Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 19 Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar — Kvi Bjarki með „come back" í Ríó: „Ætli maður taki ekki nokkur létt rokkspor" — með tónleikum á Höfn, í Vík og Borgarnesi Vísnasöngvararnir Bergþóra Árnadóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ola Nordskar frá Noregi og Finninn Mecki Knif ljúka lands- hornaflakki sinu nú um helgina. Undanfarnar vikur hafa þeir haldið tónleika víðs vegar um landiö. Aðalsteinn og Mecki skemmta á Höfn í Homarfirði í kvöld og annað kvöld eru lokatónleikarnir — í Vík í Mýrdal. Þau Bergþóra og Ola ljúka sinni ferð í kvöld í Borgarnesi. Jóhann Helgason — syngur í Þórscafé. Mikið sungið Þaö er mikið sungiö í Þórscafé á föstudags- og laugardagskvöldum á Fimm stjörnu kvöldunum sem er boöið upp á þar. Fimm kunnir söngvarar koma þar fram og skemmta matargestum. Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhannsson, Einar Júlíus- son og Anna Vilhjálms. Þessir skemmtikraftar syngja vinsæl erlend og íslensk dægurlög. Það er hljómsveitin Pónik sem sér um undirleikinn og leikur síðan fyrir dansi ásamt Einari Júlíussyni. — sagði Bjarki Tryggvason sem verður í sviðsljósinu í Ríó í Kópavogi Bjarki Tryggvason, söngvarinn kunni frá Akureyri, er nú kcminn á höfuðborgarsvæðið og mun baöa sig í „Reykjavíkursólinni” hans Jóns Múla um helgina. Bjarki mun koma fram á Tónaflóði í veitingahúsinu Ríó í Kópavogi ásamt tólf kunnum söngvurum. Tónaflóðiö hefur verið mjög vin- sælt og taka gestir Ríó virkan þátt í söng og dansi, þegar söngvararnir koma fram og skemmta. Bjarki verður nú gestur helgarinnar. — Það verður gaman að koma fram í Ríó, sagði Bjarki, þegar við slógum á þráðinn til hans á Akureyri en Bjarki hefur ekki komið fram opinberlega frá 1979. — Ég mun koma fram þegar líða tekur á kvöld- in og ég reikna með að vera með létt prógramm. Ætli maöur rokki ekki upp á gamla móöinn. Það er stutt í rokkiö, maöur hefur það í blóðinu, sagði Bjarki. Óðal í nýjan búning Fyrirhugaðar eru miklar breyting- ar innanhúss á hinum vinsæla skemmtistað Oöali við Austurvöll. Skemmtistaðurinn verður opinn út þennan mánuö með óbreyttu fyrir- komulagi, en í næsta mánuöi verður honum lokað í tvær vikur. Þá fara fram breytingar á húsakynnum staöarins — nýjar innréttingar og nýjum húsgögnum komiö fyrir. Það má segja aö það verði gerð algjör bylting í Oöali. Menn bíða spenntir eftir breytingunum sem eiga eftir að vekja athygli. Bjarki Tryggvason — tekur rokksveiflu i Ríó. Vísnasöngvarar Ijúka lands- hornaflakkinu Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöföa 11, Reykjavík, simi 685090. Gömlu dansarnir föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, simi 77500. Sumargleðin skemmtir á föstudags- og laugardagskvöld. Glæsibær v/Álfheima, Reykjavik, sími 685660. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. ölver opiö alla daga vikunn- ar. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, simi 11400. Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld, gömlu dansarnir undir stjórn Jóns Sigurðssonar á sunnudags- kvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavik, sími 81585. Diskó- tek á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221. Hljómsveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardags- kvöld, HLH-flokkurinn skemmtir. Dúett Andra og Kristjáns leikur alla helgina á Mimisbar. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi 82200. Dansleikir á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Tisku- sýning öll fimmtudagskvöld. Óðal v/Austurvöll, Reykjavik, simi 11630. Diskótek alla helgina. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636. Diskótek um helgina. Klúbburinn, Borgartúni 32, Reykjavik, sími 35355. Diskótek á fjórum hæðum föstudags- og laugardagskvöld. Sigtún v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733. Diskótekið dynur á föstudags- og laugardagskvöld. Naust, Vesturgötu 6 — 8 Reykjavlk, simi 17759. Á föstudags-,laugardags- og sunnu- dagskvöld skemmtir bandaríska blökkusöngkonan Gaile Peters ásamt Trio Arthurs Moon. Þórscafé, Brautarholti 20, Reykjavik. Fimm stjörnu kvöld í kvöld og annaö kvöld. Magnús Þór, Jóhann Helgason, Jóhann G. Jóhanns, Einar Júliusson og Anna Vilhjálms skemmta. Pónik og Ein- arleika fyrirdansi. Ypsilon, Smiðjuvegi 14D- Kópavogi, sími 72177. Edda Steinunn og Tóti mæta hress á svæðiðum helgina. Rió, Smiðjuvegi, Kópavogi. A föstudags- og laugardagskvöld leikur Goðgá fyrir dansi og Siggi Johnny mætir á staðinn. Gestur helgarinnar veröur Bjarki Tryggvason frá Akureyri. H-100. Diskótek á öllum hæðum hússins á föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Sjallinn. Ball um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.