Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Morðákæra á löggu Breskur lögreglumaöur var um helgina sakaöur um aö hafa drepið 67 ára gamlan mann á lögreglu- stöö. Lögreglumaðurinn, Alwyn Sawyer, er sakaöur um aö hafa drepið manninn, sem var í haldi vegna drykkjuskapar, í f ebrúar. Hegedus skammastsín Andras Hegedus, ungverski for- sætisráöherrann fyrrverandi, sem baö sovéska herinn aö bæla niöur ungversku byltinguna 1956, segist nú skammast sín fyrir þaö. Hegedus er nú 63 ára gamall. Hann fékk ógeö á kommúnista- stjórninni í Ungverjalandi eftir innrás sovéska hersins og gerðist st j órna randstæöing ur. Hin bandarisk-styrkta útvarps- stöð Radio Free Europa hefur tekiö viö hann röö viðtala sem á aö út- varpa á næstu vikum. Ungversk stjómvöld eru sögö lítið hrifin. Hussein þrýstir Hussein Jórdaníukonungur sagöi í ræöu í Brown-háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum aö Bandaríkin yrðu að veröa virkari sem siöferöislegt leiötogaríki í al- þjóöamálum. Hann vill aö Bandaríkin þrýsti á Israel aö leysa vandamál hinnar hálfu milljónar Palestínumanna sém heföi lifað undir „hersetu Israelsmanna í 18 ár”. Hussein kom til Rhode Island í síðustu viku, eftir viökomu í Keflavík. Sonur hans útskrifast frá Brown-háskóla um þessar mundir. Ershad sleppir Tveir helstu stjómarand- stæöingarnir í Bangladesh, konumar Sheikh Hasina Wazed og Begum Khaldda Zia, voru leystar úr stofufangelsi á laugardag. Ershad, forseti landsins, lofaöi því jafnframt aö hann myndi heimila aftur stjórnmálalíf í landinu. Konurnar tvær vom settar í stofufangelsi í mars á þessu ári eftir aö þær neituðu að taka þátt í þingkosningum. Þær sögöu aö kosningamar myndu ekki veröa frjálsar. Ershad segist ætla aö ræöa viö stjómarandstöðuleiðtoga á næstunni. Kjúklingar komust Flug í gegnum Schiphol flug- völlinn og aðra flugvelli í Hollandi er meö eðlilegum hætti í dag, eftir 16 klukkutíma ólöglegt verkfall flugumferðarstjóra á föstudag. Flugumferðarstjóramir komu ekki til vinnu vegna „veikinda”, enda er þeim meö lögum bannað aö fara í verkfall. Þeir geröu þó eina undanþágu á verkfallinu. Um 260.000 nýfæddir kjúklingar fengu aö fljúga til Kaíro, enda heföi sólarhringsbið í Hollandi getað valdiö dauöa þeirra. Alnæmismótefni Breskur vísindamaður hefur hannað mótefni gegn alnæmisveiru í köttum. Hann vinnur nú aö mót- efni gegn AIDS-veirunni í mönnum. Observer-dagblaðið í London sagöi að William Jarrett við dýra- lækningadeild háskólans í Glasgow hefði verið aö rannsaka hvítblæöi í köttum þegar hann komst að því aö veiran sem olli hvítblæöi gæti einnig valdiö alnæmi. Hann framleiddi mótefni gegn alnæmisveirunni í köttum, og fékk svo 250.000 dollara styrk frá Bandarikjastjórn til aö framleiða móte&ii gegn alnæmisveirunni í mönnum. Jarrett vinnur í sam- vinnu viö Dr. Robert Gallo, Bandaríkjamanninn sem fyrstur koma auga á alnæmisveiruna í mönnum. Bangladesh: ^ 15 METRA HAAR ÖLDURNAR SVIPTU FÓLKI Á HAF ÚT — óttast að 40.000 haf i látist Mikill fjöldi flóttamanna verður nú aö treysta ó matargjafir stjórnvalda til að halda Ifffi. Ershad forseti Bangladesh lýsti yfir sorgardegi í dag vegna fómarlamba fellibylsins sem skall á landinu, og kann að hafa valdið dauða 40.000 manns að sögn yfirmanna Rauöa krossins í Genf. Herskip leita í dag í Bengalflóa aö fólki sem gæti hafa lifað af storminn þrátt fyrir miklar rigningar og háan öldugang. Fellibylurinn sendi gríöarstórar flóðbylgjur yfir lágar eyjar. Náttúru- hamfarimar koma sennilega til með aö reynast þær mestu síðan 100.000 manns fórust af völdum samskonar flóöa árið 1970. Herforingi í höfuðborginni Dhaka sagöi í gær aö fimm björgunarskip leituðu nú eftirlifandi í sundunum milli eyjanna út af ströndum Bangladesh. Þyrlur varpa mat og drykkjarvatni niður til fólks. Ershad forseti aflýsti ferö til Kína sem átti aö hef jast á morgun. Erfitt var að gera sér grein fyrir skaöanum sem hinar 15 metra háu fióðbylgjur oliu. Björgunarmenn hafa fundiö 3.000 lík, fra eyjunum sjö sem urðu fyrir mestum hluta flóðbylgjanna og þeir sakna enn 12.000 manna. I Genf sagöi yfirmaður Rauöa krossins í Asíu aö allir íbúar þriggja eyja heföu skolast til sjávar, og 40.000 manns hefðulátiðlífið. Sjóherinn sagði að eitt björgunar- skip heföi fundiö 100 lík og 1.000 eftirlif- andi í sjónum nálægt Sandwip eyju sem fór mjög illa út úr flóðinu. Síöar hefðu 400 lik fundist en óttast væri að mörg hefði borið á haf út. Mjög erfið skilyrði voru til leitar. Sandwip eyja er sú stærsta þeirra sem verst uröu úti. önnur er Urir Char. Embættismenn telja aö allir eða flestir hinna 10.000 íbúa hennar hafi borist á haf út í flóöinu. Ekki er vitaö nákvæmiega um íbúafjölda hinna ýmsueyja. Fjölmörg ríki hafa lofað fjár- stuöningi við björgunaraögerðir í Bangladesh. Danmörk: Háttsettur Pólverji fær hæli Háttsettur embættismaður pólska kommúnistaflokksins hefur fengið hæli í Danmörku sem pólitískur flótta- maður ásamt konu sinni og tveimur bömum. Dómsmálaráöherra Danmerkur, Erik Ninn-Hansen, sagði frétta- mönnum um helgina að Josf Zimnicki, fyrrverandi meðlimur aöalnefndar pólska kommúnistaflokksins, byggi nú á leynilegum staö í austurtiluta Dan- merkur af öryggisástæðum. Hann sagöi aö danska njósna- þjónustan heföi yfirheyrt Zimnicki en gaf enga ástæðu fyrir flóttanum. Fjöl- skyldan flúði í febrúar. Embættismenn stjórnarinnar segja að flótta Zimnickis hafi verið haldið leyndum í þrjá mánuði aö ósk hans. Zimnicki var rekinn úr Kommúnista- flokknum þann 14. mai sakaður um að hafa „svikið þær grundvaflarregiur sem eru leiöarljós flokksins.” Vestrænir stjómarerindrekar segja að Zimnicki hafi verið meölimur Katowice-hópsins í flokknum sem baröist fyrir hreinni Moskvukommúnisma og vildi að gengið yröi haröar gegn andófs- mönnum. Katowice-hópurinn vildi aukna miðstýringu frá flokksstjómarskrif- stofum í Varsjá fremur en aö vald hér- foringja og annarra á hinum ýmsu stöðum yrði aukið eins og meirihluta- hópur Jaruzelskis vill. Heimildarmenn segja að flótti Zimnickis hafi líklega verið af per- sónulegum ástæðum fremur en af pólitiskum þó völd Katowice-hópsins hafi farið dvinandi undanf arið. Enn leitað að líkum á Spáni Björgunarmenn reyndu aftur í morgun aö ná i lík 13 manna sem talin em vera í flaki olíuskipanna tveggja sem sprungu í loft upp á sunnudag. Alis fórast aö minnsta kosti 33 manns, og 36 slösuðust. Talsmaður stjórnarinnar segir aö froskmenn vonist til aö geta skorið gat á skipin, sem eru aö hluta til sokkin í Aigéciras-flóa, til aö ná í lft mannanna. Þeir gátu ekki gert þaö í gær vegna mikils hita i skipinu. Talsmaðurinn sagöi að liklegasta skýringin á sprengingunum væri ferming eldfimra efna. Sprengingin varö fyrst í olíuskipinu Petragen-eitt, og Utið skip viö hliöina, sem var aö ná í olíu, sprakk upp meö því stóra. Þetta orsakaði geysimikla sprengingu og eldhaf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.