Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 7
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Setjið fyrst helminginn af deiginu í smurt ferkantað kökuform og
síðan er helmingnum af hnetu/rúsínublöndunni smurt ofan á og
loks afganginum af deiginu.
Kaka með helgarkaff inu
Þaö er alltaf gott aö eiga eitthvaö Hrærið smjörl. með sykrinum og
meö kaffinu, sérstaklega þegar allir eggin út í eitt í einu. Hrærið hveitinu
eru heima við um helgar. Héma er
mjög góö kaffikaka sem viö bökuðum í
eldhúsi DV á dögunum.
120 g smjörl.
240 g sykur
2egg
lbolli sýrðurrjómi
1 l/2tsk.lyftiduft
1 tsk. matarsóti
2 1/2 bolli hveiti
1/4 tsk. salt
Ofanákemur:
valhnetur (lítil dós)
1/2 bolli sykur
1 tsk. kanill
11/2 bolli rúsínur
saman við með lyftidufti, sóta og salti
og sýrða rjómanum.
Saxið valhnetumar og blandið
saman við rúsínur, sykur og kanil.
Setjið helminginn af deiginu í smurt
ferkantað form. Látið helminginn af
hnetu/rúsínublöndunni í formið og þá
afganginn af deiginu og loks afganginn
af valhnetu/rúsínublöndunni efst í
formið.
Bakast við 180—200° hita í ca 45 mín.
eða þar til kakan er oröin ljósbrún og
bökuðigegn.
Hráefniskostnaður telst okkur vera í
kringum 158 kr.
A.Bj.
K-kaupmennirnir Júlíus Jónsson og Ingibjörn Hafsteinsson með
fyrstu tilboðstilkynninguna.
Tilboð
K-kaupmanna
Murphys
Moss Killer& Preventer
Contains chloroxuron, ferric sulphate & urea.
Með Murphys mosaeyðinum
fylgja greinargóðar leiðbein-
ingar á islensku. DV-mynd KAE
I fréttatilkynningu K-kaupmanna
segir aö viðskiptavinir hafi fengið í það
minnsta sex milljón króna afslátt í
gegnum K-tilboð á síðasta ári. Boðið
var upp á 26 tilboð með 157 vörutegund-
umalls.
K-tilboðin eru svar kaupmannsins á
horninu við stórmörkuðunum og
byggjast á samningum við innflytj-
endur og framleiðendur um magnaf-
slátt af sameiginlegum kaupum. Til
þess að koma hugmyndinni í fram-
kvæmd stofnuðu kaupmenn með sér f é-
lag sem nefnist K-samtökin og skrif-
stofa þeirra er hjá Kaupmanna-
samtökum Islands á 6. hæð í Húsi
verslunarinnar. Á aðalfundi K-
samtakanna nú nýlega var Jónas
Gunnarsson kaupmaður endurkjörinn
formaður og framkvæmdastjóri er
DaníelG. Bjömsson.
baj.
Efst er látinn afgangurinn af hnetu/rúsínublöndunni.
Þetta er eins konar skúffukaka, mjög gómsœt, hvort heldur hún
er heit eða köld.
DV-myndir Vilhjálmur.
Raddir neytenda
Fræðslurit
um kartöf lur
Talið er aö heildarflatarmál
kartöflugarða sé nálægt þúsund
hekturum. Giskað hefur verið á að ár-
leg uppskera úr heimilisgörðum sé um
1/5—1/4 hluti allrar uppskerunnar.
Uppskera bregst síður í heimilisgörð-
um en í stærri garðlöndum vegna betri
aöbúnaðar.
Þessar upplýsingar og margar fleiri
er að finna í nýútkomnu fræðsluriti um
kartöflur sem gefið er út af Búnaðarfé-
lagilslands. Höfundareruísamstarfs-
hópi um kartöflurækt, Olafur
Guðmundsson hjá bútæknideild RALA,
ráðunautamir Magnús Sigsteinsson og
Oli Valur Hansson, Olafur Geir Vagns-
son og Sigurgeir Olafsson, sérfræðing-
ur í plöntusjúkdómum hjá RALA.
I ritinu er greint frá hinum ýmsu
kartöfluafbrigðum, leiðbeiningar em
um val og meðferð útsæðis, um
áburðargjöf og hvað ber að varast í
þeim efnum. Þá er kafli um eyðingu
Ulgresis og notkun plasts. Fjallað er
um upptöku og greint frá upptöku-
vélum. Ritið kostar 175 kr.
A.Bj.
Umsjón:
Anna Bjarnason og
Borghildur Anna
°óstkröfusendingar afgreiddar samdægurs. Umboðsmenn um land allt.
SJÓNVARPSBÚDIN
Lágmúla 7 — Reykjavík Sími 68 53 33