Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 30
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNl 1985.
THE TUBES — LOVE BOMB
SAMA GAMLA TIIGGAN
Þaö er hreint með ólíkindum hvemig
sumar hljómsveitir hafa nennu í sér til
að hjakka í sama farinu svo árum
skiptir. Ekkert nýtt, bara sama gamla
tuggan ár eftir ár, plötu eftir plötu.
Ein þessara hljómsveita er banda-
ríska rokksveitin The Tubes sem eitt sinn
fyrir margt löngu var athyglisverö hljóm-
sveit
Þá varð hún þekkt og vinsæl fyrir
stórkostlega hljómleika sem voru á
borð við bestu leiksýningar. En þrátt
fyrir hið góða oröspor, sem fór af
hljómleikum The Tubes, kolféll hver
hljómplata hljómsveitarinnar á fætur
annarri.
Og skýringin er einfaldlega sú að
tónlist The Tubes — án leiksýninganna
á hljómleikum — er hvorki fugl né fisk-
Engu að síöur heldur hljómsveitin
áfram að gefa út plötu svo að segja ár-
lega en afraksturinn held ég sé ósköp
klénn.
Vissulega er þetta allt saman vel
unniö enda væru þessir kallar ekki
lengur á hljómplötusamningi ef þeir
væru ekki að minnsta kosti þokkalegir
iðnaðarmenn.
Og það er einmitt það sem liðsmenn
The Tubes eru — þokkalegir iðnaðar-
menn sem meöhöndla hljóðfæri í stað-
innfyrirverkfæri.
En þegar frumleikann vantar í fram-
leiðsluna hverfur hún í fjöldann innan
um alla hina meðalmennskuna.
Eg á ekki von á því að The Tubes nái
neitt lengra með þessa plötu sína en
hinar fyrri — nema síður sé.
-SþS
BOBBYSOCKS - BOBBYSOCKS
Norskur útflutningur
Norski söngdúettinn Bobbysocks
skaust upp á stjömuhimininn fyrir
stuttu þegar þær stöllur gerðu sér lítið
fyrir og sigruðu í Evrópukeppni sjón-
varpsstöðva með laginu Let It Swing,
eins og það nefnist á ensku, en sú út-
gáfa er á plötunni sem ber heiti þeirra.
Þaö var strax ljóst, eftir aö hafa heyrt
Let It Swing, hver fyrirmynd Hanne
Krogh og Elisabeth Andréasson var.
Abba eftirlíkingin var greinileg. Enda
fór það svo að Let It Swing heyrðist
mikið strax eftir söngvakeppnina en er
nú óðum að falla í gleymsku, flestum
tónlistarunnendum til mikillar gleði.
Því var það með nokkrum kvíða sem
undirritaður setti plötu Bobbysocks
undir nálina. Let It Swing hljómaði
strax og var ég fljótur að svissa yfir á
næsta lag og sem betur fer var þar
strax annan tón að finna. Þær eru sem
sagt ágætar söngkonur, sem greinilega
hafa áhuga á annarri tónlist en sykur-
sætum melódíum. Þau lög sem best
eru á Bobbysocks eru léttjössuö og
fara þær stöllur skemmtilega með lög-
in. Má nefna gamlan slagara, Don’t
Bring Lulu. Sem dæmi um önnur lög í
sama stíl eru Midnight Rocks, Shoo
Shoo Baby og Booglie-Wooglie Piggy,
lög sem gaman er að hlusta á þótt
varla sé hægt að tala um neitt afrek.
En það eru einnig lög á plötunni þar
sem Abbafílingurinn svífur yfir. Má
þarnefnam.a. RadioogAdios.
Ekki er ég viss um að Bobbysocks
dúettinn eigi mikla framtíð fyrir sér á
alþjóölegum markaði, til þess er plat-
an í heild of venjuleg, það þarf meira
til í hinum harða poppbransa.
HK.
DIRE STRAITS - BROTHERIN ARMS
Gæðaplata frá
Mark Knopfler
Það kom að því að Dire Straits gæfi
út stúdíóplötu. Brothers In Arms er
fyrsta plata hljómsveitarinnar í tvö ár
ef undanskilin er hljómleikaplatan Al-
chemy. Og ekki hefur henni farið aftur.
Platan er búin öllum þeim kostum sem
vænta má af Mark Knopfler og félög-
um.
Þrátt fyrir að Mark Knopfler hafi
ekki komið í stúdíó með Dire Straits
lengi, hefur kappinn ekki aldeilis verið
aðgerðalaus. Á þessum tveimur árum
hefur hann samið tónlist við þrjár
kvikmyndir, Local Hero, Cal og Com-
fort And Joy, allt gæðamyndir, og hef-
ur kvikmyndatónlist Knopflers fengið
virkilega góða dóma, eins og kvik-
myndimar. Mark Knopfler á sem sagt
mikla framtið fyrir sér sem kvik-
myndatónskáld ef hann kærir sig um.
Ef vikið er aftur að Brothers In
Arms þá er platan alveg eins og aðdá-
endur Dire Straits gátu bæði vonast
eftir og búist við. Síðasta stúdíóplatan,
Love Over Gold, olli að vissu leyti von-
brigðum, þó undirritaður telji fyrri
hlið plötunnar með því allra besta sem
komið hefur frá Dire Straits. Seinni
hliöin var aftur á móti miklum mun
verri og eyðilagði heildarútkomuna.
Brothers In Arms er mun betri þegar
litið er á heildina, en samt ekki eins
góð og Making Movies sem er tvímæla-
laust besta piata sem Dire Straits hef-
ursentfrásér.
Fyrri hliðin er öllu léttari og með-
tækilegri. Fyrsta lagið er So Far
Away, lag sem nokkuð hefur heyrst
undanfarið, litil og létt melódía sem,
þegar farið er að hlusta á plötuna, er
kannski einna síst eftirminnileg.
Money For Nothing er eitt af bestu lög-
um á plötunni. Mark Knopfler nýtur
þar aðstoðar Sting. Walk Of Life er
léttur rokkari, Your Latest Trick og
Why Worry eru róleg lög, og nýtur
Knopfler aðstoðar Michaels Brecker á
saxófón í fyrrnefnda laginu.
Bróðir Michaels, Randy Brecker,
tekur aðeins í trompetinn í fyrsta lag-
inu á seinni hlið plötunnar, Ride
Across The River, virkilega góðu lagi
með suðrænum takti. The Man Is To
Strong og Brothers In Arms eru stór-
I
SMÆLKI
Sæl nú! Greenpeace samtök-
in. sem á undanförnum árum
hafa meðal annars gert
íslenskum hvalveiðimönnum
lifið leitt, ætla nú að virkja
popparana i baráttunni fyrir
verndun hvalastofnsins. Og
popphetjurnur sem þegar
hafa gengið á mála hjá Græn-
friðungum eru ekki af lakara
tæinu. Þar má nefna Nik
Kershaw, Howard Jones,
Eurythmics og gamla bitil-
mennið George Harrison.
Astæðan íyrir því að ofan-
taldir popparar Ijá þessum
málstað lið ku vera sú að þeir
eru allir grænmetisætur. . .
Gamla brýnið Roy Orbison.
sem var á hátindi írægðar
sinnar um 1965, hyggst nú
snúa aftur í sviðsljósið og hef-
ur skriíaö undir samning við
breska hljömpJötuíyrirtækið
ZTT í því skyni... Bandariska
kvennahljómsveitin Go-Go's.
sem sló í gegn hér um árið,
heíur lagt upp laupanu. . .
Gh’nn Frey, fyrrum liðsmað-
ur Eagles, sem að undan-
förnu heíur gert það gott með
lagið The Heat Is On, hefur
nú sent frá sér nýja smáskííu
með iaginu Smugglers Blues.
. . KvikmyndatónlistarjÖíur-
inn (langt orð!) Giorgio
ðloroder og Philip Oakey
siingvari The Humau
League. sem í vetur uutu
mikilia vinsælda með lag-
ið Together In Eleetrie
Dreams, eru nú komnir á stju
með ný1t lug, Goodby Pad
Times. Stór plata með þeim
féiögum er reyndar væntan-
ieg síðar i sumar. . . Gömlu
góðu Sqeeze, sem voru endur-
reistir í vetur, eru að seiida
írá sér litla plötu með laginu
Last Time Forever. og í
næsta mánuði er stór plata
væntanleg. . . Jiminy
góð lög sem bera því vitni hversu al-
hliða tónlistarmaður Mark Knopfler
er. Inn á milli þessara tveggja laga er
One World sem vantar herslumuninn á
að vera í sama gæðaflokki og tvö fyrr-
nefnd lög.
Mark Knopfler hefur ekkert farið
aftur sem lagahöfundi. Gítarleikur
hans er frábær og hefur ekki verið
betri. Það má deila um hversu góður
söngvari hann er, en hann hefur alla-
vega sinn sérstaka stíl.
Fyrir utan sína fastamenn hefur
Knopfler leitað aðstoðar þekktra
manna innan jassins, má þar nefna
Brecker, bræðuma Michael og Randy
ogMike Mainieri.
HK.
Sommerviiie. sem yíirgaí
Bronski Beat á dögunum. á
enn i stökustu vandræðum
með að finna ónotað nafn á
nýju hljómsveitina siiia.
Fyrst átti hún að heita The
Committee en i ljós kom aö
hljómsveit með því nafni var
staríandi. Þá var ákveðið aö
breyta nafninu i Body Politie
en því nafni hefur nu verið
varpaö fyrir roða vegna þess
að iinnur hljómsveit heíur
notað þetta nafn um alilangt
skeið. Nafnaieítin heldur
áfram.. . . Þungarokksveitin
Motorhead heldur um næstu
mánaðamót upp á tiu ára af-
mæli sitt með veglegum kon-
sert í Hammersmith Odenn i
London. . . Finnsk-breska
hljómsveitiii Hanoi Roeks á
enn i vandræðum meö mann-
skapiun, fýrst iést trommar-
inn, þá hætti bassaleikariiin
og nú er nýi bassaleikarinn
hættur... Buið í bili...