Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Side 13
DV. LAUGARDAGUR19. OKTÖBER1985. 57 Aðfleyta kerlingar. . . er nákvæmnisvísindi Eins og allir, sem einhvern tíma hafa veriö krakkar, vita þá er ekki sama hvernig maöur kastar steininum þegar maöur fleytir kerlingar. Og að sjálfsögöu er ekki heldur sama hvernig steinninn er í laginu. John Zehr komst aö þessu á hinn vís- indalegasta hátt þegar hann ákvaö aö rannsaka hvaö þaö er sem fær hlut til að fleyta fleiri eöa færri kerlingar. John Zehr prófaöi um 20 mis- munandi efni sem voru næstum á 50 mismunandi vegu. Hann fékk síðan besta fleytisteininn, eins og sönnum vísindamanni sæmir, fyrir algera slysni. Maöurinn, sem slípaði til „steinana” (sem voru reyndar úr áli) fyrir Zehr, setti óvart dæld í einn þeirra. Sá steinn reyndist allra best. Zehr segist geta látið sérgeröa steina sína skoppa allt aö 40 sinnum. Yfir- menn Heimsmetabókar Guinness hafa hins vegar ekki viljað samþykkja fjöldann sem met vegna þess aö þeir viðurkenna ekki tilbúna steina. Guinness-metiö er því enn 24. Fleytingareiginleikar steina eða ann- arra álíka hluta hafa verið notaöir í stríði. Breski aðmírállinn Horatio Nel- son komst aö því aö fallbyssukúlurnar hans oUu miklu meiri skemmdum ef þær skoppuðu fyrst á yfirborði sjávar. Breskar herflugvélar létu sprengjur skoppa á stíflur Þjóöverja í síðari heimsstyrjöld. Steinn getur líka skoppaö á sandi, en gerist þaö sama og þegar hann skoppar á vatni? Nei, er stutta svarið. Otskýringin er nokkuö flóknari. Tímaritiö Science birti lesendabréf áriö 1957 þar sem spurt var þessarar sömu spurningar. Síðan þá hefur blaöiö fengiö fleiri en 10.000 svarbréf. Kirston Koths frá Bandaríkjunum kom meö lausnina. Hann sýndi meö ljósmyndum hvernig steinn hagar sér þegar hann fleytir kerlingar á vatni og á sandi. Þegar hann skoppar á sandi og lendir fyrst á aftari brúninni, eins og hann á aö gera, þá fer hann kollhnís þannig aö fremri röndin stingst niöur. Síðan skoppar hann upp. En þegar steinn skoppar á vatni þá Svona gerir steinninn þegar hann flýtur á votum sandi. Aftari röndin kemur niður fyrst. svo fer hann kollhnís og fremri röndin stingst niður og steinn- inn skýst áfram. gerist allt annaö. Hann lendir enn á aftari brúninni, en nú myndar hann öldu á undan sér. Hinn tiltölulega litli núningur viö vatniö veldur því aö steinninn flýgur áfram í loftinu, án þess aö fara í nokkurn kollhnís. Hann heldur fluginu. Steinninn fleytir ekki fleiri kerlingar eftir því sem honum er hent fastar. Þaö er bara lengra á milli kerling- anna. Þaö sem skiptir máli er lögun steinsins, þyngd hans og stærö, og — eins og hver krakki veit — hve nálægt höndin er yfirborði vatnsins þegar steininum er kastað. Nýjasta nýtt aai. Umsjón: Gerviblóð Japanskir vísindamenn hafa fundið upp gerviblóö sem getur flutt súrefni á sama hátt og náttúrlegt blóð. Bros til gleði Þaö eru andlitsvöövarnir sem ákveöa hvernig skapi maður er í en ekki öfugt, segir bandaríski sál- fræðingurinn R.B. Zajonc. Fólk hefur um 80 andlitsvöðva. Með þeim getum viö annaðhvort aukiö blóöstreymi til vissra heilahluta eða minnkaö þaö. Þetta blóðstreymi hefur síðan þau áhrif á heilann að einstakir hlutar hans hitna eöa kólna. Þaö hefur síðan áhrif á það hvort okkur líöur vel eöa ekki. Zajonc segir aö bros virki vel á fólk. Þaö fólk sem brosir í sífellu sé glatt vegna þess aö það brosir. Gervibros, eftir hans kokkabókum, ekki til. Heilinn þyngist Mannsheilinn veröur þyngri og þyngri. Áriö 1860 vó karlmannsheili 1372 grömm. Nú á dögum er hann hins vegar 1424 grömm aö þyngd að meðal- tali. Kvenheilinn er hins vegar 1265 grömm. Kvenréttindakonur, heyriði? Krem gegn hrukkum Líftæknilegt húökrem er að komast á markaö í Bandaríkjunum. I kreminu er efni sem hefur áhrif á vefi líkamans, TCF, og lengir líf frumnanna. Efnið á aö geta unnið gegn hrukkum. Þetta efni er búiö til úr náttúrlegum vef jum svo aö kremið veröur dýrt. Ómskanni finnur æxli Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa búið til nýja tegund ómskanna sem er eins konar sónar sem sendir frá sér hljóðbylgjur og mælir bergmál þeirra. Þessi nýi ómskanni á aö geta komiö auga á æxli sem annars yrði ekki greint fyrr en eftir nokkra mánuði. Omskanninn er sendur í gegnum munn og háls, niður meltingarfærin og í magann. Á leiöinni mynda hljóö- bylgjurnar mynd á sjónvarpsskermi sem læknar geta rannsakað og athug- að hvort þar eru nokkur æxli sem erfitt væri aö sjá með heföbundnum aö- feröum. EyeDentification System 7,5 er öruggara en fingrafarataeki og hleypir engum óviðkom- andi framhjá sér. Augað kemur upp um þig Þú hefur örugglega séð þetta tæki í aö minnsta kosti einni James Bond- kvikmynd og tveimur kjarnorku- sprengjubrjálæðingamyndum í viðbót. En nú er það komið á markaðinn. Augnkönnunartækið EyeDentifica- tion System 7,5 hleypir engum fram- hjá nema þeim semhafa verið stimpl- aöir inn. Tækið myndar augu þeirra sem mega fara inn í viss herbergi eða byggingar. Þegar menn ætla svo aö fara inn veröa þeir aö leggja augu sin yfir tækið. Ef þaö hefur mynd viðkom- andi í minni sinu kemst hann inn. Engin tvö augu eru eins og því eru líkurnar minni en ein á móti milljón aö hægt sé aö blekkja vélina. Hún kostar annars um hálfa milljón. T ölvusekt á bílinn Breskir stööumælaverðir eru nú orðnir tölvuvæddir. Þeir hafa nú fengiö -rafeindatæki sem lítur út eins og lítil reikningstölva. En á tækiö stimpla þeir inn bílnúmer, stööumælanúmer, tíma og hvaö viðkomandi bílstjóri hefur gert rangt. Svo er tölvuútskrift látin á bílþurrkuna, upp á gamla móðinn. En á lögreglustöðinni er tækiö sett í samband viö tölvu, sem skráir færslur dagsins í heila lögreglustöövarinnar. Nýja tæknin er mun miskunnarlaus- ari en gamli penninn og breskir stööu- mælaveröir ku vera sýnu óvinsælli. Þórir Guðmundsson SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna það í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr bánka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Viöbirtum... ÞaÖ berárangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst,óháð dagblað ER SMAAUGLYSINGABLAÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.