Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Page 2
2 Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Kostnaður samninganef ndar um stórið ju: HNEYKSU EDA EKKERT MAL? „Eg tók þetta mál upp á ríkis- stjómarfundi í morgun og óskaöi eftir skýringum, jafnframt aö samræmi gætti frá einni nefnd til annarrar, aö það yrði einföld regla i þessum málum,” sagöi Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra i gær. Hann var þá aö svara spumingu DV um kostnaðinn vegna samninga- nefndar um stóriöju sem greint hefur veriö frá í fjölmiðlum og þá fyrst og fremst hvort eölilegt væri að nefndarmenn væru starfsmenn eigin nefndar og þægju laun fyrir. Steingrímur sagði aö á sínum tima hefði hann veriö formaöur stóriöju- nefndar. „Þaö kom fyrir aö einstaka menn væru kannski beönir um aö vinna ákveðin verkefni gegn sér- þóknun, en slfkt var óvenjulegt. ” Málið tekið aftur fyrir i rikisstjórn Ekki komst kostnaöur samninga- Steingrimur Hermannsson. Krafðlst skýringa 6 kostnaði samninga- nefndarinnar 6 rikisstjórnarfundi i gœr. nefndar um stóriöju á mikinn rekspöl á ríkisstjómarfundinum í gærmorgun. Sverrir Hermannsson iönaöarráðherra var ekki á fundinum og því verður málið tekið upp aftur. En hvaö er hér eiginlega um aö vera, hvaö er á seyði? Lögfræði- kostnaður er upp á margar milljónir, lögfræöingar eins og Ragnar Aðalsteinsson, Eiríkur Tómasson og Hjörtur Torfason meö milljónir í tekjur. Í vinnu hjá sjálfum sár Og enn eitt spurningarmerkiö vegna yfirlits iðnaöarráðherra um kostnað samninganefndar um stór- iöju, Jóhannes Nordal, Guömundur G. Þórarinsson og Gunnar G. Schram komnir í vinnu hjá sjálfum sér, sjálfri nefndinni. Hver tekur ákvöröun um að þeir séu ráðnir sem starfsmenn nefndarinnar? Hér á eftir munum viö heyra sjónarmiö flestra þessara manna. Byrjum á lögfræðikostnaðinum. Ragnar Aðalsteinsson meö 1,1 milljón á síöasta ári og Eiríkur Tómasson. meö um 1,1 milljón á siöustu tveimur árum. Hvað segir Ragnar Aðalsteinsson? „Eg varö mjög undrandi aö heyra rætt um starf mitt sem ráðgjafi samninganefndarinnar, það var það alls ekki. Ég og Eirflcur vorum málflutningsmenn, rákum gerðar- dómsmáliö svokallaöa, íslenska ríkiö gegn Alusuisse,” sagði Ragnar Aöalsteinsson viö DV í gær. Ragnar sagöi aö unniö heföi veriö aö málinu í Reykjavík, London og New York. Hvemig var greiðslum háttað til ykkar Eiríks? „Viö fengum greitt fyrir hvem dag, dagtekjur. Ef viö unnum í málinu tvo tíma einn daginn, þrjá tima annan daginn og kannski þrjá tima þriðja daginn lögðust tímarnir saman og úr varð einn vinnudagur í málinu.” Hver ákvað kaup lögfrœðinganna? — Hver ákvað kaup ykkar? „Þaö var gerður samningur fyrir- fram og kaup mitt er útseld vinna stofunnar, inni í því er reksturs- kostnaður lögfræðistofu minnar, starf ritara, ljós, hiti og fleira.” — En hvað finnst þér, Ragnar, þegar þú heyrir töluna 1,1 milljón i tekjur á síöasta ári, finnst þér þetta háeðalág upphæð? Garðardómsmálið flókið „Eg get ekki litið á þetta þannig, þetta var flókið mál, þaö tók langan tíma, var erfitt og á meðan ég vann viö það gat ég ekki sinnt öðrum viöskiptavinum og kannski hef ég misst einhverja. Þannig er í þessu ákveðinn fómarkostnaöur líka.” Kannski hafa ekki allir áttaö sig á um hvað gerðardómsmálið snerist. I stuttu máli; það var skattamál Isals, hin svonefnda „hækkun í hafi”. Málið endaöi meö samkomulagi, dómsátt. Alusuisse samþykkti að greiða okkur 3 milljónir dollara, um 120 milljónir á núverandi gengi, og málið þar með úr sögunni.” Hvað segir Eirikur Tómasson? — En hvað segir Eiríkur Tómas- son lögfræðingur um kostnaðinn? Hann sagði eins og Ragnar aö hann teldi sig ekki hafa verið ráðgjafa samninganefndarinnar um stóriöju heldur málflutningsmann í ákveðnu máli, geröardómsmálinu. „Þetta var mjög vandasamt mál, erfitt og tók mestan tíma minn á siðasta ári. Það er erfiðasta mál sem ég hef tekið að mér,” sagði Eiríkur Tómasson. Hann sagöi aö tölur sem hefðu verið nefndar væru ekki laun til sín heldur til lögfræðistofu sinnar, þóknun sem hefði miöast við ákveðnar dagtekjur. Helmingur teknanna er skrifstofukostnaður „Inni í þóknuninni er allur út- Eirfkur Tómasson. Fókk um 1,1 milljón '83 og '84. „MAIflutningsmaður i gorðardómsmálin u." lagður kostnaöur lögfræðistofunnar. Einföld þumalfingursregla er að um helmingur af útseldri vinnu eins og þessari sé skrifstofukostnaður.” — En finnst honum þessi tæpa milljón á síöasta ári til handa honum há tala eöa lág? „Mér finnst þetta ekki há upphæð fyrir þetta mál, ég varö að afla mér mikillar þekkingar, lesa mikiö og miklir hagsmunir voru i húfi. Og ég endurtek að um helmingur, um 5 hundruð þúsund, hefur komið í minn hlut.” 8 þúsund A dag En hver voru daglaun þeirra Ragnars óg Eirflcs í gerðardóms- málinu? Samkvæmt upplýsingum frá iðnaöarráðuneytinu voru dag- launin fundin út frá taxta lögmanna- félagsins og voru um 8 þúsund krónur á dag, eða um 800 kr. á klukkustund, því miðað var við 10 tíma vinnudag. Aðeins meira um þá Ragnar og Eirík. Þeir eru sagðir hafa miklu meira en nóg að gera á sínum lög- fræðistofum, þannig að þeir hefðu ekki þurft aö vera málflutningsmenn í gerðardómsmálinu vegna laun- anna. Og samkvæmt upplýsingum í iðnaöarráðuneytinu eru þeir sagöir hafa veriö að kljást viö lögfræðinga Alusuisse sem voru með um 275 dollara á tímann, eða næstum 10 þúsund krónur. Att kappi vifi Sherman ít Sterling Alusuisse fékk eina af stærstu lög- fræðistofum í New York til að flytja Jóhannes Nordal. Sagður fð nœstum 400 þúsund sam starfsmaður nefndar er hann sjálfur A sœti i. mál sitt, Sherman & Sterling. Til mun hafa staöið að islenska ríkiö fengi stofu í Bandaríkjunum til að flytja málið fyrir Islands hönd en við það var hætt. Rætt er um að ef bandarísk stofa hefði tekið málflutninginn að sér hefði lögfræðikostnaðurinn marg- faldast. Einnig er rætt um að í málum sem þessum fái lög- fræðingamir oft greitt í prósentum miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi. Þeir Eiríkur og Ragnar segjast ekki hafa verið ráðgjafar samninga- nefndar um stóriðju heldur málflutningsmenn i geröardómsmál- inu. En hvaöa útlendu nöfn eru þetta á lista iðnaðarráðherra um kostnað- inn vegna samninganefndarinnar? Cooper & Lybrand er reiknings- haldsfyrirtæki. Það vann aðallega fyrir samninganefndina. Þóknun fyrirtækisins er að hluta til einnig fyrir gerðardómsmálið. Einn af starfsmönnum Coopers & Lybrand var vitni. Lipton, Fasken & Calvin, Surrey, Winberg Þeir Lipton og Fasken & Calvin voru lögfræðiráðgjafar í gerðar- dómsmálinu og aðstoðu þá Ragnar og Eirík og reyndar Halldór J. Kristjánsson þvi hann var þriðji mál- flutningsmaöurinn, vinnur hjá iðnaðarráðuneytinu. Surrey mun hafa verið dómari til- nefndur af Islands hönd i gerðar- dómsmálinu, Tomas Kaufmann var vitni, Winberg hjá Philips & Winberg var forseti gerðardómsins, M.F. Enginer var vitni,; sérfræðingur í ál- málum og Doyle Reportin mun vera hraðritunarfyrirtæki. Texti: Jón G. Hauksson Hvað segir Guðmundur G. Þórarinsson? Þá erum við komin að samninga- nefndinni um stóriðju, sem og mönnum er sátu fundi nefndarinnar. Byrjum á Guðmundi G. Þórarinssyni. Við spurðum hann í gær hver hefði ákveöið það að hann sem nefndarmaöur væri einnig starfsmaöur nefndarinnar og þægi laun fyrir sem slíkur. „Eg lít alls ekki á mig sem starfs- mann nefndarinnar. Eg sat í nefnd- inni og fyrir það þáöi ég þóknun. Þar fyrir utan fékk ég sérstaklega greitt fyrir sjálfa samningafundina. En starfsmaður nefndarinnar var ég aldrei.” Guðmundur sagði að iönaðar- ráðuneytið hefði ákveðið hve mikið hann fengi fyrir samninga- viðræðumar. „Eg man ekki lengur hvemig þetta var reiknaö út en ég heyrði þetta þannig að við fengjum ákveðið hlutfall af daglaunum ráö- gjafa í gerðardómsmálinu.” Get ekki veriö erlendis i sjðlfboðavinnu Guðmundur sagði ennfremur að hann starfaði sem verkfræðingur á sinni eigin verkfræðistofu sem hann ætti hluta í. Og þar væri hann ekki á kaupi þegar hann væri aö sinna samninganefndinni. „Þetta var gífurleg vinna og ég endurtek að ég fékk laun fyrir samningaviðræðumar þá daga sem þær tóku, en þess fyrir utan eins og öll sú lesning sem hafði veriö sam- fara málinu, hefði verið óborguð.” Og Guðmundur bætti við: „Ég get ekki verið að eyða mörgum dögum erlendis í samningaviðræður á eigin vegum. Auk þess voru gerðar miklar kröfur til okkar í nefndinni um árangur í viðræðunum, fyrir þetta hlýtur að þurfa að greiða.” Þá bætti Guðmundur því við að samninganefndin hefði líklegast haldið um 120 fundi, á daginn, kvöldin og um helgar, og fyrir þetta heföi þóknunin svokallaða komiö, 24 þúsund krónur á síðasta ári. Hvað segir Jóhannes Nordai? Við náðum einnig tali af formanni Guðmundur G. Þórarinsson. Sagður fá næstum 450 þúsund sam starfs- maður nofndar ar hann á sjálfur sæti i. samninganefndarinnar, Jóhannesi Nordal, þar sem hann var staddur vestur á Isafirði. Hann var spurður beint út hvort þaö væru eölileg vinnubrögð að nefndarmenn væru einnig starfs- menn nefndarinnar. Hann svaraöi: „Eg sat í nefndinni en var alls ekki starfsmaöur hennar. Þaö er al- rangt að líta á okkur nefndarmenn- ina sem starfsmenn nefndarinnar. Og varðandi greiðslur þá fékk ég þóknun fyrir að vera í nefndinni, en aöalgreiöslurnar eru frá ráðuneytinu fyrir að sitja samningafundina við Alusuisse.” Jóhannes sagði síðan að starfið í nefndinni hefði verið gífurlegt, mikill undirbúningur legið að baki fyrir sjálfar viöræðumar við Alusuissemenn. Hvaö segir Garðar Ingvarsson? Næst höfðum við samband við Garðar Ingvarsson, ritara samn- inganefndarinnar, en Garðar vinnur jafnframt hjá Seðlabankanum. „Starfið í nefndinni er búið að vera gríðarlegt og greiðslumar til mín em í rauninni min yfirvinna og ef eitthvað er tel ég meiri vinnu liggja að baki en fengist hefur greitt fyrir.” Við spurðum Garðar næst hvort hann hefði fengið tvígreitt, það að hann hefði unnið fyrir nefndina í vinnutíma Seölabankans. „Að sjálfsögðu hefur það stundum hist þannig á að verkefni fyrir samn- inganefndina hafa komiö upp á í vinnutímanum. En þá hefur það komið niður á starfi minu hér því iönaðarráðuneytið hefur ekki greitt á Ragnar Aðalstainsson. Fákk 1,4 millj- Anir '83 og '84. „Ekki ráðgjafi heldur málflutningsmaður i garðardómsmál- inu." meðan.” Hjörtur Torfason lögfræðingur rekur sína eigin lögfræðistofu hér i borg. Hann starfaði með samninga- nefndinni sem lögfræðingur. Heyr- um hvað hann hefur að segja vegna greiðslnannatilsín. Hvað segir Hjörtur Torfason? „Eg vil strax taka fram aö ég sat ekki í nefndinni heldur var eingöngu lögfræðilegur ráðunautur hennar. Og laun mín voru ákveðin eftir sam- komulagi við ráðuneytið, enda var ég að vinna fyrir það eins og hvern annan viðskiptamann. ’ ’ — I hverju var starf þitt fólgið, Hjörtur? „Ég vann að samningunum, tók þátt í viðræðunum við Aluisussemenn, gekk frá samningstexta. Auk þess þurfti að ganga frá alls konar skýrslugerðum er máliö var lagt fyrir Alþingi.” Hjörtur sagði ennfremur að hann hefði aðstoöað í gerðardómsmálinu svokallaða. En finnst honum lög- fræðikostnaður sinn hár eða lágur? „Þetta er útseld vinna stofunnar minnar og mér finnst þetta ekki há upphæð. Eg hef eytt geysilegum tíma í þessi mál og þetta hafa verið erfiðarlotur.” Það má skjóta því hér inn í aö Hjörtur fékk sams konar daglaun og þeir Eirikur og Ragnar og minnst var á hér á undan. Hvaö sagir Hjörleifur Guttormsson? „Ég fékk oft ítrekaöar spurningar um þessi mál og svaraði þeim skrif- lega og ég minnist þess ekki aö svör- in hafi þótt svo fréttnæm þá. En varðandi álviðræðunefndina, sem var á mínum tíma, þá var tvenns konar starf unnið, setið i nefndinni og sjálfstætt starf unniö fyrir ráðuneyt- ið og í nokkrum tflvikum var það af sömu mönnum og sátu í nefndinni.” -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.