Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 33
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Roderick David Stewart og Kelly Amberg I rólegheitunum á labbi í miðbœ Reykjavíkur.
ROKKSTJ ARNA í REYKJAVÍK
Rod Stewart, rokkkstjarnan fræga,
var sem kunnugt er i örstuttri heim-
sókn á Islandi nú í vikunni. Rod og kær-
astan, milljónafyrirsætan Kelly Am-
berg, skelltu sér á fegurðarsamkeppn-
ina i Broadway sællar minningar og
þar söng Rod nokkur lög ásamt Björg-
vin HaUdórssyni.
Tilgangur Islandsreisunnar var auó-
vitað leikur Skota við Islendinga i
heimsmeistarakeppninni á Laugar-
daisvelli. Rod, KeUy og 15 þúsund ís-
lenskir og skoskir áhorfendur sáu
Skota vinna heppnissigur á landanum,
eitt — núll, og Skotamir voru hljóðir á
áhorfendapöllunum.
Fyrir leikinn brá Rod sér í bæjarferð
ásamt unnustunni, þurfti m.a. að fá
framkallaöar myndir.
Sást parið laUa í rólegheitunum um
miðbæ Reykjavikur og auðvitað vöktu
þau athygU. Enginn var þó múgæsing-
urinn sem þekkist erlendis þar sem
stórstjömur eiga í hlut, það voru þá
helst vígreifir Skotar er könnuöust við
kappann og vUdu fá mynd af sér með
goðinu.
Það voru þá helst vígreifir Skotar er skelltu sér á tal viö stórstjörnuna og vildu að sjálfsögðu
láta festa sig á filmu með goðinu.
A fegurðarsamkeppni Islands í Broadway kom Rod Stewart mjög á óvart með þvf að
stökkva skyndilega á mfkrófón og kyrja kunnugleg lög. Sviðsljós haföi fregnir af því að
stjarnan hefði ekki verið f nertt sérstaklega góðu skapi eftir 2—0 sigur Islands í 21 árs lands-
leiknum viö Skota og verið frekar fýldur framan af kvöldi f Broadway. A fegurðarsamkeppn-
inni gleymdi stjarnan fljótt tapinu og tók undir lokin beinan þátt í skemmtiatriðum.
Frá menntamála-
ráðuneytinu:
Lausar stöður við framhaldsskóla.
Umsóknarfrestur til 21. júní.
Við Menntaskólann við Hamrahiíð, kennarastaða i
dönsku, efnafræði, stærðfræði og tölvufræði og hluta-
staða í íþróttum.
Við Menntaskólann við Sund, kennarastaða í efna-
fræði, stærðfræði og tölvufræði.
Við Hússtjórnarskólann á Laugum, kennarastaða í
handavinnu.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið
Til sýnis og sölu
Range Rover árg. '82, 4ra dyra, ekinn
50.000 km. Toppbíll. Skipti athugandi.
Opið laugardaga
kl. 10-18.
BÍIASALAN
BUK
Sími 68-64-77.
Skeifunni 8
«*
Frá Flensborgarskólanum
Umsóknir um skólavist i Flensborgar-
skólanum á haustönn 1985 þurfa að hafa
borist f síðasta lagi föstudaginn 7. júní nk.
Skrifstofa skólans er opin daglega kl. 8—12
og 13-17.
Flensborgarskólinn er almennur framhaldsskóli í Hafnar-
firði. Þar er hægt að stunda nám á eftirtöldum náms-
brautum:
EÐ Eðlisfræðibraut til stúdentsprófs.
FÉ Félagsfræðabraut til stúdentsprófs.
F1 Fiskvinnslubraut 1, hluti af fiskiðnnámi.
F2 Fiskvinnslubraut 2, hluti af fisktækninámi.
FJ Fjölmiðlabrauttil stúdentsprófs.
H2 Heilsugæslubraut til undirbúnings sjúkraliðanámi.
H4 Heilsugæslubraut til stúdentsprófs.
Í2 íþróttabraut.
Í4 Íþróttabraut til stúdentsprófs.
LS Latínu- og sögubraut til stúdentsprófs.
MÁ Málabraut til stúdentsprófs.
NÁ Náttúrufræðabraut til stúdentsprófs.
TÓ Tónlistarbraut til stúdentsprófs samhliða námi í tón-
listarskóla.
TB Tæknabraut til undirbúnings iðntæknanámi eftir
iðnskólanám.
TÆ Tæknifræðibraut til undirbúnings tæknifræðinámi
eftir iðnskólanám.
U2 Uppeldisbraut til undirbúnings fósturnámi o.fl.
U4 Uppeldisbraut til stúdentsprófs.
V2 Viðskiptabraut til verslunarprófs.
V4 Viðskiptabraut til stúdentsprófs.
öldungadeild fyrir nemendur 21 árs og eldri er starfrækt
við skólann. Innritun í öldungadeild fer fram í ágúst-
mánuði og verður auglýst nánar síðar.
Skólameistari.