Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986. DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir FIFA-leiðtogamir fengu 600 þús. í vasapeninga - Allt frítt að auki á HM og voru með einkabflstjóra FTFA-leiðtogamir eru nú komnir heim frá heimsmeistarakeppninni í Mexíkó, mettir af mat og drykk - og peningum. Undir stjóm Brasilíu- mannsins Joao Havelange er mikil reisn á starfsemi alþjóðaknattspymu- samhandsins. FIFA er milljarðafyrir- tæki og Havelange, forseti þess, stórauðugur maður. Margfaldur milli í Brasilíu og hann lætur ekki bjóða sér neitt rusl. Aðrir í framkvæmda- nefhdinni vegna HM í Mexíkó nutu góðs af. Þeir lifðu eins og arabískir furstar í Mexíkó. í nefndinni vom 21 og dag- peningar hvers á dag vom 750 sviss- neskir frankar eða um 17.250 krónur. Samtals því um 600 þúsund krónur á mann meðan á keppninni stóð eða þá 35 daga sem nefhdarmennimir vom í Mexíkó. Auk þess var allt uppihald greitt fyrir þá, fínustu svítur á fínustu hótelum í Mexfkó, matur og diykkur greiddur, bílar með einkabílstjórum til reiðu jafíit á degi sem nóttu og kapp- amir horfðu á leikina flesta frá lokuðum stúkum, glerbúrum, þar sem þjónusta var eins og best gerist. Þetta er stíll Havelange og allir stjómar- menn FfFA em sammála honum - auðvitað. Einhveijir fréttamenn vom að skrifa um spillingu, það er ljótt orð!! Átti að vera í Kólombíu. Heimsmeistarakeppnin - Mundial 1986 - átti upphaflega að vera í Kólombíu. Það var ákveðið fyrir heimsmeistarakeppnina á Spáni 1982. Þegar liðum í úrslitakeppninni var fjölgað þar úr 16 í 24 og eins var ákveð- ið með keppnina 1986 töldu þeir í Kólomhíu að þeir gætu ekki haldið keppnina. Þeir hefðu ekki fjármagn til þess. Allir reiknuðu með að keppnin yrði þá haldin í Brasilíu vegna áhrifa hins mikla „FIFA-stjóra“ því jafíiframt því að vera forseti FIFA er Joao Have- lange mikill áhrifamaður í Brasilíu. Hins vegar var fjandskapur milli hans og þáverandi formanns brasilíska knattspymusambandsins. Havelange gat ekki unnt honum þess að verða í sviðsljósinu á HM í Brasilíu. Honum tókst að sannfæra ráðherra í ríkis- stjóm Brasilíu um að HM væri mikið hættuspil. Fjárhagur landsins ekki of traustur - mestu erlendu skuldir þar sem þekkjast í heiminum - og ráð- herramir fóm að ráðum Havelange. Brasilía tók ekki áhættuna á að halda HM. Þá vom þijú lönd eftir sem sótt höfðu um að halda HM. Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. Fulltrúar þessara landa fengu 30 mínútur hver til að leggja fram tilboð sín og kynna þau á FIFA-ráðstefnu í Stokkhólmi 1983. Kanadamennir notuðu allan sinn tíma, töluðu í 30 mínútur. Þá kom að Mexíkananum Guillermo Canedo, einum af átta varaforsetum FIFA. Hann talaði aðeins í fimm mínútur, bauð síðan öllum fulltrúum á ráðstefn- unni í hanastél til að fagna sigri. Að vísu átti Hemy Kissinger, fyrrum ut- anríkisráðherra USA og fulltrúi Bandaríkjanna, eftir að tala og leggja fram tilboð USA. Til þess naut hann aðstoðar Pele. En framkvæmdanefhd FIFA hafði tekið ákvörðun. Kissinger talaði fyrir daufum eyum. Þeir í FIFA höfðu þar með greini- lega gengið í berhögg við það áform sitt að útbreiða knattspymuna í heim- inum. USA var að mestu nýr akur en þegar Kissingar hótaði málsókn gegn FIFA vegna málsins svaraði Have- lange með hæðnishlátri. Gaf Kissinger þar með í skyn að hann skyldi halda sér saman ef Bandarfkin í stjómartíð hans ættu einhvemtíma að fá að halda HM. Vissi hvað hann söng. Það vom ýmsar ástæður til þess að forseti FIFA hafði ákveðið að halda HM í Mexikó. Hann vissi að það mundi gefa þeim mest í aðra hönd. Havelange og Guillermo Canedo em mestu áhrifamenn FIFA og hafa einn- ig mikil umsvif á öðrum sviðum. Canedo er einn af stærstu eigendum Televisa, fyrirtækis sem sá um að sjón- varpa HM-keppninni. Hann gerði sérsamning við útibú Televisa í Brasil- íu. Þar er Havelange stóreigcuidi og sonur hans stjómarmaður. Það var því ekki erfitt fyrir Mexíkó að fá að halda HM. FIFA er nú milljarðafyrirtæki. Frá 1979 hefur heimssambandið stór- hækkað verð það sem sjónvarpsstöðv- ar verða að greiða fyrir sýningarrétt frá stórmótum eða úrslitaleikjum. Auk þess stórhækkað verð á auglýsingum á völlum þar sem slíkir leikir em háð- ir. Tólf auglýsingafyrirtæki í Mexíkó nældu sér í réttinn til að setja upp auglýsingar á völlunum 12 sem keppt var á í Mexíkó. Fyrir réttinn þurfti hvert þeirra að greiða rúmlega 250 milljónir króna eða samtals þijá millj- arða. En liggur ekki fyrir hvað sjónvarpsstöðvar þurftu að greiða. Á síðustu sjö árunum hefur FIFA aukið veltu sína gífúrlega. Auðvitað hefur kostnaðurinn aukist jafnframt eða úr 20 milljónum í 800 milljónir árlega á þessum sjö árum. Það er reisn yfir öllu hjá FIFA - sambandið á peninga til þess. Á fundi fljúga kappamir alltaf á 1. farrými, allur kostnaður greiddur á bestu stöð- um. Tveir Norðurlandabúar hafa þessi sérréttindi, svo og Harry Cavan, nú- verandi formaður knattspymusam- bands Norður-írlands. Hann er formaður í tveimur nefhdum FIFA. Það þýðir að 135 daga á ári er hann að störfúm fyrir FIFA. Auk greiddra útgjalda fær hann 10 þúsund i dag- peninga á dag. Það gerir eina milljón 350 þúsund í dagpeninga á ári. Norð- urlandabúamir em danskir, Poul Hyldgaard, gjaldkeri danska knatt- spymusambandsins, og Erik Hyld- stmp, aðalframkvæmdastjóri þess. Þeir em báðir í þýðingarmiklum nefndum FIFA. hsím • James Worty þykir ótrúlega snjall leikmaður með gríðarlegan stökk- • Kareem Abdul Jabbar. Hann verður 40 ára næsta vetur en enginn kraft. Einn besti kantmaður í NBA. hefur skorað meira í deildinni. • Magic Johnson, hann er besti bakvörðurinn i NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Magic ogJabbar langar til íslands - kemur Pétur Guðmundsson með stjömustóð næsta sumar? „Ég hef rætt við Magic Johnson og Kareem Abdul Jabbar um að koma til íslands og þeir hafa tekið mjög vel í það. Ég reikna fastlega með að þeir og jafíivel fleiri mjög þekktir leikmenn úr NBA-deildinni komi til íslands eftir næsta keppnistímabil," sagði körfu- knattleiksmaðurinn Pétur Guð- mundsson hjá Los Angeles Lakers í samtali við DV í gær. Allar líkur eru á því að Magic Jo- hnson, Kareem Abdul Jabbar, félagar Péturs hiá Lakers og fleiri stórstjömur úr bandaríska körfuboltanum leggi land undir fót og komi til íslands næsta sumar. Þeir mundu þá ásamt Pétri Guðmundssyni setja á stofn æf- ingabúðir fyrir unglinga og þarf ekki að efast um að það yrði körfubolta- mönnum mikið ánægju- og tilhlökk- unarefni. „Þeir eru æstír í að koma“ „Ég hef verið spurður mikið um ís- land frá því ég kom til Los Angeles Lakers og margir leikmenn í liðinu em æstir í að koma hingað. Auðvitað væri mestur fengur í að fá stærstu nöfhin í liðinu eins og þá Johnson og Jabbar en ég hugsa að James Worthy myndi koma líka. Og svo er alltaf möguleiki á að fá þekkta leikmenn úr öðrum liðum. Hver veit nema hægt yrði að koma á sýningarleik fyrir körfuknattleiksunnendur. Það væri gaman að því,“ sagði Pétur Guð- mundsson. Stórviðburður Þeir Jabbar og Johnson em eflaust þekktustu íþróttamenn Bandaríkj- anna hér á landi ásamt hlauparanum Carl Lewis. Það yrði mikill merkisvið- burður ef þeir sæju sér fært að koma hingað til lands og víst að það yrði mikil lyftistöng fyrir þá yngri og óneit- anlega fyrir þá sem lengra em komnir líka. Pétur Guðmundsson sagði í sam- tali við DV í gær að hann myndi ganga fljótlega í þetta mál þegar hann héldi til Bandaríkjanna á nýjan leik og var mjög bjartsýnn að þessi draumur yrði að vemleika á næsta sumri. -SK Joao Havelange, forseti FIFA, - séður bisnessmaður. Vítaspymukeppni þurfti til að fá úrslvt í leik Leifturs og KS Það var greinilegt að leikmenn Leifturs og KS höfðu orðið fyrir vem- legum áhrifum af vítaspymukeppnum þeim sem vom svo algengar á HM í Mexíkó. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3-3 og þurfti því að framlengja leik liðanna sem var háður í Mjólkur- bikamum í gærkvöldi. Reyndar höfðu Ólafsfirðingar komist í 3-0 í leiknum en með mikilli baráttu tókst Siglfirð- ingum að jafna í þessum nágranna- slag. KS náði síðan forystunni í framlengingunni en Leiftursmenn jöfhuðu. Það var fyrst með vítaspymu- keppni sem tókst að fá úrslit í þessum æsispennandi leik. Þar skomðu Sigl- firðingar úr þrem spymum en Ólafs- firðingar úr tveim. Leiknum lauk þvi með sigri KS, 7-6. I Mjólkurbikamum var einnig leik- ur Víkings og Reynis úr Sandgerði í gærkvöldi og urðu úrsht þar 4-0 sigur fyrir Víking. Þeir Andri Marteinsson, Einar Einarsson og Jóhann Holton, sem skoraði tvö mörk, skomðu fyrir Víking. -SMJ Stund milli stríða í „lceland Cup“ Um þessar mundir stendur yfir al- þjóðlegt unglingaknattspymumót, „Iceland Cup“, á vegum knattspymu- félagsins Vals. Til þessa hefúr mótið tekist með afbrigðum vel og hefúr veð- rið svo sannarlega leikið við þátttak- endur sem em um 700 talsins. Auk íslenskra liða em lið frá Grænlandi, Færeyjum, Noregi og Frakklandi. Leikið verður til úrslita í hinum ýmsu flokkum á föstudag. Myndin, sem er tekin á Valsvelli, er af nokkrum hinna frönsku þátttakenda en þeir sendu fjögur lið, alls 70 manns. Frakkamir kváðust mjög ánægðir með íslands- ferðina. Unglingasíða DV mun fjalla nánar um „Iceland Cup“ á laugardag- inn kemur. DV-mynd HH DV-lið 9. umferðar Ormar Örlygsson(2) (Fram) Þorsteinn Gunnarsson (ÍBV) Viðar Þorkelsson(3) (Fram) Ársæll Kristjánsson(2) Ólafur Bjömsson (Val) (UBK) Jóhann Georgsson ÍBV Jón Þórir Jónsson(4) (UBK) Mark Duffield (Víði) Pétur Ormslev(3) (Fram) Gauti Laxdal (Fram) Kristján Kistjánsson (Þór) Það em 6 nýliðar að þessu sinni í DV-liðinu. Jón Þórir er nú aftur kominn í liðið en hann var þar í þrem fyrstu umferðunum. HM lið Reuters Aðeins Maradona óumdeilanlegur í liðinu Fréttaritarar í Mexíkó lentu í mikl- um vanda þegar þeir vom heðnir að velja saman í lið bestu menn keppn- innar. Þeir játuðu að aðeins einn maður væri í liðinu án nokkurs vafa. Það er auðvitað Diego Maradona - óumdeilanlega maður keppninnar. Um aðra í liðinu hljóta hins vegar að vera miklar deilur og er það meira til gamans gert að setja saman þetta lið. Var það Reuters fréttastofan sem stóð að valinu. 11 manna „drauma" hópurinn var svona: Peter Shilton (Englandi), Ric- hard Gaugh (Skotlandi), Morten Olsen (Danmörku), Karl-Heinz Föster (V- Þýskalandi), Manuel Amoros (Frakk- landi), Sören Lerby (Danmörku), Diego Maradona (Argentínu), Jan Ceulemans (Belgiu), Igor Belanov (Sovétríkjunum), Emilio Butragueno (Spáni) og Michael Laudmp (Dan- mörku). Varamenn em: Toni Schumacher (V-Þýskalandi), Julio Cesar (Brasilíu), Luis Femandez (Frakklandi), Zico (Brasihu) og Gaiy Lineker (Englandi). Það vekur athygli að þrír Danir em í liðinu sem sýnir vel hve mikla hrifh- ingu danska liðið vakti. Valið á Richard Gough hlýtur þá einnig að vekja mikla athygli en þeir sem að valinu standa segja hann meira al- hliðaleikmann heldur en þá Josimar frá Brasilíu og Berthold frá V-Þýska- landi sem vom taldir koma næst Gough að getu. Ákaflega athyglisvert val svo sé ekki meira sagt. -SMJ • Diego Maradona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.