Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Síða 8
8
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNl 1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
SOARES
SEGIR
AFSÉR
Mario Soares, forsœtisráðherra Portúgals.
Suður-Afríku
menn herja
á Botswana
Dýrkeyptboð
Söngvari í sovésku rokkhljóm-
sveitinni Þrumurnar komst heldur
betur í hann krappan í vikunni.
Þrumumar, voru með tónleika í
borginni Tiblisi og bauð söngvarinn
hjónakornum úr bandaríska sendi-
ráðinu í Moskvu að koma og hlusta
á sovésku rokkarana. Eftir tónleik-
ana hélt söngvarinn til sins heima.
Er heim var komið beið fyrir utan
húsið óþekkt svört Volgubifreið og
skuggalegur kumpáni, vígalegur
mjög, sem ekki bara fyrirskipaöi
rokkstjörnunni að hætta öllum
samskiptum við bandarískt sendi-
ráðsfólk heldur lúbaröi lika
söngvarann svo illa aö flytja varð'
hann alvarlega særðan á sjúkrahús
þar sem hann dvelur nú illa hald-
inn.
Eftirsjá í
innrásarmönnum
I síðustu viku fóru síðustu banda-
rísku hermennirnir frá karabíska
eyríkinu Grenada 20 mánuöum eft-
ir aö herir Bandaríkjanna og vin-
veittra ríkja í Karabíska hafinu
réðust á eyjuna og steyptu af stóli
leppstjórn Kúbumanna. A síöasta
ári var efnt til þingkosninga í
Grenada og kosin rikisstjóm hlið-
holl Bandaríkjunum undir stjórn
Herberts Blaize forsætisráðherra.
Viö athöfn í Saint Georges, þegar
eyjarskeggjar kvöddu síðustu
bandarísku hermennina, sagðist
Blaize koma til meö að sjá eftir
hermönnunum sem hann sagöi að
skapaö heföu sér viröingu og vin-
semd eyjarskeggja.
Varaforseti í
sprengjuregni
Skæruliðar í Perú færa sig sífellt
uppáskaftið.
I gær gerðu þeir hvorki meira né
minna en véibyssuárás á sjálfan
varaforseta landsins þar sem hann
dvaldist á íverustað sínum í
flottasta hverfi borgarinnar
Miraflores. Aðsetursstaður vara-
forsetans er auðvitað vel varinn af
her og lögreglu en skæruliðar
víluðu slíkt ekkert fyrir sér, skutu
af vélbyssum á varðmenn og
köstuðu dínamítsprengjum inn um
glugga varaforsetabústaðaríns.
Ndckurt manntjón varð í röðum
beggja og miklar skemmdir á
bústaðnum. Varaforsetinn slapp
með skrekkinn í þetta sinn.
Sektin staðgreiðist
Frá Krístjáni Bemburg, frétta-
ritara DV í Belgíu:
Islenskir ferðamenn sem keyra
um á eigin bílum í Belgíu mega
brátt vara sig. Samkvæmt nýjum
lögum sem taka gildi um mánaða-
mótin verða ökumenn á bílum með
útlendu númeri aö borga allar
umferðarsektir á staðnum.
Þeir sem ekki geta gert það
hætta á að bifreið þeirra verði tekin
af þeim og hún seld á uppboði eftir
40 daga. Þetta gildir jafnt um stór
brot sem lítil jafnvel um 400 króna’
brot. |
Sektina má borgáí hvaða mynt
semer.
Með hælinn á tánni
Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi
Sovétmanna, hefur hafið mikinn
áróður fyrir aukinni vöruvöndun í
verksmiðjum og auknum aga
verkafólks. Slæleg vandvirkni í
skóverksmiðju einni leiddi tU þess
að heill bílfarmur af íburðarmikl-
um kuldastígvélumútskrifaðistúr
verksmiðjunni með hælirai límdan
undir framhluta sólans, m.a.s.
innpökkuð í kassa og tilbúin til
afreiðslu.
Skómir voru einn fjölmargra
vöruflokka sem settir voru á sýn-
ingu á óvönduöum vinnubrögðum í
sýningarhöll í Moskvuborg, verk-
smiðjufólki til aövörunar um að
vanda betur vinnubrögð sín.
„Sumir verksmiðjustjórar hugsa
meira um framleiðslu upp í vissan
kvóta á sem skemmstum tíma til
að starfefólkið fái bónus sinn
heldur en að íhuga gæöaeftirlit með
framteiðslunni,” segir sovéska
blaðið Literatumaya Gazeta.
Mario Soares, forsætisráöherra
Portúgals, sagði í gærkvöldi að hann
myndi segja af sér embætti. I sjón-
varpsávarpi varaði hann við afleiðing-
um sem gætu orðið af stjómmála-
kreppu í landinu.
Soares kom fram í sjónvarpinu að-
eins nokkrum klukkustundum eftir að
samstarfeflokkur sósíalista í stjóm,
sósíaldemókratar, drógu sig fomilega
úr stjórnarsamstarfinu.
Ovissuástand hefur verið í
portúgölskum stjórnmálum síðan
sósíaldemókratar tilkynntu fyrir
Frá Krlstjóni Ara Arasynl, fréttarit-
ara DV í Kaupmannahöfn:
Dandci viimudómstóHinn hefur dæmt
3.500 starfemenn bjórverksmiðjanna
Carlsberg og Tuborg í stórsektir vegna
hins ólöglega verkfalls þeirra sem enn
stendur yfir. Verkfallið er ólöglegt því
í gildi eru lög sem banna verkföll í
Danmörku næstu tvö árin. Lög þessi
voru sett í tengslum við efnahagsráö-
stafanir ríkisstjómar Pouls Schlliters.
Samkvæmt hinum nýfallna dómi á
hver starfsmaöur verksmiðjanna að
greiða 3.500 danskar krónur (13.000
íslenskar) i sekt eöa samtais 12
milljónir danskra króna. Aö auki eiga
verkalýðsfélögin sem hlut eiga að máli
að greiða samtals tvær milijónir
danskra króna i sekt fyrir að taka af-
stööu með verkfallinu.
Dómur þessi er einn sá þyngri sem
danski vinnudómstóllinn hefur dæmt. I
dómsorðum er tekið fram aö engar for-
sendur hafi verið fyrir að milda dóm-
Bjórbelgir
íBelgíu
Frá Kristjáni Bemburg, fréttaritara
DVÍ Belgíu:
Hvergi á jörðinni eru framleiddar
jafnmargar bjórtegundir, miðaö við
höfðatölu, og í Belgíu. Þar er hægt að
kaupa um 360 tegundir af bjór. Þær eru
nokkrum dögum að þeir myndu fara úr
stjóm eftir að samningurinn um inn-
göngu í Evrópubandalagið yrði undir-
ritaður. Það var gert i fyrradag.
Soares sagðist ekki enn hafa lagt
fram afsögn sína, en sagði að best væri
fyrir Eanes forseta að boða til nýrra
kosninga.
Eanes mun í dag tala við leiðtoga
sósíaldemókrata, Anibal CavacoSilva,
um málið. Soares mun liklega bjóða
sig fram í forsetakosningunum í árs-
bk.
inn. Starfsfólkiö haföi fulla vitneskju
um að verkfallið væri ólöglegt.
Varöandi verkalýðsfélögin kom fram aö
forystumenn þeirra hefðu í yfirheyrslu
viðurkennt að hafa hvatt verkafólkið
til áframhaldandi verkfalls. Verka-
lýðsfélögin eru því ekki dæmd fyrir að
hafa skipulagt verkfallið, heldur fyrir
aðhafa stuttþað.
Þ6 dómur þessi sé haröur má starfe-
fólk bjórverksmiðjanna og verkalýös-
félög þeirra þó búast við enn frek-
ari sektum. Að sögn fulltrúa danska
vinnuveitendasambandsins munu
fleiri dómar fylgja í kjölfar þessa, og
að sektirnar verði því hærri sem
verkfallið dragist meira á langinn.
Talið er aö nú þegar hafi verkfallið
kostað hvem og einn starfsmann um
20.000 danskar krónur (rúmar 70.000
íslenskar) vegna launataps og sekta.
Að sögn fulltrúa starfsfólksins
kemur dómur þessi ekki til með að
binda enda á verkfallið. Þvert á móti
segja þeir að samstaðan muni aukast
og meiri harka færast í verkfalliö.
framleiddar í 129 brugghúsum. Talið
er að hægt sé aö kaupa bjórinn á um
51.600 börumí landinu.
Trabist bjórinn er oröinn að stööu-
tákni í höfuöborgum Evrópu. Best
þykir sú tegund hans sem er framleidd
í Westmalse, en hún kemst varla til
Islands hvað sem bjórfrumvarpinu
líður, því styrkleikinn er 12 prósent.
Bjórdrykkja á mann í Belgíu var í
fyrra 132 lítrar.
Hermenn frá Suður-Afríku réöust í
gærdag inn í nágrannaríkið Botswana.
Verkfall þetta snýst einungis að litlu
leyti um kauphækkanir. Krafa starfe-
fólksins er að aukin tæknivæðing fram-
leiðslunnar komi því á einhvem hátt til
góða. Hér er að vissu leyti um prófmál
að ræða sem gæti haft áhrif á fjöl-
mörgum öðrum vinnustöðum. Danska
vinnuveitendasambandið hefur því
lagt mikið upp úr að ekki verði samið
við starfsfólk bjórverksmiðjanna.
I fréttatilkynningu hernaðaryfirvalda
segir að aðgerðinni hafi fyrst og fremst
verið beint gegn skæruliðum Þjóðar-
ráös Afríku, (ANC) sem búið hafa um
sig í höfuðborg Botswana, Gaborone.
Constand Viljoen, yfirmaður vamar-
mála í Suður-Afríku, sagði að stjómar-
hermenn hefðu beitt sér gegn og eyði-
lagt að minnsta kosti tíu hús í eigu afr-
iska þjóöarráösins. „Við leggjum á
það áherslu að aögerð okkar var ekki
beint gegn ríkisstjórn eöa íbúum Bots-
wana heldur gegn skæruliðum þjóðar-
ráðsins sem notað hafa landið sem
bækistöð til árása á suður-afriskt land-
svæði,” sagði Constand Viljoen.
ÞórirGuðmundsson
og Hannes Heimisson
Vigdís vann bug
á verðbólgunni
—segir belgískt tímarit
Frá Kristjáni Bemburg, fréttaritara
DVÍBelgíu:
Belgískt tímarit er með þriggja
siðna grein um Vigdfei Finnboga-
dóttur, forseta Islands, í nýjasta
hefti sínu, Meðal annars er heilsíulit-
mynd af Vigdfei í tímaritunu sem
annarseraðmestuhelgað ferðpáfa
um Holland og Belgíu.
Ekki er víst að allir Islendingar
vilji skrifa upp á niðurstöður tíma-
ritsins, sem heitir De Post. Það segir
að nú hafi eyjarskeggjar ekki leng-
ur áhuga á að velja karlmann í fram-
tiðinni í forsetaembætti, heldur vilji
halda sig við konur.
Enda líkir tímaritið Vigdfei við
spönsku drottninguna Sophie, hvað
glæsileik varöar.
Tfmaritið heldur því fram að
Vigdfe hafi tekið við forsetaembætt-
inu árið 1982 og hafi hún komið 100
prósent veröbólgu niður í 10 prósent.
Þetta afrek hennar er þakkaö
kunningsskap Vigdfear og Ronalds
Reagan Bandaríkjaforseta. Hann
hafi veitt Islendingum mikinn fjár-
hagsstuðning! I þakkarskyni muni
hún heimsækja Reagan í þessum
mánuði.
Blaðið tekur fram að í fyrstu hafi
veriö óttast að Vigdís Finnbogadóttir
yrði andsnúin Reagan, en alit hafi þó
fariðábestaveg.
Tage Erlander
þungt haldinn
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarít- bólgu. Aö sögn lækna hrakaöi heilsu
ara D V í Svíþjóð: hans i gær.
Tage Erlander, fyrrum forsætfe- Tage Erlander er nú 84 ára. Hann
ráðherra Svíþjóðar, er nú alvarlega var forsætisráðherra í stjórn jafnað-
veikur. Hann hefur undanfarna daga armanna frá 1946 til 1969, er Olof
legiö á sjúkrahúsi vegna lungna- Palmeleystihannafhólmi.
Danmörk:
VERKFALLSMENN
FÁ STÓRSEKTIR