Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Page 1
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. 19 • Hlaupaleiðin. Maraþonið er tveir heilir hringir, hálfmarþon einn og skemmtiskokksleiðin sést lengst til vinstri i vesturbænum. Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar Myndbönd o.fl. SKOKKAÐ UM BÆINN — í Reykjavíkurmaraþoni Á sunnudaginn verður hið alþjóð- lega Reykjavíkurmaraþon haldið í annað skipti. Þátttaka hefur aukist verulega í hlaupinu frá því í fyrra og því sýnt að það á framtíð fyrir sér. A mánudag höfðu 250 manns látiö skrá sig til þátttöku, þar af 120 útlending- ar. Það er reiknað með að 4—500 manns muni skokka. 1 fyrra tóku 214 manns þátt. Hlaupið hefst kl. 10.00 á sunnudag í Lækjargötu. Keppt verður á þremur vegalengdum: sjálfu maraþoninu sem er 42,195 km, hálfmaraþoni sem er hálf sú vegalengd og skemmti- skokki sem er 7 km innan vestur- bæjar Reykjavíkur. Þetta er opið mót fyrir bæði kynin frá 6 ára aldri. Allir sem þátt taka fá veglegan verð- launapening sem gefinn er af Morgunblaðinu. Rás 2 mun veita elsta og yngsta þátttakanda í hlaupinu sérstök verðlaun í beinni út- sendingu úr Efstaleitinu. Þeir aðilar sem veg og vanda hafa af keppninni eru Feröaskrifstofan Urval, Flug- leiðir, Reykjavíkurborg og Frjáls- íþróttasamband Islands. Verndari hlaups er Davíð Oddsson borgar- stjóri. Hlaupaleiöin er þannig í maraþon- inu að hlaupnir eru tveir hringir í Reykjavíkurborg. Hálfmaraþonið er eins og gefur aö skilja aðeins einn hringur. I skemmtiskokkinu er aðeins hlaupinn fyrsti hluti hringsins. Hlaupið hefst á Fríkirkjuvegi á móts viö Fríkirkjuna. Hlaupiö er meðfram Tjörninni, yfir Tjarnar- brúna, út Suðurgötu og farinn hringur um vesturbæinn. Leiðin liggur síðan til austurs um gatnamót Elliðavogs og Suðurlandsbrautar og þá beygt aftur til hægri inn Lang- holtsveg. Hlaupið er Langholtsveg inn að Laugarnesvegi þár sem beygt er til vinstri. Laugarnesvegur er hlaupinn inn að Sundlaugavegi þar sem beygt er til vinstri og Sund- laugavegur hlaupinn inn að Kringlumýrarbraut. Síðan liggur leiðin upp Kringlumýrarbraut og þaðan niður Miklubraut og Hring- braut. Þeir sem hlaupa einungis hálfmaraþonið ljúka hlaupinu við endamark í Lækjargötu en maraþon- hlaupararnir hlaupa annan hring. I skemmtiskokkinu er farin sama leið og í upphafi en eftir að komiö er út Tryggvagötu er beygt til hægri inn að Lækjargötu. Hlaupið er allt á malbikuöum götum. Merkingar verða á 5 km fresti og einnig eftir 10 og 20 mílur. Sigurvegarar í Reykjavíkurmara- þoni 1984, sem var jafnframt hiö fyrsta, voru þau Sigurður P. Sigmundsson í karlaflokki og I.eslie Watson í kvennaflokki. Hún mun taka þátt í hlaupinu í ár. Mun hún án efa setja mikinn svip á hlaupið þar sem hún er geysiskemmtileg hlaupa- kona. I fyrra viðraði ekki sem best til hlaupsins en þá var rigningarsuddi og hráslagalegt veður. Þá er bara að vona að veóurguðirnir leggi blessun sína yfir þessi nokkur hundruö sem ætla að hlaupa sér til skemmtunar- „Ég vildi geta eftir (lög og ljóö): Oddgeir Kristjánsson, Ása í Bæ, Gísla Helga- son, Alfreð Washington Þórðarson, Arna úr Eyjum, Gylfa og Lýð Ægis- syni. Sá síðastnefndi hefur nýlega samið nýtt þjóöhátíðarlag. Allir tengjast þessir kappar Eyjum á ein- hvern hátt. Skemmtunin verður í kvöld og laugardagskvöld. Haldið verður áfram fram eftir hausti, en þó verður ekki skemmtun um næstu helgi (30. og31. ágúst). Hægt er að kaupa ferð í Reykjavik hjá Flugleiðum til Vestmannaeyja. Innifaliö er flug til og frá Eyjum, hótelgisting í eina nótt ásamt skemmtuninni og matnum. Upplýs- ingar er að fá á skrifstofu Flugleiða. • Þessi mynd er af byggðinni á Heimaey og er tekin skömmu eftir siðustu aldamót. Ljósmyndari er óþekktur. Um þessa helgi munu í annað skipti Eyjamenn og aðrir gestir Gestgjafans í Eyjum syngja og kætast af „innlendu” léttmeti. Þetta er sem sagt bæöi líkamleg og andleg fæða matreidd af Eyjamönnum. Á boðstólum er Eyjahlaöborð í Gestgjafanum í Vestmannaeyjum þar sem m.a. má finna: bjargfugla- kjöt matreitt á marga vegu og sjávarrétti ýmiss konar. Um skemmtiatriöin sjá: Jónas Þórir, Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Runólfur Dag- þjartsson, Jónas bróöir hans og Einar „Klink” Sigurfinnsson. Matar- gestir fá einnig aö láta ljós sitt skína í fjöldasöng á eftir skemmtiatriðum. Flutt verða gömul og ný þjóðhátíðar- lög og eru þau geysimörg til. Þau eru Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöföa 11, Reykjavík, sími 685090. Gömlu dansarnir föstudags og laugar dagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur undir. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500. Hér verður dansiball á föstudags og laugardagskvöld en það hverjir leika fyrir dansi er á huldu. Glæsibær v/Álfheima, Reykjavik, sími 685660. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. ölver opið alla daga vikunnar. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi 11440. Dansað við skifuþyt föstudags og laugardagskvöld en gömlu dansarnir rifjaðir upp á sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suöurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200. Dansleikir á föstudags , laugardags og sunnudagskvöld. Tiskusýning öll fimmtudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221. Hljómsveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags kvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavik, simi 81585. Diskótek á báðum hæðum alla helgina. HLH flokkurinn skemmtir á sunnudags kvöldiö. Klúbburinn, Borgartúni 32, Reykjavik, sími 35355. Hljómsveitin Kvart leikur föstudags og laugardagskvöld. Að auki diskótek á fjórum hæðum. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636. Lokað. Naust, Vesturgötu 6-8, Reykjavík, sími 17759. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi um helgina. Óöal v/Austurvöll, Reykjavík, simi 11630. Diskótek föstudags , laugardags og sunnudagskvöld. Villti tryllti Villi, Skúlagötu 30, Reykjavík, sími 11555. Dansiball fyrir alla 16 ára og eldri á föstudags og laugardagskvöld. Sigtún v/Suöurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733. Diskótek föstudags og laugardags kvöld. Ríó, Smiðjuvegi, Kópavogi. Lokað á föstudagskvöldum i sumar. Á laugardagskvöldið verður diskótok og skemmtiutriði frá kl. 10 03. Ypsilon, Smiðjuvegi 14D, Kópavogi, simi 78630. Þórscafé, Brautarholti 20, Reykjavik. Hljómsveitin Hafrót sér um fjörið á efri hæðinni. AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum föstudags-, laugardags og sunnudagskvöld. Sjallinn Gimsteinn leikur fyrir dansi föstudags og laugardagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.