Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1986, Síða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Má bjóða þér Mrs. Fields? Allir Ameríkanar þekkja Mrs. Fi- elds kökurnar ljúffengu. En þeir hefðu örugglega ekki síður ánægju af að kynnast Mrs. Fields, það er að segja þeirri sem á kökufyrirtækið. Hún er nefnilega engin gömul, kauðaleg amma með eplakinnar, heldur lífleg, bjarteyg 28 ára ljóska, örugglega jafnljúffeng og kökurnar. Hún rakar inn 30 milljón dollurum á ári, á 164 sjoppur og er að fara að opna aðrar 111. Af hverju allar þess- ar kökur? spyrja konur og menn. Svarið er: Leiðin að hjarta manns liggur um maga hans. m-----► Mrs. Fields með Mrs. Fields. Níu ára gömul og á 17 marka barn og báðum heilsastvel Stórfurðulegasta mamma í heimi Frá Gizuri í. Helgasyni, fréttaritara DV í Zurich: Lítil, níu ára gömul stúlka sleikir íspinnann sinn og vaggar barni sínu. Þetta er Maria Eliane Jesus Mascar- enhas, yngsta móðir í heimi, sú sem vakið hefur furðu lækna um víða veröld. Breska blaðið Daily Mirror gerði út leiðangur til þess að ná tali af þessari ungu snót sem en'ginn utan Brasilíu hafði séð og reyndar trúði almenningur vart að hún væri til í raunveruleikanum. Blaðið náði einnig tali af læknin- um sem hafði tekið á móti barninu. Eliane litla býr í þorpi sem heitir Jequie en þar búa aðeins innfæddir og þar er mikið um hjátrú og hindur- vitni, boð og bönn. Raunveruleg Þarna fannst hún, staðreynd, eng- inn uppspuni. Hún var raunveruleg. Barnið hennar, Dianne, fæddist 25. mars. Faðirinn er óttasleginn 16 ára Ólyginn sagði... Zsa Zsa Gabor sást önnum kafin við pylsuát við Bæjarins bestu í Hollívúdd. Hún sat í Rolls-Rojsinum sínum, íklædd síðum safalapelsi og al- sett demöntum og úðaði i sig einni með öllu eins og matur hefði ekki verið í seiiingu svo vikum skipti. Hefur líklega fyrirskipað megrunarfæöi i eldhúsinu heima hjá sér og fallið á kúrnum fyrr en varði. Hún lagðist niður i bílsætið til að forðast Ijósmyndara. Það tókst, en ekki fyigir sögunni hvort hún náði að Ijúka við pylsuna í öllu írafárinu. Shirley McLaine er komin með nýjan elskhuga Andrei Konchalovsky að natni. I Bandaríkjunum starfar miðili með endurholdgun að aðalviðfangs efni og sá hefur gefið út yfirlýsing ar um að Andrei hafi verið sonur Shirley á að minnsta kosti þremur fyrri tilverustigum. Ekki hafa enn þá heyrst nein fagnaðarlæti frá leikkonunni yfir sonarfundinum. Britt Ekland er á barmi örvæntingar þessa dagana. Dóttir hennar, Victoria mun verða á tiu litsíðum í timarit- inu Playboy nú á næstunni og til þess að bæta um betur stærir timaritið sig af greinarkorni sem fylgir. Endurminningar stúlkunnar eiga aö veröa þar í smáatriðum. Britt óttast mjög að þar verði hitt og þetta óþægilegt um hana sjálfa látið fjúka og hefur árangurslaust reynt að fá prófarkir í hendurnar til yfirlestrar. Hann er með krabbamein Meðfylgjandi mynd sýnir Diönu Ross klappa söngvaranum Julio Ig- lesias á kinnina rétt áður en hann var lagður inn á spítala vegna húðút- brota sem vesnuðu stöðugt. Ástæðan fannst fljótlega við rannsóknir; Julio er með húðkrabba og verður því ekki jafnmjúkur á kinn og fyrrum. í fram- tíðinni má hann ekki láta sólina skína á sig, og einkaparadísin hans á Bahamaeyjum er því orðin hrein- asta víti fyrir hann, því þar skín sólin allan ársins hring. Beðið er úrskurð- ar um hvort nauðsynlegt reynist að framkvæma meiriháttar húðflutn- inga á kappanum. Og aðdáendur hans - kvenfólk um heim allan - sem dáðst hafa að þessum sólbakaða ná- unga verða í vanda, því varla fellur venjulegur bleikskinni jafnvel inn í ímyndina af kappanum. stráklingur sem nú fer huldu höfði í skóginum en eftir því sem menn segja sem til þekkja langar hann afskap- lega mikið til þess að sjá barnið. Stúlkan, móðirin, Maria Eliane, á sjálf enga mömmu. Hún dó við fæð- ingu Eliane, sem var áttunda bamið hennar. Sú sem annast um Eliane er 62 ára gömul kona, Maria Canuto. Þessi þrjú, gamla konan, Maria Eliane og barnið, búa á heimili leigu- bílstjóra sem skaut yfir þau skjóls- húsi. Myndir þær sem fylgja grein þessari eru teknar af Brendanmunk- um þann 6. apríl og eru þær fyrstu sem ná augum almennings. Þegar Eliane lítur barn sitt er augnaráðið blandið forvitni og ástúð. Hún er enn fremur klunnaleg í handfjötlun barnsins. Þegar enginn sér til laumast hún að barninu til þess að hagræða því og leggja leik- fang við hlið þess. Eliane hefur haft barnið á brjósti þar til fyrir skömmu að einhver stífla kom í brjóst hennar svo nú nærist barnið á þurrmjólkur- dufti. Hefði Eliane ekki fengið inni hjá leigubílstjóranum er hætt við að hún hefði dáið í skóginum. Öll lík- amsbygging hennar og mótstöðuafl er á þann veg að hún og barnið hefðu aldrei getað komist af. Eliane hefur aftur á móti verið heppin og nú heils- ast báðum vel, móður og barni, sem er afar rólegt og vaknar reglulega til að nærast en sefur annars mikið. Eliane er eins hreykin af barni sínu og hver önnur móðir. Eliane er sífellt hrædd um að barn- ið verði tekið frá henni og í hvert skipti sem minnst er á ættleiðingu brestur hún í grát.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.