Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Qupperneq 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986. Sviðsljós____________Sviðsljós Sviðsljós____________Sviðsljós Ólyginn sagði... Victoria Principal íhugar nú að skipta um trú. Eigin- maðurinn, Harry Glassman, er gyðingur og það þætti betra í hans kreðsum ef frúin sæi sóma sinn í því að hafa nákvæmlega sömu skoðun á heilögum anda og öðru skyldu efni. Foreldrar Victoriu eru með einhverjar efa- semdir um málið en lítt hefur verið hlustað á þá til þessa. Bette Davis fékk hjartaáfall um daginn og fyll- ir þar með flokk aldinna Hollí stjarna sem almenningur óttast að nýjar sjónvarpsseríur séu að gera endanlega útaf við. Ein þeirra er Anne Baxter í Hótel- þáttunum og önnur Donna Reed úr Dallas. Báðar létust úr hjartaá- falli i miðri þáttaröð. Jane Wyman þurfti að gangast undir hættulega skurðaðgerð alveg nýlega og svo mætti lengi telja. Segja speking- arnir að álagið viö vinnslu þátt- anna reynist þeim hreinlega um megn. Linda Gray hefur nú skipt um háralit og er orðin afgerandi Ijóska. Hún lét lita eitt og eitt hár i einu, segja kunn- ugir, og vildi með þvi koma í veg fyrir aö róttækar breytingar vektu of mikla andstöðu. Þetta tók nokkra mánuði og núna er Dallas- dúllan glampandi Ijóshærð án þess að nokkur í kvikmyndaborg- inni hafi séð ástæðu til þess að gera breytinguna að umtalsefni. Kanadíska stúlkan Monika Schnarre varð hlutskörpust á síðasta ári. Á ári hverju kemur dóttir Eileen Ford, Lacey Ford, til íslands og velur úr hópnum þá sem fer í framhaldskeppnina í Bandaríkj- unum. Hérna sést hún ásamt einum hópnum sem komst í úrslit á íslandi. Fordkeppnin: Þekkirðu einhverja efnilega? Hin árlega leit að stúlkum fyrir Fordkeppnina stendur nú yfir á vegum tímaritsins Vikunnar og frestur til að skila inn ábendingum rennur út í lok þessa mánaðar. Valdar verða úr hópnum nokkrar stúlkur sem Lacey Ford velur svo úr hérlendis þá sem fara mun i framhaldskeppnina vestra. Mikið er í húfi því þær sem unnið hafa keppnina eru ekkert á nástrái í dag og nægir þar að nefna Annette Stai, Carrie Miller og Renée Simonsen. Þær eru allar meðal hæstlaunuðu sýningarstúlkna heimsins. Lilja Pálmadóttir vann keppnina á íslandi í fyrra og starfar nú er- lendis sem fyrirsæta á vegum Ford Models. Meðal þeirra sem unnið hafa á vegum Ford í gegnum tíðina má nefna Maríu Guðmundsdóttur og Önnu Björnsdóttur. Þeir sem þekkja efnilegar ungar stúlkur sem hentað gætu í Reppnina ættu að hafa samband við Vikuna sem allra fyrst - hver veit nema ekkert annað en samfelldir sigrar bíði hins unga kandidats í tískuheiminum. m— ---------► í fyrsta sæti á íslandi varð Lilja Pálmadóttir. Hún fína Dóttir Britt Ekland og Peters Sell- er heitir Victoria og er áhrifamesta konan í Hollívúdd um þessar mund- ir. Hún var handtekin fyrir kókaín- smygl og neyslu en hefur nú ákveðið, eftir meðferð á afvötnunarstofnun, að aðstoða lögregluna við að fletta ofan af smyglhringnum. Nú skjálfa þar betri borgarar sem eru háðir efn- inu, óttast bæði að missa sambönd sín til efnisöflunar og einnig að hún skýri opinberlega frá nöfnum þeirra sem í fínu kókaínveislunum voru að staðaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.