Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986. 15 Heimahjúkrun hagræði fýrir sjúklinginn og sparnaður fýrir þjóðfélagið Flest mál samfélagsins geta flokkast undir borgarmál en það verkefni borgarstjórnar í Reykja- vik, sem ég geri að umræðuefni í þessari kjallaragrein, er heima- hjúkrun. Þessi þáttur heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa hefur lítið sem ekki verið kynntur, en þar sem nú er komin á næturþjónusta á þessu sviði er orðin allt önnur aðstaða til hjúkrunar og aðhlynningar sjúkra í heimahúsum en tíðkast hefur til þessa og er ástæða til að vekja sérstaka athygli borgarbúa á henni. Heimahjúkrunin efld Til skamms tíma hafði heima- hjúkrun verið að mestu óbreytt um áratuga skeið. Hún var eingöngu veitt að degi til og var mestmegnis fólgin í aðhlynningu aldraðra og fatlaðra. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda runnið, hefur meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur lagt áherslu á að efla þennan mikilvæga þátt heilbrigðis- þjónustu í 'borginni, m.a. með því að fjölga stöðuheimildum hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða, enda þótt mikils aðhalds hafi verið gætt ó flestum öðrum sviðum í borgar- rekstrinum. Jafnframt hefur starfs- aðstaða þessara stétta í heima- hjúkruninni verið bætt til mikilla muna með þeim árangri að undan- farið hefur gengið betur að manna þessa þjónustu en áður var. Lengst af hafði heimahjúkrun aðeins verið innt af hendi í dag- vinnu, sem var langt frá því að vera fullnægjandi, eðli málsins samkvæmt. Árið 1983 tók hins veg- ar til starfa kvöldþjónusta á vegum heimahjúkrunar og breyttist þá mjög til batnaðar aðstaða til að veita nauðsynlega hjúkrun og að- hlynningu. Nú á vordögum var síðan tekin upp næturþjónusta í heimahjúkrun. Allan sólarhringinn Það er ástæða til að vekja sér- „Að sjálfsögðu verður aldrei hægt að veita sömu sjúkraað- hlynningu í heimahúsum sem í sjúkrahúsum, enda er heima- hjúkrun ekki ætlað að leysa þær stofnanir af hólmi.“ staka athygli ó heimahjúkruninni eftir að farið er að veita hana allan sólarhringinn, eins og hér hefur verið lýst. Að sjálfsögðu verður aldrei hægt að veita sömu sjúkra- aðhlynningu í heimahúsum sem í sjúkrahúsum, enda er heimahjúkr- un ekki ætlað að leysa þær stofnan- ir af hólmi. Henni er hins vegar ætlað að gera þeim sjúklingum, sem geta dvalist á heimilum sínum og vilja gera það, kleift að hafa þann hótt á án þess að fara á mis við þá hjúkrun sem þeir hafa þörf fyrir og eiga rétt á að njóta. í hópi þeirra sem geta notfært sér heimahjúkrun eru langlegusjúkl- ingar, fólk í afturbata eftir upp- skurð eða langvarandi veikindi og síðast en ekki síst dauðvona fólk sem vill komast hjá því að dveljast í stofnun síðustu ævidaga sína. Dæmi um það síðasttalda er krabbameinssjúklingur sem er ekki lengur i sérhæfðri meðferð og gerir sér sjólfur glögga grein fyrir því að hverju stefnir. Hann þarf að fó verkjasprautur reglulega, það þarf að snúa honum reglulega í rúminu o.s.frv., sem of langt mól yrði upp að telja. Hjúkrun af þessu tagi fylg- ir mikið umstang og til skamms tíma treystu sér fóir til að hafa slíka sjúklinga í heimahúsum, ekki af því að vilji væri ekki fyrir hendi heldur af því að það var nánast óframkvæmanlegt, enda litla eða enga aðstoð að fá. Hagræði og sparnaður Þegar er komið í ljós að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu, enda fer þeim sjúklingum nú fjölgandi sem vilja notfæra sér hana. Vert er að vekja athygli á heimahjúkr- uninni, einkum af þessum ástæð- um. Heimili sjúklingsins er í flestum tilvikum það umhverfi sem honum líður best í. Heimahjúkrun er ódýrari fyrir skattgreiðendur en sjúkrahús- vist. Með heimahjúkrun má létta verulega á sjúkrahúsunum þannig að þau eigi betra með að þjóna ætlunarverki sínu. Heimahjúkrun gerir öldruðu fólki kleift að dveljast utan stofnana lengur en ella. Niðurstaðan er því sú að heima- hjúkrun er til hagræðis fyrir sjúklinginn og til sparnaðar fyrir þjóðfélagið. Vel skipulögð þjónusta heimahjúkrunar allan sólarhring- inn getur skipt sköpum fyrir fólk KATRÍN FJELDSTED LÆKNIR OG FORMAÐUR HEILBRIGÐISRÁÐS REYKJAVÍK- UR, BORGARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS sem vill halda sjálfstæði sínu og reisn og dveljast svo lengi sem kostur er á heimilum sínum í stað þess að vistast á stofhunum. Heimahjúkrunin verður ekki síður mikilvægur þáttur í heilbrigðis- þjónustu borgarinnar þegar nánara samstarf kemst á milli læknavaktar, heimahjúkrunar og heimilishjálpar, en undirbúningur að því að skipuleggja slíkt sam- starf á næsta kjörtímabili borgar- stjórnar Reykjavíkur er þegar hafinn. Katrín Fjeldsted a ,,Vel skipulögð þjónusta heimahjúk- ™ runar allan sólarhringinn getur skipt sköpum fyrir fólk sem vill halda sjálfstæði sínu og reisn og dveljast svo lengi sem kostur er á heimilum sínum í stað þess að vistast á stofnunum.“ Eifið aðstaða til að semja alþýðleg fræðiiit Á bókamarkaði hér á landi er ótrúlegur aragrúi alls konar bóka. Höfundamir eru margir og fáir lifa í vellystingum praktuglega af vinnu sinni. Til að stuðla að því að fleiri höf- undar gætu lifað af ritstörfum var Launasjóður rithöfunda stofh- aður fyrir nokkrum árum. All- margir höfundar hafa notið góðs af honum en hins vegar er þessi sjóður of veikur og við úthlutun úr honum hefur nær gjörsamlega verið gengið fram hjá höfundum fræðirita þrátt fyrir skýr lagaá- kvæði um að þeir skuli fá úr þeim sjóði rétt eins og skóld. Hverjir eru rithöfundar? Fyrir þremur árum, þegar ljóst var orðið að ýmsir höfundar fræði- legs efnis, og allir sem eingöngu skrifa kennslugögn, fengju ekki aðild að Rithöfundasambandi íslands, var stofnað félagið Hag- þenkir sem síðan hefur unnið ötullega að hagsmunum fræðirit- höfunda. í Hagþenki eru nú um 160 manns. Margir höfundar fræðilegs efnis eru afskaplega hógværir menn og líta jafnvel alls ekki ó sig sem rit- höfunda, sama þótt eftir þá liggi tugir tímaritsgreina eða annað efni sem hefur ótvírætt gildi fyrir menn- ingu og þjóðlíf í landinu. Eg varð mjög var við þessa hóg- værð þegar ég hringdi fyrir nokkru í um 50 höfunda til að bjóða þeim INGÓLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND aðild að Hagþenki. Sérstaklega virðist mér hógværðin áberandi meðal náttúrufræðinga og kann það að stafa af því hversu mikið af þeirra skrifum birtist sem tíma- ritsgreinar. Aftur á móti er enginn, sem gefið hefur út fjölritað ljóða- kver, í vafa um að hann sé rit- höfundur og fær strax aðild að Rithöfundasambandinu, ef hann vill, þótt höfundar fræðsluefnis komi þar að lokaðri hliðum en hjá Lykla-Pétri. Alþýðleg fræðirit eru mikilvæg fyrir þróun íslenskrar menningar Þegar við í Hagþenki höfum sótt að þeim sem gúkna yfir þeim opin- beru sjóðum sem eiga að styrkja rithöfunda til starfa hefur okkur stundum verið svarað því að Vís- indasjóður eigi að styrkja starf fræðirithöfunda. Það er misskiln- ingur á starfi Vísindasjóðs, hann á að styrkja rannsóknir. Mikið af fjórmunum hans hefur auk þess farið í eins konar aukaíjárveitingar til opinberra rannsóknastofnana sem eru fjórsveltar. Það er einkum samning alþýð- legra fræðirita sem vanmat og rangsleitni þeirra sem ráða yfir opinberum sjóðum bitnar á. Eng- inn sjóður er til sem styrkir slík skrif þótt Launasjóður rithöfunda eigi að gera það skv. lögunum um hann. Erfitt er að afla fjár til þýð- inga á þeim doktorsritgerðum íslenskra fræðimanna sem eru samdar við erlenda háskóla og nauðsynlegt er fyrir aðra fræði- menn og almenning að eiga aðgang að ó móðurmálinu. Eðlileg og nauðsynleg endurnýjun íslenskrar tungu er háð því að skrifað sé og hugsað á íslensku um öll svið þjóðlífsins. Höfundar rita, sem ætlað er að vera framlag til umræðu og stefnu- mótunar í þjóðfélagsmálum, eru líka afar illa settir og eiga nónast enga möguleika á starfsstyrkjum. Þetta er mjög alvarlegt mál þar sem fullyrða mó að það hafi verulegt gildi fyrir þróun íslenskrar menn- ingar að einhverjir aðrir en stjórn- málamennirnir geti sest niður og virkilega pælt í þjóðfélagsmálum. Slíkir höfundar þurfa að eiga sama rétt og skáldin á opinberum starfs- styrkjum. Það er rétt að undirstrika það að ég sé ekki eftir því sem skáldin fá (nóg af afturhaldsmönnum til þess) en það mó ekki vera á kostnað jafn- mikilvægra eða mikilvægari verka. Það er menningarpólitískt atriði, og mikilvægt að auki frá lýðræðis- legu sjónarmiði, að eiga góða höfunda sem skrifa vandaðar bæk- ur um þjóðfélagsmál. Blaðagreinar, hversu góðar sem þær kunna að vera, eru forgengilegri. s Skaðabætur fyrir Ijósritun í um 10 ár hafa rithöfundar bar- ist fyrir því að fá greiddar skaða- bætur fyrir ljósritun og aðra fjölföldun úr verkum sínum í skól- um. Þegar Hagþenkir var stofnað- ur var það m.a. til að tryggja það að þessar skaðabætur lentu í rétt- um höndum því að þær lauslegu kannanir, sem gerðar hafa verið, benda til þess að einkum sé ljósrit- að fræðilegt efni og úr kennslubók- um. ftarlegri kannanir munu eflaust leiða hið sanna um skipt- ingu efnisins milli tegunda í ljós. Hagþenkir fékk greidd 10% af skaðabótaupphæðinni sem greidd var fyrir tímabilið 1972-84 en fær væntanlega hærra hlutfall fyrir tímabilið 1984-7. í framtíðinni eiga kannanir að skera úr um hvernig slíkar skaðabætur skiptast milli rithöfundafélaga. Ákveðið hefur verið að megin- hluta þess fjár, sem Hagþenkir fékk til ráðstöftmar, verði varið til starfs- og ferðastyrkja til höfunda og eru það einu starfslaunin sem sumir þessara höfunda eiga nokk- urn möguleika á að fá. Þótt smátt verði skammtað og fáir sem njóta verður það vonandi hvatning til frekari átaka og örvun í erfiðu starfi. Ingólfur Á. Jóhannesson a „Það er menningarpólitískt atriði, ^ og mikilvægt að auki frá lýðræðis- legu sjónarmiði, að eiga góða höfunda sem skrifa vandaðar bækur um þjóðfé- lagsmál.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.