Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Page 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 Einhell vandaöar vörur Smerglar Margargerðir. Afar hagstætt verð. Skeljungsbúðin SÍÖumúla33 símar 681722 og 38125 Einhell vandaöar vörur SLÍPIROKKAR fyrir ,,hobbý” fyrir verkstæöi fyrir iðnað Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 681722 og 38125 Brifa öryggissæti fyrir börn f t Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest. - og losað BENSINSTOÐVAR SKELJUNGS Uttönd Utlönd Utlönd ANDREW PRINS? Breska blaðið Daily Mail segir i dag að Andrew prins og vinkona hans, Sara Ferguson, hafi ákveðið að trúlofa sig í júní næstkomandi. Segir í fréttinni að Elísabet drottn- ing, móðir Andrews, hafi þegar gefið samþykki sitt og lítist vel ó meyna. Blaðið hefur það eftir Díönu prins- essu, sem er góð vinkona Söru Ferguson, að skötuhjúin hafi ókveð- ið að láta pússa sig saman síðar á Sviss-New York fyrir 7500 krónur Gissur Helgason, fréttaritari DV í Zurich: Bandaríkjamenn beita nú Sviss- lendinga þrýstingi til þess að lág- fargjaldaflugfélagið People Express geti á komandi sumri boðið upp á ferðir á milli Zurich og New York fyrir um 360 svissneska franka eða um 7.500 íslenskar krónur. Eins og vant er hjá People Express þá eru þessi lógu fargjöld háð ákveðnum skilyrðum. Engar fyrir- frampantanir né fyrirframgreiðslur, engar tímatakmarkanir varðandi Bandaríkjadvöl né ákvörðun um brottfarardag. Svissneska ríkisstjórnin og flug- félagið Swissair hafa fram að þessu sagt algert nei við fyrirhuguðu flugi People Express en nú hefur stjómin í Washington ákveðið að beita þrýst- ingi til þess að flug þetta verði að veruleika. Thomas Colwell, er starfar hjá bandaríska samgöngumálaróðuneyt- inu, hefur lýst því yfir að framleng- ing lendingarleyfa til svissneskra flugfélaga í Bandaríkjunum geti dregist á langinn verði ekki orðið að ósk People Express. Mál þessi eru ó mjög viðkvæmu stigi um þessar mundir þar eð Swiss- air er að ræða um áframhald lending- arleyfa á nýjum stöðum, svo sem Houston og Atlanta. Sem stendur flýgur People Express til London og Bmssel hér á megin- landinu. Flugfélagið notar einungis júmbó- þotur á þessum flugleiðum, matur og drykkur um borð eru ekki innifalin í fluggjaldinu. 720 frankar fram og til baka er fargjaldið sem People Express setur upp fyrir flugleiðina Zúrich-New York, eða um 360 dollarar. Svissneska flugfélagið Balair býð- ur nú sem stendur upp á sams konar flugleið fyrir 790 svissneska franka. Verð þetta er miðað við leiguflug. Balair hélt uppi vikulegum ferðum til íslands síðari hluta vetrar 1985 ó mjög góðum fargjöldum eða um 13.000 krónum á þess tíma verðlagi. Óv/ssan nagargeim- ferðaáætlanimar Nefndin, sem Reagan forseti setti á laggimar til þess að rannsaka slysið á geimskutlu.nni Challenger, kemur saman tii fundar í Hvíta húsinu í dag þar sem sérfræðingar munu fyrir luktum dymm veita henni ýmsar upplýsingar. Síðan verður ákveðið hvemig nefndin hagar störfum sínum. Meðal þeirra tólf, sem sæti eiga í nefndinni, eru Sally Ride, sem var fyrst bandarísk kvenna til þess að fara út í geiminn, og Neil Armstrong, sem varð fyrstur manna til að ganga ó tunglinu. - Nefndin hefur fjóra mánuði til þess að skila skýrslu um rannsókn sína ó slysinu. Nefndin heyrði í gær ólit ýmissa starfsmanna geimferðastofnunar- innar, þar sem menn létu í ljós áhyggjur af framhaldi geimferða á meðan ekki er vitað hvað olli Chal- lenger-slysinu. Sérfræðingar efast um þá tilgátu að veðrið hafi valdið einhverju um sprenginguna í skutl- þessu ári. Orðrómur um væntanlegt kónga- brúðkaup fékk byr undir báða vængi í gær þegar haft var eftir föður Söru að samband hennar við prinsinn væri náið. Mönnum er mjög starsýnt á myndir teknar af skutlunni í skotinu og þessar 72 sekúndur, sem hún var ó lofti, áður en hún sprakk. Á skýrustu myndunum sést hvar eldtunga birtist framarlega á milli burðarflaugar og skutlunnar, eins og þar hafi lekið út eldsneyti og eldur læst sig í það strax. - Mikil áhersla er lögð á að finna brak úr eldflaugunum og skutl- unni og ráðagerðir um að kafa niður á 350 metra dýpi til þess að ná upp brotum í von um að þau varpi ljósi á gátuna. síðasta TRÚLOFUN HJÁ Duvalier á snúningnum Fullyrt var í kvöldfréttatíma bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS að Jean Claude Duvalier, forseti Haiti, myndi flýja land innan næstu 24 klukkustunda og væri fyrsti við- komustaður hans Frakkland. Sjónvarpsstöðin hafði það eftir heimildum í leyniþjónustunni að Bandaríkin og ýmis ríki Evrópu ásamt nokkrum Afríkuríkjum hefðu unnið að því síðustu daga að undir- búa valdatöku þjóðstjórnar borgara- Óeirðir i Port Au Prince á Haiti. Fregnir frá Bandaríkjunum herma að Duvali- er flýi land á næstu klukkutímum. viðkomustað Duvalier og fjölskyldu en óstaðfestar fregnir herma að Marokko hafi samþykkt að taka við einræðisherranum. I fréttinni sagði ennfremur að Bandaríkjastjórn myndi senda herlið til Tahiti til að skakka leikinn og vernda bandaríska hagsmuni ef óeirðir brytust út og lífi bandarískra borgara væri stefnt i hættu. legra fulltrúa og fulltrúa hersins eftir að Duvalier hrökklaðist frá. Ekki er enn vitað um endanlegan Hjónin Michelle og Jean Claude Duvalier. Vinsæl í upphafi valdat- ímans en óstjórn og ráðleysi reyttu afþeimfylgið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.