Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985.
27
þróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþrótti
Þórólfur — sést hér skora mark í vinóttulsik gegn Chelsea.
„Við getum lagt
Skota að velli”
— segir Þórólfur Beck, fyrrum (andsliðsmaður íslands, sem lék með
skosku liðunum St. Mirren og Glasgow Rangers
Það getur allt gerst í knatt-
spyrnu. Knghin lefloir er nnninn
fyrlr fram. Þaö er einmitt það
sem gerir knattspyrnuna svo
skemmtilega. Að sjálfsögðu eru
Skotar sterkarl á pappírnum, en
við getum vel lagt þá að veUi,
sagði Þórðlfur Beck, fyrrum
knattspyrnukappi úr KR, sem lék
L__« —
á árum áður með St. Mirren og
Glasgow Rangers i Skotlandi.
Þórólfur sagðl að það væri
slæmt fyrir landsUðið að Ásgeir
Sigurvinsson og Arnór
Guðjohnsen skyldu ekki geta
leikið með vegna meiðsla. — Ég
vona innUega að Isiendingar nái
að leggja Skota að velU.
— Það voru Skotar sem kenndu
okkur leikinn. Prentarinn James
Ferguson kom með knattspyrn-
una tU tsiands frá Skotlandi 1895.
Það yrði því sætur sigur fyrir
okkur ef við næðum að Ieggja
lærimeistarana að veUi, sagði
ÞóróUur.
-SOS
STOPBEGK
and we car ST
BECK- THE SCOURGE
OF PERTH
Þessi fyrirsögn segir að ef það tekst að stöðva Þórólf þó sé hœgt að stöðva Saints, eins og St. Mirren
er kallað. Fyrirsögnin er minnkuð um 38%. Þetta var flennifyrirsögn i einu skosku blaðanna.
framkvæmdastjóri St. Mirren, sem
átti mestan þátt í því að Þórólfur hóf
að leika með félaginu, sagði við mig
eftir leikinn: „Þórólfur hefur flest til
að bera sem prýða má einn knatt-
spymumann. Knatttækni hans er
mjög góð og sendingar frábærar. Þá
hefur hann yfir mikiUi skothörku að
ráða.”
HaUur segir síðan frá fyrsta leik
Þórólfs á Love Street, þar sem hann
opnaði leikinn með glæsUegu marki,
þegar St. Mirren vann (2—1)
Motherwell.
„Ljóshærða sprengikúlan
á Love Street”...
.. .var fyrirsögn Sunday Post eftir
leikinn og greinin byrjar þannig:
,,Ný stjama skín skært í skosku
knattspymunni — ljóshærður
íslenskur innherji, Þórólfur Beck.
Hann skyggði á aðra þekkta innherja
í leiknum við MotherweU, eins og
skoska landsliðsmanninn Pat Quinn
og WiUy Hunter og einnig gamla
meistarann Tommy Gemmell.
Beck var ekki aðeins langbezti
framherjinn í leiknum — hann var
hinn eini, sem hafði öryggi til aö bera
tU að leika á mótherja og hinn eini,
sem hafði kunnáttu til að senda
knöttinn aftur og aftur til samherja,
en ekki tU mótherja. St. Mirren hef-
ur sterka vörn og svo auðvitað hinn
mikla persónuleika frá Islandi.”
Þórólfur skoraöi mark sitt með
þrumufleyg af 18 m færi og vann
hann hug og hjörtu áhangenda St.
Mirren. Blaðið „The People” sagði
að sigurinn hefði verið Þórólfi að
þakka og hann væri oröinn vinsælasti
leikmaðurSt. Mirren.
„Það Ufnaði fyrst yfir leiknum,
þegar Þórólfur skoraöi mark sitt
með leiftursnöggu skoti — knöttur-
inn hafnaði í þaknetinu.”
Þórólfur
er listamaður
Það var heldur betur stuð á Þórólfi
í janúar 1962, þegar hann skoraði
fjögur mörk í leik gegn Raith
Rovers, þegar St. Mirren vann 5—1.
„Þórólfur er listamaöur — hann
getur gert aUt við knöttinn. Þið skul-
ið aöeins spyrja leikmenn Raith um
,það.”
Þórólfur lék sína gömlu stööu í
leiknum, sem miðherji — tók sæti
WiUie Famie, sem var skoskur
landsUðsmaður sem St. Mirren
keypti frá Celtic. „In scoring four
goals he capped just about the finest
example of cebterforward play I
have seen this season,” skrifaði einn
skosku blaðamannanna um leik Þór-
ólfs.
Skotar voru mjög hrifnir af Þórólfi
og honum var líkt við Di Stefano,
knattspymukappann snjaUa hjá
Real Madrid. Velgengni St. Mirren
var mikil í bikarkeppninni og félagið
sló bikarmeistara DundermUne 1—0
út í 8-Uöa úrslitum, en Þórólfur átti
stórleik, og síðan lék St. Mirren sögu-
legan leik gegn Celtic í undanúrslit-
um.
Þórólfur fór á kostum í leiknum og
skoraði þriðja mark (3—1) St. Mirr-
en, með glæsilegu skoti, sem Haffey,
markvörður Celtic, átti ekki mögu-
leika áað verja.
„Þá sauð allt upp úr”
— Þessi leikur var nokkuö söguleg-
ur, því að áhangendur Celtic þoldu
ekki tapið og um miðjan seinni hálf-
leikinn ruddust margir áhorfendur
inn á völUnn. Bjórflöskum og öðru
lauslegu fór aö rigna inn á vöUinn.
Dómarinn flautaði leikinn af og sagði
leikmönnum að hlaupa inn í búnings-
klefa.
Náðum okkur
aldrei á strik
— Þið mættuð síðan Glasgow
Rangers í úrsUtum á Hampden
Park?
— Já, fyrir framan 127 þús. áhorf-
endur og meðal áhorfenda var stór
hópur af Islendingum sem komu
gagngert tU Glasgow til að sjá leik-
inn. Við náðum okkur aldrei á strik í
leiknum og áttum í vök að verjast.
Eg átti þó gott skot að marki — en
Ritchie, markvörður Rangers, náði
að verja á síðustu stundu. Við mátt-
um þola tap, 0—2.
A sama tíma háöum við harða fall-
baráttu og þaö var ekki fyrr en í
siöasta leik okkar, er við unnum
Dundermline 4—1, að okkur tókst að
bjarga okkur frá faUi, sagði Þórólf-
ur.
Það gekk á ýmsu
Þar með var lokið fyrsta keppnis-
tímabiU Þórólfs í Skotlandi. Eftir
það átti eftir að ganga á ýmsu hjá
Þórólfi — hann meiddist, vildi síöan
fara frá St. Mirren. Mörg félög höfðu
áhuga á honum. Hann lék þó eitt
keppnistímabU til viöbótar með St.
Mirren en fór síðan til Glasgow
Rangers. -SOS.
• Frá þessu verður sagt
í öðrum hluta greina-
flokks um Þórólf. Annar
hluti verður um næstu
helgi—í helgarblaði DV.
VIÐ HÖFUM SAMEINAÐ VERSLANIR
OKKAR OG ERUM NÚ Á
LAUGAVEGI
EINGÖNGU.
Frá Don Cano,
m'<4t *
^oiiunæ
\W
frðbœr ferðafatnaður.
Glansgallar — bómullar-
gallar, bómullaranor-
akkar úr œðislega
þunnu krumpuefni, bux-
ur við. Einnig renndir
jakkar, stærðir 6—12 og
XS-XL.
Adidas fþróttaskór og
gallar I öllum númerum.
Artis körfuboltaskór.
Adidas, Patrick og
Hummel fótboltaskór í
öllum nr. fyrir gras, möl
og gervigras.
Henson glansgallar og
töskur í gífurlegu úrvali.
Stuttbuxur, stutterma-
bolir o.fl. o.fl.
E 1 JROCARO
v/SA EL
Póstsendum.
SPORTVÖRUVERSLUNIH
Laugavegur 49, simi 23610. 12024
OPIÐ LAUGARDAGA.