Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Side 8
30 DV. FÖSTUDAGUR12. JULl 1985. Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd ★ ★ Umsjon Þorsteinn J. Vilhjalmsson. TOGSTREITA MILLI TRLJAR- BRAGÐA Evergreen, 3 spólur. Leikstjóri: FielderCook Aðalhlutverk: Armand Assante, Lesley Ann Warren, Ian McShane Tími: 4 klst. og 5 mín. Þáttarööin Evergreen hefur verið á myndbandamarkaönum hér um nokkurt skeið og samkvæmt viri- sældalista DV hafa þessir þættir veriö mjög vinsælir meðal fólks. Evergreen sver sig mjög í ætt viö aðrar þáttaraðir af þessu tagi að því leyti að þættimir f jalla allir um líf og dauða innan einnar fjölskyldu. Af nóguerlika aðtaka. Anna er pólskur gyðingur sem kemur til New York 1909. Hún sest að hjá fjölskyldu frænku sinnar og fær vinnu á saumastofu. Brátt fær hún þó betra starf sem vinnukona á heimili Lerner hjónanna. Syni þeirra Paul þykir mikiö til önnu koma og gengur á eftir henni með grasið í skónum. Síðan spinnst söguþráðurinn eftir Raggedy Man Leikstjóri: JackFisk Aftalhlutverk: Sissy Spacek, Eric Roberts, Sam Shepard Tími: 95mín. Smábær í Texas á stríðstímum, nánar tiltekið 1940. Nita Longley krókaleiðum tilfinninganna. Paul giftist ríkri einkadóttur og Anna gift- ist framagjarna gyöingapiltinum Jósep. Þau Anna koma sér vel áfram í landi tækifæranna, en Paul og Anna hittast samt alltaf öðru hverju, svona á 20 ára fresti. Það fer að lokum svo að þau búa saman í ellinni þegar makar beggja eru dánir. Inn í þetta a.llt saman blandast svo vanda- mál barnanna með tilheyrandi gleði og sorg. Hér er farið í gegnum söguþráö- inn i nokkuð stórum stökkum enda ógjörningur að fara nákvæmar í atburðarásina. Fyrir utan að slík upptalning tæki allt plássið á síðunni er hún enga veginn þess virði. Ever- green er einfaidlega í engu frábrugð- ið öðru amerísku fjölskyldudrama. Þetta rennur í gegn eins og sónn í sima. Leikur er allur þokkalegur en ekki mikið meira en það. Sérstaklega fer Lesley Ann Warren í taugamar á -¥■¥--¥- GÓÐUR MÖMMU- LEIKUR (Spacek) er fráskilin, tveggja barna móöir sem starfar við símavörslu í bænum. Lífið er henni ekki auðvelt. Auk þess að þurfa að sjá um synina tvo er hún bundin yfir skiptiborðinu allan sólarhringinn. Nita heldur sig að mestu út af fyrir sig en menn í mér. Pólski hreimurinn sem hún notar alla myndina út í gegn er ekki mjög trúverðugur. En smáskímu sá ég þó eftir fjögurra tíma og fimm mínútna gláp. Trúarbrögð koma mikið við sögu í þáttunum. Saga Belvu Plain, sem þættimir em gerðir eftir, sýnir á athyglisverðan hátt hversu tog- streitan milli trúarbragða gyðinga, kaþólikka eöa mótmælenda er heimskuleg. Mennirnir eru, eða eiga aö vera, allir á sama báti burtséð frá trúarbrögðum eða kynþætti. Það kenndi Guð okkur að minnsta kosti. Og trúir þetta fólk ekki á hann? Verðugt umhugsunarefni. Ég hef hér forðast eins og heitan eldinn að segja að svona fjölskyldu- drama sé tilvalið handa „miðaldra húsmæðrum”. Eg held samt þær gætu haft fjarskalega gaman af Evergreen, ef þær á annaö borð hafa ekki séð þættina nú þegar. bænum gefa henni hýrt auga. Hún vill hins vegar ekkert hafa saman við karlmenn að sælda. Það breytist þó kvöld eitt þegar ungur sjóliði ber að dyrum og biður um að fá að nota sím- ann. En bæjarslúðrið er samt við sig og Nita verður fyrir barðinu á því vegna þessa litla ástarævintýris. Nokkrir bæjarbúar láta sér heldur ekki nægja að slúðra, því kvöld eitt ráðast tveir fastagestir krárinnar til inngöngu í símstöðina og freista þess að nauðga Nitu. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst og allt fer vel að lokum. Hér fer á ferðinni nokkuð skemmtileg saga um baráttu ein- stæðrar móður við lífið og tilveruna. Aðalhlutverkið er í höndum þeirrar ágætu leikkonu Sissy Spacek. Spacek leikur einmitt um þessar mundir í mynd Laugarásbíós The River. Ekki beint hægt að segja að Spacek sé lag- leg kona en hún hefur yfir sér „sjarm- erandi” yfirbragð sem auðvelt er að hrífast af. Hér túlkar hún prýði- lega þessa hugrökku móöur sem er ákveðin í að koma sér og sonum sín- um áfram í lífinu. Raggedy Man er þægilegasta mynd og fyrir þá sem vilja spennu fæst hún næg í lokin. VINSÆLDALISTI DV Myndir: 1. ROMANCING THE STONE 2. NÝTTLlF 3. ORDEAL BY INNOCENCE 4. ELECTRIC DREAMS 5. SPLASH 6. COMPANY OF WOLVES 7. TREASURE OF DOOM 8. THE NATURAL 9. SILENT RAGE 10. PLAY MISTY FOR ME Pættir: 1. LACE2 2. ONCE UPON A TIME . . . 3. LUISIANA 4. ATLANTA CHILDMURDERS 5. RETURN TO EDEN 6. WIDOWS 7. EVERGREEN 8. STRUMPARNIR 9. MALLENCE 10. ELLIS ISLAND HVAÐ TELST FRÉTT- NÆMT? The Year of Living Dangerously Leikstjóri: PeterWeir Aftalhlutverk: Mel Gibson, Sigoumey Weaver, Linda Hunt. Tími: llOmín. Þetta er síðasta mynd ástralska leikstjórans Peter Weir áður en hann hélt til Bandaríkjanna. Sögusviðið er Djarkarta 1965. Guy Hamilton er sendur þangað á vegum áströlsku fréttastofunnar ABC News til að fylgjast með stjórnmálaástandinu í landinu. Hann kynnist fljótlega dvergnum Billy Kwan sem hjálpar honum að komast í samband við mikilvæga menn á staðnum. Billy þessi er merkilegasti maður, eins konar heimatilbúinn heimspekingur, og hann stjómar til að byrja með fréttaflutningi. En heitar fréttir er það sem heimurinn vill og þegar Guy kemst á snoðir um stóra vopna- sendingu, sem væntanleg er til lands- ins á vegum kommúnista, hikar hann ekki eitt andartak. Hann fylgir fréttinni eftir þó aö þaö kosti hann vinskap Billys og næstum lífið. Um leið bregst hann einnig heimildar- manni sínum, konu breska ambassa- dorsins, sem hann hafði átt vingott við. Nokkrar myndir hafa verið gerðar á undanförnum árum um störf fréttamanna í fjarlægum heimshlutum. Nægir þar aö nefna myndir eins og Killing Fields og Under Fire. The Year of Living Dangerously er að mínu mati sú besta í flokki þessara mynd. I því sambandi hjálpast allt að. örugg leikstjórn, gott handrit og ekki síst góður leikur. Mel Gibson er afbragösleikari og sömu sögu má segja um Sigoumey Weaver. En stjarna myndarinnar er samt Linda Hunt í hlutverki dvergsins Billy Kwan: enda hlaut hún óskarinn fyrir frammistöðu sína í þessu karlhlut- verki. I myndinni er Billy Kwan látinn varpa fram þeirri spurningu hvað teljist í rauninni fréttnæmt. Svarið sem lesa má út úr mynd- inni er kaldhæðnislegt. Eymd fólks- ins i landinu, fátækt, sjúkdómar, hungur, skiptir erlendu fréttamenn- ina engu. Þeir eru á höttunum eftir einskisverðum yfirlýsingum duttl- ungafullra stjórnmálaleiðtoga. The Year of Living Dangerously er mynd sem óhætt er að mæla með. Leikstjórinn Peter Weir svíkur eng- an og gaman verður að sjá hvemig honum tekst til með fyrstu mynd sina í Bandaríkjunum. Sú heitir The Witness og verður sýnd í Háskólabíói innan skamms. Sláí gegn. . . Blue money Leikstjóri: ColinBucksey Aftalhlutverk: Tim Curry, Debby Bishop Tími: 85mín. Irska eftirherman Larry Cromley hefur í mörg ár reynt að höndla frægðina í höfuðborg Bretaveldis, London. Larry starfar sem leigubílstjóri en skemmtir á kvöldin fáeinum bjórserkjum á hverfis- , kránni. Dag einn kemur svo stóra tæki- færið. Larry fær hlutverk í söngleik einum en til allrar óhamingju deyr leikstjórinn að prufunni lokinni. I örvæntingu sinni yfir þessum óförum sínum stelur Larry peningatösku frá einum viðskiptavina sinna, mafíósa sem hann ekur einu sinni i viku. Þaö skiptir heldur betur um og Larry fer að lifa eins og greifi, kaupir „linunó” og gistir á Hilton. En mafíósarnir vilja vitanlega fá peningana aftur og úr þessu verður heljarmikill eltinga- leikur sem m.a. berst til heimaslóða Larrys, Irlands. en allt fer vel að lok- um og Larry fær að reyna sig í söng- leik... og slær í gegn. _ Þessi breska sjónvarpsmynd er mikil dæmalaus vitleysa. I henni er þó einn ljós punktur. Þið munið vafa- laust eftir Tim Curry, þessum sem var aðalstjama myndarinnar Rocky Horror Picture Show. Hann leikur hér eftirhermuna Cromley og skilar sínu með sóma sem er meira en hægt er að segja um aðra leikara mynd- arinnar. Það er vel þess virði að horfa á vitleysuna til þess að sjá hann herma eftir Mick Jagger, Elvis Presley eða Billy Holliday! Bráð- fyndin atriði sem rétt ná að bjarga annars vonlausri mynd. -¥■-¥■ Attica Leikstjóri: Marvin J. Chomsky Aftalhlutverk: George Grizzard, Charies During, Roger B. Mossley o. fl. Timi:85min. Fangelsi í Bandaríkjunum 1971. Uppreisn hefur veriö gerö og fangarnari halda tveim tugum varða í gislingu í fangelsisgarðinum. Þessi mynd segir frá sönnum atburðum sem gerðust í Attica fangelsinu og er hún byggð á bókinni a Time to Die, eftir blaðamanninn Tom Wicker. Wicker þessi var ásamt fleirum boðaður til að reyna að ná samningum við fangana. Þeir kröfðust ýmissa réttinda sér til handa í skiptum fyrir fangaverðina og aö auki sakaruppgjöf vegna upp- reisnarinnar. En þar stóð hnífurinn einmitt í kúnni. Fangelsisyfirvöld voru reiðubúin til þess að bæta aðbúnað í fangelsinu en útilokuðu algerlega sakaruppgjöf. Eftir margra dagamálþóf var loks kallað á þjóðvarðliöið og það látið útkljá málið. Rúmlega 30 manns létust i á- rásinni, þar af nokkrir fangaverðir. Wicker blaðamaður veltir fyrir sér réttmæti þessarar árásar í lok bókarinnar/myndarinnar og tekur þá afstööu aö árásin hafi ekki verið timabær. I lok myndarinnar er erfitt að meta það. Fangamir voru greinilega sundurleitt lið og ef marka má myndina rikti ekki mikil eining í þeirra röðum. Maður getur alveg eins ímyndað sér að uppreisnin hefði endað í innbyrðis átökum þeirra í milli. Hvort árásin var tíma- bær eður ei er því spurning sem áhorfandi á ekkert svar við. En hvað sem slíkum hugleiðingum líður þá er myndin um uppreisnina í Attica fangelsinu þokkalega úr garði gerð og er hér sett á bekk með öðrum afþreyingar- myndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.