Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Page 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985.
"I
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 680411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Símiritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 330 kr. Verð i lausasölu 30 kr.
Helgarblað35 kr.
Síkosnir einræðisherrar
Eitt dæmi nægir til að útskýra, hvemig stendur á feikn-
arlegum vinsældum Davíðs Oddssonar borgarstjóra í
skoðanakönnunum og hve illa stjórnarandstöðuflokkun-
um í borgarstjórn gengur að fá kjósendur tilað taka trú á
getu þeirra til að mynda starfhæfan meirihluta.
Þetta dæmi er ölfusvatnsmálið. Þar hefur meirihluti
Davíðs ákveðið að kaupa jarðhitaland í nágrenni Nesja-
valla á 60 milljónir króna. Stjómarandstaðan hefur rekið
upp ramakvein og sakað meirihlutann um að hafa gefið
ríkum landerfingjum milljónir á silfurdiski.
Þessi sami minnihluti, einkum Alþýðubandalagsdeild-
in, hefur í vetur kvartað yfir borunum Hitaveitu Reykja-
víkur í landi Nesjavalla. Þjóðviljinn hneykslaðist á því í
fimm dálka frétt á forsíðu, að „orkuævintýri” þetta verði
glapræði upp á f jóra milljarða króna.
Þannig sér almenningur minnihlutann sem úrtölulið, er
ekkert áræði hefur. Margir muna enn eftir því, að borgin
keypti hitaveituréttindi að Suður-Reykjum í .Mosfells-
sveit á 150 þúsund krónur. Það þótti morð fjár í þá daga,
en hefur síðan reynzt skítur á priki.
Hin sama mun verða niðurstaða Ölfusvatnskaupanna.
Eftir tíu eða fimmtán ár munu menn gleðjast yfir fram-
sýni þeirra, sem þorðu að kaupa landið á 60 milljónir
króna. Þá munu menn enn minnast þess, að það er íhaldið
í Reykjavík, sem jafnan hefur keypt land á land ofan.
Öfund og hneykslun er ekki vænlegt vegamesti í stjóm-
málum. Tilgangslaust er að mikla fyrir sér, að einhverjir
verði ríkir af því að selja borginni land á margfalt hærra
verði en þeir eða arfleiðendur þeirra keyptu það á, miðað
við verðlag á hverjum tíma.
Ennfremur er tilgangslaust að mikla fyrir sér, að ein-
hverjir öfundsverðir náungar hafi fengið gefna tvo togara
Bæjarútgerðarinnar, því að söluverðið hafi verið of lágt
að mati hinnar öfundsjúku og hneyksluðu stjórnarand-
stöðu. Kannski mátti borgin til með að losna við skipin.
Af sama toga spunnin er andstaðan gegn þátttöku
Reykjavíkurborgar í fjölmiðlunarfyrirtækinu Isfilm.
Einnig gegn viðræðum borgarinnar um sameiningu
Bæjarútgerðarinnar og Isbjarnarins á Grandagarði.
Minnihlutanum gagnar ekki aö segja þetta vera dæmi um
einræðishneigð borgarstjórans.
Skörulegir og einráðir borgarstjórar geta gert mistök.
Þau eru þá væntanlega sum stærri í sniðum en þau mis-
tök, sem langorð nefndastjórn samsteypustjómar öfund-
sjúkra mundi gera. En Reykvíkingar vilja skörulega og
einráða borgarstjóra, sem standa og falla með gerðum
sínum.
Reykvíkingar sjá minnihlutann fyrir sér sem ósam-
stæðan hóp fólks, er situr á löngum nefndafundum til að
sætta margvíslega sérvizku einstakra aðila samsteyp-
unnar. Þeir sjá hann fyrir sér sem minniháttar lið, er
aldrei mundi þora að kasta 60 milljónum í Ölfusvatns-
land.
Þannig var Bjarni Benediktsson endurkosinn einræðis-
herra í kosningum eftir kosningar. Þannig var Gunnar
Thoroddsen endurkosinn einræðisherra í kosningum eftir
kosningar. Þannig verður Davíð Oddsson endurkosinn
einræðisherra í kosningum eftir kosningar.
Vinstri stjómin í Reykjavíkurborg 1978—1982 hafði allt
annan stíl en venjulega hefur ríkt hjá skörulegum borgar-
stjórum íhaldsins. Þetta ættu vinstri menn að taka til
greina í naflaskoðuninni, sem nú fylgir í kjölfar niður-
staðna skoðanakannana í Reykjavík.
Jónas Kristjánsson.
Fundur hjé kontóraveldinu,
VALDAJAFN-
VÆGI í BYGGD
Umræður um stjómarskrármálið _________________ er opnir. Þessir kontórar eru þegar
ha£a hrundið af stað alvarlegum um-
ræðum um byggðamál og komið
meiri hreyfingu á þau mál en gætt
hefur um langa hríð. Stofnuð hafa
veríð samtök fólksins á landsbyggð-
inni um rétt þess og áhugi þess á
málinu og stuðningur við þaö kemur
ljósast fram i þvi að i sumum
byggðarlögum hefur hartnær sér-
hver atkvæöisbær maður gengið í
samtökin. Þessi hreyfing lands-
byggðarfólksins er þverpólitísk
hagsmuna- og réttlætissamtök og
forsvarsmennirnir hafa borið gæfu
til þess að spoma gegn öllumtilraun-
um einstakra stjórnmálaflokka og
stjómmálamanna til þess að slá eign
sinni á hreyfinguna og baráttumál
hennar.
Jákvæð tillögugerð
Það gleðilega og nýstárlega viö
þessa hreyfingu er aö gagnrýni
hennar á ríkjandi ástand fellur ekki i
það hefðbundna og neikvæða far að
gera óviljandi lítið úr landsbyggðinni
og fólkinu, sem hana byggir, með því
að stimpla það sem annars flokks
borgara og staðina sem annars
flokks staði samanboriö við höfuð-
borgarsvæðið og „dýrðina” þar.
Slíkt hjal, sem þvi miður hefur veriö
alltof algengt, þjónar nefnilega
þveröfugum tilgangi á viö þaö sem
til er ætlast. Slíkar lýsingar niður-
lægja landsbyggðina og upphefja
höfuðborgarsvæðið og ýta því enn
frekar undir þá búferlaflutninga sem
meiningin var aö sporna gegn. Það
jákvæöa við hina nýju hreyfingu
landsbyggðarfólksins er einmitt að
hún lætur svona neikvætt og inni-
haldslaust tal lönd og leið en snýr sér
þess í stað að nýtri og jákvæðri til-
lögugerö um stjómkerf isumbætur og
réttindamál.
Valdajafnvægi
Orðið „valdajafnvægi” er lykil-
orðið i þessari tillögugerð — valda-
jafnvægi milli landsbyggðarínnar
þar sem útflutningsverðmætin verða
til og höfuðborgarsvæðisins þar sem
ákvarðanirnar hafa verið teknar um
hvernig með skuli fara og
verðmætunum verið skipt (eða mis-
skipt). Þetta jafnvægi hefur raskast
og þarf því að leiðrétta. Valddreifing
er svo annar handleggur. Það táknar
tilfærslu valdsins frá stofnunum til
þegnanna sjálfra og breytir í sjálfu
Kjallarirtn
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANDI
ALÞINGISMAÐUR
sér ekki stöðu dreifbýlisins gagnvart
þéttbýlinu nema aðgerðir til aukins
valdajafnvægis milli dreifbýlis og
þéttbýlis gerist samhliða. Valddreif-
ing — þ.e. slökun á stofnanaveldi —
og valdjöfnun — þ.e. tilfærsla vald-
sviðs frá höfuöborgarsvæðinu til
landsbyggöarinnar — táknar ekki
eitt og hið sama. Þessum tveimur
hugtökummá því ekki mgla saman.
Kontóraveldið
Með samsöfnun valdsins á einn
stað, suðvestanlands, er ekki aöeins
átt viö þaö vald sem felst i stofnun-
um löggjafar-, framkvæmda- og
dómsvalds, s.s. Alþingi, rikisstjórn
og stjómarstofnunum, æðstu dóms-
stigum o.s.frv. Það vald skiptir jafn-
vel meira máli sem fólgiö er i hinum
frjálsu félagasamtökum, stofnunum
og fyrirtækjum. Það er ekki aðeins
að öflugustu félög, frjálsar stofnanir
og fyrírtæki hafi öÚ höfuðstöðvar
sinar í Reykjavík heldur virðast þau
líka vera hætt að geta haft umtals-
verða starfsemi á sínum vegum
nema með því aö stefna fólki til
Reykjavíkur.
Sjáum til dæmis voldugustu fé-
lagasamtök landsins eins og ASI og
VSI með aðildarfélögum úti um land
allt. Stöðugt rennerí er á fólki á
þeirra ve'gum til fundarhalda i
Reykjavík og þá helst á þeim tima
þegar aðalkontóramir em hvort eð
orðnir valdastofnanir sem eru ennþá
miðsæknarí en sjálfar stjórnar-
stofnanirnar þvi öli starfsemi þarf
helst að fara f ram í kallfæri við þá og
undir kontróli kontóristanna.
Dýrirfyrir-
lestrarþað
Nýlegt dæmi, sem mér var bent á,
var þegar trúnaöarmenn verkalýðs-
félaga i öllum frystihúsum landsins
voru boðaðir til Reykjavíkur til þess
að hlusta á tvo—þrjá fyrirlestra og
heyra sjávarútvegsráðherra tala
vegna endurskoðunar á bónusfyrir-
komulagi í frystihúsunum. Aðeins
farið og gistingin hefur kostað um
eða yfir tiu þúsund krónur fyrir utan
vinnutapið því auðvitað fór öll dýrðin
fram á kontórvinnutíma. Reikning-
inn áttu svo verkalýðsfélög dreif-
býlisinsaöborga.
Svona dæmi eru legíó.
Marga setti hljóða
Svona „valdaójafnvægi” er hvorki
bundið í lögum né í stjómarskrá og
verður því ekki lagfært með
leiðréttingum þar á. Þessi tegund af
valdasamdrætti á höfuðborgarsvæð-
inu hefur gerst þegjandi og hljóða-
laust og án þess aö menn hafi gert
sér grein fyrir. Ef einhver tæki sig
hins vegar til og athugaði; t.d. á eins
mánaðar tímabili; hversu oft og í
hve ríkum mæli hin frjálsu félaga-
samtök, sem spanna landiö allt,
draga fólk til Reykjavíkur til fundar-
halda og ákvarðanatöku, sem bæði
einfaldara og ódýrara væri að fram-
kvæma annars staðar eða em þarf-
laus með öllu, þá býst ég við að
marga setti hljóöa. (M.a.o. hafa
menn hugleitt af hverju það á endi-
lega að vera sjálfgefiö að Búnaðar-
þingfariframáHótel Sögu?)
Völd í samfélagi eru ekki aðeins
fólgin í stofnunum þeim sem bundn-
ar em i lögum heldur ekki siður í
frjálsum félagasamtökum, fyrir-
tækjum og stofnunum viðskiptalífs-
ins. Höfuðstöðvar og kontórar þess-
ara valdastofnana hafa dregið til sín
völd í miklu rikara mæli en jafnvel
hinar opinberu stjórnsýslumiðstöðv-
ar á höfuðborgarsvæöinu hafa gert.
Þvi má ekki gleyma í þeirri sókn til
aukins valdajafnvægis milli dreif-
býlis og þéttbýlis sem hafin er aö
tilhlutan fólksins á landsbyggðinni.
Sighvatur B jörgvinsson.