Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
Útlönd
Útlönd
9
Útlönd
Útlönd
Agca-réttarhöldin:
AÐILD
GRÁU
ULFANNA
VANMETIN
HINGAÐ TIL
Vitnisburður á fyrstu fjórum dögum
réttarhaldanna í Róm yfir hinum
grunuðu tilræðismönnum páfa benda
til að tyrknesku fasistasamtökin Gráu
úlfarnir hafi átt meiri aðild að
tilræöinu en taliö var í fyrstu. Allt að
fjóri Tyrkir kunna að veröa degnir
fyrir dómstóla fyrir aðild að
morðtilrauninni.
Tyrkinn Omer Bagci, 39 ára gamall,
hefur viðurkennt að hafa gefið Mehmet
Ali Agca byssuna sem Agca notaði
síðan til aö skjóta á Páfa. Bagci hefur
einnig nefnt tvo Tyrki sem líklega
samráðsmenn í tilræðinu.
En eftir f jögurra daga réttarhöld er
ekkert komiö fram sem stutt gæti þá
fullyrðingu saksóknara að búlgarska
leyniþjónustan hafi staðið á bak við
tilræðið.
Dómarar og sex kviðdómendur
munu fara yfir mörg þúsund síður af
skriflegum yfirlýsingum, auk þess
sem kemur fram í réttarhöldunum,
áður en þeir kveða upp dóm sinn. Ef
ekki væri vegna þessa, hefðu tryllings-
legar yfirlýsingar Agca á fyrsta degi
réttarhaldanna getað skaðaö mjög
málstað saksóknara. Agca sagöist
vera Jesús Kristur og aö hann heföi
rætt um heimsendi við páfa þegar páfi
heimsótti hann í fangelsið.
En talið er að þessar yfirlýsingar
muni ekki hafa úrslitaþýðingu
varðandi sekt Búlgaranna. A Italíu er
Yfirlýsingar Agca um aö hann vœri Josús Kristur, á fyrstu dögum réttar-
haldanna i Róm, verða líklega ekki eins afdrifaríkar og œtla hefði mátt.
hægt að dæma menn ef kringumstæður Otraustar yfirlýsingar Agca hafa því
gefa sekt þeirra til kynna án þess að ekki eins slæm áhrif á málstað
fyrir liggi hörð sönnunargögn. saksóknara og halda mætti.
Kosningar:
„Grikkland fyrir Grikkr
— segir Papandreo en Mitsotakis vill auka tengslin við Evrópu
Almennar þingkosningar veröa í
Grikklandi á sunnudag. SósiaUsta-
flokkur Papandreo forsætisráöherra
vann yfirburðasigur í kosningunum
1981 en á nú undir högg að sækja frá
hægri, Nýja lýðræðisflokki Konstantin
Mitsotakis.
Kosningabaráttan er búin að vera
löng og hörð og ef marka má skoöana-
kannanir þá á sósíalistaflokkur
Papandreo undir högg að sækja, tölu-
vert fylgistap frá því í kosningunum
1981.
Helstu mál þingkosninganna eru
efnahagsmál, vaxandi atvinnuleysi og
svo utanríkismáUn, afstaðan tU
Atlantshafsbandalagsins ogEfnahags-
bandalags Evrópu auk þess sem gömul
deilumál við Tyrki eru sífeUt í deigl-
unni í Grikklandi.
SósíaUstar eru á undanhaldi. Nýi
lýöræðisflokkur Mitsotakis áfeUist
sósíaUsta fyrir slæmt ástand í efna-
hagsmálum, viUuráfandi stefnu í af-
stööunni tU Atlantshafsbandalagsins
og Efnahagsbandalags Evrópu auk
þess sem hann vUl auka samvinnu við
Bandaríkin á sem flestum sviðum.
„Undir forystu Nýja lýðræðisflokks-
ins munum við aftur gera Grikkland aö
ábyrgum aðila á alþjóðavettvangi, ut-
anríkisstefna okkar verður skýr, viö
erum bandamenn vestrænna þjóða og
góðir vinir nágranna okkar í Austur-
Evrópu,” sagði Mitsotakis á fjölmenn-
um kosningafundi í Aþenu í gærkvöldi.
Talið er að a.m.k. hálf mUljón manna
hafisótt fundinn.
„GrUckland er í Evrópu og við verð-
um áfram Evrópuríki. Með þá stefnu
að leiðarljósi tryggjum viö best hags-
muni okkar í framtíðinni,” sagði
Mitsotakis.
„Grikkland fyrir Grikki,” segir for-
sætisráðherrann Papandreo og vUl
draga úr áhrifamætti eriends fjár-
magns í landinu. Sósíalistaflokkurinn
hefur á síðustu þrem og hálfu ári þjóð-
nýtt þó nokkur erlend fyrirtæki og
fryst erlent fjármagnsstreymi í land-
inu. Papandreohefuríkosningabarátt-
unni beitt sér mjög gegn stórfyrirtækj-
um, ekki síst fjölþjóðafyrirtækjum og
þeim sem þeim ráða, er hann kallar
„leppa i þjónustu bandariska auð-
valdsins.”
Papandreo hefur viðurkennt það í
kosningabaráttunni að á þrem og hálfu
ári hafi sósíalistum ekki tekist sem
skyldi í ýmsum málaflokkum. Þess
vegna þurfi hann meiri tíma, a.m.k.
fjögur ár í viðbót, tU að koma helstu
stefnumálum sósíalista í höfn og öðru-
vísi gangi dæmiö ekki upp.
Persónufylgi Papandreo er mikið og
l&legast sá þáttur sem hvað mest
hefur haft að segja um fylgi sósíalista í
skoðanakönnunum. Stefnuskrá flokks-
ins virðist ekki sá þáttur er fær fólk tU
að flykkjast um flokkinn heldur per-
sónulegar vinsældir formannsins.
Enn sem komið er virðist Mitsotakis
vera eini gríski stjómmálamaðurinn
sem möguleika á á því að velgja Pap-
andreo undir uggum, kaldur, rólegur
og yfirvegaöur, sá skynsami gegn hin-
um létta og skemmtilega.
Andreas Papandreo
Litríkur ferill
Andreas Papandreo, forsætis-
ráðherra Grikkja, er orðinn 66 ára, lit-
rUt persóna sem viðriðinn hefur verið
ýmislegt um æ vina.
I síðari heimsstyrjöld flúði hann
Grikkland vegna yfirvofandi innrásar
Þjóðverja og komst til Bandaríkjanna
þar sem hann bjó í 20 ár. Papandreo
kenndi hagfræöi við Berkeley háskóla í
KaUfomiu, var yfirkennari
deUdarinnar í mörg ár. Hann afsalaði
sér grískum ríkisborgararétti, gerðist
bandarískur ríkisborgari og giftist
þarlendri konu.
Faðir Andreasar var George
Papandreos, forsætisráðherra Grikkja
í mörg ár. Eftir kosningasigur föðurins
1963 kom sonurinn alkominn heim og
var brátt farinn að láta tíl sin taka i
stjómmálum.
Á dögum herforingjastjórnarinnar
sat Papandreo margoft í fangelsi fyrir
pólitískar skoðanir sinar en geröist um
leiö samnefnari vinstri afla i landinu
er steypa vildu herforingjastjóminni.
Eftir aö lýöræði var aftur komið á i
Grikklandi jókst hróður hans og fyrr
en varði var hann oröinn formaður
grisku frelsishreyfingarinnar, fyrir-
rennara Sósíalistaflokksins, sem síðar
komst svo til valda i þingkosningunum
1981.
Konstantín Mitsotakis
Sá eini er ógnað
getur Papandreo
Hinn hægri sinnaði Lýðræðisflokkur
Konstantín Mitsotakis var ekki upp á
marga fiska í september síöastliönum
er hann tók við formennsku í
flokknum.
A örfáum mánuðum hefur
flokkurinn breyst frá því að vera smár
hægri flokkur í helsta stjómarand-
stööuflokk Grikklands og það afl er
helst gæti sigrað Sósíalistaflokk
Papandreos.
Mitsotakis er enginn nýgræðingur í
stjórnmálum.
Mitsotakis hefur tekist að fylkja liði á
meöal minni atvinnurekenda og bænda
og á hvað sterkust ítök í millistétt.
Mitsotakis er frá Krít og barðist þar
með grísku andspyrnuhreyfingunni í
siðari heimsstyrjöldinni. Mitsotakis
komst á þing eftir stríðið 1946 og hefur
meira og minna verið viðriöinn stjóm-
mál síðan. Hann er talinn frjálslyndur
i skoðunum en þó ihaldssamur í utan-
rikismálum, dyggur stuðningsmaður
Bandarikjanna og vestrænnar
samvinnu. Mitsótakis hefur orö á sér
fyrir að vera fylginn sér á fundum og
standa fast á sínu.
Blóðbaðið í Brussel:
BRESKIR
ÁHORFENDUR
OLLU
OFBELDINU
Ofbeldið á knattspymuleikvanginum
í Bmssel í fyrrakvöld var fordæmt um
allan heim í gær. Á Italíu vom breskir
fánar brenndir og mikil öryggisgæsla
var við bresk mannvirki. Margaret
Thatcher, forsætisráöherra Bretlands,
samþykkti aö mesta sökin lægi hjá
breskum aðdáendum Liverpool. Bret-
landsstjóm bauð fram 250 þúsund
pund, eða um 12 milljónir króna, sem
fyrstu innborgun í sjóð sem yrði stofn-
aöur til hjálpar þeim sem ættu bágt
vegna óeirðanna.
Formaður Liverpool, John Smith,
sagðist hafa sannanir fyrir því að nas-
istar úr National Front hefðu átt upp-
tökin að slagsmálunum sem nú er ljóst
að leiddu til dauöa 38 manna.
Talsmaður National Front neitaði
ásökununum.
Nú er ljóst að þeir áhorfendur sem
voru í stúkunni þar sem flestir létust
vom á stað sem ætlaður var Belgum.
Fréttaritari DV í Belgíu, Kristján
Bemburg, telur líklegt að Italimir sem
þama vom hafi verið meðal fjöl-
margra Itala sem búa í Belgíu og
vinna oft í kolanámum og ööru. Yfir-
völd hafi ekki tryggt nægilega að
áhangendur liðanna væm aðskildir því
þau hafi ekki gert sér grein fyrir að
svona margir Italir myndu verða
meðal þeirra sem keyptu sér miða i
Belgíu.
Knattspymusamband Evrópu hefur
skipaö nefnd til aö kanna orsök ofbeld-
isins fyrir Evrópubikarleikinn. Forseti
sambandsins, Jacques Georges, hefur
sagt að til greina komi aö banna leiki
breskra liða ó vegum sambandsins.
Enn hefur þó engin ákvörðun verið tek-
in.
Mikil gagnrýni hefur komið fram ó
belgísku lögregluna fyrir að skilja ekki
bresku Liverpool-aðdáendurna nógu
vel frá öörum áhorfendum. Innanríkis-
ráðherra Belgíu sagði í svari við þess-
ari gagnrýni í gær að Belgar hefðu ekki
áhuga á að breyta Belgíu í lögreglu-
ríki.
Knattspyrauleikurinn varð að mar-
tröð. Nú er sagt að 38 hafi farist í troðn
ingnum á vellinum í Brassel.
Umsjón:
Þórir
Guðmundsson
og
Hannes
Heimisson