Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 11
11 DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985. Sjóbirtingur: Ætti að leyfa vorveiði, eingöngu á flugu? „Veiðimaður gengur að veiðistað og kastar flugunni. Það er kalt en hann er vel búinn, fiskurinn er ekki við og allt í kringum hylinn er is- hröngl, það er kuldalegt. Veiði- maðurinn fer hyl úr hyl, hann fær högg en ekkert meir, hann fer heim í veiðihús og hitar sér kaffi, honum er kalt, það er ennþú vor. ” Já, þeir reyndu margir veiði- mennimir við sjóbirting í vor, en árangurínn var svona og svona, jú, sumir fengu nokkra. Regnboga- silungur veiddist í Þorleifslæk og gladdi það veiðimenn töluvert. Það vakti töluverða athygli meðal veiðimanna þegar við stungum upp á að hætta vorveiði á sjóbirtingi. .í’á- ránlegt,” sagði veiðimaöur einn og bætti við, „þetta er mesta skemmtun manns og ekkert gefur lifinu meiri tilgang en að veiöa sjóbirting á vorin þegar allt er að vakna til lífsins. Þetta er ekki allt niðurgöngu- fiskur eins og menn halda, oft nýr fiskur sem við fáum.” Annar veiðimaöur haföi þetta aö segja: „Mér fannst þetta athyglisverð til- VEIÐIVON GunnarBender laga og s jálfsagt að athuga hana. Cg hef oft gefið niðurgöngufiskum líf en stundum hafa þeir tekið það vel að maður hefur orðið að aflífa þá.” En við heyrðum merkilega tillögu um daginn: Veiðum bara á flugu í vor- veiðinni og gefum niðurgöngu- fisknum lif, hina má hirða, þá væri þettaalltílagi.” Aflatölur eru óljósar, en menn hafa orðið varir í vorveiðinni og það var fyrir mestu. 1 Leirá veiddu menn eitthvað af sjóbirtingi, en erfiðlega gekk að fá leyfi þar. Þetta voru mest 1—2 punda fiskar sem veiddust. Laxá í Leirársveit gaf töluvert og við höfum spurnir af 5 punda sjóbirtingum, þeim stærstu. „Alltaf eitthvað að hafa og við veiðum mest á rækjur, það er það sem fiskurinn vill, höfum ekki farið fisklausir heim í vor,” sögðu tveir vaskir veiöimenn, sem viö hittum við ána. Laxá í Kjós gaf reyting af fiski og var hann 6 punda sá stærsti, það voru vissir veiðistaöir sem gáfu góða veiði eins og Káranesfljótið. Þorleifslækur gaf mikið af regn- bogasilungi og sjóbirtingi, al- gengasta stæröin var 1—1,5 pund. ,,Skemmtilegasti fiskur sem ég hef lent í lengi, regnboginn var alltaf í flugunni,” sagði veiðimaöur sem oft fór i lækinn í vor. Rangámar gáfu eitthvað af sjóbirtingi og svo hefur veiðst töluvert af urriða síöustu vikurnar og er það víst hinn skemmtilegasti fiskur á færi. Geiriandsá gaf um 160 sjóbirtinga og Rugunni kastað fyrir traga sjóbirtinga f Laxá i Kjós nýlaga, an þeir lótu akki ginnast. DV-mynd G. Bender. var hann 9 punda sá stærsti, en Vatnamótin 149 sjóbirtinga og var sá stærsti 8 punda. Einhver reytingur var af fiski í Tungufljóti, Fossálum, Hörgsá og Grenlæk, en aflatölur eru óljósar en menn fengu fiska. Það er það sem við leitum allir að, er ekki svo? G. Bender. Gífurlegvöntuná jámiðnaðarmönn- umáAkureyrí Stórsamningur Slippstöðvarinnar á Akureyri við kanadíska útgeröaraðila hefur í för með sér aö fjölda iðnaðar- manna vantar til starfa hjá skipa- smíðastöðinni. „Við gætum ráðið nokkra tugi járniðnaöarmanna nú þegar,” sagði Gunnar Ragnars forstjóri þar í samtali við DV. Samningurinn við Canada National Sea Products hljóðar upp á lengingu og ýmsar breytingar á tveimur tiu ára skuttogurum sem hér ó landi teldust í hópi minni togara. Annað skipið er líka styrkt sérstaklega fyrir siglingu í ís. Verkið á að hefjast í september og vera lokið snemma á næsta ári. Svo eru sterkar líkur á að fleiri skip fylgi i kjölfariö, að sögn Gunnars Ragnars. Kanadíska fyrirtækiö ætiar aö láta breyta um 15 skipum á þennan hótt. Slippstöðin hefur því að likindum krækt þama í bita sem að verðmæti má veröleggja á nokkur hundruð milljónirkróna. Nú starfa 230—240 hjá Slippstööinni, þar af eru aðeins 17 iðnnemar. Stöðin var hins vegar með 70 nema órið 1978. Þessi fækkun nema dregur nú dilk á eftir sér, að sögn Gunnars Ragnars, því erfitt sé að fá lærða jámiðnaðar- menn til starfa. A þeim verði mestur skortur vegna kanadiska verkefnisins vegna þess aö í því felist mikil stál- vinna. -JBH/Akureyri. NOTAÐIR BÍLAR Votvo 244 órg. 77, akinn 120.000, nrænn. Var0180.000. Toyota Corolla disii órg. '84, akinn 88.000, rauður. Verfl 376.000. Framhjóladrif, vökvastýri. Toyota Cresskla érg. 71, ekinn 140.000, grænn. Verfl 160.000. Subaru FWD órg. '83, eKinn 30.000, grór. Verfl 285.000. Subaru 4 x 4 árg. '82, ekinn 63.000, liósbrúnn. Verfl 375.000. Datsun 280C disil árg. '82, ekinn 150.000, hvitur. Verfl 445.000. Skipti á ódýrari. TIL SÖLU Toyota HI-LUX 4x4 áig. '80, ek- inn 81.000, blár. Verfl 460.000. Mazda 323 árg. 79 station, ekinn 42.000, brúnn. Verfl 170.000. Toyota HI-ACE benstn árg. '82, ekinn 86.000, hvitur. Verfl 340.000. Toyota Crown Royal Saloon órg. '82, ekinn 28.000, grár. Verfl 770.000. Bill mefl öllum hugsan- legum þægindum. Toyota HI-LUX 4x4 árg. '81, ek- inn 65.000, hvitur. Verfl 486.000. Toyota Tercel 4x4 árg. '83, ekinn 19.000, Ijósbrúnn/dökkbrúnn. Verfl 420.000. Toyota Tercel órg. '83, sjálfsk., ekinn 28.000, grár. Verfl 320.000. Volvo 244 GL árg. '81, beinsk., ek- inn 46.000. Verfl 390.000. Toyota Crown Super Saloon árg. '81, ekinn 84.000, brúnn. Verfl 450.000. Toyota HI-LUX dfsil árg. '82, ekinn 73.000, rauflur. Verfl 430.000. Toyota HI-ACE dlsil árg. '83, ek- inn 73.000, grænn. Verð 660.000. Toyota Cressida dísil árg. '82, sjólfsk., ekinn 154.000, blór. Verð 360.000. Toyota Crown dlsil árg. '82, ekinn 129.000, rauflur. Verfl 460.000. 2 stk. Lada Sport árg. 78. Verð 130.000. Toyota Cressida órg. '83 GU-6, ek- inn 70.000, hvítur. Verfl 570.000. Skipti möguleg á ódýrari. Peugeot 504 árg. '82 disil, ekinn 147.000, hvitur. Verfl 310.000. Peugeot 504 árg. 77, ekinn 114.000, rauflur. Verfl 170.000. Mazda 323 árg. '80, ekinn 67.000, grðr. Verfl 200.000. TOYOTA Nybylavegi 8 200 Kopavogi S 91-44144 Opiö á laugardögum kl. 13 til 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.