Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
15
Ljóðið í sjálfstæðis-
baráttu og brauðstriti
Skáldafjöldi ödegi Ijóösins 1985.
18. maí var dagur ljóösins. 1 tilefni
af því var margt rætt um stöðu þess
meðal Islendinga. Þó fannst mér að
ýmsu mætti við bæta:
Helsta
sjálfstæðisvopnið?
Ljóðið er e.t.v. mikilvægasta fram-
leiðsla Islendinga í sjálfstæðisbarátt-
unni á eftir fiskframleiðslunni. Það
skýri ég á eftirfarandi hátt: Það er
hefð hjá vestrænum lýðræðisþjóðum
að virða sjálfstæði þeirra þjóða sem
hafa menningariega sérstöðu, a.m.k.
þeirra á meðal. Og af öllu sem þjóð
framleiðir er tungumálið það sér-
stæðasta af þvi bæði endurspeglar
það umhverfi þjóðarinnar á marg-
breytilegri hátt heldur en annað, og
það er sá þáttur sem fær helst tæki-
færi til að þróast í friði fyrir erlend-
um menningarstraumum, og fær því
sín tilviljanakenndu einkenni, líkt og
einstaklingseinkenni. Því er málið
mikilvægasti vitnisburður þjóðar
fyrir því að fá að vera álitin sjálf-
stæður einstaklingur í fjölskyldu
þjóðanna. En ljóðið er það form sem
hefur flest þessara máleinkenna
vegna þess að það er sá miðill þar
sem tjáningarmáttur og sérkenni
tungumálsins eru mest.
Mesta hugverk
íslendinga?
Trúlega er ljóðiö sá þáttur sem ber
TRYGGVI V.
LÍNDAL
KENNARI, BORÐEYRI.
mest vitni hugvits og andagiftar
þjóðarinnar, meira heldur en t.d.
fiskveiðar og tölvuhönnun, af því
fleiri hafa fengið tækifæri til að móta
það, og það er móttækilegra fyrir
flestum hugmyndum heldur en tækn-
in. Góð ljóð ættu því að vera þjóðinni
betri sönnun fyrir manneskjulegri
reisn sinni en annað.
Nútímaljóð
fyrir nútímafólk
Sumir þykjast sjá þess merki aö
nútímaljóðið, þ.e. hið órimaða ljóð
síöustu áratuga, sé að risa úr þeirri
lægð sem það var í, hvað áhuga al-
mennings snerti, þegar það kom
fyrst til landsins fyrir rúmum f jöru-
tiu árum. Eg held að ein skýring geti
verið sú að nútímaljóðið reyni
einfaldlega meira á skólamenntun
manna heldur en hið hefðbundna, og
aö þar sem hún hefur verið að síauk-
ast almennt síðan, sé meirihluti fólks
nú orðið svo mikið nútímafólk aö
biliö sé brúað milli þess og nútíma-
ljóðsins.
Ótti og fordómar
Ef ljóðið er svo mikilvæg fram-
leiösla fyrir íslensku þjóðina, er þá
ástæöa til aö hvetja sem flesta til að
reyna að gerast skáld? Hér kemur að
fordómum sem hljóta að togast á í
flestum, skáldunum sem öðrum: Er
sú hætta ekki alltaf fyrir hendi að ef
menn rækti sína andlegu hlið um of,
þá verði menn að lokum svo við-
kvæmir að þeir missi viljann til að
gegna hinum leiðigjörnu störfum at-
vinnulifsins, sem þó eru frumskilyrði
fyrir afkomu? Er þetta ekki það sem
er að gerast þegar menntafólk krefst
meira áhugavekjandi starfa eða
styttri vinnutíma? Og eru menn ekki
greinilega famir yfir markið þegar
þeir snúa að miklu leyti baki við
þörfum atvinnulífsins og eltast við
óarðbærar hugsjónir í langan tíma,
svo sem algengt er meðal hinna
minni spámanna í ýmsum andans
greinum; ekki aðeins í myndlist,
bókmenntum og tónlist, heldur líka í
framhaldsnámi í óarðbærum
háskólagreinum? Er það ekki bara
dulbúinn slæpingjaháttur? Athugum
þaðnánar:
Hentug
tómstundaiðja
Skáldin á timum hefðbundnu Ijóð-
anna ortu flest í frístundum sinum,
og segja má að nútímaljóðið sé
einnig svo knappt að framleiðsla og
neysla þess henti frístundum vel,
ólíkt því sem er með skáldsögur og
önnur löng andans verk.
öll menntun góð
Ennfremur er óþarft að óttast að
Islendingar gerist sumir of andlega
sinnaðir, því það er óhjákvæmilegur
fylgifiskur menntunar. En
menntunin er aftur lykilatriöi i hag-
vexti ríkustu þjóðanna, og við líðum
þegar fyrir að hafa minna hlutfall af
menntafólki en þær.
Vinnuþrælkun
og atvinnuleysi
Að vísu er kvartað yfir því að
skortur sé á fólki í verstu þræla-
störfin hérlendis, svo sem
fiskvinnslu, og er greinilegt að
aukin menntun og tilsvarandi kröfur,
auknar kröfur um lifsgæði eiga þar
'hlut að. En þai í nágrannalöndunum
sem atvinnuleysi er, af því störfin
eru færri en fólkið, er menntunin
hins vegar bæði gagnleg til
endurmenntunar í starfi, og hið
andlega forðabúr sem menntun er,
hjálpar einnig við að þreyja atvinnu-
leysið. Og ekki má gleyma að
tilgangur lífsins hjá öllum er að
verða neytendur en ekki bara fram-
leiðsluþrælar, því framleiðsla er til
neyslu. Lýðræðislegast væri að sem
flestir gætu tekið þátt í hvoru
tveggja. Því er öll menntun og
tómstundamenntun af hinu góða
þegar á heildina er litið og yrking og
lestur skáldskapar ekki sist.
Tryggvi V. Líndal
ISLENSK FRAMLEIÐSLA
HEILSOLUÐ
RADÍAL DEKK
Nú komast allir bdar I hús — þeir staerstu sem smæstu! Þú getur komið
til okkar á gamla góða staðinn í Skipholti 35 eða í nýju húsakynnin að
Réttarhálsi 2 þar sem við höfum reist stærsta og tæknilega fullkomn-
asta dekkjaverkstæði landsins.
Hjá okkur eru alltaf „íslenskir dagar"
GUMMI
VINNU
STOFAN
HF
SKIPHOLTI35 s. 31055/30360 RÉTTARHÁLSI 2 & 84008/84009
í rósrauðu
Enn birtum viö uppskríft aö falllegri,
sumarlegri peysu úr rósrauöu bómull-
argarni, sannkallaöri dýröarinnar
peysu fyrir konur á öllum aldri.
Þá geng ég
frekar í Frí-
múrara-
regluna. . .
Þetta er fyrirsögn á tæpitungulausu
viötali viö örn Inga, myndlistarmann,
á Akureyri. Þar talar hann hreint og
djarft um skilning sinn og skoöanir og
er ekki laust viö aö sumt gamalt,
heföbundiö og viötekiö fái gúmoren á
latinu (eöa svoleiöis, í rauninni er
þetta allt á kjarnyrtri íslensku). Látiö
þetta viötal ekki fram hjá ykkur faral
L3
VIKAN ER KOMIN
Líf undir yfirborði
Viö skyggnumst örihiö undir yfirboröiö I tviþættum skilningi. Heimsóttir
veröa flækingar Parisarborgar — fólkiö sem lifir undir yfirboröi jaröar í metró-
kerfinu — og reynt aö Iha lífiö og tilveruna frá þeirra sjónarhorni. Siöasti vetur
var þeim erfiöur, margir létust úr kulda og vosbúö i versta kuldakasti siöustu
ára. Viö spyrjum um þetta og sitthvaö fleira sem á daga þessara utangarös- |
manna hefurdrifiö.
HKIV
merkið
Þaö er mikiö stjörnu(merkja)ár hjá
okkur og auk þess sem sérhver dagur
ársins fær sina sérstöku stjörnuspá
segjum viö frá hverju sérstöku
stjörnumerki um þaö leyti sem þess
tlmi stendur; eöli þess og einkennum
og þvi hvaöa heildarmynd má mynda
sér um þann sem fæddur er i
viökomandi stjörnumerki. i þessari
Viku er rööin komin aÖ tvibura-
merkinu.
Smásaga
Willy
Breinholst
Metsölusagan
Vefur-Lace
Vídeó-VIKAN
Barna-Vikan
Stjörnuspá
daganna
Og auðvitað
Pósturinn