Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1986, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1986, Síða 6
28 DV. FÖSTUDAGUR 7. MARS1986. Þjóðleikhúsið Kardemommubærinn. Á sunnudag kl. 14 verður sýning á Karde- mommubænum eftir Thorbjörn Egner og eru einungis fáar sýning- ar eftir á þessum sívinsæla barna- leik. I helstu hlutverkum eru Ró- bert Arnfmnsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson og Örn Árna- son. Alþýðuleikhúsið Laugardaginn 8. mars og sunnu- daginn 9. mars verða 16. og 17. sýning á leikritinu Tom og Viv að Kjarvalsstöðum og hefjast klukkan 16 báða dagana. Sýningar á Tom og Viv féllu niður um síðustu helgi til að hliðra fyrir Grænlandskynningunni en hefjast nú aftur af fullum krafti. Leikritið, sem fjallar um hjóna- bandsraunir og þjáningar T.S. Eliots og konu hans, Vivienne, hefur hlotið einróma lof gagnrýn- enda og frábærar viðtökur leikhús- gesta. Tom og Viv er eftir Michael Hastings, i íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Leikendur eru Sigurjóna Sverrisdóttir, Viðar Eggertsson, Margrét Ákadóttir, Arnór Benónýsson, María Sigurð- ardóttir og Sverrir Hólmarsson. Kolbeinn Bjarnason leikur á flautu tónlist sem Leifur Þórarinsson samdi fyrir sýninguna. Leikfélag Akureyrar Allra síðasta sýning á Silfur- tunglinu eftir Halldór Laxness er á föstudagskvöldið kl. 20.30. Nemendaleikhúsið Nú um helgina eru síðustu sýn- ingar á sjónleiknum Ó muna tíð eftir Þórarin Eldjárn. Sýningar verða sem hér segir: laugardag kl. 20.30, sunnudag kl. 20.30, mánudag kl. 20.30 og þriðjudag kl. 20.30. Sýningar fara fram í Lindarbæ. Símsvari tekur við miðapöntunum ísíma 21971. Þjóðleikhúsið frumsýnir Ríkharð þriðja, eftir William Shakespeare, á laugardagskvöld en önnursýning verður á sunnudagskvöld. Islensk þýðing leiksins er eftir Helga Hálf- danarson, leikstjóri er John Burg- ess frá breska þjóðleikhúsinu, leik- mynd er eftir Liz da Costa, búninga gerði Hilary Baxter, lýsingu annast Ben Ormerod og tónlist er eftir Terry Davies. Helgi Skúlason leikur titilhlut- verkið en með önnur veigamikil hlutverk fara Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Flosi Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir, Ragnheiður Steind- órsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason, Erlingur Gísla- son, Sigurður Sigurjónsson, Jón S. Gunnarsson en alls fara um fjöru- tíu leikarar með hlutverk í sýning- unni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslen- skir leikhúsgestir fá að sjá einn af konungsleikjum Shakespeares en Ríkharður þriðji hefur löngum verið með langvinsælustu verkum leikskáldsins enda spennandi verk með hraða atburðarás og uppfullt af kímni þó gráleit sé. Þarna er rakinn blóðugur ferill valdaráns allt þar til harðstjórinn fellur í frægri orrustu. Leikhús-Leikhús Revíuleikhúsiö Síðustu sýningar á Skottuleik Brynju Benediktsdóttur eru nú um helgina í Breiðholtsskóla. Eru sýningar sem hér segir: á laugardag kl. 15.00 og á sunnudag kl. 16.00. Regnboginn Að venju eru margar myndir í Regnboganum. Merkilegasta myndin er Maður og kona hverfa (Viva la vie), mynd hins franska leikstjóra Claude Lellouch. Sann- arlega kvikmynd sem fær fólk til að hugsa þótt allir séu ekki á sama máli um boðskap hennar. Af öðrum myndum má nefna tvær unglinga- myndir, Pörupiltar (Catholic Boys) og Hjálp að handar, (The Heavenly Kid), hressar myndir sem einkum eru ætlaðar yngri áhorfendunum. Og ekki má gleyma snilldarverki Woody Allen, Kairórósinni (The Purple Rose Of Cairo), mynd sem sannar að Woody Allen er meðal mestu meistara kvikmynda í dag. Háskólabíó Þá er komin á hvíta tjaldið þriðja mynd þeirra fóstbræðra Charles Bronson og Michael Winners, Auga fyrir auga 3 (Death Wish 3), sem eins og fyrri myndirnar tvær fjallar um óbreyttan borgara sem tekur lögin í sínar hendur. Fyrsta myndin var nokkuð eftirtektar- verð, næsta lélegri og um þá þriðju geta væntanlegir áhorfendur dæmt. Einu er hægt að lofa: það er ekki gert lítið úr ofbeldinu í þessari mynd. Meðal annarra leik- ara má nefna Martin Balsham og Deborah Raffin. Stjörnubió Hryllingsnótt (Fright Night) er, eins og nafnið bendir til, hryllings- mynd sem fjallar um ungan mann er fær grun um að einhverjir óvætt- ir búi í næsta húsi við hann. Nánar tiltekið heldur hann að blóðsugur haldi sig í húsinu. Hér er komin úfærsla á hinni þekktu Drakúla- hugmynd sem margir hafa skemmt sér yfir. Þá má nefna myndina Sannur snillingur (Real Genius) sem er gamansöm unglingamynd um eldhressa krakka með háa greindarvísitölu. Austurbæjarbió I Austurbæjarbíói er verið að sýna myndina Ég fer í fríið til Evrópu (National Lampoons European Vacation), sem er fram- hald vinsællar myndar, Ég fer í fríið, sem sýnd var í fyrra. Það er Chevy Chase er leikur aðalhlut- verkið sem fyrr. Fjallar myndin um ameríska fjölskyldu sem fær Ev- rópuferð í verðlaun í spurninga- leik. Af öðrum myndum í Austur- bæjarbíói má nefna tvær myndir sem byggðar eru á frægum ævin- týrasögum, Námur Salómons Kon- ungs og Greystoke - goðsögnin um Tarsan. Nýja bíó Nýja bíó hefur tekið til sýningar kvikmynd eftir franska meistarann Claude Chabrol, Blóð annarra (The Blood of Others). Ekki þori ég að spá um hvernig myndin lítur út í þessari útgáfu, en upprunalega er myndin gerð fyrir sjónvarp og tek- ur þar sex tíma f sýningu. Þannig er hægt að fá hant: á videóleigum. Bíóhöllin Kvenhaukurinn Kvenhaukurinn (Ladyhawke) er ævintýramynd er gerist á miðöld- um og er uppfull af göldrum og kynjaverum þeirra tíma. Myndin fjallar um biskup sem er illur mjög. I skógi einum í Frakklandi leggur hann galdra á riddara nokkurn og hefðarkonu að þótt þau séu alltaf saman þá verði þau aðskilin að eilífu. En eins og í sönnum ævin- týrum er alltaf leið út úr göldrum. I Kvenhauknum er björgunin í líki ungs vasaþjófs sem án þess að vita það í fyrstu er sá eini sem getur leyst riddarann og hefðarkonuna úr ánauð. í aðalhlutverkum eru Hollenski leikarinn Rutger Hauer, Michelle Pfeiffer og ungi drengur- inn sem vakti töluverða athygli í War Games Matthew Broderick. Af öðrum myndum i Bíóhöllinni er vert að nefna Silfurkúluna (Sil- ver Bullett) sem er nýjasta myndin sem gerð er eftir sögu eftir Stephen King. í þessu tilfelli gerir hann sjálfur handritið sem er sannkölluð varúlfasaga. HK Sú útgáfa vakti frekar vonbrigði en ánægju. Það má vera að Blóð annarra sé þolanlegra í þeirri stytt- ingu sem um ræðir hér. Ekki getur hún versnað. Aðalhlutverkið leik- ur Jodie Foster sem var einhver besta barnaleikkona sem komið hefur fram á síðari timum. Heldur finnst mér henni hafa farið aftur hæfileika séð. Laugarásbíó Læknaplágan (Stiches) er gam- anmynd um nokkra læknanema sem ætla sér að glæða læknanámið lífi með aðstoð sjúklinganna. Þetta er dæmigerð ærslamynd þar sem hlutirnir eru ekki teknir of alvar- lega. I aðalsal er hins vega sýnd Nauðvörn, sem fjallar um hörku- kvendi sem taka lögin í sínar hend- ur þegar um nauðganir er að ræða. Þá má geta þess að í Laugarásbíói er enn sýnd hin ágæta skemmti- mynd Aftur til framtíðar (Back to Future), mynd sem óhætt er að mæla með fyrir flestalla. Tónabíó Tónabíó sýnir mynd sem vakið hefur umtalsverða athygli erlendis, í trylltum dansi (Dance With' a Stranger) nefnist hún og segir frá Ruth Ellis sem var síðust kvenna tekin af Iífi í Bretlandi. Það er ung leikkona, Miranda Richardson, sem leikur aðalhlutverkið ásamt efnilegum leikara, Rupert Everett. í trylltum dansi hefur víðast hvar fengið góða dóma, bæði hjá gagn- rýnendum og áhorfendum. •* Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Hvað er á seyði um helgina — Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412 kl. 8-9 mánudaga til föstudaga. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum frá kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Nýlega opnaði Gunnlaugur Stefán Gíslason sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Borg, en þetta er sjöunda einkasýning hans. Á um 1985-86. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18 og kl. 14 -18 laugardaga og sunnu- daga og stendur sýningin til 17. mars. Gallerí Grjót við Skólavörðustíg Þessa dagana stendur yfir samsýning félags- manna. Galleríið er opið virka daga frá kl. 12-18. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stenJur yfir sýning Kjartans Guðjóns- sonar listmálara á 26 myndverkum. Þetta er sölusýning og er hún opin virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 14 18. Sýningunni lýkur 16. mars. Kjarvalsstaðir, Miklatúni Á Kjarvalsstöðum stendur yfir 8. einkasýn- ing Gísla Sigurðssonar á 69 olíumálverkum. Norræna húsið v/Hringbraut ^Á^piorgup .verða opnaðar tvær sýningar í Norræna húsinu. I sýningarsölum verður opnuð sýning á þjóðsagnamyndum Ásgríms Jónssonar, sýnd verða olíumálverk, vatn- slitamyndir og teikningar. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 til 6. apríl. I anddyri hússins verður opnuð farandssýning á ljós- myndum Svíans Georgs Oddner, sem Louis- ianasafnið í Danmörku efndi til með stuðn- ingi frá Norræna menningarmálasjóðnum. Sýningin spannar þrjátíu ára feril Oddners, elstu myndirnar eru frá árinu 1955 og þaer yngstu frá árinu 1985. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma hússins kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19 til 23. mars. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Bjarni H. Þórarinsson sýnir a þriðja tug oiíumálverka. Sýningin stendur til 9. mars. Listasafn ASÍ Á morgun, laugardag, opnar Vilhjálmur Vilhjálmsson sýningu í Listasafni ASl. Þar sýnir hann 54 pastel-, vatnslitamyndir og teikningar unnar á sl. tveimur árum. Sýn- ingin verður opin virka daga kl. 16-21 og laugardaga og sunnudaga kl. 14-21. Sýning- -v, . Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir sýning á öllum myndum Jóhannesar S. Kjarvals í eigu safnsins, 130 að tölu. Eru það olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir sem spanna allan list- feril málarans. í tengslum við sýninguna hefur verið gefið út rit með ljósmyndum af öllum listaverkunum, 116 svarthvítar og 12 í lit. Sýningin er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16.00 og á laugar- dögum og sunnudögum kl. 13.30-22.00. Mokka kaffi, Skólavörðustíg Olga von Leuchtenberg, austun^kmjya^^ arkona búsett í Bandaríkjunum, sýnir myndir gerðar með breytilegri tækni. Olga hefur áður haldið sýningar á Mokka. Stofnun Árna Magnússonar Ilundritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-16. Þjóðminjasafnið Með silfurbjarta nál nefnist sýning er stend- ur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þetta eru handverk íslenskra hannyrðakvenna og eru verkin frá miðöldum fram til síðustu aldamóta. Sýningin er opin frá kl. 13.30-16. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Sýning á verkum kvcnna í eigu Reykjavík- urborgar. Til sýnis eru verk eftir núlifandi listakonur, t.d. málverk, vefnaður, grafík og fleira. Gallerí Gangskör Laugardaginn 1. mars var Gallerí Gangskör opnað í Bernhöftstorfunni þar sem Gallerí Langbrók var áður. Er galleríið opið alla virka daga frá kl. 12-18. j -v:g —____ _________— ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.