Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Qupperneq 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986. 19 Menning Menning Menning FERHENDUR SCHUBERTS - Fimmta lota - Tónleikar Martins Berkofsky og Önnu Mál- fríðar Sigurðardóttur i Norræna húsinu 19. apríl. Efnisskrá: Franz Schubert, Fjðrhent píanó- verk: Marche Militaire op. 61 nr. 3; Polanais- ur op. 61 nr. 3 og 4; Grosse Sonate frá 1814; Variationen op. 82 nr. 2; Allegro moderato i C-dúr; Marche Héroique op. 27 nr. 1; Divert- issement á la Hongroise op. 54. Nú fer að síga á seinni hlutann í tónleikaröð hjóneinna Martins Ber- kofsky og Önnu Málfríðar Sigurðard- óttur, en þau taka sem kunnugt er fyrir að leika öll verk sem Franz Schu- bert samdi fyrir fjórhent píanó. Það var ekki í fyrsta sinn að tónleikar þeirra lentu í harðri samkeppni við aðra tónleika á laugardagssíðdegi. Opinberir tónleikar á höfuðborgar- svæðinu munu hafa verið að minnsta kosti fimm þennan laugardag auk fjöl- mennra tónleika á Akranesi. Þarf því engan að undra að ekki væri alls stað- ar húsfyllir og raunar ótrúlegt hve margir létu skíði og aðra skemmtun af því tagi vera og sóttu tónleika. Að ekki lendi undir þykku lagi af salti Ég náði ekki byrjuninni þvi tónleik- Tónlist EYJOLFUR MELSTED ar sköruðust óhjákvæmilega. En leikurinn var af sama tagi og á síð- ustu tónleikum þessarar raðar. Samstilling þeirra er góð, en þó er ég ekki alltaf viss um að þau skipti rétt, þ.e. velji alveg eftir því sem við á hvort þeirra leikur háraddir og hvort djúp- raddir. En þar kemur annað og meira til, hljóðfærið. Ekki er ætlunin að fara að vekja upp skrif um hljóðfæramál hússins heldur aðeins að minna á að þau mega ekki lenda undir of þykku lagi af salti. Ekki öll jöfn að gæðum Að sjálfeögðu eru ferhenduverk Schu- berts ekki jöfri að gæðum. Þannig er til dæmis Stóra sónatan, sem hann samdi aðeins sautján ára gamall, að þótt margt sé sniðugt í henni, þá end- ar hún engan veginn, rétt eins og upp hafi verið staðið í miðju kafi. Enn varð þetta meira áberandi þar sem henni var raðað á milli Polanaisunnar opus 61 númer 3 og Tilbrigðanna opus 82 númer 2. En ætlunin með tónleika- röð þessari er ekki að gefa úrvals sýnishom af ferhendulist Scuberts heldur að sýna hana „komplett" og það gerir flytjendunum enn vandara um en ella að raða niður á efnisskrár. Þann þátt hafa þau Martin og Anna Málfríður greinilega lagt mikla vinnu í og tekist vel. Þau hafa þannig dreift undirmálsverkunum inn á milli hinna stóm og jaftian látið stórt verk taka við af minni háttar svo að hlustandinn hefur fljótt getað gleymt að ekki var allt jafiigott. Nú em aðeins einir tónleikar eftir i röðinni, en þeir verða um það leyti sem menn fara að tygja sig til Listahátíðar og sannast sagna held ég að framtak- inu hefði mátt sýna þann sóma að fella þá undir dagskrá hátíðarinnar. EM. Anna Málfríður Sigurðardóttir og Martin Berkofsky - „mikil og vel heppnuð vinna". að blanda saman Lisztsöngvum sitt á hvað á frönsku og þýsku hélt ég að aðeins Asíubúar gerðu. í fjósiö í sparifötunum? Eftir hlé söng Ellen Lang eingöngu músík frá heimalandi sínu, Bandaríkj- unum. Einsetumannssöngvar Samuels Barbers, sem hún söng fyrst, em ákaf- lega þægileg og viðkunnanleg músík eins og flest annað eftir hann. En þeir verka dálítið einhæfir og hverjum öðr- um likir svo að áður en yfir lýkur finnast manni þeir langdregnir. Að söngvabálki Barbers loknum var tekið upp léttara hjal með þremur söngvum úr Very Warm for May og Showboat. Ég þykist þess næsta viss að sumurn viðstaddra hafi þótt það eins og að fara í fjósið í sparifötunum að hafa þessa „musicalsöngva“ þama með. Ámóta viss þykist ég líka um að þeir hinir sömu hefðu sætt sig við að hafa Lehar- eða Strausssöngva í þeirra stað. En þama var Ellen Lang virkilega í essinu sínu og sviðsframkoma hennar með líflegra móti. Að læra að takmarka Lee Hoiby er ekki mjög þekktur utan heimalands síns en þó munu nokkrir kannast við Tempest. Arían úr henni var ágæt og enn skemmtilegri var söngurinn um höggorminn, The Ser- pent, sem var lokasöngur þessara tónleika. Ellen Lang skemmti fólki ágæta vel með sinni fögm og að mörgu Ellen Lang - „ætti að velja það besta“. leyti vel öguðu rödd en hún ætti að gæta þess næst þegar hún syngur fyr- ir okkur að takmarka verkefnavalið við það sem best er úr hennar fjöl- breytilega sjóði og að hafa með sér meðleikara. Ekki undirleikara sem spilar eins og uppþomaður starfekraft- ur í vélritun, þótt nótunum skili hann öllum á sinn hátt eins og þær standa á bókinni. EM Vísindastyrkir Atlantshafsbanda- lagsins 1986 Atlantshafsbandaiagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn til rannsókna eða fram- haldsnáms erlendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komið i hlut Islendinga í framangreindu skyni, nemur um 1 millj. ísl. kr. og mun henni varið til að styrkja menn er lokið hafa kandídatsprófi í einhverri grein raunvísinda til rannsókna eða námsdvalar við erlendar vísindastofnanir, einkum í aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu - „Nato Science Fellowships" - skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina og meðmæla, svo og upplýsingar um starfsferil og ritverkaskrá. Þá skal tekið fram hvers konar rannsóknir eða framhalds- nám umsækjandi ætli að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal greina ráðgerðan dvalartíma. - Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. 18. apríl 1986. Menntamálaráðuneytið. Til sölu íbúðarhús Tilboð óskast í húseignirnar: íbúðarhús að Flatey í Mýrarhreppi, Austur- Skaftafellssýslu ásamt tilheyrandi leigulóðar- réttindum. Stærð hússins og bílskúrsins er 467 m3. Brunabótamat er kr. 4.100.000. Húsið verður til sýnis föstudaginn 25. apríl nk. milli kl. 2 og 5 e.h. íbúðarhús að Leiti í Mýrarhreppi, Vestur- ísafjarðarsýslu ásamt hluta jarðarinnar. Stærð hússins er 495 m3, brunabótamat er kr. 2.701.000. Húsið verður til sýnis föstu- daginn 25. apríl nk. milli kl. 2 og 5 e.h. Tilboðseyðublöð liggja frammi á ofangreind- um stöðum og á skrifstofu vorri. Kauptilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri eigi síðar en 2. maí nk. fyrir kl. 11.00 f.h. og verða þau þá opnuð í viðurvist við- staddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOBGAR1ÚNI 7 SÍMI 2684» POSTHÓIF 1««1 TELEX 2006 Hin áríega baffisala sbátanna veröur í félagsheimili Kópavogs (uppi) ftófeL3-a Hlaöboiö meö gimilegum feöfeum. Styrfeiö ofefeur í starfi! KVENNADEILDIN UKTUR & SKÁ3AFÉIAGIÐ KÖPAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.