Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1986, Blaðsíða 26
26
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1986.
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Olyginn
sagði . . .
Persónuleiki hans breytist
með víni
Á tæpu ári hefur Penn lamið þrjá
ljósmyndara auk nokkurra óopin-
berra slagsmála. Hann breytist
ógnvænlega með víni, verður árásar-
gjarn og ofbeldishneigður. Óttast
margir að einhvern tímann kunni
það að snúast gegn þeim sem standa
honum næst og það vill Madonna
einnig fyrirbyggja. Foreldrar leikar-
ans veita henni mikinn stuðning og
Penn hefur lofað að leita sér aðstoð-
ar við vandamáli sínu.
Fólk hættir að hafa gaman af áti þegar svona njósnari er annars vegar.
Megrunaitijálparinn
í ísskápnum!
Tækninni fleygir fram og sífellt
finna menn upp ný og ný tæki sem
létta þeim og öðrum lífið. Þegar
megrunaræðið hófst settust menn
niður til að finna upp tæki sem gætu
hjálþað fólki í baráttunni við auka-
kílóin. Mörg tæki sáu dagsins ljós,
dýr eða ódýr. Eitt það allrasniðug-
asta er lítið tæki sem þú setur í
ísskápinn hjá þér. Um leið og þú
opnar skápinn gella í tækinu í hæðn-
istón setningar eins og: Á að fá sér
að éta enn einu sinni, ekki að undra
þótt þú sért feitur? Tækið er ódýrt,
kostar um 400 kr. og er sagt vera
kjörið fyrir megrunarkúrista.
Mohammad
Ali
fyrrverandi heimsmeistari í
hnefaleikum, hefur fengið
að reyna hve gæfan er fall-
völt. Eftir skilnaðinn við
Veronicu neyddist hann til
að flytja út úr húsi sínu í
Hollywood og býr nú hjá
vini sínum í þriggja her-
bergja íbúð í frekar óvistlegu
hverfi. Hann er orðinn 44
ára og þjáist af Parkinsons-
veiki. Hann berst lítið á enda
eru milljarðar þeir sem hann
þénaði löngu horfnir. Þeim
var eytt í munað, stórfjöl-
skylduna og góðgerðir.
Penn er öfundsjúkur.
En ofdrykkja Penn er ekki eina
ástæðan fyrir erfiðleikunum. Vinir
þeirra segja að hann sé gífurlega öf-
undsjúkur út í eiginkonu sina vegna
velgengni hennar. Hún syngur hvern
„smellinn" á fætur öðrum og kvik-
myndatilboðin streyma til hennar.
Að vísu fær hann líka tilboð um hlut-
verk en munurinn er sá að henni eru
boðin aðalhlutverk og honum auka-
hlutverk. Öll umræða fjölmiðla og
vina þeirra snýst um hana og hennar
feril og honum er illa við að standa
í skugganum af konu sinni. Hann
fékk ekki góða dóma fyrir leik sinn
í myndinni At Close Range og nýj-
asta myndin, sem hann og Madonna
leika bæði í, Shanghai Surprise, lofar
víst ekki góðu. Framleiðandi þeirrar
myndar er enginn annar en bítillinn
George Harrison sem reynir nú allt
sem í hans valdi stendur til að bjarga
hjónabandinu og um leið myndinni.
Hætt er við að hún tapi aðdráttar-
afli sínu ef af skilnaði verður.
Mikið veltur á hverjar viðtökur myndin, Shanghai Surprise, fær.
Ógnvaldur Ijósmyndara kominn á
kreik.
Ereinhvervon?
Orsakir erfiðleika þeirra eru marg-
víslegar og því ekki nema von að
ýmsir efist um varanleika hjóna-
bandsins. Penn vill búa í Los Angeles
og lifa hinu ljúfa lífi sem til boða
stendur í Hollywood en Madonna
saknar New York, vina sinna og lífs-
ins þar. Þau eiga bágt með að taka
nýju áfalli og ef Shanghai Surprise
slær ekki í gegn gæti það gert endan-
lega útaf við hjónaband þeirra.
Meginorsökin eru þó drykkja Penn
og ekki gaf það von um betrumbót
þegar Penn sagði að hann léti Ma-
donnu ekki skipa sér fyrir verkum.
Hann réði sérsjálfur. Þetta hefur
vonandi verið sagt í reiðikasti eða
ölvímu því eins og hún segir sjálf:
„Ef samband okkar á að endast verð-
ur hann að leita sér hjálpar. Ég elska
hann en ég vil ekki lifa lengur við
þetta, sérstaklega þar sem hegðan
hans fer versnandi.“
Barbra
Streisand
hefur sennilega innleitt nýja
hefð í skemmtanalífið í
Hollywood. Hún hafði boð-
ið til veislu um 14 kvik-
myndaforstjórum og konum
þeirra. Regnið streymdi nið-
ur og var Barbra mjög
áhyggjufull um að hár-
greiðsla gestanna myndi
eyðileggjast og þar með
væri veislan dæmd til að
mistakast. Hún dó samt ekki
ráðalaus heldur fékk til sín
hárgreiðslukonu sem fengið
var það hlutverk að greiða
þeim sem vildu. Mæltist
þetta mjög vel fyrir og er
búist við að fleiri taki þetta
upp eftir Börbru.
Julian
Lennon
virðist ekki eiga jafnmiklum
vinsældum að fagna og fað-
ir hans. Hann hefur nýlega
aflýst miklu tónleikaferða-
lagi um Evrópu enda höfðu
einungis selst 378 miðar í
forsölu og þótti slíkt ekki
boða gott. Hefur Julian tap-
að um 5 og hálfri milljón á
þessu öllu og í þokkabót
hrópa menn þetta upp og
kalla „stærsta flopp popp-
sögunnar".
Madonna og Sean Penn meðan allt lék i lyndi.
Er hjónaband Madonnu
að sprínga í loft upp?
Eitt umtalaðasta hjónaband samtím-
ans í Hollywood er hjónaband
söngkonunnar Madonnu og leikar-
ans Sean Penn. Frá upphafi hefur
hjónabandið verið stormasamt en nú
fyrst virðist ætla að keyra um þver-
bak. Þau hjónin voru fyrir skömmu
stödd á Pýramída-diskótekinu í New
York og virtist mikið ósamlyndi ríkja
á milli þeirra. Penn var drukkinn
sem fyrr og rifust þau heiftarlega.
Sögðu sjónarvottar að Penn hefði
haldið Madonnu upp við vegg á með-
an hann hellti úr skálum reiði
sinnar. Nú hefur Madonna sett hon-
um úrslitakosti: Annað hvort hættir
hann að drekka eða hún fer frá hon-