Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1986, Qupperneq 8
30 DV. FÖSTUDAGUR 7. MARS1986. Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd - Myndbönd Hæðst að hetjum vestursins BLAZING SADDLES. Leikstjóri: Mel Brooks. Handrit: Mel Brooks, Norman Steinberg, Andrew Bergman, Richard Pryor, Alan Uger. Aðalhlutverk: Gleavon Little, Gene Wild- ero.fi. Öllum leyfð Ég sá þessa í Austurbæjarbíói á unga aldri og hló mig alveg vitlaus- an. Blazing Saddles er líka án efa með betri gamanmyndum sem gerðar hafa verið. Persónulega fínnst mér þó The Producers, sem Brooks gerði 1967, vera besta mynd hans. Hvað um það. I þessari skopstælingu á vestr- um Hollywoodveldisins er engu eirt. Sögusviðið er smábær í Tex- axs. Ófyrirleitinn embættismaður fylkisins reynir að sölsa undir sig bæinn til að geta lagt járnbraut þar sem hann stendur. Hann beitir ýmsum brögðum við að reyna að flæma fólkið burt en allt kemur fyrir ekki. Loks bregður hann á það ráð að skipa svartan mann lög- reglustjóra í bænum og þá fer fyrst að hitna í kolunum. í Blazing Saddles er Mel Brooks ekki aðeins að hæðast að vestrum. Hann tekur líka fyrir kynþáttafor- dóma. Árið 1974 voru negrar að brjótast til frama í heimi kvik- myndanna og það gekk aldeilis ekki andskotalaust. Hér lætur Brooks fordóma áhorfenda speglast í viðhorfum bæjarbúa til svarta lögreglustjórans. Stjóri gengur um bæinn og býður eldri konu góðan daginn. „Fjandans surtur, farðu í rass og rófu! Ef ég væri ekki svona gömul skyti ég þig sjálf,“ er svarið. Það eina sem er að þessari mynd er hve húmorinn er óagaður. Hand- ritið er skrifað af fimm einstakling- um og brandararnir eru hver úr sinni áttinni - flestir að vísu góðir en heildarmyndin raskast veru- lega. Atriði, eins og leikur stjór- hljómsveitar Count Basie á miðri sléttunni, þjóna engum tilgangi. Slík smáatriði skipta þó engu máli þegar allt kemur til alls. Blaz- ing Saddles er fyrir löngu orðin sígild. Marga fýsir vafalaust að endurnýja gömlu kynni. -ÞJV ★★★ Sóló heyr þriðja stjömustríðið Return of the Jedi. Leikstjóri: Richard Marquand. Handrit: Lawrence Kasdan, George Lucas. | Aðalhlutverk: Mark Hamill, Harrison Ford, Carrie Fisher. Öllum leyfö. Umboðsmenn CBS/FOX hérlend- is hefja útgáfu á myndum fyrirtæk- isins með þriðju stjörnustríðs- myndinni. Return of the Jedi er, eins og fyrri myndirnar tvær, byggð á sögu George Lucas. Eitthvað hefur karl verið orðinn hugmyndalítill því hér hefur hann fengið leikstjórann Lawrence Kasdan til að skrifa með sér handritið. Engar breytingar hafa orðið á sögunni þrátt fyrir það. Han Sóló (Hans Oli) á sem fyrr í höggi við hlunkinn Jabba og .hjálpar uppreisnarmönnum í bar- áttunni við Svarthöfða og keisar- ann. Það er ekki annað hægt að segja en að þessar stjörnustríðsmyndir Lucasar hafi slegið í gegn. í kjölfar þeirra komu svo fram fleiri myndir þar sem furðuskepnur ýmiss konar voru í aðalhlutverkum. ET og nú síðast Gremlins eru góð dæmi um það. Allar hafa þessar myndir notið fádæma vinsælda hjá börnum. Myndin Mjallhvít og dvergarnir sjö er líkast til orðin úrelt á tölvu- öld. Ég er því illa svikinn ef Return of the Jedi verður ekki rifin út af leigunum. Hæfilegur hryllingur, spenna og Harrison Ford segir hrandara inn á milli. Svo eru tæknibrellurnar hreinasta augna- yndi. -ÞJV ★★★ Coppola og klíkurnar The Outsider/Rumble Fish. Leikstjóri: Francis Coppoia. Báðar byggðar á sögum S.E. Hinton. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Ralph Macch- io, Mickey Rourke o.fl. Bannaðar börnum. Langflestar síðustu mynda Fran- cis Ford Coppola hafa verið fáan- legar á myndbandaleigum. Fræg- ust er vitaskuld Apocalypse now, stórmynd í orðsins fyllstu merk- ingu, og fast á hæla henni kemur Cotton Club. Ekki hefur farið jafnmikið fyrir myndunum Outsiders og Rumble Fish. Þær eru ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að báðar íjalla um lík málefni. Kannski engin tilviljun þar sem myndirnar eru byggðar á sögum eftir einn og sama höfund- inn, S.E. Hinton. Coppola tekur hér til umfjöllunar klíkur, samansafn drengja sem snúast gegn hefðum og reglum þjóðfélagsins. Barnalegt og ekki til neins er niðurstaða beggja mynd- anna. Fleira er sameiginlegt. Matt Dill- on leikur aðalhlutverkin í báðum myndunum og má segja að hlut- verkin séu nákvæmlega eins. Árás- argjarn töffari sem ber ekki virð- ingu fyrir neinu. Félagar hans labba til hans í upphafi Outsiders: „Hæ, Dal, hvað eigum við að gera i dag? Ekkert löglegt maður... “ Ef myndirnar sjálfar eru bornar saman hefur Rumble Fish vinning- inn. í Outsiders segir frá drengjum sem drepa pilt í klíkubardaga. Þeir flýja út í óbyggðir og hafast við í gamalli kirkju. Þangað koma skólabörn, það kviknar í kirkjunni og strákarnir bjarga börnunum. Myndin fer vel af stað en það dofnar mjög yfir seinni hlutanum. Mickey Rourke í hlutverki Stanleys White í Year of the Dragon. Hann leikur mótorhjóladrenginn í Rumble Fish. Coppola virðist missa tökin á efn- inu og endirinn er gömul klisja. Rumble Fish fjallar um bræðurna Rusti-James (Dillon) og Motorcyc- le Boy (Mickey Rourke). Báðir til- heyra klíku hverfisins, Mótor- hjóladrengurinn er ókrýndur for- ingi sem Rusti-James stendur í skugganum af. Hann dreymir um að verða eins og eldri bróðirinn og reynir að líkjast honum í flestu. Rumble Fish er mjög áhrifamikil mynd sem sýnir flesta kosti Copp- ola sem leikstjóra. Myndin er í svart/hvítu og er myndmálið nýtt til fullnustu. Það sem þó ber af öðru er snilldarleikur Mickeys Rourke í hlutverki mótorhjóla- drengsins. Eftir hlutverk Rourkes í þessari mynd var stutt í frægðina sem honum hlotnaðist í Year of the Dragon. Þó að Outsiders og Rumble Fish séu nokkuð misjafnar að gæðum skera þær sig úr hópi annarra unglingamynda. Coppola hefur sinn sérstaka stíl og hann kann svo sannarlega sitt fag. -ÞJV ★★★ KÖLSKILEGGUR NET SÍN Oh God! You Devil. Leikstjóri: Paul Bogart Handrit: Andrew Bergman. Aöalhlutverk: George Burns, Ted Wass, Ron Silver. Bönnuð innan 12 ára. Bobby Shelton hefur árum saman dreymt um að slá í gegn sem söngv- ari. Eftir vonbrigði á vonbrigði ofan ákallar hann kölska. Vita- skuld tók Bobby bara svona til orða í örvætningu sinni en djöfullinn tekur hann á orðinu. Hann birtist í gervi umboðsmannsins Harrys .Tophet og býðst til að sjá um öll mál Bobbys. Og viti menn. Gæfu- hjólið fer heldur betur að snúast Bobby í hag. En kölski vill fá greiðann launað- - an. Þegar Bobby uppgötvar að hann þarf að greiða fyrir framann með sálu sinni fyllist hann aftur örvætningu. Að þessu sinni ákallar hann guð og himnafaðirinn bregst skjóttvið. Frægust þeirra gamanmynda þar sem skilunum milli lífs og dauða hefur verið eytt er án efa Heaven Can Wait. Hún fjallaði um íþrótta- kappa (Warren Betty) sem deyr í slysi og neitar að fara til himna. í þessari mynd eru það aftur á móti guð og kölski sem togast á um sál söngvarans Bobbys. George Bums leikur báða þessa höfðingja og er óhætt að segja að sá gamli fari á kostum. Handrit Andrews Bergman hefur líka að geyma mörg hnyttin tilsvör sem flest eru lögð himnaföðurnum og myrkrahöfð- ingjanum í munn. Ted Wass fær þvi úr minna að moða í hlutverki Bobbys. Hann leikur hér svipaða rullu og í Löðurþáttunum marg- frægu. Vandræðaleg svipbrigði og' heimskulegar athugasemdir er nokkuð sem hann kann upp á sína tfu fingur. Sem gamanmynd er Oh, God! You Devil ágæt. Áður hefur verið minnst á skemmtileg tilsvör og eins er í myndinni fjöldinn allur af smellnum atriðum. Hápunkturinn er þegar guð og kölski spila póker um sálu Bobbys og guð vinnur á „blöffi" - alveg bráðfyndið. -ÞJV V*I*N*S*Æ*L*D*A*L*I*S*T*A*R DV-LISTINN MYNDIR: 1 (2) Mask 2 (4) Birdy 3 (1) Rambó 4 (3) The Emerald Forest 5 (7) Returnofthe Jedi 6 (8) Holocroft Convent 7 (6) The Mean Season 8 (-) Oh, God! You Devil 9 (9) Missing in Action 2 10 (-) CutandRun DV-LISTINN ÞÆTTIR: 1 (3) Death in California 2 (1) Siam 3 (2) Til lífstíðar 4 (4) Erfinginn 5 (5) Mannaveiðarinn 6 (6) KaneandAble 7 (8) Hitlers 8 (7) Dempsey and Makepeace 9 (9) Widows2 10 (10) FalconCrest BANDARÍKIN (sölulisti): 1(1) Rambó 2(2) Prizzi’sHonor 3(3) Mask 4(5) Mad Max beyond Thunder- dome 5 (6) St. Elmos Fire 6(4) Beverly Hill Cop 7(7) Gremlins 8(8) PaleRider 9(9) Ghostbusters 10 (10) The Emerald Forest BRETLAND TÓNLISTARMYNDBÖND 1(1) The VirginTour-Madonna 2(3) Motown25-Ýmsir 3(6) The Super Bowl Suffle - Chicago Sufflin Crew 4(5) The Beatles Live 5 (4) LiveafterDeath-lronMaiden 6(8) Wham!TheVideo 7(7) NoJacketRequired-PhilCollins 8(2) Prince and the Revolution Live 9 (12) The Best of Elvis Costello and the Attractions 10 (-) JohnLennonLiveinNewYork

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.