Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985. MULTIPLAH FRAMHALD5MAM5KEIÐ með CHART viðauka 5TAÐUR: Síðumúli 23 flMI: 31. maí 1985 kl. 9.00 - 16.00 LEIÐBEI/IAHDI: Páll Qestsson STJORNUNARFÉLAG ISIANDS liS®23 I#S I SBF (#71 Sænskir bremsuborðar í vörubíla og m.a. Volvo 7-10-12, framhj. kr. 1.790, afturhj. kr. 2.340, búkkahj. kr. 1.680. Scania 110—141 framhj. kr. 1.710, afturhj. kr. 2.490, búkkahj. kr. 1.710. TANGARHOFÐA 4 sími 91-686619 Verslun með varahluti vörubíla og vagna Menning Menning Menning — sýning Kjartans Guð jónssonar að Kjarvalsstöðum Þaö sætti nokkrum tíöindum í islensku myndlistarlífi fyrir nokkrum árum þegar tveir af hinum gömlu septembermönnum, þeir Valtýr Pétursscm og Kjartan Guöjónsson, sneru baki viö þeirri afstraktlist sem þeir höfðu iökaö i aldarfjórðung og hófu aö mála hús, báta og fólk. Hvað þann síðarnefnda snerti voru þetta e.t.v. ekki eins mikil umskipti og ætla mætti. Meðan Kjartan málaöi og sýndi litrík afstrakt- málverk vann hann jöfiium höndum að ýmiss konar Iýsingum fyrir bækur og baddinga, sem voru að stofni hlutbundnar. Einna þekktastar þeirra eru teikningar hans við Þorpið eftir Jón úr Vör sem út kom 1979. Ólík lögmál Margir, þ.á m. undirritaður, veltu því hins vegar fyrir sér hvernig Kjartani mundi ganga aö samræma hinn harða, illústratífa stíl sinn og olíumálverkið, en sem kunnugt er lúta lýsingar og málverk oftast ólíkum lögmálum. Lýsingin þarf að vera auðlæsileg og auðskiljanleg, má gjaman hafa á sér einhvers konar frásagnarsnið. Sá sem lýsir, eða illústrerar, verður því ævinlega að byggja myndir sínar upp hreint og klárt. Og til að gera þær aögengilegar sem flestum kemur hann sér upp vissum tipum af andlitum, húsum o.s.frv. sem auðvelt er að átta sig á. Fyrir vikið verður lýsingin ekki langlíf því hún er öll á yfirborðinu. Myndlistarmaðurínn leitast hins Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson vegar viö aö tjá hiö sértæka og óræða, á svo djúpfærinn hátt að áhorfandinn skynji ávallt eitthvað nýtt í verkum hans, hversu oft sem hann grandskoðar þau. Sömu típurnar Kjartan hefur nú haldið a.m.k. tvær stórar einkasýningar á fígúra- tífum eða hálf-fígúratifum verkum frá þvi hann gekk af trúnni á afstraktið. Ef marka má tilraun mína til skflgreiningar hér á undan, þá mundu þessi verk, og þ.á m. sýning hans að Kjarvalsstöðum, flokkast undir eins konar illústratífa málara- list. Hvert og eitt þeirra er hreint og klárt í uppbyggingu, og fjallar um augnablik eða atvik sem lista- manninum finnst ómaksins vert aö f jalla um. I hverri mynd er lagt út af sömu tipunum, hvort sem þær eru að verka fisk, afgreiða brauð, vaska upp eða rabba saman yfir kaffibolla. Áhorfandinn hefur á tilfinningunni að þetta fólk skipti minna máli en það sem það aðhefst hverju sinni — aksjónin sem listamaðurinn notar til að knýja áfram sveiflu pentskúfsins og spuna litanna. I þessari sveiflu og í þessum spuna er eins og sálarlíf og sérstakar aðstæður fólksins verði út- undan. ímynduð fortíð Það sem sérstaklega hnykkir á þessum illústratifa frásagnarhætti myndanna er að þær gerast nær allar í fortíð, ímyndaðri fortíð liggur mér við að segja, þegar lifið var fá- brotnara, innihaldsríkara og e.t.v. „heilbrigðara” en það er í dag. Þá var ekkert videó í þorpinu. Kjartan hefur vissulega fullan rétt á sinni eftirsjá. En stundum langar mann að sjá hann nýta sína feiknar- legu hæfileika til aö vekja áhorf- andann tfl meðvitundar um eigin samtíð. -AI. Kjartan Guðjónsson — Hjólið (nr. 2). LÍF í FORTÍÐ Duo Concertante Tónlelkar Duo Concertante frá Danmörku i Norrœna básinu 22. maí. Efnlsskrá: Nlccolo Paganlni: Centone di Sonata: nr. 1, nr. 2, nr. 4 og Cantabile; Feraando Sor: Tllbrigðl um stef eftir W.A. Mozart; Maria Theresia von Paradis: Sicilienne; Jacques Ibert: Entr’acte; Erik Satfe: Johann Sebastian Bacb: Einielks- sónata i E-dár f. fiðlu; Georg Frledrlch Handel: Larghetto; Emile Pessard: Andalouse; Butch Lacy: Opus Pocus; Emlle Desportes: Pastourelle og Pastorale Joyeuse. Þeir sem standa fyrir tónleikum þessa dagana eru vist meöal þeirra fáu sem ekki prísa blessaö góðviðrið. Voriö er ætið töluverður áhættutími til tónleikahalds og góða veðrið eykur fremur áhættuna en hitt. Svo held ég nú f því tilviki sem um ræðir, tónleika Duo Concertante, að fólk hafi almennt ekki vitaö um þá og enn síður hverjir voru þar á ferð. Duo Concertante skipa Kim Sjögren, fiðluleikari og konsertmeistari Konunglegu hljómsveitarinnar, og félagi hans, gítarleikarinn Lars Hannibal. Þeir hafa unnið saman um fimm ára skeið og leika jafnt gömul verk í upphaflegum búningi, umritanir ýmsar og ný verk, sum samin sérstaklega fyrir þá. Verkefnaval þeirra var skemmtilegt og einna mestur fengur var í því að heyra þá laka Paganini. Það vita fáir að Paganini var ekki aðeins snjall fiðluleikari heldur einnig gítarleikari og Samdi öllu fleiri tónverk fyrir gítar en fiðlu. Tónlist Eyjólfur Melsted Mörg þeirra voru fyrir fiðlu- og gítardúó. Ekki þurfti lengi að hlýða á leik þeirra félaga til aö komast aö því að Kim Sjögren er leiftrandi rómantíker. Margir eru þeir sem hafa tækni og getu til að spila Paganini en engir geta spilað hann vel nema þeir sem geta lagt róman- tískar tilfinningar í leikinn. Samspil þeirra félaga var með ágætum en í einleiksverkum kom berlega í ljós að þeir voru ekki jafningjar. Það kom hins vegar lítt f ram í samleiknum. A seinni hluta tónleikanna léku þeir meðal annars ýmsar umritanir, til dæmis Gymnopedíur Saties og Larghetto úr sónötu sem uppruna- Iega er fyrir flautu eftir Handel. Eitt verk, sérsamið fyrir þá, léku þeir, Opus Pocus, eða Music for Dancing for Magic Shoes eftir Butch Lacy, en sá ágæti maður hefur helst unnið sér það til frægöar að hafa verið fasta- pianisti hjá Söru Vaughan um ára- bil! Það var því stutt niður á „jass- fílinguna” þó ekki teldist þaö jassstykki og svo var einnig um umritanir Laurenzos Almeida á Andalouse eftir Pessard, sem var kennarí Ravels, og frönsk þjóölög sem Desportes hafði skrifað upp fyrir kammerhljómsveit á sinum tíma. Aö lokum gaukuðu þeir að áheyrendum nokkrum smellnum aukalögum og með þvi sendi þetta ágæta dúó alltof fáa áheyrendur sína ánægða heim. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.