Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
49
um daöur, draumóra og efnafræði
Snjótittlingar gera þaö ekki. Hvaö þá
býflugur, svín eða úlfaldar. Mann-
skepnan er víst eina dýrategundin sem
veröur ástfangin og fær aö njóta alls
þess sem því fylgir og þjást í sömu
hlutföUum er blossinn fjarar út.
Hver kannast ekki við tilfinninguna
sem fylgir stefnumóti þegar líkaminn
er að springa, hugurinn í uppnámi og
kirtlakerfið starfar eins og Krafla?
Um þetta segir bandaríski mannfræð-
ingurinn Melvin Konner: „Að verða
ástfanginn er eitt af f jölmörgum fyrir-
bærum sem mannskepnan hefur þróaö
með sér til aö öruggt sé aö kynin
nálgist hvert annaö og tryggi þar með
viðhald stofnsins.”
Loftárásir
Snjótittlingar fara öðruvísi að. Þeir
verða ekki ástfangnir en maka sig á
einfaldan hátt og deyja því ekki út. Ef
þeir væru aftur á móti með örlítið
taugabúnt innst í heilanum, það sem á
latnesku heitir hypothalamus, mætti
búast við ýmsum erjum og átökum í
trjám og loftum — gott ef ekki heilu
loftárásunum. 1 hypothalamus eiga
ýmsar tilfinningar rætur sínar; matar-
lyst, þorsti, hræðsla, svefn, hlátur og
kynlöngun. Svo ekki sé minnst á lík-
amshita og blóöþrýsting. Þaö er í
hypothalamus sem vísindamenn þykj-
ast geta lesið lausnina á gátunni um
ástina enda eru þeir farnir að ræða um
hana eins og hverja aðra efnafræði-
þraut.
Svifið á gólfi
Sumir þykjast sjá á fólki þegar það
er ástfangið. I kvikmyndum er algengt
að áhorfandinn sjái í hendi sér að aðal-
söguhetjan er ástfangin af aðalleikkon-
unni strax í upphafi myndarinnar. En
þrátt fyrir allt tekur það þau tvo tíma
að ná saman. Hypothalamus þarf sinn
tíma til að vinna úr öllum efnabreyt-
ingunum. Líka í kvikmyndum. Þá er
ekki óalgengt að mæður sjái á dætrum
sínum þegar þær eru ástfangnar.
„Sérðu ekki að hún er ástfangin,”
segir kerlingin þá við karlinn sinn þar
sem þau sitja í stofunni. „Hún svífur
umgólfin.”
Amfetamín og ást
Michael Liebowitz hjá sáifræðistofn-
im New York-borgar segir að fyrstu
ástarhrifin séu ekki ósvipuð amfeta-
mínáhrifum: „Fólk verður hátt uppi,
vellíðan streymir um líkamann og
bendir það til að heilinn framleiði ein-
hvers konar efni, ekki ósvipuð amfeta-
míni.”
Vísindamenn hallast að því að þetta
undraefni heiti phenylethylamín. Það
verkar eins og önnur örvandi lyf, herð-
ir á hjartslætti, eykur orku og setur til-
finningalífið á fleygiferð. Bakslagiö
kemur svo seinna og á það jafnt við um
þá sem neyta örvandi lyfja og hinna
sem veröa óvart ástfangnir. Þegar
áhrifin dvína er ekki lengur grund-
völlur fyrir sæluástandi í hæstu hæð-
um, heldur haldiö hratt niður brattann.
Og þá fellur margur maðurinn um koll.
Ópíum í heila
Þetta með efnafræði ástarinnar er
reyndar ekkert nýtt af nálinni. Læknar
og vísindamenn hafa löngum haldið
Daður í 11 liðum
En efnahvörfin stöðvast ekki þegar
fólk er orðið ástfangið. Kirtlar halda
áfram að spýta vökvum, taugar
herpast og slakna, leikurinn heldur
áfram. öll dýr hafa ákveðna aðferð við
aö para sig og mannfólkið líka. Það er
aðeins ögn flóknara hjá því en gerist og
gengur annars staðar í dýraríkinu.
Þegar maður vill nálgast konu eða
kona mann beita þau alþekktu bragði
er nefnt hefur verið daður. Daður er
sjálfu sér líkt hvar sem er í veröldinni,
í Tókýó jafnt sem á Tálknafirði og í
Bandaríkjunum hafa fræðimenn búiö
til kerfi í 11 liðum sem skýra á fyrir-
bæriö þegar fólk er að draga sig
saman:
— Þú brosir létt, hallar augunum
lítillega aftur og litur á hinn aðilann.
Svo lítur þú undan. Þetta er gjarnan
endurtekið nokkrum sinnum.
— Þú horfir eilítið lengur í augu við-
komandi en eðlilegt má teljast. Þó að-
eins örlítið lengur.
— Létt snerting hefst — ofurlétt.
— Þú lætur hönd þína hvíla á líkama
hennar/hans svo lítið ber á.
— Þið farið að standa nær hvort
öðru.
— Þú ferö að horfa ómeðvitað á
ákveðna hluta likama hennar/hans
með munninn hálfopinn.
— Þú kinkar samþykkjandi kolli við
öllu sem hinn aöilinn segir og skiptir
þá ekki máli hvort þú ert sammála eða
ekki.
— Þú notar handahreyfingar meira
en venjulega til að leggja áherslu á tal
þitt.
— Þú ferð að fylgjast betur með
hvaða áhrif tal þitt hefur. Þetta kemur
fram í lyftingu augabrúna og glenn-
ingu augna.
— Þú vætir varirnar í tíma og ótíma.
— Þú byrjar að velja umræðuefni
sem þú heldur að falli í góðan jarðveg
og áhugi sé fyrir.
Græneygða skrímslið
Þá má ekki gleyma afbrýðiseminni
sem bandarískir visindamenn tengja
einnig efnahvörfum. Afbrýðisemi er
ekkert grín enda ein aðalorsökin fyrir
morðum frömdum í Bandaríkjunum á
milli kynja — og reyndar víðar. Shake-
speare kallaði afbrýðisemi „græn-
eygða skrímslið”. Um þetta segir Mel-
vin Konner, prófessor við Emory há-
skólann í Atlanta: „Eins og allar
ástriður má rekja afbrýðisemi til líf-
fræðinnar. Mannskepnan er á varð-
bergi í hvert sinn sem hún verður fyrir
kynferðislegu áreiti. Hvað konur
varðar liggur varkárnin í augum uppi:
Hræðsla við þungun og ekki síður ótti
við að verða ofurliði borin af karl-
manni sem yfirleitt er líkamlega meiri
að burðum. Karlmenn eru hins vegar á
varðbergi til að verja karlmennsku
sína og heiður í samkeppni við kyn-
bræður sína. Afbrýðisemi er misjafn-
lega útbreidd í mismunandi samfé-
lögum en grunntónninn er alltaf sá
hinn sami. Svo lengi sem við þörfn-
umst náins samlífs kynjanna þörfn-
umst við afbrýðiseminnar til að við-
haldaþví.”
Svona er lífið, efnafræðin og ástin —
líka. -EIR.
„Það verkar eins og önnur ör
á fleygiferð. . . þegar áhrifin d
um heldur haldið hratt niður bi(
því fram að heilinn framleiði efni er
sé áþekkt ópíumi. Á það meðal ann-
ars að spretta fram við áreynslu og
telja margir að í því sé að finna þá vel-
líðan sem fylgir trimmi og öðrum lik-
amsæfingum. Sumir geta til dæmis
ekki farið að sofa fyrr en þeir eru búnir
að reyna visst mikið á sig, helst mjög
mikiö því þá er hausinn á þeim orðinn
fullur af „ópíumi” og þeir sofna eins og
steinar með sælubros á vör.
Um þetta segir Jaak Panksepp,
bandarískur vísindamaður: „I barn-
æsku verða ýmis ánægjuleg atvik
þess valdandi að framleiðsla á þessum
hormóni eykst. Að hjúfra sig upp að
\ andi lyf, herðir á hjartslætti, eykur
vina er ekki lengur grundvöllur fyii
attann. Og þá fellur margur maðuiii
foreldrum sínum er eitt; ró færist yfir
barnið og það sættir sig betur við það
þegar mamma og pabbi fara út úr her-
berginu og bjóða góða nótt. Ef til vill er
það þetta sem fólk kallar hlýju og
keppist við allt lífið að verða sér úti
um. Það er orðið háð þessu efni.”
Tannkrem og töfrar
„Þeim var ég verst er ég unni mest,”
segir Guðrún Osvífursdóttir í Laxdælu.
I bandariskum dægurlagatextum
kyrja þeir aftur á móti: „You always
hurt the one you love”, sem í raun þýð-
ir þaö sama. Skilin á milli ástar og hat-
urs virðast stundum óljós. Fólk brosir í
orku og setur tilf inningalíf ið
r sæluástandi i hæstu hæð-
nn um koll."
kampinn þegar einhver gestkomandi
kreistir tannkremstúpuna öðruvísi en
venja er. Ef makinn gerir sig aftur á
móti sekan um álíka yfirsjón getur
hann átt það á hættu að þriðja heims-
styrjöldin brjótist út á heimilinu. En
vísindamenn þykjast einnig hafa skýr-
ingu á þessu; og hún liggur í efnahvörf-
um eins og annað. Efnafræði tilfinning-
anna er sjálfri sér lík. Þú svitnar eins í
lófunum þegar þú verður reiður,
hræddur eða ástfanginn og hjartað fer
að slá álíka hratt. Það eru einvörðungu
aðstæðurnar sem ráða því hvort þú
verður reiður eða góður; tannkrems-
túpa eða töfrar.