Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JULÍ 1986. 9 £. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd braelsstióm fær tveggja vikna frest Hæstiréttur ísraels gaf í gær- kvöldi ríkisstjórn landsins tvær vikur til að útskýra þá ákvörðun sína að fara ekki fram á opinbera rannsókn á meintri aðild ísraelsku öryggislögreglunnar að morðum á tveim arabískum hryðjuverka- mönnum er voru í haldi hjá öryggislögreglunni. Úrskurður hæstaréttar var til- kynntur í ísraelska ríkisútvarpinu seint í gærkvöldi og þykir mikill áfangasigur fyrir þá er harðlega hafa gagnrýnt þá ákvörðun ísra- elskra yfirvalda að veita yfirmanni öryggislögreglunnar, Avraham Shalom, uppreisn æru fyrir aðild sína að morðunum. Engin ákæra á Shalom Stjórnmálaflokkar á vinstri vængnum og samtök lögfræðinga hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að sýkna Shalom af öllum morðásök- unum og segja að ekki sé hægt að veita mönnum slíka uppreisn æru nema þeir hafi áður verið ákærðir og sakfelldir en frarn að þessu hefur engin opinber ákæra verið birt á hendur Shalom. Shalom sjálfur hefur sagt að hann hafi tekið við fyrirskipunum frá yfirmönnum sínum, þar á meðal Shamir, forsætisráðherra ísraels, um morðin á hryðjuverkamönnun- um tveim og bæru þeir ábyrgð á morðunum. Shamir skiptir um skoðun Shamir forsætisráðherra hefur fram að þessu lýst sig alfarið á móti hvers konar opinberri rann- sókn á aðild öryggislögreglunnar að morðunum og hefur sagt að slík rannsókn myndi grafa undan ör- yggi ríkisins. í gær virtist sem Shamir hefði breytt um afstöðu til opinberrar rannsóknar og haft var eftir honum að hann myndi ekki snúast gegn slíkri rannsókn ef ósk um að hún færi fram kæmi frá ríkisstjóminni. Arabiskur hryðjuverkamaður í vörsiu ísraelsku öryggislögreglunnar eftir að hafa gert árás á israelskan al- menningsvagn. Árásarmaðurinn lést skömmu siðar í vörslu öryggislögreglunnar og er talið fullvíst að hann hafi verið myrtur Ef marka má skoðanakannanir í Jap- an að undanförnu ætti Frjálslyndi fiokkur Nakasone forsætisráðherra Japan að vinna öruggan sigur í jap- önsku þingkosningunum á sunnudag. Spá Nakasone sign a sunnudag Frjálslyndi flokkur Nakasone, for- sætisráðherra Japan, ætti að vinna ömggan sigur í þingkosningunum í Japan sem boðað hefur verið til á sunnudag næstkomandi. Skoðanakönnun, er opinberuð var í morgun, spáir flokki Nákasone öragg- um meirihluta á japanska þinginu, Diet, eða 271 þingsæti af 512 í neðri deild þingsins. Samkvæmt skoðanakönnuninni, er framkvæmd var af Kyodo fréttaþjón- ustunni og náði til 110 þúsund kjós- enda, tapar helsti stjómarandstöðu- flokkur landsins, flokkur sósíalista, miklu í kosningunum, fær sennilegast undir 100 þingsætum, en hefur nú 110 sæti. IFGoodrich Mest seldu JEPPADEKKIN á Islandi Kynniö ykkur veró og greiðslukjör, P175 75R13 31xl0.50R15LT 35x12 50R15U LT235 75R15 32x11.50R1SLT 31xl0.50R16.5LT LT255 85R16 33xl2.50R15LT 33xl2.50R16.5LT 30x9.50R15LT /VMRTsf Vatnagörbum 14 Reykjavik s. 8 3188 ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ kr. 17.800 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR Samt. stærö: 275 I. Frystihólf: 45 I. Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild. HEKLA HF LAUGAVEG1170-172 SÍMAR 11687 • 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.