Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Síða 14
14
DV. FOSTUDAGUR14. JUNl 1985.
Krossferðimar gegn
kommúnismanum
Þegar þetta er skrifaö standa
yf ir réttarhöld í Róm sem kunnugt er
yfir þremur Búlgörum, sem ákæröir
eru fyrir aö hafa verið í vitoröi meö
tyrkneska hryðjuverkamanninum
Agca sem skaut á páfann á Péturs-
torginu í Róm og var handtekinn 13.
maí 1981 og hefur setið i fangelsi
síöan. Einn Búgaranna, Antonov,
hefur veriö handtekinn og er því við-'
staddur réttarhöldin, hinir tveir,
Ayvazov og Vasilev, eru f jarverandi.
Aðalvitnið gegn þeim, og raunar eina
vitnið aö því er séð verður, er hryðju-
verkamaðurinn Agca, sem lýsir þvi
yfir við réttarhöldin að hann sé Jesús
Kristur. Þessi réttarhöld minna
óneitanlega um margt á tvenn önnur
réttarhöld sem haldin hafa verið yfir
kommúnistum á þessari öld.
Sacco og Vanzetti
Eitt af því fyrsta sem ég las um
alþjóðamál, þá hef ég líklega verið 11
ára gömul, var um réttarhöldin gegn
Sacco og Vanzetti. Mig minnir að það
væri 1925 sem kom frásögn af þeim,
líklega í Tímanum. Eg fletti upp þvi
sem sagt er um þau í 30 ára gamalli
alfræðiorðabók sem ég á, og þar
segir: „Sacco og Vanzetti voru
ítalskir innflytjendur (í Banda-
ríkjunum, innsk. mitt) róttækir að
lífsskoðun. Þeir voru handteknir í
júlí 1921, ákærðir fyrir ránmorð sem
framið var 14. apríl 1920. Þeir með-
gengu aldrei en voru dæmdir eftir
likum, til dauða. Dómurinn þótti
hæpinn og orðrómur var um að hann
hefði verið kveðinn upp af því þeir
voru byltingarsinnar. 1925 játaði
Portúgali á sig ránmorðið en dóm-
stólamir neituðu að taka málið upp
aö nýju og Sacco og Vanzetti voru
teknir af líf i 23. ágúst 1927.”
tkveikjan í ríkisþing-
húsinu í Berlín
27. febrúar 1933 var kveikt íí
rikisþinghúsinu í Berlin. Um það
— þrenn rettarhöld
MARÍA
ÞORSTEINSDÓTTIR
STARFSMAÐUR SOVÉSKU
FRÉTTASTOFUNNAR APN
Á ÍSLANDI.
borningarnir voru fimm. Fjórir
hinna ákærðu — Torgler, foimaður
kommúnista á þingi, og Dimitroff,
Popoff og Taneff, þrír landflótta
Búlgarar, sönnuöu sakleysi sitt.
Akæran gegn þeim byggðist á fram-
burði áróðursmanna úr flokki
nasista, lögreglunjósnara, leigu-
kvenda, fyrrverandi tugthúsfanga,
vitfirringa, móðursjúkra vélritunar-
stúlkna og pólitískra flugumanna.
Hinn fimmti, van der Lubbe, ungur
landshomamaður af holienskum
ættum, hálfgerður fáviti, var
dæmdur sekur og tekinn af lífi...
Dimitroff, maðurinn sem aldrei lét
skelfast né bugast þrátt fyrir fimm
mánaöa hlekkjavist, hótanir kost-
gæfinna rannsóknardómara um
dauðarefsingu og loforð frá Göring
fyrir réttinum um hengingu í góðu
tómi Þótt hann væri kommúnisti,
einn síns liðs innan um sjötíu millj-
ónir nasistajábræðra, sejn allir
^ „Tekst Búlgörunum að sanna sak-
leysi sitt eins og Dimitroff forðum,
eða verða þarna framin dómsmorð á
þremur saklausum mönnum til að
koma höggi á kommúnista og leyni-
þjónustur þeirra ? ’ ’
skrifar breski blaðamaðurinn
Douglas Reed, sem var viðstaddur
réttarhöldin: „Bruninn var talinn
vera verk kommúnista. Vegna
þessarar ósönnuðu sakargiftar voru1
þúsundir kommúnista, sósíalista og
friðarvina, þar á meðal Carl von
Ossietzky, sem nokkrum árum síðar
fékk friðarverðlaun Nóbels í
fangelsinu, handteknir... Sak-
brunnu í skinninu af löngun til
sparka í hann, barðist hann ótrauður
gegn hinu þýska ríki, og gnæfði að
lokum jafnhátt yfir andstæðinga sína
siðferðilega og Eiffeltuminn yfir
Marsvöliinn. Hann þorði jafnvel að
segja upphátt það sem hugsaö var,
en enginn, enginn annar maður í
Þýskalandi þorði að segja upphátt,
að nasistamir hefðu sjálfir kveikt í
Ali Agca. „Aflalvitnið gagn
Búlgörunum, og raunar aina vitn-
ið að því ar séð varflur, ar hryflju-
verkamaðurinn Agca, sam lýsir
þvi yfir við réttarhöldin að hann
sé Jesú Kristur."
þinghúsinu, og bera fram spurningu í
þá átt viö sjálfan ægivaldinn,
Göring... Viðureign þeirra fyrir
réttinum var ógleymanlegur at-
burður. Annars vegar ístrubelgurinn
Göring, æðisgenginn af reiði, gló-
rauöur í framan, hins vegar Dimi-
troff, sem tosað var og ýtt út úr
réttarsalnum. Hann sagði óskelfdur
með brennandi augnaráði: Eruð þér
hræddur við þessar spurningar,
Göring forsætisráðherra ”
Banatilræðið við páfann
Og enn eru fyrir rétti þrír
Búlgarar, ákærðir fyrir hlutdeild að
banatilræðin við páfann. Vitnið gegn
þeim er hryðjuverkamaður sem
segist vera Jesús Kristur og bíða
eftir fyrirmælum frá Vatikaninu.
Sem fyrr segir var hann handtekinn
13. maí 1981. Hann meðgekk
verknaðinn, var enda staðinn að
verki, og kvaðst hafa verið einn að
verkL Agca hafði flúið úr tyrknesku
fangelsi, þar sem hann sat inni fyrir
hryöjuverk, en hann er félagi i Gráu
úlfunum, tyrkneskum hryðjuverka-
samtökum. Á flóttanum fór hann
um mörg lönd, m.a. Búlgaríu og
a.m.k. sjö NATO-lönd. Italska lög-
reglan fór fljótlega að rannsaka
hugsanlega aöild annarra aö til-
ræðinu. Henni bættist liðsmaður í því
er bandarísk blaöakona sló því fram
að „persónuleg eftirgrennslan sín”
leiddi í ljós að „búlgarska leyni-
þjónustan heföi haft hönd í bagga
meö aö skipuleggja morðtilraunina”
og „sovéska leyniþjónustan hlyti
einnig að vera flækt í máliö”. Nú fór
aö komast skriður á máliö. Agca
flýtti sér aö breyta framburði sínum
og kvaöst hafa haft samráð um til-
ræðið við Antonov, starfsmann hjá
búlgarska flugfélaginu. Þá voru liðn-
ir 18 mánuðir og allan þann tima
hafði Antonov starfað í Róm. Agca
kvað Antonov hafa látið sig fá byss-
una sem hann hann skaut á páfann
með, en hún var vestræn að uppruna.
Við yfirheyrslurnar játaöi hins vegar
annar Tyrki, Omar Bagci, að hafa
látið Agca hafa byssuna.
Allur virðist þessi málatilbúnaöur
með ólíkindum, a.m.k. öllu venju-
legu fólki. Eða hvemig á að skýrá
það að Antonov skuli hafa verið 18
mánuöi í Róm ef hann er viðriðinn
jafnalvarlegan glæp og banatilræðiö
við páfann? Af hverju heyrum við
ekkert um það hvað Antonov hefur
fram aö færa í málinu? Og síðast en
ekki síst, af hverju leið svo langur
tími frá því morðtilræðið við páfann
var framið þangað til Búlgararnir
voru handteknir ef grunur lék á að
þeir væru við málið riðnir? Var hér
kannske verið að hagræða einhverju
eins og í Berlín forðum? Það er ekki
laust við að mann gruni þaö.
Þetta og margt annað er þaö sem
menn velta fyrir sér nú um stundir.
Tekst Búlgörunum að sanna sakleysi
sitt eins og Dimitroff foröum, eða
verða þama framin dómsmorð á
þremur saklausum mönnum til aö
koma höggi á kommúnista og leyni-
þjónustur þeirra? Og yrðu þá mála-
lok lík þeim sem urðu í Banda-
rikjunum 1927 er Sacco og Vanzetti
vom lífiátnir.
María Þorsteinsdóttlr.
Fellum þá sem hafa
staðið gegn bjómum
Bjórfrumvarpið svokallaða, sem
nú liggur fyrir Alþingi, hefur fengiö
allmikia umfjöllun íöDum helstu fjöl-
miðlum þjóðarinnar en einn hópur
hefur þó verið mun duglegri en aðrir
að láta álit sitt i ljósi um frumvarpið.
Það er hópur, að vísu fámennur, sem
telja verður öfgasinnaða andstæð-
inga bjórfrumvarpsins og væntan-
lega einnig ails sem gæti haft bæt-
andi áhrif á drykkjuvenjur íslensku
þjóðarinnar.
Bjórinn kæmi í staðinn
1 þessum fámenna hópi, en há-
væra, eru jafnvel nokkrir alþingis-
menn auk hinna sjálfskipuðu góð-
templara sem alltaf telja sig vera
eina björgunarvestið sem geti bjarg-
að þjóðinni frá bráðri drukknun. En
þessi hópur, sem vafalaust heldur
sig vera að gera einhverjum greiða
með því að berjast gegn jafnsjálf-
sögðum og eðUlegum drykk og bjór,
gerir sér vafalaust ekki grein fýrir
því að á meðan sterkari tegundir
áfengis eru leyfðar hér eru þær aö
sjálfsögöu drukknar eingöngu. Ef
b jór væri hér á boðstólum er ég sann-
færður um að allmargir mundu frek-
ar drekka hann er þeir kæmu sam-
an á góðri stund og þar með talinn
égsjálfur.
Kjallarinn
SIGURÐUR S.
BJARNASON
KAUPMAÐUR
Myndi fólk éta yfir sig
af kjúklingum?
Að halda því fram aö sala á sterk-
um bjór yrði viðbótarsala við það
sterka áfengi sem þegar er selt er
álíka heimskulegt og að halda því
fram að ef innflutningur á dönskum
kjúklingum yrði gefinn frjáls þá
mundu allir Islendingar éta yfir sig
af kjúklingum, þvílík endaleysa. Nei,
þið sem tilheyrið fámennum, hávær-
um hópi andstæðinga sterks öls og
bættra drykkjusiða, hættið að berja
hausnum við steininn, þiö fáið ekkert
út úr því nema slæman höfuðveric.
Snúið ykkur að einhverju öðru sem
gæti haft bætandi áhrif á mannlífið
hér, einhverju sem meirihluti þjóð-
arinnar er fylgjandi.
Meirihlutinn vill bjór
Og talandi um meirihluta þjóðar-
innar er ekki úr vegi að minnast þess
að samkvæmt skoðanakönnunum,
sem fariö hafa fram nú nýlega, er
mikill meirihlutavilji fyrir því að
sala á áfengum bjór verði leyfð hér á
landi. Nokkrir alþingismenn hafa þó
gert allt sem í þeirra valdi stendur til
þess aö hindra framgang þessa
frumvarps, með óþarfa töfum,
nefndaskipunum og frestunum. Þyk-
ir mér það miöur að menn sem við,
meirihluti þjóðarinnar, höfum kosiö
til setu á Alþingi skuli ekki vera þess
trausts verðir að fara með umboð
okkar og skila þeim málum sem
meiríhlutavilji er fyrir heilum í höfn,
án undandráttar.
Fellum þá sem hafa
staðið gegn bjórnum
Og aö lokum nokkur orö sem ég
„Að halda því fram aö sala á sterkum bjór yrfli viðbótarsala vifl þafl
sterka áfengi sem þegar er selt er ólika heimskulegt og afl halda þvi
fram afl ef innflutningur á dönskum kjúklingum yrfli gefinn frjáls þá
mundu allir íslendingar éta yf ir sig af kjúklingum, þvilik endaleysa."
beini til hins þögla meirihluta, sam-
herja minna: Við skulum í næstu
prófkjörum og næstu alþingiskosn-
ingum minnast þeirra alþingis-
manna, sem staðið hafa gegn eðlileg-
um framgangi bjórfrumvarpsins
með öllum hugsanlegum brögðum,
og fella þá. Þeir eru ekki verðugir
fulltrúar okkar. A sama hátt skulum
við stuðla að glæsilegum sigri þeirra
manna sem með stuðningi sínum við
frumvarpið hafa reynt að bæta
drykkjusiði íslensku þjóðarinnar
með því að draga úr neyslu sterkra
drykkja og veita öl í staðinn. Stönd-
umnúöllsaman.
Sigurður S. Bjarnason.