Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER1985. 27 Hvað er á seyði um helgina? „Karlar" og „Konur karla" — í Norræna húsinu I dag veröa opnaöar tvær sýningar í sýningarsölum Norræna hússins. Þetta eru sýningar á póstkortum, sem Carin Hartmann hefur sett saman undir nafninu „Karlar” og „Konurkarla”. Sýningar þessar eru á vegum Norræna hússins í tengslum viö Listahátíð kvenna og lýsa því hvernig karlar líta á karla og hvernig karlar líta á konur. KFUK með Fyrirlestur um verufræði (ontologiu) Litla hryllingsbúðin Hitt leikhúsið hefur nú aftur hafið sýningar á söngleiknum vinsæla, Litlu hryllingsbúðmni, í Gamla bíói. I hlutverkum eru sem fyrr Edda Heiðrún, Leifur Hauksson, Gísli Rúnar, Þórhallur (Laddi) Sigurðs- son, Björgvin Halldórsson, Aríel Pridan og Harpa Helgadóttir en ný- liðarnir í sýningunni eru þær Lísa Pálsdóttir og Helga Möller. Hljóm- sveitina skipa þeir Ásgeir Oskars- son, Björgvin Gíslason, Haraldur Þorsteinsson og Pétur Hjaltested sem jafnframt er hljómsveitarstjóri. Söngleikurinn verður sýndur dag- lega yfir þessa helgi en rétt er að benda á aö fjöldi sýninga á Litlu hryllingsbúðinni verður takmark- aður. Miðasalan í Gamala bíói er opin 15 til 19 alla daga og fram að sýningu á sýningardögum. Sýningar Gallerí íslensk lisj, Vesturgötu Listmálarafélagið er með sumarsýn- ingu 17 listamanna. 40 verk eru á þessari sölusýningu og er hún opin virka daga kl. 9—17 en lokuð um helgar. Gallerí salurinn, Vesturgötu 3 Jón Axel Björnsson sýnir málverk í Galleri Salnum. Hann hefur áður hald- ið tvær einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. Sýningunni í Salnum lýkur á sunnudagskvöld. Norræna húsið, Hringbraut I dag verða opnaöar í sýningarsölum Norræna hússins tvær sýningar á póst- kortum og hefur Carin Hartmann sett þær saman undir nafninu Karlar og Konur karla. Sýningar þessar eru á vegum Listahátíöar kvenna og lýsa því hvemig karlar lita á karla og hvernig karlar lita á konur. I anddyri hússins stendur enn yfir sýning á skarti og nytjahlutum finnska listamannsins Bertel Gardberg. Þar má sjá finnska listhönnun eins og hún gerist best. Sýn- ingunni lýkur á mánudagskvöldiö nk. Sýningarnar eru opnar frá kl. 9—19 virka daga en kl. 12—19 á sunnudög- um. Sunnudaginn 6. október næstkomandi mun Atli Haröarson flytja fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heim- speki í stofu 101 í Lögbergi, húsi laga- deildar Hl, kl. 15. Atli Harðarson lauk cand.mag. prófi frá Brown University árið 1984. Fyrir- lestur hans verður um verufræði (onto- logiu) og tekur að mestu mið af skrifum nokkurra amerískra sam- tímaheimspekinga um það efni. Verður í senn leitast við að útskýra kenningar þessara heimspekinga og greina hismiöfrá kjarnanum í kenn- ingunum. kaffi- hlaðborð Grafning. Verðkr. 400,00. 2. kl. 13. — Jórukleif í Grafningi. Verð kr. 400.000. Brottför frá Umferðarmið- stööinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. ATH.: Fyrsta myndakvöldiö þriöjudag 8. okt. kl. 20.30 í RISINU, Hverfisgötu 105. Kvikmyndir Lenin 1918 hjá MÍR-salnum Kvikmyndasýningar eru nú á hverj- um sunnudegi kl. 16 í MlR-salnum, Vatnsstíg 10. Sýndar eru til skiptis nýj- ar sovéskar frétta- og fræðslumyndir og leiknar kvikmyndir, einkum gaml- ar myndir, sem teljast klassískar í sov- éskri kvikmyndagerö. Nk. sunnudag, 6. okt., kl. 16 verður hin fræga mynd Mikhaíls Romm „Lenin 1918” sýnd. Kvikmynd þessi var gerð árið 1939 og lék Boris Shúkin titilhlutverkið. Að- gangur að sýningum MtR er ókeypis og öllum heimill. Tilkynningar Laugardagsganga Hana nú hópsins Kópavogsbúar eru minntir á viku- lega laugardagsgöngu Frístundahóps- ins Hana nú. Lagt er af stað frá Digra- nesvegi 12 í fyrramáliö, laugardaginn 5. október, kl. 10.00. Markmið göng- unnar er súrefni, hreyfing, samvera og lifandi götulíf í Kópavogi. Gengið er hvernig sem viðrar. Góðir grannar á Hana nú aldri eru velkomnir. Bolvíkingafélagið í Reykjavík veröur með kaffi í Domus Medica sunnudaginn 6. október kl. 15—18. Mætið öll og endurnýið gömul kynni. Neskirkja Laugardagsstarfið byrjar á morgun, laugardag, kl. 15. Sýndar verða lit- skyggnur úr Vestfjaröaferðum, spurn- ingakeppni, mikill söngur. Kvenfélags- konur annast kaffiveitingar. Basar og flóamarkaður verður á Hallveigarstöðum laugar- daginn 5. október kl. 14. Allur ágóði rennur í húsbyggingu félagsins á Ártúnshöföa. Kattavinafélagið. Sýning úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur Á laugardaginn verður sýning á dag- skrá Leikfélags Reykjavíkur úr verk- um Jakobínu Sigurðardóttur. Sýningin verður í Gerðubergi á laugardag kl. 15.30. Húsfyllir varð á síðustu sýningu svo fólk varð frá að hverfa. Dagskráin samanstendur af lestri, leik og söng, m.a. úr Snörunni, Lifandi vatninu, I sama klefa og Dægurvísu. Barnaflóamarkaður Félags einstæðra foreldra Féiag einstæðra foreldra veröur með barnaflóamarkað í Skeljanesi 6, kjall- ara, laugardaginn 5. október frá kl. 14—17. Urval af fatnaði á krakka á öll- um aldri. Nefndin. Samtök gegn astma og of- næmi halda fund laugardaginn 5. október að Norðurbrún 1 kl. 14. Kristján Erlends- son læknir flytur erindi um ofnæmi og mataróþol. Kökusala íþrótta- félags fatlaðra veröur laugardaginn 5. október kl. 14 í félagsmiðstöðinni Hátúni 12, vestur- enda. Komið og kaupið góðar kökur og styrkið gott málefni. Safnaðarfélag Ásprestakalls Félagsstarfið hefst nk. sunnudag, 6. október, með kaffisölu í safnaðarheim- ili kirkjunnar eftir messu. Allir vel- komnir. Félagsvist Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum byrjar í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Sumarstarfi KFUK í sumar- búðunum í Vindáshlíð er lokið að þessu sinni. Nú er vetrarstarf KFUK að hef jast. Á sunnudaginn kl. 15 efna sumarbúðirnar í Vindáshlíð til kaffihlaöborðs í húsi KFUM og K viö Amtmannsstíg. Allur ágóði rennur til sumarstarfsins í Vindáshlíö. ari. tnleikar Þorsteins Gauta i Flateyri um helgina Reykjavíkur. Eftir fjögurra ára nám þar fór hann í Tónlistarskólann og var nemandi Halldórs Haraldssonar píanóleikara. Einleikaraprófi lauk Þor- steinn Gauti frá skólanum 1979. Þaðan lá leiðin til New York. Þar nam hann fyrst hjá Eugene List og síðar hjá prófessor Sascha Gorodnitski í Juilliard tónlistar- skólanum. Síðar var Þorsteinn Gauti nemandi prófessors Guido Agosti í Róm. Nú er hann búsettur í Bandaríkjunum. Á námsárum sínum viö Tónlistar- skólann í Reykjavík kom Þorsteinn Gauti oft fram á vegum skólans. Þar aö auki lék hann í útvarpi og sjónvarpi. Nokkrum sinnum hefur hann leikið með Sinfóníuhljómsveit Islands og árið 1983 á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu. í febrúar síðastliðnum lék Þorsteinn Gauti 2. píanókonsert Prokoffievs með Sinfóníuhljómsveit íslands við mikinn fögnuð áheyrenda. Þorsteinn Gauti hefur komið fram í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Finnandi og Bandaríkjunum auk tónleika á eigin vegum hérlendis. Eftir tónleikaferð þá sem nú stendur yfir mun Þorsteinn Gauti ekki halda fleiri einleikstónleika fyrr en í októer 1986 í aldarminningu Franz Lizsts. I júní 1985 fékk Þorsteinn Gauti úthlutun úr Tónlistarsjóði Ármanns Reynissonar til undirbúnings þeirra tónleika. I maí á næsta ári mun Þorsteinn Gauti leika 4. píanókonsert Beethovens með Islensku hljómsveitinni. Þurrblóma- sýning í Blómavali Blómasýningin, sem var um sl. helgi í Blómavali við Sigtún, heppn- aðist mjög vel. Nú um helgina verður aftur blómasýning í Blómavali — veröur boöið upp á sýningu á þurr- blómum. Það þarf ekki að efa að margir leggi leið sína í Blómaval til að sjá sýninguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.