Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. 63 I I 1 í i og lista- maðurinn Einhver ánœgjulegustu tiðlndl, sem borlst hafa úr poppheimi á þessu ári, — að áliti sumra — eru endurkoma Dexy’s Midnight Runners. Einn breskur blaðamaður orðaði það svo að það vœri svona mesta númer við það að Jimi Hendrix risi upp frá dauðum. Það eru liðin meira en þrjú ár frá síðustu breiðskífu Dexy’s og þessi þögn hefur verið næstum cbærileg fyrir aðdáendur sveitarinnar. Rétt er að minna á að Dexy’s platan frá árinu 1982, Too-Rye-Ay, var kjörin plata þess árs af íslenskum gagn- rýnendum. Nú — þremur árum síðar — lætur Dexy’s loks í sér heyra á nýjan leik og útlendir gagnrýnendur hafa langflestir borið mikið lof á nýju plötuna: Don’t Stand Me Down. Gersemi Dexy’s Midnight Runners er alveg einstök hljómsveit hvernig sem á feril hennar er litið. Raunar væri nær DEXY’S MIDNIGHT RUNNERS Eg hef dálitla sjálfsvirðingu og án hennar gæti ég ekki haldið áfram. Eg er ekki að reyna að fylgja á eftir Too-Rye-Ay. Eg er að reyna að gleyma henni.” Svo mörg voru þau orð. Poppstjarna — skemmtun fyrir börnin Kevin Rowland hefur alla tíö litið á sjálfan sig sem séni. En hann er ekki einn um þá skoðun og þó öfundarmenn og andstæðinga eigi hann marga eru aðrir sem hampa honum sem nokkurs konar frelsara i bresku poppi. Reyndar ætlaöi Kevin i bernsku að verða prestur en féll frá þeirri hugmynd og tók að læra á gítar. Sautján ára gamall yfirgaf hann heimabæ sinn, Birmingham, og stofnaði sína fyrstu hljómsveit árið 1976: Lucy And the Lovers sem síðar varð The Killjoys. Tveimur árum síðar varð Dexy’s Midnight Runners tu. Ýmsir halda að Dexy’s sé írsk hljómsveit og einkanlega var því haldiö á lofti eftir Too-Rye-Ay plötuna og lagið Come On Eileen enda ósvikinn írskur þjóðlagastíll þar haföur í hávegum. En Dexy’s getur engan veginn talist írsk. Allir meðlimir hennar þá og nú eru fæddir í Bretlandi. Hins vegar eru foreldrar Kevins frá Irlandi og hann dvaldi langdvölum meðal frænda sinna á Irlandi á æskuárunum. Varla er hægt að finna öllu persónulegri plötur ai Dexy’s plöturnar — og þessi nýja slær þær sennilega allar út hvað það varðar. Einlægni og heiðarleiki eru hugtök sem oft sjást þar sem Dexy’s ber á góma. Gítaristinn Billy Adams hefur sagt að platan sé öll eins og ljóö. „Platan er algerlega persónuleg,” segir Kevin, „að sumu leyti kannski of persónuleg. Allt sem gerst hefur í mínu lífi á síðustu árum er þar að finna.Allt.” Spurning: Ertu afslappaöri nú en þú varst hér áður fyrr? Svar: Eg veit ekki um afslöppun. Eg er miklu þroskaöri. Og örugglega eldri. Spurning: Viltu verða popp- stjarna? Svar: Alls ekki. Það er svosum ekkert að því að vera poppstjarna en slíkt er bara skemmtun fyrir böm. Eg er 32 ára. Eg er maður, hreykinn af því að vera svona gamall. Eg er ekki að reyna aö vera ungur maður um tvítugt. Þegar ég byrjaði var metnaðurinn þaö sem veitti mér kraft. Ég vildi slá í gegn vegna þess að ég var dauðleiður á vinnunni. En eftir á að hyggja sá ég að ég gæti gert eitthvaö verulega gott. Og þegar ég haf ði gert mér grein fyrir því að ég gæti verið verulega góður varö ég aö helga mig því sem ég var að gera. Egerlistamaöur.” Er nokkru við þetta aö bæta? -Gsal. Kevin Rowland (fyrir miflri mynd) ásamt Helen O’Hara og Billy Adams. Klœðnaflurinn hefur breyst mefl árunum eins og myndirnar sýna og hljómsveitar- meðlimir skyndilega orflnir mjög ihalds- samir i klœflaburði: „Ég er maflur — og einhvern tíma kemur afl því afl maflur verflur afl fara afl haga sér eins og maflur," segir Kevin Rowland. Rowland og Dexy’s Midnight Runners hafa fram yfir aðra poppara? Ef mér leyfist að vitna aftur í Phil McNeill þá segir hann að hæfileikar Kevin Rowlands séu ekki þaö eina sem hann hafi umfram keppi- nautana; tónlist hans hafi þaö ennfremur fram yfir annað samtímapopp að hún geti hafa verið samin hvenær sem er á siðustu tuttugu árum. Hún sé ekki tengd neinum ákveðnum tíma. Og þessi breski blaðamaður bætir viö: Ummæli um nýju plötuna eru öll á þann veg að gagnrýnendur eru hrifnir, en þeim er ómögulegt að staðsetja hana. Platan er sérkennileg blanda af tveimur fyrri plötum Dexy’s, kröftugum lúðrablæstri fyrri plötunnar og fiðludansi þeirrar síðari að viðbættum hvunndags- legum samtalsstíl; hér er líka að finna þau áhrif sem helst hafa einkennt feril Dexy’s fram til þessa: sóltónlist og þjóðlagatónlist. Stöðnun En hvað olli því að Kevin Rowland og Dexy’s létu sig hverfa eftir vinsældir Too-Rye-Ay? Kevin svarar því til í nýlegu viðtali að hljómsveitin hafi verið stöðnuð, tónlistarlega séö hafi þau ekki haft neitt nýtt fram að færa og aðeins verið að endurtaka það sem áður hafði verið gert. „Ef ég liti á dagatalið gæti ég nákvæmlega bent á þann dag sem við hættum samstarfinu, í júní 1983. Eins og svo oft áður var hluti af hljómsveitinni auövitað búinn að gefast upp á mér en við þrjú, ég, Helen (O’Hara) og Billy (Adams) vorum ákveðin í þvi aö halda samstarfinu áfram. Eg tók mér þriggja mánaöa frí en eftir það fór ég að leggja drög að nýrri breiðskífu. Upptökur hófust svo í júlí 1984 og ég átti svo sannarlega ekki von á því að þær tækju hálft annað ár? Spuming: Attirðu von á því að þú gætir ekki samið eitthvað jafnáhrifa- mikið og á fyrri plötunum? Svar: Nei, langt því frá. Mér fannst síðasta breiðskífa bara drasl. Á þessari plötu er ég með góða hljóð- færaleikara með mér, góö lög og ég hef stjórnað upptökum á þessum lögum eftir bestu getu — veit að mér hefur tekist vel upp. Eg var ekki þessarar skoðunar eftir upptökur á Too-Rye-Ay. Sú plata hefði getað orðið góð en reyndin varð bara önnur. Hún leiddi okkur aöeins i öngstræti. Að visu var hægt aö græöa á henni — en hvað með það? sanni að segja aö Kevin Rowland væri einstakur því hann er Dexy’s Midnight Runners. Hljómsveitin sló sér upp á topplaginu Geno fyrir rúmum fimm árum og i kjölfariö fylgdi einhver magnaðasta frum- raun hljómsveitar á breiðskífu, platan Searching for the Young Soul Rebels. Þrátt fyrir upplausn innan sveitarinnar í lok ársins 1980 hélt Kevin Rowland sínu striki og sýndi snilli sina á smáskífum eins og Plan B og Come on Eileen, sem breski blaðamaöurinn Phil McNeill taldi á dögunum að ættu best heima í djúkboxi Drottins! Slík gersemi væru þessi lög. Siöan kom stóra bomban: Too- Rye-Ay — og íslenskir gagnrýnendur voru ekki þeir einu sem létu hólið gossast á pappírinn. Hvarvetna var þessari áhrifamiklu plötu hælt á hvert reipi. Svo kom þessi langa þögn sem nú hefur loks veriö rofin. En hvaö er þaö sem Kevin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.