Alþýðublaðið - 25.06.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1921, Blaðsíða 2
s ALfrÝÐOBLAÐÍÐ Urslitakappleikur milli „Fram“ og „Vikings" verður á morgun kl. 9 s.d. Allir út á VöllT Leikmótin. I l vara sem nokkuð verulega munar um. Eins og kunnugt er hefir samn- ingum ura tollhækkunina nýlega verið frestað í einn mánuð. Hver þjóð mundi f sporum íslendinga hafa unnið að því ölium árum að fyrirbyggja tollhækkunina. Eg þyk- ist vita að landsstjórnin vilji gera alt til úrræða í þessu, en hitt er víst að henni hefir einatt verið um annað fremur brugðið en skjótræði. Þar á ofan hefir hún nú miklar áhyggjur og umsvif íyrir mörgu, bæði um lántöku landsins og annað, en á einu ríð- ur þó mest, og það er að taka sem virðulegast á móti hinum út lendu, tignu gestum, sem nú er von á. Svo raundi þó mörgum virðast sem tollhækkunin umrædda væri ekki ómerkara atriði en þótt alt konungborið fólk heimsins gisti ísland í senn. Tollhækkunin kem- ur við hvert mannsbarn á land- inu, bæði trl sjávar og sveita. Því markaður sveitaafurða kemur mjög undir kaupþoli kanpstaðar- búa, að ógleymdri fiskframleiðsl- unni sem tekjustoini landssjóðs. Norðmenn hafa sent einn at ráðherrum sínum til samninga við Spánverja, mörg sendiferð hefir verið farin i kndsins þatfir sem óþarfari hefir verið en þótt einhver áhrifamaður væri sendur héðan nú. Að vísu höfum við sendimann suður þar, en eiakis má láta ó- freistað til að forða tolihækkun- inni, enda má gera sér gððar von- ir um það, ef Spánverjum verður skýrt rétt og röksamlega irá öli- um málavöxtum um aðstöðu vora í þcssu máti. Gunnar Sigurðsson. Bornant er baaaaður aðgangur að Dómkirkjunni á morgun. Þá er sömuleiðis engin messa í Frí- kirkjunni vegna kóngskomuaoar, Það er orðínn hér siður i höf- uðstaðnum og víðar um landið að halda leikmót 17. júnf. Við þetta er f sjálfu sér ekkert að athuga, ef ekki væri það fyrirkomulag á leikmótinu f Rvfk, að það á að heita mót fýrir alt Iandið. Þó nokkur slfk mót hafi nú verið haldin, er árangurinn furðu lftill og framförin svo að segja engin. Nýafstaðið mót sýnir það ljóslega, að það er rangnefni að kalia þessi vormót „Leikmót ís lands“, þvf í því taka engir þátt nema Reykvfkingar, af skornum skamti þó, og nærsveitamenn. Þetta er mjög eðlilegt. Veðráttu er svo farið vfðast hvar á hndinu, að tíminn til að æfa útiíþróttir svo að gagni verði er of stuttur undir þessi júnímót. Enda sýnir það sig á árangri þeim sem mótin gefa, að æfingin er sáralítil. Og atmað sem verra er, reynzlan vili verða sú, að þegar mótunum er lokið hætta menn að æfa sig. En með- an svo gengur er engin furða þó framförin sé lítil. Þetta er atriði sem íþróttasambandið verður að taka til athugunar, og breyta til um tfmann fyrir Leikraót íslands. Það fyrirkomulag sem beztan árangur ætti að gefa cr þannig, að haldin séu leikmót vfðsvegar um iandið fyrri part sumars, og á þeim valdir beztu mennirnir til að keppa á fslandsmótinu, sem halda ætti sfðari hluta sumars. Ef til viil væri heppilegast að það væri aðeins annaðhvort ár, vegna kostnaðarins, og ekki haldið í Reykjavik nema stundum. Eins og nú er komið þessum mótum verða þau aldrei annað en kák. En væri þetta fyrirkomulag tekið upp yrði það til þess, að þeir menn sem vsldir væru úr á vormótum mundu að minsta kosti halda áfram æfingum, og ekki ó lfklegt að einhverjir æfðu sig þá raeð þeitn. Vitanlega æfa þeir roenn fþróttir f bjáverkum sfnum sem gera það nú, og svo mun lengst af verða, enda ekki tilætl- unin að menrt geri fþróttir að Iffs- starfi sfnu. En þess verður að krefjast af þeim, sem skara vilja fram úr og sýna leikni sína al- menningi, að þeir leggi alúð við æfingar undir þau mót að minsta kosti, sem kölluð eru leikmót lands- ins. En það íiggdr við að þeim sé gefið undir fótinn með að æfa sig sem minst, rneðan mótin eru svo snemma. Það er leiðinlegt fyrir íslenzka fþróttamenn, fyrst þeir á annað borð keppa f íþróttum, að vera eftirbátar allra annaraþjóða; en hætt er við að þeir verði það ætfð, verði framförin ekki örari. Tifhögun leikroótanna verður að breytast og jafnframt að koma á fast skipulag, sem er f fullu sam- rærni innbyrðis, annars standa fs- lenzkir iþróttamenn í stað. Ingi. Ua iiflan eg vegiaa. Heiðarshllð mun eiga að reisa í Pósthússtræti í tilefni af gestakomunni á sunnudaginn og flaggstengur verða settar með- frám götunni að Mentaskólanum frá steinbryggjunni. SýnÍBgarnar. Verið er nú sém óðast að koma fyrir munum á Heimilisiðnarsýningunnij sem verð- ur í Iðnskólanum, og Búnaðar* sýningunni, sem verður í Gróðrar- stöðinni og Kennaraskólanum. Hefir heyrst að konungur eigi að opna Búnáðarsýninguna, en drotn* ingm Heimilisiðnaðarsýninguna. „Gott er þegar slfkir viðburðir gerast með þjóð vorri“. Kanpsýslnmenn, sem viija að alþýða raanna skifti við þá, aug- lýsa í Alþýðublaðinu. Og alþýðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.