Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1986, Qupperneq 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 ÚUönd ÚUönd ÚUönd ÚUönd Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson —— ——nwwTTTnnnnBnTmrrmr'i i ii n—n "i "thiiiiihi ii iii—mn'rnn'” ———— Fámælgin er hættuleg Hvernig stemma á stigu við eyðni Breska vikuritið Economist birtir athyglisverða grein í síð- asta hefti sínu þar sem fjallað er um eyðni frá ýmsum sjónar- homum og til hvaða aðgerða þjóðfélög þurfi að grípa til að stemma stigu við útbreiðslu hins voveiflega sjúkdóms. Opinber herferð tímabær f greininni segir að ríkisstjórnir verði að leggja aukna áherslu á breytta kynlífshegðan þegna sinna til að spoma við út- breiðslu eyðni. Telur blaðið auglýsingaherferðir studdar með opinbem fé fyllilega tímabærar í baráttunni gegn frekari útbreiðslu. Líklegt er að slík auglýsingaherferð valdi mikilli andstöðu. Siðavandir munu snúast gegn henni og telja hana ósiðsam- lega. Frjálshyggjumenn munu fordæma hana sem frekleg afskipti af einkalífi hvers og eins og íhaldssamir aðhaldsmenn sem sóun á almannafé. En ef árangur á að nást verður ekki hjá því komist að móðga alla þessa hópa. Besta ráðið til að hefta útbreiðsluna er auglýsingaherferð er brýnir fyrir fólki að nota verjur við kynmök og fækka bólfélögum. Öðmvísi verður ekki ráðið við útbreiðsluna, segir í Economist. Herferðinni skal beint til samkynhneigðra sem og annarra. Fleiri sýkingarmöguleikar Sannanir em nú fyrir því að sýktur karl getur smitað rekkju- nauta sína af kvenkyni við samfarir og haldbær rök leiða getum að því að sýkt kona geti haldið smituninni áfram til annarra bólfélaga sinna. eyðni. Þegar höfðu 8220 þeirra látist af völdum sjúkdómsins. A milli 700 þúsund og 1,4 milljón Bandaríkjamenn höfðu á sama tíma smitast af eyðniveirunni en ekki höfðu enn komið fram nein sjúkdómseinkenni hjá þeim. Talið er að hjá 20 af hverjum 100 þeirra muni hafa þróast sjúkdómseinkenni á næstu fimm árum. Á innan við átta ámm er síðan búist við að 17 manns af þessum 20, sem fyrr er á minnst, muni hafa látist úr sjúkdómnum. Með fyrrgreindar tölur í huga má auðveldlega ímynda sér gífurlega hraða útbreiðslu sjúkdómsins og hve vamarlaus við stöndum gegn þessum vágesti. Yfir 20 íslendingar smitast á ári Á útbreiðsluhraðanum má sjá að yfir 250 þúsund Bandáríkja- menn geta látist úr eyðni á næstu átta árum nema læknávís- indunum takist að finna ráð til bjargar. Það er heldur engin trygging fyrir því að útbreiðsla eyðni sé einungis bundin við þá áhættuhópa í þjóðfélaginu sem fram að þessu hafa verið álitnir líklegust fómarlömb, svo sem samkynhneigðir, blæðarar og eiturlyfjaneytendur. Ef eyðni á eftir að ná sama útbreiðsluhraða meðal hins almenna borgara og ríkir í fyrrgreindum áhættuhópum er ljóst að afleiðingarnar verða hryllilegar. Búist er við að yfir 20 þúsund Bandaríkjamenn smitist af eyðniveirunni á þessu ári, það er í kringum 55 manns á degi hverjum. Ef við færum þessar tölur yfir á íslenskan mælikvarða og miðum við sama útbreiðsluhraða munu 20 íslendingar smitast af eyðniveir- unni á þessu ári. Þeir sem yrðu viðkvæmir fyrir slíkri opinberri auglýsingaher- ferð ættu að kanna betur opinberar tölur um gífurlega skjóta útbreiðslu hins hræðilega sjúkdóms. í byrjun þessa árs höfðu 16138 Bandaríkjamenn smitast af í byrjun þessa árs höfðu 16138 manns sýkst af eyðni í Banda- ríkjunum. Af þeim hafa 8220 nú þegar látist. Sumir eru þeirrar skoðunar að yfirvöld verði að taka frumkvæðið í baráttunni fyrir útbreiðslu sjúkdómsins með herferð er miði að breyttri kynlifshegðan þegnanna. Ræðan sem bylti Stalín af stalli fyrir 30 árum Það verður ólíklega mikið um hátíðahöld í Kreml en í þessum mánuði er þrjátíu ára afmæli ræð- unnar frægu sem hristi upp í Sovét- mönnum og öllum hinum komm- úníska heimi. Breytti ímynd átrúnaðargoðsins í leyniræðu Nikita Krúsjeffs á 20. flokksþinginu þann 25. febrúar 1956 var fordæmd ógnarstjórn Stal- íns og dregin upp ófegruð mynd af hreinsunum fjórða áratugarins, sem kostað höfðu milljónir manna lífið. Allt hafði það áður verið for- boðið umræðuefni í Sovétríkjun- um. Það er ekki ýkja líklegt að um- ræður um sögulegt hlutverk Stal- íns setji mikinn svip á 27. flokks- þingið sem byrjar í þessum mánuði. I nokkur ár hefur verið litið á hreinsanir Stalíns sem umræðuefni er betur væri komið grafið og gleymt. - Þó veittist skáldið Jevg- ení Jevtúsjenkó í nýlegri ræðu að því að ítarlegar lýsingar skorti í sovéska sögu á hinum myrku verk- um Stalínstímans. Hefur sú ræða vakið vangaveltur um hvort í stjórnartíð Gorbatsjovs verði fjall- að opinskárra um þennan tíma Ráðstj órnarríkj anna. Það er ekki annað að sjá en það hafi verið með blessun þess opin- bera að Jevtúsjenko ávarpaði rit- höfundaþing Sovétríkjanna og komst m.a. svo að orði: „Þegar maður flettir blöðum nútímasögu Sovétríkjanna, sem einlægt er ver- ið að umskrifa, vekur það þér beiskju að sjá úa og grúa í óskrifuð- um köflum þagnar og leyndar.“ Kröfðust uppreisnar æru Áhrifanna af ræðu Krúsjeffs gætir enn meðal landsmanna, sem margir hafa óskað eftir því að ættmenni þeirra, er ýmist voru leidd fyrir aftökusveitir eða til útlegðar í þrælabúðaklasanum, verði endurreist. Þúsundir hlutu uppreisn æru eftir ræðu Krúsjeffs, en þar á meðal voru þó ekki sum hinna frægari fórnardýra Stalíns í flokknum, eins og Nikolai Búk- harin, Lev Kamenev og Grigorí Zinoviev, sem voru skotnir eftir sýndarréttarhöldin. Samt rétt hjá Stalín... Annars fannst söguskýrendum mörgum ræða Krúsjeffs hvað merkilegust fyrir það að þar var áréttað að rétt hefði verið af Stalín að berjast við þá Búkharin og fé- laga, jafnvel þótt aðferðirnir, sem hann viðhafði, hefðu verið stund- um fullöfgakenndar. Sömuleiðis hafði Krúsjeff látið undir höfuð leggjast að útlista hvað kúgunar- stjórn Stalíns hefði gengið langt. Hann lýsti aðeins í meginlínum hvernig kúgunin hefði bitnað á flokksfélögum og foringjum hers- ins (sem var nær útrýmt 1937 og ’38) fremur en á hinum almennu borgurum. En ræðan markaði auðvitað tímamót, því að fram að því hafði Stalínsdýrkunin ekki gert ráð fyrir því að Stalin gæti orðið á mistök. Fyrstu áhrifin erlendis lýstu sér i því að margir sögðu sig úr komm- únistaflokkum sinna heimalanda. Uppreisn varð i Ungverjalandi og róstur í Póllandi. Klofnmg sovésku og kínversku kommúnistaflokk- anna má að miklu leyti rekja til ræðunnar. „Þíðan“, sem kom í kjölfarið, leiddi til útgáfu endurminninga og skáldskapar um Stalínstímann. Þar bar hæst bók Solzhenitsyns, Dagur í lífi Ivans Denisovich, en Krúsjeff leyfði sjálfur útgáfu henn- ar. Lenín leist ekki á Stalín Ræðan, sem átti að fjalla um persónudýrkun og afleiðingar hennar, lak fljótlega til Vestur- landa. í henni var í fyrsta skipti gert opinbert að Lenín hafði undir lokin varað við því að „Stalín væri afskaplega ruddalegur" og ætti ekki að verða leiðtogi flokksins. - Krúsjeff sagði að af 139 miðstjóm- armönnum, sem kosnir voru á 17. flokksþinginu 1934, hefðu 98 verið handteknir og skotnir, aðallega árin 1937 og 1938. Hvorki meira né minna en 1.108 þingfulltrúar á 17. flokksþinginu (af alls 1.966) voru handteknir, samkvæmt því sem Krúsjeff sagði. Sagði hann að sak- argiftir hefðu flestar verið auð- virðilegar og ósannaðar: „Stalín tefldi flokknum og NKVD (fyrir- rennara KGB) leynilögreglunni fram til ógnarstjórnar." Þarna kvað við dálítið annan tón hjá Krúsjeff en í janúar 1937 þegar Pravda hafði eftir honum „að Stal- ín væri það besta sem mannkyninu hefði áskotnast....geislinn sem vís- aði veginn öllum framfarasinnuð- um mönnum“. Þrjátíu ár eru síðan Krúsjeff flutti sína frægu ræðu á lokuðu flokksþingi, þar sem hann dró upp aðra...... ...mynd af Josep Stalín en glansmálarar persónudýrkunarinnar höfðu gert af marskálknum og landsföðurnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.