsmótor úti á vatninu. Engir
sjónarvottar voru að slysinu. Lík
konunnar og annars mannsins fundust
um hádegisbilið á sunnudag. Lík hins
mannsins hefur ekki f undist.
Fólkið var á ferðalagi á Þingvöllum.
Það var í hópi fólks sem hafðist við í
húsbil og sumarbústað. Bústaðurinn er
skammt frá Valhöll, í vesturátt, og er
einn innsti bústaðurinn í því hverfi.
Ekki er vitað hvenær slysið varð.
Rætt er þó um að það hafi orðið
snemma á sunnudagsmorgun, á tíma-
bilinu f rá klukkan fjögur til fimm.
Vitað er að fólk í sumarbústað í
grenndinni sá bát sigla út á vatnið
meðfram ströndinni og í öðrum bústað
varð fólk vart við vélarhljóð.
Leiðindaveöur hefur verið um helg-
ina úti á Þingvallavatni, kröpp alda og
miklir vindsveipir. Lögreglumenn á
ferð segja þó að gert hafi logn um
hánóttina og veður hafi verið gott á
bilinu frá klukkan f jögur til fimm.
Ekki er vitað hvað þau þrjú sem
drukknuðu ætluöu að gera út á vatnið.
Vitað er að þau höfðu á orði um kvöldið
hve langt myndi vera út í Sandey á
Þingvallavatni og aö gaman væri að
skreppa þangað.
Ferðafélagar þeirra urðu hins vegar
ekki varir við þegar þau héldu út á
vatnið. Eiginkonur mannanna tveggja
sváfu, einnig unnusti konunnar.
Það var ekki fyrr en klukkan tíu á
sunnudagsmorgun að farið var að ótt-
ast um afdrif fólksins. Ættingjar fólks-
ins komu þá til flugbjörgunarsveitar-
manna sem voru við æfingar á Þing-
völlum, á hinni árlegu hvítasunnuæf-
ingu.
Skipulögð leit var þegar hafin,
strendur voru gengnar, suður- og
Flugstjóri þyrlunnar sem fann bátinn:
„800metra frá landi”
„Við flugum yfir bátinn skömmu
eftir að við hófum leitina, skömmu
síöar fundum við líkin, þau voru á floti,
um 8 hundruð metra frá bátnum,”
sagði Páll Halldórsson, flugstjóri þyrlu
landhelgisgæslunnar, í gær.
Páll sagði að aðstæöur hefðu verið
góðar úr lofti en á yfirborði vatnsins
hefði verið kröpp vindbára sem gert
hefði bátunum erfitt fyrir um leit.
„Báturinn var um 800 metra frá
landi, Heiðarbænum, en líkin voru utar
á vatninu,” sagði Páll Halldórsson
flugstjóri.
Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði
til klukkan sex á sunnudag. Hún var
svo í viðbragðsstöðu í gær. Þegar
kröpp bára er á vatninu sést ekki niður
í vatnið aðeins á yfirborðið.
-JGH.
Sextíu manns leituðu
„Við fengum beiðni um aðstoð
klukkan 10.20 á sunnudagsmorgun,
ættingjar fólksins komu þá til okkar,”
sagði Ingvar Valdimarsson, formaður
flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja-
vík.
Leit var þegar hafin. I henni tóku
allar flugbjörgunarsveitirnar þátt.
Talið er að um 50 til 60 manns hafi
tekið þátt í leitinni þegar mest var.
„Við fengum þyrluna. Hún flaug
fram á bátinn um klukkan 12.18. Siðan
fannst annaö líkið klukkan 12.56 og þaö
seinna klukkan 13.25. ”
Ingvar sagði að sumarbústaðareig-
andi heföi lónað bát til að ná í bát
fólksins og líkin. Síðar hefði verið
komið með svokallaða slöngubáta frá
öðrum slysavarnafélögum.
A Þingvallavatni sagði Ingvar að
hefðu verið 25 hnútar af norðaustan,
kröpp alda og miklir vindsveipir.
-JGH.
Sthiesser
bamafatnaður
Hvað er betra?
Schiesser®
VERSLUNIN RUT
Glæsibæ, sími 33830
Hamraborg 7, Kópavogi, sími 45288
vesturströnd og alveg að Valhöll. Sú
leit bar ekki árangur.
Einnig var haft samband við land-
helgisgæsluna um að fá þyrlu sem hóf
s vo leit um klukkan tólf á hádegi.
Fyrst var flogið út í Sandey. Þegar
fólkið fannst þar ekki var flogið út af
Heiðarbænum og fannst báturinn þá
svo til strax. Skömmu síðar fundust
líkin tvö, þau flutu á vatninu.
Sá sem ekki hefur fundist, var án
björgunarvestis, hann var heldur ekki
í f lotgalla, eins og hin tvö klæddust.
Bátur f ólksins var mjög lítill og hafði
verið geymdur á þaki húsbílsins í
flutningnum. Báturinn var með utan-
borðsmótor.
Leit björgunarsveitanna var fram-*
haldið allan sunnudaginn alveg fram
til miðnættis. Aftur var byrjað að leita
í gærmorgun. Eftir hádegi í gær hóf
svo björgunarsveitin Tryggvi á Sel-
fossi frekari leit.
-JGH.
Viftureimar, platínur, kveikju-
hamar og þéttir, bremsuvökvi,
varahjólbaröi, tjakkur og
nokkur verkfæri. Sjúkrakassi
og slökkvitæki hafa hjálpað
mörgum á neyðarstundum.
||UMFEROAR
Báturinn, sam þremanningamir voru á, dreginn til lands. DV-mynd GVA.
sg SAMSUNG
Umboðsmenn um land allt.
8
SJÖNVARPSBÚÐIN
Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 68 53 33